Þjóðviljinn - 05.07.1987, Qupperneq 16
POPPSÍÐA
PUNKTAR AF
POPPI OG
PLÖTUÚTGÁFU
Eins og alltaf er nóg um að
vera í heimi poppsins og best að
demba sér bara strax í það sem
væntanlegt er eftir svo sem eins
og tvær vikur.
Þó er rétt að nefna fyrst tvær
plötur sem líklega eru nú þegar
komnar til landsins. Það er plata
Rogers Waters „Radio
K.A.O.S.". og Marrilion en hún
heitir „Clutching at Straws".
Það er reyndar merkilegt hve
margir í eldri kantinum eru að
gefa út skífur þessa dagana,
söngvarinn úr Who, Roger Dalt-
rey sendi frá sér nýja skífu og
nefnist hún „Can’t Wait To See
the Moon“. Tveir gítarleikarar
eru líka að senda frá sér sólóp-
lötur Sammy Hagar (úr Van Hag-
ar) sendir frá sér plötu sem ein-
faldlega ber nafnið „Sammy Hag-
ar“ og Joe Walsh (sem m.a. lék
með Eagles) sendir frá sér skífu
sem ber nafnið „Got Any Gum“.
Gömlu sýrurokkararnir úr
Greatful Dead eru að senda frá
sér sína fyrstu stúdíóplötu í 7 ár
og nefnist hún „In The Dark“.
Aðrir gamlir sýrurokkarar,
nefnilega Ieifarnar af JefTerson
Airplane/Starship sem núna kalla
sig bara Starship senda líka frá
sér nýja plötu og hefur hún hlotið
heitið „No Protection" og svona í
leiðinni er rétt að minna á nýút-
komna hljómleikaplötu með Do-
ors „Live Hollywood Bowl“ en
með henni kemur út vídeó af
sömu tónleikum.
Elton John sendir líka frá sér
nýja hljómleikaplötu og heitir
hún einfaldlega „Live Austral-
ia“. Emmylou Harris er líka að
senda frá sér nýja plötu og heitir
hún „Angel Band“.
Dvergurinn í þungarokkinu
Dio er að senda frá sér nýja skífu
og gengur hún undir nafninu
„Dream Evil“ og þykir nafnið
sérlega frumlegt.
Tveir góðir, John Wetton (sem
m.a. lék með King Grimson) og
Phil Manzanera (sem m.a. lék
með Roxy Music) senda frá sér
plötu sem þeir hafa unnið að í
sameiningu og kalla þeir hana
einfaldlega „Wetton & Manzan-
era“.
Fabulous Thunderbirds (sem
þrátt fyrir miklar vinsældir í
Bandaríkjunum hafa ekki hlotið
mikla eftirtekt hér á landi) senda
frá sér nýja plötu „Hot Number“
og er henni spáð miklum vinsæld-
um í Bandaríkjunum.
Fixx sendir frá sér nýtt efni og
heitir platan „React“.
Hljómsveitin á bakvið endur-
vaktar vinsældir lagsins „Funky
Town“ Pesudo Echo sendir frá sér
stóra plötu og nefnist hún „Love
and Adventure“.
Crusados senda frá sér stóra
plötu sem heitir „After Dark“ og
hin skemmtilega gamaldags
hljómsveit ,TIooters“ sendir frá
sér plötu sem nefnist „One Way
Home“.
Marianne Faithful sem unnið
hefur til virðingar á undanförn-
um plötum sendir frá sér nýja
plötu sem hún kallar „Strange
Weather".
Great White sendir frá sér
plötu sem heitir „Once Bitten"
og Tony Mac Alphine kemur með
nýja plötu sem heitir „Security".
Að lokum vil ég nefna þrjár
plötur sem telja verður merki-
legar. Fyrst er það tónlistin úr
myndinni „Straight To Hell“ sem
nú eru nýhafnar sýningar á í Bret-
landi. Áplötunnierm.a. aðfinna
lög flutt af Joe Strummer,. The
Pouges o.fl.. Síðan er það plata
með lögum úr myndinni „Who’s
that girl“ en á henni eru 5 lög með
Madonnu og að lokum er það
safnplatan „Hits Revival" en á
henni er að finna gömul lög sem
orðið hafa vinsæl á nýjan leik á
liðnum vikum og mánuðum.
íslenskt -
velt á gott
Nú í byrjun júlímánaðar er
sýnilegt að sama þróun og verið
hefur á undanfömum árum er í
íslenskri plötuútgáfu. Síðasti
mánuður var augljóst dæmi um
þetta en þá komu út þó nokkrar
plötur sem vert er að minnast á.
Verður næstu línum eytt í það að
líta á nokkra þeirra. Eins og við
er að búast eru gæðin misjöfn og
er það reyndar eitt af því sem er
liður í þessari þróun að svo virðist
sem einhverjir álíti sem svo að
slíkt geti orðið þeim til framdrátt-
ar.
Því miður er ekki hægt að taka
íslenska tónlistarmenn og dæma
þá á öðrum grundvelli en aðra og
það hlýtur að vera þeim kapps-
mál að standa sig jafn vel og er-
lendu keppinautamir.
STUÐMENN
Á GÆSAVEIÐUM
Popp eins og þaö gerist best
á íslandi
Ef U2 er stærsta nafnið í er-
lendu poppi eins og er (og að því
má færa nokkur rök) em Stuð-
menn sú íslenska poppsveit sem
líkja mætti við U2. Það leikur
varla nokkur vafi á því að Stuð-
menn hafa áunnið sér sess hér á
landi sem sveit sem kannski kem-
ur fólki ekki á óvart með frum-
legum lagasmíðum, en ljóst er að
þeim hefur tekist að ávinna sér
traust sem næsta ömgg söluvara
þar sem spilað er á velþekkt stef
sem flestum líkar vel við.
