Þjóðviljinn - 16.07.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.07.1987, Qupperneq 7
Genfarskólinn Lýsandi dæmi um gagnkvæma vináttu og traust Baldur Óskarsson erfyrsti íslendingurinn sem veitir skólanum forstöðu Skólastjórn Genfarskólans svonefnda ákvað á fundi sínum í desember s.l. að ráða Baldur Óskarsson fyrrum fræðslustjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu til þess að veita skólanum forstöðu á þessu ári. Má það vera okkur fagnaðarefni að íslending- ar skuli nú í fyrsta sinn vera kvaddur til að gegna þessu þýð- ingarmikla starfi. Baldur er engan veginn ókunn- ugur skólanum, sögu hans, til- gangi og starfi, því hann gegndi þar kennslu á s.l. ári. Blaðið mæltist til þess við Baldur að hann segði lesendum þess nokk- uð frá skólanum og varð hann vel við þeim tilmælum. Baldur var fyrst að því spurður hverskonar stofnun Genfar- skólinn eiginlega væri og hver væri tilgangurinn með honum. Kominn á sextugsaldurinn - Það er þá fyrst til að taka, sagði Baldur Óskarsson, - að síð- an 1931 hafa verkalýðssamtökin á Norðurlöndum rekið 6 vikna sumarskóla í Genf. Er hann eink- um ætlaður trúnaðarfóiki sam- takanna. Þetta merkilega fram- tak sýnir glögglega stórhug og framsýni þeirra, sem leiddu verkalýðsbaráttuna millistríðsá- ranna. Ástæða er til að geta þess að einn öflugasti hvatamaður að stofnun skólans var Sven Back- lund, tengdafaðir Sigurðar heitins Þórarinssonar jarðfræð- ings. Kenndi hann við skólann í fjögur ár. Backlund var einn af fremstu forystumönnum sænskra jafnaðarmanna. Meðal skóla- stjóranna hafa verið ýmsir nafnkunnir menn svo sem Hal- vard Lange og Gunnar Myrdal. Og ekki má gleyma Sven Arne Stajre. Hann kom nokkrum sinn- um til íslands á bernskuárum Menningar- og fræðslusam- bandsins og var því mikill haukur í horni. Af stjórnarformönnum Genf- arskólans má m.a. nefna menn eins og þá bræður Christian og Halvard Lange, Ölvu Myrdal og Bjartmar Gjerde, en hann studdi einnig mjög að stofnun M.F.A. í stjórn skólans nú situr af íslands hálfu Kristín Eggertsdóttir en varamaður hennar er Karl Steinar Guðnason, alþingismað- ur. Tvíþœtt verkefni Nú, ef við víkjum að tilgangi skólans þá er hann einkum sá að fjalla um félagsmál verkafólks og kjör þess jafnframt því sem áhuga- og forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar á Norður- löndum mætast til umræðu um al- þjóðlegt samstarf og það hlut- verk, sem verkalýðshreyfingin gegnir í því sambandi. Sam- kvæmt lögum skólans er hann öllum opinn „en þó einkum ætl- aður starfsömum félagsmönnum verkalýðs- og samvinnuhreyfing- ar, sem hafi í félögum sínum sýnt frumkvæði í alþjóðlegu starfi, jafnt utan sem innan Norður- landanna“. Hugmynd frumherjanna, allt frá upphafi var sú, að Norður- löndin stæðu saman, kæmu fram sem ein heild og ættu þannig auðveldara með að ná eyrum og athygli umheimsins. Þannig var það og hjá Alþjóða vinnumála- stofnuninni I.L.O., og Þjóða- bandalaginu á sínum tíma. Eins og kunnugt er hóf ILO starfsemi sína í Genf árið 1919 og ári seinna varð Genf aðsetur Þjóðabanda- lagsins. Upp úr því var ákveðið að Genf skyldi verða miðstöð al- þjóðlegrar samvinnu. Það var því ekki út í bláinn að