Þjóðviljinn - 16.07.1987, Qupperneq 5
María Sigurjónsdóttir, Elínborg Bárðardóttir, Dóra Lúðvíksdóttir og Sif Ormarsdóttir félagar (Alþjóðasamtökum lækna gegn kjarnorkuvá..
Útrýmum kjamorkuvopnunum
eins og bólusóttinni
segja 4 íslenskar konur sem sóttu 3000 manna alþjóðaþing samtakanna Læknar gegn kjarnorkuvá
í Moskvu ísíðasta mánuði
„Með tilkomu kjarnorkunnar
er stríð ekki iengur lausn á neinu
vandamáii. Kjarnorkan virðir
engin landamæri, og því er
nauðsynlegt að taka upp nýjan
hugsunarhátt: Það er úrelt að
hugsa um heiminn sem austur og
vestur, hægri og vinstri, því
heimurinn er ein heild og vand-
amálin verða ekki leyst nema út
frá þeirri grundvallarhugsun.
Kjarnorkuvopnin ógna nú
mannkyninu eins og bólusóttin
gerði á sínum tíma. Bólusóttinni
var útrýmt með alþjóðlegu átaki
á 20 árum. Það sama er hægt að
gera með kjarnorkuógnunina.“
Þetta sögðu þær María Sigur-
jónsdóttir, Elínborg Bárðardótt-
ir, Dóra Lúðvíksdóttir og Sif
Ormarsdóttir nýkomnar af 3000
manna þingi lækna sem haldið
var í Moskvu í síðasta mánuði af
samtökunum Læknargegn kjarn-
orkuvá. Samtök þessi, sem eru
starfandi meðal lækna í 50
löndum, voru stofnuð 1980 að
frumkvæði tveggja heimsþekktra
lækna, þeirra Bernard Lown frá
Bandaríkjunum og Yevgeny
Chazov frá Sovétríkjunum. Sam-
tökin hafa það markmið að upp-
lýsa umheiminn um læknisfræði-
legar afleiðingar kjarnorkustyrj-
aldar og berjast fyrir útrýmingu
kjarnorkuvopna, og hafa á
skömmum tíma náð mikilli út-
breiðslu og árangri. Þannig telja
samtökin nú um 175.000 lækna
frá 55 þjóðlöndum innan sinna
vébanda, og árið 1985 tóku þeir
Chazov og Lowen við friðarverð-
launum Nóbels frá Norska stór-
þinginu í nafni samtakanna. Sam-
tökin eru öflugust í Bandaríkjun-
um, Sovétríkjunum, Japan og
Svíþjóð, en starfa auk þess af
miklum krafti í öllum Evrópu-
löndum, auk þess sem sérstakar
deildir samtakanna starfa innan
NATO, Varsjárbandalagsins og
Samtaka óháðra ríkja.
Samtökin hafa haldið þing sín
árlega og var þing síðasta árs
haldið í Köln í V-Þýskalandi, en á
næsta ári verður þing samtak-
anna haldið í Hiroshima í Japan í
boði borgarstjórans þar.
Nýr hugsunarhátt-
ur
Þegar íslensku þátttakendurnir
voru spurðir hvert hefði verið
helsta umræðuefni þingsins að
þessu sinni, þá svöruðu þær ein-
um rómi að það væri nauðsyn nýs
hugsunarháttar eins og að ofan er
getið, og það var reyndar Alfred
Einstein, sem fyrstur manna
benti á að kjarnorkuöldin krefð-
ist nýs hugsunarháttar meðal
mannanna ef mannkynið ætti að
lifa af, sögðu þær. Um leið og
menn eru æ betur að gera sér
grein fyrir hættunni sem af kjarn-
orkuvopnunum stafar þá ríkti
bjartsýni og trú á möguleika
mannkynsins við að frelsa sig
undan þessu böli á þinginu, og í
því sambandi minntust menn
þess að nú um þessar mundir eru
10 ár síðan bólusóttinni var út-
rýmt í heiminum, en bólusóttin
hafði áður verið ein stærsta ógn
mannkyns um margar aldir.
Herferðin gegn bólusóttinni tók
20 ár, en kostnaðurinn við hana
var samt sem áður ekki nema sem
svarar þeirri upphæð sem varið er
á hverri klukkustund til vígbún-
aðar í heiminum í dag.
Lœrdómur frá
Tsjernobyl
Þá ræddum við einnig notkun
kjarnorku til friðsamlegra nota,
ekki síst í ljósi reynslunnar frá
Tsjernobyl, en skoðanir innan
samtakanna eru mjög skiptar um
réttmæti slíkrar notkunar. Þann-
ig voru Vestur-þjóðverjarnir
harðastir andstæðingar kjamork-
uveranna, en þeir segja að út-
breiðsla kjarnorkuvera og kjarn-
orkuvopna í V-Þýskalandi sé nú
orðin slík, að sérhver V-þjóðverji
hafi nú annað hvort innan 50 km
radíuss frá sínu heimili. Aðrir,
eins og t.d. Indverjar, bentu á að
þeir ættu ekki kost á ódýrari orku
en kjarnorku, og að þeir væru
ekki í aðstöðu til að geta dregið
úr orkunotkuninni eins og marg-
ar ríkari þjóðir, þar sem þeir byg-
gju við stöðugan orkuskort.
Kjarnorkan væri því eina lausnin
sem þeir sæju fram á við núver-
andi aðstæður.
