Þjóðviljinn - 16.07.1987, Qupperneq 11
ERLENDAR FRETTIR
Írans/Kontrahneykslið
Reagan vissi og vissi ekki
John Poindexterfullyrðir aðforsetinn hafi ekki vitað um fjárstreymið til Kontraliðanna
en veittskriflega heimildfyrirþvíað gíslar yrðu keyptir fyrir vopn
Oliver North hefur lokið vitnis-
burði sínum í írans/
Kontramálinu en í stól hans er nú
sestur fyrrum yfirmaður hans og
Þjóðarðryggisráðsins, John
nokkur Poindexter aðmfráll.
Orða hans hafði verið beðið
með mikilli óþreyju því hann gat
einn manna látið uppi um það
hvort Ronald Reagan forseti
sagði satt þegar hann fullyrti að
hann hefði ekki haft hugmynd
um að gróði af vopnasölu Banda-
ríkjamanna til írans hefði hafnað
í hirslum Kontraliðanna sem
berjast gegn lýðræðislega kjör-
inni stjórn Nicaragua.
Hann var inntur eftir þessu í
ÖRFRÉTTIR ■■
Forseti
íranska þingsins, Ali Rafsanjani,
er hvergi hræddur hjörs í þrá þótt
brátt renni upp sá dagur að
bandarísk herfley sigli inn á
Persaflóa til höfuðs skotglöðum
persneskum flugmönnum og
bátsmönnum. Hann kveður
landa sína reiðubúna til átaka við
Sám frænda og ekki sé útilokað
að Kanaskipum verði sökkt og
áhafnir þeirra herleiddar til Te-
heran „með uppréttar hendur."
Stjórnarandstaðan
í Bangladesh er í miklum ham
þessa dagana og sækir hart að
forseta landsins, Hossain Mo-
hammad Ershad. Að undanförnu
hafa verkföll verið tíð í landinu og
síðustu daga má heita að allt at-
hafnalíf hafi verið lamað í Bangla-
desh vegna vinnustöðvana. For-
maður Awamibandalagsins,
helsta andstöðuflokksins, hefur
ítrekað krafist afsagnarforsetans
en í gær var honum veittur frestur
fram á sunnudag til að hypja sig
úr valdastóli. Ef hann virti kröfu
þessa að vettugi myndi allsherj-
arverkfallið halda áfram í að
minnsta kosti þrjá sólarhringa til
viðbótar.
Rithöfundurinn
snjalli og nóbelsverðlaunahafinn
Gabriel García-Márquez er um
þessar mundir ( heimsókn í
Moskvu. I gær ræddi hann lengi
dags við Mikjál Gorbatsjof aðal-
ritara um nýsköpunarstefnuna.
Leiðtoginn kvað af og frá að ný-
mælin væru innantóm sýndar-
mennska til þess ætluð að slá
ryki í augu útlendinga en hins-
vegar stæði sér og félögum sín-
um allsekki á sama um hvernig
umfjöllun hún fengi í heimspress-
unni. Márquez fullyrti að alþýða
rómönsku Ameríku styddi Gor-
batsjof heilshugar og lét í Ijós
vonir um að hann sækti álfuna
heim fyrr en síðar.
Erich Honecker
leiðtogi Austur-Þýskalands mun
að öllum líkindum sækja frændur
sína vestan landamæranna heim
í haust. í Bonn var frá því greint (
gær að Helmut Kohl kanslari
hefði boðið honum í fjögurra
daga opinbera heimsókn sem
myndi hefjast þann sjöunda sept-
ember. Þetta verður fyrsta sinni
að austurþýskur leiðtogi bregður
sér til Bonn. Oft hefur Honecker
verið að því kominn að fara í slíka
vísitasíu en ávallt komið bobb í
bátinn skömmu áður en stundin
rann upp.
gær á fyrsta degi yfirheyrslnanna
og svaraði hann því til að forset-
inn hefði ekki haft vitneskju um
ólöglegan stuðning við Kontra-
liða. „Vitneskjan náði ekki
lengra en til mín,“ sagði hann og
átti vitaskuld við goggunarröðina
því yfirmaður Þj óðaröryggisráðs-
ins heyrir beint undir forseta.