frumherjarnir ákváðu skólanum aðsetur þar. Skólastarfið - Viltu skýra það eitthvað nán- ar í hverju sú fræðsla er fólgin, sem fram fer í skólanum? - Já, ég hygg að það verði best gert með því að greina frá starfi skólans s.l. ár. Það hófst, sem ætíð áður í einum af ILO skólun- um í Skandinavíu, í þetta skipti í Viskadalen í Svíþjóð, þar sem dvalið var í eina viku. Þar var lögð áhersla á eftirfarandi þætti: Að nemendur kynntust og læri að vinna saman sem hópur. Þeir fræðist um verkalýðsbaráttuna á Norðurlöndunum og kynnt og skýrt samstarf norrænna manna í alþjóðasamtökum. Að kynna ILO, starf og þing- hald og búið undir starf í Genf m.a. með því að skipta þátttak- endum í starfshópa eftir áhuga- málum þeirra og starfa hóparnir allan námstímann. Að kynna alþjóðasamtök verkalýðsfélaganna. Segja má að hér sé grunnurinn lagður að því, sem síðar fer fram. Nemendur kynnast og komast yfir tungumálaerfiðleika. Skipst er svo á um að halda skemmtivökur. í Genf er svo dvalið í fjórar vikur og fer skólastarfið ýmist fram í skrifstofubyggingu ILOj eða gömlu Þjóðabandalagshöll- i inni. Kennsluformið - I hverskonar formi fer skóla- haldið einkum fram? - Segja má að í meginatriðum sé það fjórþætt. Það fer fram í formi fyrirlestra, hópstarfs, heimsókna og svo með þátttöku í þingi ILO. Fyrirferðarmest er umfjöllunin um starfsemi ILO- Alþjóðsambands verkalýðsfé- laga; málmiðnaðarmanna, land-; búnaðarverkamanna, samtaka verkafólks í efnaiðnaði, verslunar- og skrifstofufólks o.s.frv. Þá er og kynnt starfsemi OECD, EFTA, EBE, TUAC og heimsóttaralþjóðastofnanir, sem aðsetur hafa í Genf. Fyrirlesarar eru starfsmenn ILO og verka- lýðsfrömuðir víðsvegar að úr heiminum, sem auk þess svara fyrirspurnum. Nemendur geta fylgst með öllum störfum ILO- þingsins og störfum einstakra nefnda þess. Þeir sitja fundi með verkalýðsfulltrúum, sem hittast daglega. Þar er greint frá gangi mála í einstökum nefndum og leitast við að marka sameiginlega afstöðu verkalýðshópsins til þeirra mála, sem þingið fjallar um. Enn má nefna að nemendur hafa náið samband við þingfull- trúa norrænu verkalýðssamtak- anna og sérfræðinga þeirra og að- stoða þeir við að fá viðtöl við þingfulltrúana, eftir því sem ósk- að er. Og loks eru svo helgar og aðrar frjálsar stundir notaðar til skoðunarferða og skemmtana, en umhverfi Genfar er rómað fyrir fegurð. Endað í Frakklandi Skólahaldinu lýkur svo í Bier- ville í Frakklandi, skammt utan við París. Þar er fræðslumiðstöð CFDT, sem er annað stærsta al- þýðusamband Frakklands. Þar ljúka hóparnir skýrslugerðum og lærdómar eru dregnir af Genfar- dvölinni. Þá eru og fluttir fyrir- lestrar um stöðu franskra verka- lýðssamtaka og frönsk þjóðfé- lagsmál. Farin er kynnisferð til Parísar og síðan ekið til Kaupmannahafnar, þar sem skólanum er slitið. Þetta er ströng vinna en ekki verður annars vart en allir séu ánægðir, enda hafa menn lifað þarna 6 eftirminnilegar vikur og kynnst alþjóðlegu samstarfi, sem hefur það að markmiði að efla félagsþroska manna og stuðla að friði og réttlæti öllum til handa. ✓ Atján hundruð nemendur - Hver stendur straum af kostnaði við skólahaldið? - Það er að langmestu leyti kostað af opinberum framlögum