Óútfylltur
orkureikningur
Aðrir bentu hins vegar á að í
kostnaðarútreikningum við
kjarnorkuverin væri ekki reiknað
með slysum, og hvað þau kost-
uðu. í Tsjernobyl dóu 30 manns,
sovéskir læknar telja að um
100.000 manns sem bjó innan við
30 km. radíus frá slysstaðnum
muni í framtíðinni fá krabba-
mein, þar af 25-30 þúsund börn.
Talið er að slysið muni einnig
valda aukningu krabbameinstil-
fella í Evrópulöndum um 100
þúsund. Ef hægt væri að verð-
leggja þetta tjón, þá liti orku-
reikningurinn frá Tsjernobyl
kannski nokkuð öðruvísi út.
Sömu menn bentu á að það væri
algjört ábyrgðarleysi að ætla að
þau fjölmörgu kjarnorkuver sem
byggð hafa verið víðs vegar um
heiminn væru 100% örugg.
Reynslan hefði þegar afsannað
það auk þess sem hættan á mann-
Íegum mistökum væri stöðugt til
staðar.
Sem dæmi um hættuna sem
heilsu manna er búin af kjarnork-
unni nefndu menn að nýleg sam-
anburðarkönnun á Mormónum
sem búa í Utah annars vegar og
annars staðar í Bandaríkjunum
hins vegar sýnir að krabbameins-
tilfellum meðal Mormóna í Utah
hefur fjölgað um 55% á 10 árum
og er sú aukning rakin til þess að
þeir búa í um 200 km f jarlægð frá
tilraunasvæði bandaríska hersins
í Nevada-eyðimörkinni, þar sem
tilraunir með sprengingar fara
fram.
Könnun á
viðhorfum barna
Á þinginu var einnig kynnt
könnun á viðhorfum barna til
stríðs og friðar, vígbúnaðarkapp-
hlaupsins og spennunar í heimin-
um. Könnun þessi er gerð á með-
al 7000 barna í Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum, Svíþjóð og Nýja
Sjálandi, og er henni stýrt af sam-
tökunum.
í þessari könnun kemur meðal
annars fram að óttinn við kjarn-
orkustríð er eitt stærsta áhyggju-
efni barna í öllum þessum
löndum, og um 40% barna í
Bandaríkjunum og Svíþjóð telja
að þau muni upplifa kjarnorkust-
yrjöld á meðan 9% barna í So-
vétríkjunum eru þeirrar skoðun-
ar. Um 95% barna í Svíþjóð og
Sovétríkjunum vilja stöðva allar
tilraunir með kjarnorkuvopn, en
63% barna í Bandaríkjunum.
Meirihluti barna í þessum
löndum er þó vongóður um að
takast muni að koma í veg fyrir
ragnarök kjarnorkustríðs.
Malarían og
vígbúnaðarkapp
hlaupið
Þá var einnig á ráðstefnu þess-
ari fjallað um þann mikla kostnað
sem hlýst af vígbúnaðarkapp-
hlaupinu, og voru menn gjarnan
að bera hann saman við æpandi
þörf á auknum framlögum til
heilsugæslu, einkum í fátækari
ríkjum heims. Á hverri sekúndu
deyr barn úr kvilla, sem hægt væri
að bæta ef aðstæður væru fyrir
hendi, og það þarf ekki að kosta
mikið fé. Þannig er til áætlun um
alþjóðlega herferð til þess að
kveða niður malaríuna í eitt
skipti fyrir öll, en hún herjar fyrst
og fremst á fátækari ríki nú orðið.
Aætlun þessi gerir ráð fyrir
kostnaði sem samsvarar þeim
kostnaði sem lagður er í vígbún-
aðarkapphlaupið í heiminum á
hverjum 5 klukkustundum. Engu
að síður hefur áætlun þessi þótt of
kostnaðarsöm til þess að henni
yrði ýtt í framkvæmd.
Styrjöld af slysni
Bandaríski stjarnfræðingurinn
og sjónvarpsfræðarinn Carl Sag-
an sagði að framlög Reagans til
hermála á valdatíma hans hefðu
nægt til að kaupa upp allar fastar
og lausar eigur í Bandaríkjunum
nema landið sjálft. Út frá reynslu
sinni og þekkingu, meðal annars
á geimvísindum, þá lýsti Carl
Sagan ótta sínum við að styrjöld
brytist út af misskilningi eða fyrir
tæknileg mistök, og lagði hann til
að auk „rauðu línunnar“ yrði
komið á fót „hættumiðstöð", þar
sem stórveldin gætu skipst á
mikilvægum trúnaðarupplýsing-
um á hættustundum.
f þessu sambandi var einnig
bent á að æ fleiri ríki eignuðust nú
kjarnorkuvopn, eða gætu komið
sér þeim upp með litlum fyrir-
vara, og það yki stöðugt á hætt-
una á slysi, ásamt með skömmum
viðbragðstíma sem kæmi í kjölfar
tæknilegrar fullkomnunar vopn-
anna. Þannig er talað um af ið-
togar stórveldanna hafi ‘ :k-
úndur til að taka ákvöro am
hvort ýta eigi á hnappinn :Uu-
ástandi. Það þýðir í reynu að það
eru ekki valdamennirnii, 'neldur
tölvumar sem taka emlanlega
ákvörðun um stríð eða frið, og
það eykur enn á hættuna. Og
aukin hætta verður til þess að
dýpka bilið á milli þjóða og ala á
tortryggni og ótta meðal almenn-
ings. Þegar menn tala um að lítil
hætta sé á stríði vegna þess að
kjarnorkuvopnin tryggi friðinn,
þá er rétt að benda á að menn
Fimmtudagur 16. júií 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5