Þjóðviljinn - 16.07.1987, Side 2
pSPURNlNGINn
Hefur þú grætt land og
ræktað skóg?
Siguriín Guðmundsdóttir, hús-
móðir:
Nei, aldrei. Ég á ekki einu sinni garð,
þannig að ég reikna ekki með að það
standi til hjá mér.
Þórdís Jónsdóttir, húsmóðir:
í ræktuninni hef ég haldið mig við
garðinn heima.
Gunnar Jörundsson, verslun-
armaður:
Já. Mitt framlag til ræktunar landsins
er á sumarbústaðarlóð minni í Þrast-
arskógi.
Freyr Bragason, afgreiðslu-
maður:
Já, ég vann við það í tvö ár í Reykjavík
og inn við Elliðaárnar.
Guðný Guðmundsdóttir, versl-
unarmaður:
Ég vann við það í unglingavinnunni,
en fannst það ekkert sérstaklega
áhugavert.
FRETTIR
Hörpudiskur
Hörkum þetta af okkur
Verð á hörpudiski hefur lœkkað um 25-30% frá áramótum. Ástœðan:
Offramboð á Bandaríkjamarkaði. Ágúst Sigurðsson íStykkishólmi:
Tökum þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
Verðhrun hefur orðið á hörpu-
diski. Um síðustu áramót var
verðið fyrir hvert pund af
blokkarfrystum hörpudiski 4,50-
4,80 dollarar en er nú komið nið-
ur f 3,30 dollara og er á niðurleið
ef eitthvð er. Á síðasta ári voru
veidd hér við land 17-18.000 tonn
af hörpudiski.
Að sögn Árna Benediktssonar,
framkvæmdastjóra hjá Vinnu-
málasambandi Samvinnufélag-
anna er ástæðan fyrst og fremst
offramboð. Birgðir hafa hlaðist
upp hjá söluaðilum í Bandaríkj-
unum og veldur það miklum erf-
iðleikum.
Einn af stærstu hörpudiskf-
ramleiðendum landsins er fyrir-
tæki Sigurðar Ágústssonar í
Stykkishólmi en þar var landað
um 5 þúsund tonnum af hörpu-
diski á síðasta ári. Ágúst Sigurðs-
son forstjóri sagði að þetta verðh-
run kæmi afar illa við þá. Þó gætu
þeir selt eitthvað af lausfrystum
hörpudiski, en það væru ekki
Víðir Kristjánsson framanvið asbestsvæðið í Fellaskóla. „Varúð! Asbestryk er hættulegt heilsunni" stendur á viðvörunar-
spjaldi, sem af einhverjum ástæðum er á ensku. (mynd: E.ÓI).
Fellaskóli
Asbestið fjaiiægt
Unnið aðþvíað taka niður asbestplötur á göngum skólans. Miklar
varúðarráðstafanir gerðar vegna mengunarhœttu. Innflutningurog
notkun asbests bannað hér á landi 1983
Þessa dagana er verið að vinna
við að taka niður asbestplötur
úr gangaloftum í Fcllaskóla í
Breiðholti. Það eru sex starfs-
menn Keflavíkurverktaka sem
vinna við það, en það fyrirtæki er
hið eina hér á landi sem hefur til
þess útbúnað og kunnáttu. Vegna
mengunarhættu eru starfsmenn-
irnir í einnota búningum og nota
rykgrímur sér til varnar.
Miklar varúðarráðstafanir eru
gerðar í skólanum meðan á verk-
inu stendur og er tjaldað fyrir
með plasti þar sem unnið er
hverju sinni til að forðast að as-
bestryk berist í burtu á aðra staði
í skólanum. Vinna hófst við verk-
ið 6. júlí og er stefnt að því að
ljúka því um næstu mánaðamót.
Að sögn Víðis Kristjánssonar
deildarstjóra í Hollustuþátta-
deild hjá Vinnueftirliti ríkisins
tóku borgaryfirvöld ákvörðun
um það í fyrrahaust að fjarlægja
asbestplöturnar, en mælingar
höfðu sýnt að asbestryk var að
finna í andrúmslofti á göngum
skólans. Þrátt fyrir að mælingarn-
ar sýndu að það væri undir hætt-
umrökum þótti sýnt að það gæti
haft í för með sér mengunarhættu
og þess vegna þótti brýnt að fjar-
lægja þær við fyrsta tækifæri.
Allur innflutningur og notkun
asbests er bannaður hér á landi
og var reglugerð þar að lútandi
gefin út 1. september 1983.
Ástæðan fyrir því að asbest er
bannað hér á landi er sú sjúk-
dómahætta sem það veldur
mönnum sem vinna við það eða
dveljast í umhverfi þar sem as-
best er. Þeir sem anda að sér as-
bestryki geta átt á hættu að fá
lungnakrabbamein og Mesóte-
líóma, sem er sjaldgæf tegund
krabbameins í brjóst- eða líf-
himnu. Sjúkdómseinkennin geta
verið tvo til þrjá áratugi að koma
fram. grh
mörg fyrirtæki í bransanum sem
hefðu útbúnað í þá vinnslu. Flest-
ir væru í blokkarfrystingunni. Að
sögn Áma hefst veiðitímabilið í
júh' ár hvert og stendur fram í
mars á næsta ári. Þrátt fyrir
verðhrunið stefndu þeir að því að
gera út tíu báta nú í júlí á hörpu-
diskveiðar. „Þetta er eins og
hvert annað hundsbit og svíður
aðeins undan þessu í bili, en við
hörkum þetta af okkur, eins og
venjulega. Annars væri eins gott
að leggjast fyrir með lappirnar
upp í loft og hætta,“ sagði Ágúst
Sigurðsson í Stykkishólmi.
grh
Noregur
Nafnvenjur
verða virtar
íslensk börn sem fæðast í Nor-
egi hafa hér eftir rétt til að fá nöfn.
sín skráð að íslenskri venju í
norsku þjóðskrána, það er með
kenningarnafni föður eða móður.
Steingrímur Hermannsson
skrifaði fyrir nokkru starfsb-
ræðrum sínum norrænum vegna
þessa máls, og hefur nú borist
svar frá þeim norska, og mun
svipaðrar úrlausnar að vænta í
Danmörku, en hingað til hefur
gengið treglega að fá norræna
skriffinna til að skilja íslenska
nafnvenju, og hafa þeir viljað
gefa börnum föðumafn föðurins.
Búskapur
Góð heytíð
Grasspretta góð um
allt land og heygœði
yfir meðallagi
„Um allt land hefur verið góð
heytið í sumar þrátt fyrir að
þurrkar hafi seinkað slætti sums-
staðar, en yflr allt landið má bú-
ast við að heygæði verði vel yfir
meðallagi“, segir Jónas Jónsson
búnaðarmálastjóri.
Að sögn Jónasar hefur spretta
verið góð á Suðurlandi og margir
bændur langt komnir með hey-
skap og aðrir í þann véginn að
ljúka honum. í síðustu viku kom
aðeins bakslag í heyskapinn fyrir
norðan vegna úrkomu sem tafði
eitthvað fyrir en hefur batnað
mjög í þessari viku. Á Vestfjörð-
um er heyskapur kominn mis-
jafnt eftir því hve þurrkatíðin þar
hefur komið niður á túnum og
grassprettu. Á Austur- og Vest-
urlandi hefur heyskapur gengið
vel eftir því sem best er vitað.
grh
2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. júlf 1987