Þjóðviljinn - 16.07.1987, Side 9
<
17
Bandaríska herskipið USS McCloy kemur að hafnarbakkanum í Þórshöfn. Skipið er á svörtum lista yfir bandarísk herskip
sem kunna að hafa kjarnorkuvopn innanborðs. Ljósm.: Sósíalurinn.
Til handalögmáls kom á hafnarbakkanum í Þórshöfn á milli mótmælenda og danskra sjóliða sem bundu skipið við
bryggju. Færeyskir ráðamenn segja að með þessu hafi danski sjóherinn gripið fram fyrir hendurnar á færeysku
lögreglunni. Ljósm.: Sósíalurinn.
grundarlagið undir hesum félags-
skapi.“
Og í 14. september, málgagni
Þjóðveldisflokksins, er meðal
annars birt fundarályktun frá al-
mennum borgarafundi, undirrit-
uð af Bergi P. Dam, þar sem
meðal annars segir að sú vanvirða
sem dönsk og bandarísk
stjórnvöld hafi sýnt landsstjóm
og þjóðþingi Færeyinga sé brot á
mannréttindasáttmála Samein-
uðu þjóðanna og Helsinki-
sáttmálanum um frið og öryggi í
Evrópu, sem þessar þjóðir hafi
undirritað.
Dagblaðið Dimmalætting, sem
er málgagn stjómarandstöð-
unnar, gerir hins vegar minna úr
málinu, en birtir hins vegar sér-
stæð skrif eftir Pauli Ellefsen, þar
sem hann segir mótmælendur á
bryggjuni hafa verið „ekstrema
socialista“, sem séu „eitt óföro-
yskt fyrirbrigði" og kommúnista,
sem séu „ein illa vorðin smitta
borin inn á okkum uttanífrá".
Segir greinarhöfundur það vera
spumingu hvort „við yfirgnæf-
andi meirihluti Færeyinga höfum
ekki sýnt þessum nýju og spill-
andi smitbemm ófæreyskra siða
allt of mikið umburðarlyndi." í
greininni er semsagt dæminu snú-
ið við, þannig að þeir sem krefj-
ast þess að fullveldi Færeyinga sé
virt em taldir „ófæreyskir“. Blað-
ið segir einnig frá blaðamanna-
fundi sem haldinn var um borð í
herskipinu, þar sem haft er eftir
yfirmanni skipsins að Færeyingar
megi prísa sig sæla að fá að hafa
uppi mótmæli sín óáreittir, því
slíkt frjálsræði tíðkist ekki alls-
staðar, og lét yfirmaðurinn hafa
það eftir sér að erindi hans um
heimshöfin væri einmitt að
tryggja mönnum þennan rétt!
Herskipið USS McCloy hefur á
þessari heimssiglingu sinni haft
viðkomu i Kanada, Skotlandi,
Noregi og Danmörku. Skipið
hélt frá Færeyjum morguninn
eftir hina sögulegu heimsókn, og
var ferðinni þá heitið til Skot-
lands, englands og írlands áður
en haldið skyldi til heimahafnar í
Norfolk, USA, þar sem em aðal-
stöðvar bandaríska flotans.
-ólg
Fullveldi
■ ■ m$L m
eina leiðin
segirJóvganDurhuus, lögmaður
færeysku landsstjórnarinnar ísamtali
við Þjóðviljann
Það er mín persónulega skoðun
að þetta mál sýni greinilega að við
Færeyingar fáum ekki viðunandi
lausn okkar mála fyrr en heima-
stjórnarlögin hafa verið endur-
skoðuð og við fengið fullt forræði
yfir okkar utanríkismálum, sagði
Jógvan Durhuus, í símtali við
Þjóðviljann, en Durhuus gegnir
nú lögmannsembætti í færeysku
landsstjórninni í forföllum Atla
Dams lögmanns. Durhuus er full-
trúi Þjóðveldisflokksins í landss-
tjórninni, sem skipuð er 6 fulltrú-
um fjögurra flokka.
Hvaða afleiðingar hefur málið
fyrir færeysku lögstjórnina?
Málið hefur engar frekari af-
leiðingar að ég tel. Það voru 4 af 6
meðlimum landsstjórnarinnar
sem sátu fundinn þar sem við
samþykktum ályktanir okkar til
dönsku stjómarinnar um að
skipið skyldi á brott úr færeyskri
lögsögu. Þessum tilmælum var
ekki sinnt af dönskum yfirvöld-
um á þeim forsendum að gera
yrði ráð fyrir að skipið myndi
ekki brjóta gegn samþykktum
Lögþingsins. En færeyska Lög-
þingið samþykkti þann 24. febrú-
ar 1983 að Færeyjar skyldu vera
kjamorkuvopnalaust svæði.
Okkur var hins vegar neitað um
tryggingu fyrir því að skipið hefði
ekki kjamorkuvopn innanborðs.
Samkvæmt núgildandi sam-
bandslögum okkar við Dan-
mörku er það danska stjórnin
sem fer með utanríkismál okkar,
og það er mín persónulega
skoðun að mál þetta sýni að þessu
verði að breyta. Hins vegar emm
við í samsteypustjóm með öðmm
flokkum, og ég get ekki talað
fyrir þeirra hönd.
Hafa fleiri aðilar f Færeyjum
ályktað um þetta mál?
Lögþingið er nú í sumarfríi og
kemur ekki saman fyrr en 29.
júlí. Hins vegar hefur utanríkis-
nefnd þingsins ályktað í málinu
og hún krafðist þess að skipið færi
frá Færeyjum.
Er eining innan landsstjórnar-
innar um málið?
Fulltrúi Kristilega þjóðarflokks-
ins í landsstjórninni var fjarver-
andi vegna sumarleyfis þegar
stjórnin samþykkti mótmæli sín.
Hann hefur síðan lýst andstöðu
sinni við mótmælin, og hefur
flokkur hans gefið í skyn að málið
fái einhvem eftirmála. Ég get
hins vegar ekki sagt til um hvort
málið leiðir til stjómarkreppu.
-ólg
Flmmtudagur 16. júlí 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9