Norðurlandaþjóðanna. Auk þess nýtur skólinn töluverðs styrks frá ILO og nokkrum öflugum menningar- og fræðslusjóðum á Norðurlöndunum. - Veistu hvað margir nemend- ur hafa stundað nám við skólann? - Þeir munu vera um 1800. Æði margir þeirra hafa síðan orð- ið faglegir og pólitískir forystu- menn, bæði heima fyrir og á al- þjóðavettvangi. - Hefur eitthvað verið þarna um íslendinga? - Já, þeir munu vera um 28 ís- lendingar, sem stundað hafa nám við Genfarskólann. - Ert þú eini íslendingurinn, sem kennt hefur við skólann? - Nei, auk mín hefur Birna Bjarnadóttir skólastjóri Bréfa- skólans kennt þar. Um Genfarskólann má svo að lokum segja það, að hann hefur getið sér mikinn orðstír og góðan þau rúmlega 50 ár, sem hann hef- ur starfað og áreiðanlega náð að verða það, sem forystumennirnir væntu. Meðal annarra þjóða þyk- ir hann athyglisvert dæmi um heiðarlegt og einlægt samstarf norrænna manna og jafnframt lýsandi dæmi um það gagnkvæma traust og vináttu, sem brýnt er að takist milli þjóða heims. mhg Abending til Flosa og Staksteins vegna umrœðna um könnun á viðhorfumfrétta- manna til eigin starfs í vikulegum dálki sínum á 2. síðu Sunnudagsblaðs Þjóðviljans hinn 12. þ.m. (sem kollega hans, Staksteinn, endurprentar nær óstyttan í gær) sýnir Flosi Ólafs- son prýðileg tilþrif í eftirlætisiðju sinni að berja á félagsfræðingum. Greinin er hin skemmtilegasta eins og oft vill brenna við þegar Flosi er annars vegar og vona ég að það spilli ekki gleði neins þótt ég leiðrétti tvennt sem missagt er í pistli hans. Flosi segir: „Aðstandendur þessa verkefnis, sem sagt nem- endur í fjölmiðlafræði við Há- skóla íslands, draga fram það sem þeim að eigin dómi finnst eftirsóknarverðustu kostir góðra blaða- og fréttamanna, í því skyni að láta starfandi blaðamenn dæma um mikilvægi hvers um sig.“ Hér hallar Flosi réttu máli, því í skýrslunni segir (bls. 12): ,„,Telur þú cftirtalda eiginleika til eftir- sóknarverðra kosta góðra blaða- eða fréttamanna?“ Þannig hljóð- aði fyrsta spurningin á listanum í könnun okkar og svarendum var gefinn kostur á að gefa hverjum af 22 eiginleikum sem upp voru taldir stig frá 0-10.“ Eftir að hafa skilvíslega tilgrein eiginleikana heldur Flosi áfram: „Þessi upptalning á kostum góðs blaðamanns talar sínu máli. Greinilega ekki gert ráð fyrir því að máli skipti hvort blaðamaður sé það sem stundum var áður kallað RITFÆR eða VEL MÁLI FARINN“. (leturbr. Flosa). Hér fer Flosi með ósatt mál. í fréttamannakönnuninni var beinlínis spurt um málfar og í skýrslunni (bls 21) er birt tafla þar sem greint er frá svörum um hvort íslenskum fréttamönnum sé, að dómi svarenda, áfátt í málfari. Birtar eru athugasemdir og ályktanir um töfluna og í kjöl- farið fylgir umræða (ásamt ann- arri töflu) sem snýst m.a. um svör fréttamanna við spumingunni „Er að þínu mati einhver menntun annarri fremur heppileg sem undirbúningur fyrir blaða- og fréttamennsku?“ Svörin við þeirri spumingu gáfu til kynna að nám í íslensku væri af flestum tal- Þorbjöm Broddason. ið heppilegasti undirbúningur fréttamannsstarfs. Með þökk fyrir birtinguna. 15. júlí 1987 Þorbjðrn Broddason ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.