Reagan hefur vafalaust andað
léttar að þeim orðum Poindex-
ters sögðum. En þó dró nokkuð
úr gleðinni skömmu síðar. For-
setinn hefur allar götur frá því
hneykslið komst í algleymi haldið
því fram að hann hafi aldrei sam-
þykkt að gíslar yrðu keyptir fyrir
vopn. Upprunalegur ásetningur
sinn með því að selja írönum víg-
tól hefði verið að bæta samskipti
ríkjanna og hann héldi því enn og
aftur fram að ekki kæmi til greina
að semja við hryðjuverkamenn.
Hitt væri svo annað mál að
vopnasalan hefði fyrir hand-
vömm undirmanna sinna að endi-
ngu orðið að gíslakaupum.
~í gær neitaði Poindexter því að
þetta væri rétt og fullyrti að Re-
agan hefði í desember árið 1985
undirritað plagg í hverju fram
komi að hann var fyllilega sam-
þykkur því að frelsi bandarískra
Sovétmenn gengu úr Alþjóða
geðlæknaráðinu árið 1983 í
mótmælaskyni við ásakanir um
að þeir misnotuðu geðsjúkrahús í
pólitísku skyni og létu úrskurða
andófsmenn sinnisveika.
Nú eru hinsvegar ýms teikn á
lofti um að þeir vilji fá þar inni á
ný og hafi bætt ráð sitt til muna þó
enn sé langt í land með að þessi
mál komist í skikkanlegt horf ey-
stra.
Þetta fullyrðir Hollendingur
nokkur, Robert van Voren að
nafni, en hann forystumaður al-
þjóðlegra samtaka sem láta pólit-
íska misnotkun geðlækninga til
sín taka.
Hann nefnir nokkur dæmi máli
Ferðamálaráðherra Indlands,
músliminn Mohammad Saye-
ed, sagði af sér ráðherradómi í
fyrradag og bar við viljaleysi Ra-
jivs Gandhi forsætisráðherra til
að binda enda á trúflokkaátök í
landinu.
Hann kvaðst hafa ætlað að
segja af sér af þessum sökum í
marsmánuði en sér snúist hugur.
Síðan þá hefði ástandið versnað
að miklum mun, jafnt átök hind-
úa og múslima í heimafylki hans,
Jammu og Kasmír, sem og vær-
ingar með sikhum og hindúum.
Sayeed var hæst setti múham-
eðstrúarmaðurinn í ríkisstjórn
gísla í Líbanon yrði keypt fyrir
vopn til handa klerkunum í Te-
heran.
Þessi staðhæfing aðmírálsins er
vægast sagt bagaleg fyrir forset-
sínu til stuðnings. Um tuttugu
andófsmenn hefðu verið látnir
lausir frá því í maí en þeir hefðu
allir átt það sammerkt að hafa
verið læstir inni á geðveikrahæl-
um, sumir árum saman. Van
Voren fullyrðir enn sé fjöldi sam-
viskufanga á stofnunum fyrir
sinnisveika en vissulega sé mjór
mikils vísir.
Van Voren greindi frá því að í
bígerð væri för nefndar banda-
rískra geðlækna til Sovétríkjanna
í boði stjómvalda en hlutverk
hennar yrði að rannsaka sovésk
geðsjúkrahús og kanna hvort
eitthvað væri hæft í fullyrðingum
um misnotkun þeirra. Enn ætti
eftir að dagsetja heimsóknina en
fyrir skemmstu hefði náinn að-
landsins eftir að tveir trúbræðra
hans höfðu sagt af sér í fyrra.
Hann var um ellefu ára skeið
leiðtogi Kongressflokksins í
heimafylkinu áður en hann hellti
sér út í landsmálapólitíkina.
Afsögnin kom sér afar illa fyrir
Rajiv Gandhi sem þarf fyrir alla
muni að telja þjóðinni í trú um að
hann hafi stjórn á sínum flokki
eftir ólgu undanfarinna vikna.
