Þjóðviljinn - 16.07.1987, Page 6
FLÓAMARKAÐURINN
Veiðileyfi
Veiðileyfi í Langavatni. Góð að-
staða í húsum og traustir bátar.
Einnig er hægt að fá aðstöðulaus
veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur
Halldór Brynjólfsson í síma 93-
7355.
2ja sæta IKEA sófl
með furugrind til sölu á kr. 2.500.
Upplýsingar í síma 20601 eftir há-
degi.
Barnapössun
Vantar pössun í Hlíðunum fyrir 5
ára dreng frá 20. júlí, frá kl. 8.30-
16.00. Upplýsingar í síma 10018.
Góð kjör
Citroén GS 79 til sölu. Upplýsingar í
síma 11653.
Kettllngur
Fallegan tveggja mánaða kettling
vantar gott heimili. Upplýsingar í
síma 84310.
Svalavagn
Óska eftir sæmilega útlitandi svala-
vagni. Upplýsingar í síma 641613.
Kvenrelðhjól
Til sölu gott 20'' kvenreiðhjól, 3 gíra.
Verð kr. 2.000. Upplýsingar í síma
44465.
Tll sölu
brúnn „Silver Cross" barnavagn,
lítið notuð leikgrind, burðarboki og
lítill barnastóll. Upplýsingar í síma
688576.
Óskast keypt
Mig vantar reiðhjól, ryksugu og
skólaritvél fyrir lítið, má vera gam-
alt. Upplýsingar í síma 29849.
íbúð óskast
íslenskt/danskt par sem stundar
háskólanám óskar eftir 2-3 her-
bergja íbúð. Eiga von á barni í byrj-
un ágústmánaðar. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Símar 33331
eða 681693 eftir kl. 19.
Barnabílstóll
Ef þú átt gamlan barnabílstól sem
er fyrir þér í geymslunni hafðu þá
samband við Kristínu í síma 24432
eftir kl. 19.
Tapað - fundlð
Lítil peningabudda fannst við
Hlemm. Upplýsingar í síma 83447.
Tvær I íbúðarleit
Tvær skólastúlkur utan af landi, til
fyrirmyndar bæði til orðs og æðis,
óska eftir 2-3 herberja íbúð í
Reykjavík frá 1. sept. n.k. Meðmæli
og fyrirframgreiðsla. Hverjireru svo
þessir fyrirmyndarleigjendur? Jú,
allt um það í síma 23089 á kvöldin
og í síma 93-71337.
Sólhýsl
Sólhýsi úr plexigleri og áli til sölu.
Húsio stendur upp við vegg og er
hentugt sem garðstofa eða gróður-
hús. Stærð hússins er: breidd 2,51
m, lengd 5,04 m og hæð 2,30 m.
Upplýsingar í síma 40941.
Sósfalískt neyðarkall
Miðaldra komma vantar nú þegar
3-4 herbergja íbúð í 6-12 mánuði.
Erum 3 í heimili (á götunni). Fækkið
ekki geirfuglunum frekar. Upplýs-
ingar í síma 72399, Sigurður.
Tll sölu
eru eftirtalin húsgögn og munir fyrir
500 kr. stk.: 13” felgur, strauborð,
sófaborð og forn skíði á 300 kr.
Ennfremur gardínubrautir af ýms-
um lengdum. Allar nánari upplýs-
ingar er að fá í síma 30672.
Til leigu
Góð upphituð geymsla til leigu.
Nánari upplýsingar er að fá í síma
76046 eftir kl. 18.
Starfsmann Þjóðviljans
vantar litla íbúð. Skilvísum
greiðslum og mjög góðri umgengni
heitið. Upplýsingar í síma 35236.
íbúð óskast
Hjón með eitt barn vantar 3ja her-
bergja íbúð hvar sem er í bænum.
öruggar greiðslur. Upplýsingar í
síma 18583.
Fururúm
ásamt dýnum til sölu. Upplýsingar i
síma 37355.
Hjónarúm til sölu
Vel með farið hjónarúm úr eik og
mjög góðar dýnur til sölu. Upplýs-
ingar í síma 611827.
Húsgögn geflns
Dívan og skatthol úr tekki fæst gef-
ins gegn því að verða sótt. Upplýs-
ingar í síma 20601 eftir hádegi.
7 arma kertastjakl
Af sérstökum ástæðum óska ég
eftir að kaupa 7 arma kertastjaka.
Vinsamlegast hringið í síma 72617.
Skenkur úr tekki
til sölu á kr. 1.000. Góð eign. Upp-
lýsingar í síma 76229.