Þessi nýjasta afurð þeirra er
steypt í þetta mót og er enda að
finna á plötunni amk. 5 smelli
sem eiga eftir að heyrast mikið á
hinum frjálsu öldum hljóðvak-
ans, sem og úr börkum lands-
manna.
Hvort þetta efni myndi eiga
möguleika á öðmm mörkuðum
en þeim íslenska tel óg þó afar
vafasamt. Hér er ekki um að
ræða efni sem teljast verður á
nokkum hátt sérlega frískt.
Tæknivinna er með miklum ágæt-
um og hefur að mínum dómi tek-
ist sérlega vel upp í þeim efnum.
Hér er því að mínu áliti á ferðinni
plata sem á eftir að koma sér vel í
hvaða gleðskap sem er, en hér er
ekki í gangi nein stórkostleg til-
raunastarfsemi.
PS & BJÓLA
- GÓÐIR HLUTIR
GERAST HÆGT
Spilað á strengi sem heyrst
hafa áður
Þessi afurð þeirra P.S. (sem
unnið hefur sér nokkra frægð
fyrir lagið „Ung og Rík“) og S.
Bjólu (sem óþarft ætti að vera að
kynna) er afsprengi þeirra hrær-
inga sem átt hafa sér stað bæði
hér og erlendis á síðustu ámm.
Hér er átt við þá stefnu sem sumir
hafa tekið á uppruna rokksins og
endurspeglast í einhverskonar
endurreisn tónlistar sem má
muna sinn fífil fegurri.
Á þessari plötu er reyndar
hlaupið dálítið úr einu í annað og
því miður er útkoman sú að grip-
urinn verður fyrir vikið hálf
stefnulaust dútl í hinu og þessu.
Hvort hér er því um að kenna að
tveir tónlistarmenn unnu að þess-
ari plötu skal ég ekki segja neitt
um, en það er þó ekki hægt að
neita því að sá grunur læðist ó-
sjálfrátt að manni.
Tónlistin á sína góðu spretti og
er ekki að efa að hér er á ferðinni
plata frá mönnum sem geta gert
betur.
Það sem er á þessari plötu er
einfaldlega ekki alveg nógu gott.
Það vantar líka textablað, því það
er ekki nóg að hafa eitthvað að
segja í textunum ef ekki er hægt
að gera sér grein fyrir hvað það
er.
í heildina séð samt, ekki svo
slæm tilraun og er vonandi ekki
langt að bíða þess að við fáum
meira að heyra með P.S. og
Bjólu.
TÍBRÁ - YFIR TURNUM
Yngvi Þór Kormáksson
-Borgarinn ekki til
fyrirmyndar
Það kemur fyrir að mann skorti
orð til að lýsa því sem manni
finnst og eftir að hafa hlustað á
þessar tvær plötur greip mig slík
tilfinning. Það er algjörlega hulið
mínum skilningi af hverju plötu-
útgefendur eru að gefa út efni
eins og þetta. Reyndar er rétt að
segja frá því að Tfbrá reynir þó.
Þrátt fyrir það er hér um að ræða
grip sem aldrei kemst upp úr
meðalmennskunni. Ekkert nýtt,
og gamlar og þreyttar lummur
teknar enn einu sinni og boðnar
upp.
Um Ingva Þór Kormáksson hef
ég það að segja að aldrei hélt ég
að annað eins og þetta gæti kom-
ið út á íslandi. Algjört rusla-
tunnufóður.
Tímamót í tónlistarsögunni
FYRSTI ÍSLENSKI HUÓMDISKURINN KOMINN ÚT
í síðustu viku kom út hljóm-
diskur með Bubba Morthens og
hefur hann þar með orðið
brautryðjandi í nýrri tækni sem í
síauknum mæli hefur verið að
ryðja sér til rúms hér á landi.
Hljómdiskurinn ber nafnið
„Frelsi til sölu“ og er á honum að
finna öll þau lög sem voru á sam-
nefndri L.P. plötu ásamt fjórum
öðrum lögum (þar af eitt glæ-
nýtt).
Diskurinn er gefinn út í sam-
vinnu Grammsins og Japis.
Af Gramm-útgáfunni er það
annars að frétta að hún hefur ný-
lega gefið út safnplötuna
„Geyser“ í Bandaríkjunum og
hefur sú hlotið mjög j ákvæða um-
fjöllun þar vestra. Bandaríska
tónlistartímaritið „Billboard“
valdi skífuna m.a. sem eina af
áhugaverðustu skífum vikunnar,
þegar hún kom út og verður það
að teljast vel af sér vikið.
Bubbi Morthens er núna á tón-
leikaferð um landið og vinnur
meðfram því að upptökum á efni
sem væntanlega kemur út er líða
tekur á sumarið. Til glöggvunar
fyrir þá sem áhuga hafa, birtist
hér listi yfir þá staði sem Bubbi
spilar á næstu daga.
Laugardagur 4.júlí H-100 Ak-
ureyri, sunnudagur 5. júlí
Grunnskólinn Kópaskeri, mánu-
dagur 6. júlí Þórsver Þórshöfn,
þriðjudagur 7. júií Mikiigarður
Vopnafirði, miðvikudagur 8. júlí
Hnitbjörg Raufarhöfn, sunnu-
dagur 12. júlí Herðubreið Seyðis-
firði, mánudagur 13. júlí Valhöll
Eskifirði.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. júlf 1987