Herbergl óskast
Iðnskólanemi óskar eftir rúmgóðu
herbergi. Góðri umgengni og skil-
vísum greiðslum heitið. Upplýsing-
ar í síma 53085.
Blaðburðarfólk L* 4 * & ** iress.
Ef þú ert morgunn
Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333 Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviqann
ALÞÝDUBANDALAGID
Alþýðubandalagið Vestfjörðum
Kosningahappdrættið
Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins á Vestfjörð-
um. Eftirtalin númer komu upp:
1)13132) 2356 3) 1712 4) 482 5) 1191 6-15) 1612,23,20,1421,170,272,
883, 1877, 788, 934,
Vinninga skal vitja í síma 94-7604
FRÁ LESENDUM
Starri í Garði skrifar:
Ef þetta er ekki glæpur...
Þegar ég var unglingur á
dögum heimskreppunnar miklu á
fjórða áratug aldarinnar, heyrði
ég fullorðna fólkið tala um einn
atburð h'ðandi stundar af meiri
hneykslun, meiri fordæmingu,
sárari reiði, en þessu grandvara
og heiðarlega fólki var annars
tamt. Þessi atburður var að vísu
ekki að gerast við túngarðinn
heima hjá því, heldur vestur í
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Þær fréttir höfðu borist þaðan að
vestan, að matvæli, svo sem
korn, ávextir og kaffi væri borið á
bál eða urðað í stórum stfl, með-
an milljónir fátæklinga syltu heilu
hungri. Það brenndist inn í vitund
mína, unglingsins, að hér væri um
að ræða glæp glæpa. Slík var reiði
og fordæming þess fólks sem ég
ólst upp með.
Ég sé það alltaf betur og betur
er tímar líða, að þeir dómar sem
byggðust á réttlætiskennd þessa
fólks voru óskeikulir, réttlátir.
Að slíkt ætti eftir að gerast á ís-
landi hefði engan órað fyrir.
En nú hefur þetta gerst. Glæp-
ur glæpa er talinn efnahagslegt
snjallræði og er framinn af fullum
krafti dag hvem, án blygðunar.
Dilkakjötinu okkar, grænmeti og
ef til vill fleiri tegundum landbún-
aðarvara er ekið á Gufunes-
haugana og urðað innan um sorp
höfuðstaðarins.
Hver ber ábyrgð á þessum
ósköpum?
Ekki Stéttarsamband bænda,
að sögn formanns þess. Eftir því
sem næst verður komist er það
ríkisstjórnin, landbúnaðarráð-
herra, fjármálaráðherra. Annar
hvor eða báðir. Afsökunin: Það
er fjárhagslegra hagstæðara fyrir
ríkið að henda þessum mat, en
borga hið fræga vaxta- og
geymslugjald. Væri ekki mál til
komið að þessir herrar gerðu
grein fyrir því hvernig það gjald
er myndað? Tilgangur þessa
óhæfuverks er þó fyrst og fremst
sá, að geta sagt við bændur sem
enn þrjóskast við að hætta
sauðfjárbúskap þrátt fyrir gylli-
boð Framleiðnisjóðs og
fullvirðiskvóta: Þama sjáið þið,
þið verðið að hætta, það sem þið
emð að framleiða, því er ekið á
hauga. Ef einhver bóndi skyldi
hneykslast yrði honum svarað
þessu: Þú átt ekki þetta hauga-
kjöt, þú ert búinn að fá það borg-
að, þér kemur þetta ekkert við.
Ég trúi að enn leynist meðal
Framhald af bls. 5
sögðu það líka um kjatnorkuver-
in, að þau gætu ekki bmgðist, en
reynslan hefur kennt okkur ann-
að.
Vísindi í þágu
friðar
Þegar ég spurði þær stöllur
hvaða áhrif samtök á borð við Al-
þjóðasamtök lækna gegn kjarn-
orkuvá geti hugsanlega haft á
gang afvopnunarviðræðna stór-
veldanna og þar með baráttu
mannkyns gegn kjamorkuhætt-
unni, þá sögðu þær að á þetta
bæri að líta út frá stöðu lækna.
Þeir hefðu þá siðferðilegu skyldu
að létta sjúkdómum af
mannkyninu. Reynslan frá Hir-
oshima og Tsjernobyl hefði sýnt
að gagnvart kjarnorkunni eiga
læknavísindin engin ráð. Því ef til
styrjaldar kemur verður engin
læknisþjónusta til staðar. Eina
ráðið sem læknavísindin hafa
gagnvart þessum vanda er að
fyrirbyggja stríð og útrýma kjarn-
orkuvopnunum. Sem dæmi um
þetta má nefna að hér í Reykja-
vík eru aðeins 2 sjúkrarúm til
bráðameðferðar á miklum
bmna. Við kjarnorkusprengingu
bænda sú sjálfsvirðing, þrátt fyrir
áratuga hemám og ameríkanser-
ingu þessarar aumingja þjóðar,
að þeir svari: Við framleiddum
þessa hágæða matvöm til þess að
hún lenti á borðum þeirra sem
höfðu þörf og vilja til. Ekki til
þess að hún lenti í höndum ótínd-
ra braskara sem ækju henni á
hauga.
Ég veit að þetta ríkisvald mun
láta fjölmiðla sína sjá til þess, að
hneykslun og reiði almennings
vegna þessa ósóma sé beint að
bændum landsins, ekki að þeim
seku. Sannleikurinn er sá, að sú
bændaeyðingar- og landeyðing-
arstefna undanfarinna ára, sem
Jón Helgason og félagar em
á Keflavík eða höfuðborgarsvæð-
ið má búast við 30-40 þúsund slík-
um tilfellum, auk þess sem sjálft
sjúkrahúsið væri óstarfhæft.
Árangur í starfi
Samtök lækna gegn kjarnorku-
vá vinna að markmiðum sínum
með tvennum hætti. í fyrsta lagi
með því að beita stjórnmálaleið-
toga þrýstingi á gmndvelli fag-
legrar vitneskju lækna. í öðru
lagi með því að hafa áhrif á ai-
menningsálitið í heiminum með
upplýsingamiðlun og áróðri.
Sögðu þær að árangur samtak-
anna hefði til þessa verið undra-
verður á báðum sviðum. Til
dæmis þegar hið tímabundna
bann Sovétstjórnarinnar við til-
raunum með kjarnorkuvopn
rann út í árslok 1985 en þá fóm
forsetar samtakanna á fund Gor-
batsjovs og fengu hann til þess að
framlengja bannið um 3 mánuði.
Samtökin hafa beitt sér fyrir víð-
tækum upplýsingarherferðum,
og til dæmis tókst þeim að safna
1,5-2 miljón undirskriftum gegn
vígbúnaðarkapphlaupinu á að-
eins 3-4 mánuðum. Þá unnu sam-
tökin ásamt með hliðstæðum
samtökum eðlisfræðinga að út-
ábyrgir fyrir, hefur hér birst í
sinni ógeðslegustu mynd, eins-
konar kóróna á sköpunarverk-
inu. Það er vel við hæfi, að í dag
er vald Jóns og félaga framlengt
til næstu fjögurra ára. Spurningin
er þessi: Duga þeim ekki fjögur
ár til að ganga endanlega frá ís-
lenskum landbúnaði dauðum, í
það minnsta sauðfjárbúskap,
leggja meginhluta landsins í
eyði?
Ég enda þessar línur með því
að botna þá setningu sem er not-
uð í fyrirsögn þessarar greinar. Sá
botn er þannig:
Hvað er það þá?
8. júlí 1987.
Starrí f Garði
gáfu skýrslu um svokallaðan
„kjarnorkuvetur“, sem nú er al-
mennt viðurkennd, en hún sýnir
fram á að kjamorkustyrjöld muni
eyðileggja h'fsskilyrði á jörðinni
til langframa.
Hér á landi hafa samtökin beitt
sér fyrir fræðsluherferð, meðal
annars í skólum, þar sem við höf-
um lagt áherslu á að í kjarnork-
ustyrjöld er engin þjóð undan-
skilin hættunni. I dag eiga kjarn-
orkuveldin um eina miljón
Hiroshima-sprengjur í sínum fór-
um. Heilbrigð skynsemi segir
okkur að við þurfum ekki á þeim
að halda og að því beri að útrýma
þeim. Á ráðstefnunni var hvað
eftir annað vitnað í Reykjavík-
urfund Gorbatsjovs og Reagans í
þessu sambandi, og menn töluðu
um að hann hefði markað tíma-
mót því þar hefðu stórveldin í
fyrsta skipti talað í sameiningu
um útrýmingu kjamorkuvopna
sem sameiginlegt markmið. Við
viljum halda því markmiði á lofti
og erum þrátt fyrir allt bjartsýnar
eftir þær umræður og þann fasta
ásetning sem við fundum á þing-
inu í Moskvu.
Þjóðviljinn óskar Samtökum
lækna gegn kjarnorkuvá árang-
urs í starfi.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. júlí 1987