Hann bjóst fastlega við því að Sa-
yeed myndi skipa sér í ört vax-
andi fylkingu andstæðinga sinna
svo hann beið ekki boðanna og
lét krók koma á móti bragði.
í gær rak hann þrjá atkvæða-
mestu gagnrýnendur sína úr
ann og þekktur bandarískur
stjórnmálaskýrandi, William
Schneider, tekur svo djúpt í
árinni að fullyrða að vitnisburður
Poindexters bendi til annars
stoðarmaður Gorbatsjofs leið-
toga, Alexander Jakovlef, ítrek-
að boðið þannig að varla dregst
förin lengi úr þessu.
Ljóst er að Bandaríkjamenn-
imir munu gæta ítmstu varúðar
svo ekki verði farið á bak við þá,
hafa með sér eigin túlka og ræða
við vistmenn að ættingjum þeirra
viðstöddum.
Að endingu nefndi van Voren
tvær greinar um geðheilbrigðism-
ál sem birst hefðu á þessu ári í
sovéskum blöðum og væru til
marks um breytta tíma. í janúar
hefði verið látið að því liggja í
dagblaðinu S.Industriya að tveir
geðlæknar misnotuðu aðstöðu
sína gróflega í ábataskyni.
Og í síðustu viku hefði birst
Kongressflokknum. Þremenn-
ingarnir höfðu allir verið ráðherr-
ar en sagt af sér embætti eða verið
reknir.
Einn þeirra er náfrændi for-
sætisráðherrans, Amn Nehru að
nafni, og hafði af mörgum verið
talinn snöfurmannlegasti leiðtogi
Kongressflokksins. Hann hafði
lengi vel innanríkismál á sinni
könnu í ríkisstjórninni en var rek-
inn úr henni í október í fyrra.
Hinir tveir heita Vidya Charan
Shukla og Arif Mohammad
Khan.
Khan er náinn aðstoðarmaður
Nehrus og var aðstoðarorku-
málaráðherra en sagði af sér í árs-
tveggja að „forsetinn sé dæma-
laust óheiðarlegur og lyginn eða
að hann hafi ekki nokkra stjóm á
undirsátum sínurrí'.
grein í málgagni ríkisstjórnarinn-
ar, Izvestiu, þar sem enn alvar-
legri ásakanir voru bornar á
borð. Þar er það beinlínis fullyrt
að mörg dæmi fyndust um það að
fólk væri nauðugt lokað inni á
geðsjúkrahúsum án þess að
nokkrar læknisfræðilegar for-
sendur væm fyrir slíku gerræði.
Van Voren sagði Sovétmenn
mjög áfram um að fá að nýju
inngöngu í Alþjóða geðlækna-
ráðið. Hér væri ekki einvörðungu
orðstírinn í húfi heldur hefðu so-
véskir geðlæknar og sálfræðingar
farið á mis við öll nýmæli í fræðu-
num frá því árið 1983 og fýrir vik-
ið dregist vemlega aftur úr á
þessu sviði.
-ks.
byrjun í fyrra. Shukla hafði verið
handgenginn Indiru Gandhi,
móður Rajivs, og gegnt ráðherra-
dómi. En frá því sonurinn hófst
til valda hefur jafnt og þétt hallað
undan fæti hjá honum uns ekkert
var eftir af fyrri vegtyllum annað
en formennska í indversku ól-
ympíunefndinni.
Ugglaust telur Gandhi brott-
vikningu þremenninganna
styrkja sig í sessi og auka álit sitt
sem húsbónda á eigin heimili. En
ekki em allir á sama máli og telja
ýmsir ríkisstjómina og Kongress-
flokkinn enn ótrúverðugri en
áður.
-ks.
-ks.
Einu sinni voru John Poindexter aðmíráll og Ronald Reagan forseti perluvinir.
Sovétríkin
Hætta misnotkun geðsjúkrahúsa
Sovétmenn vilja ólmir og uppvœgirganga íAlþjóða geðlæknaráðið að nýju
Indland
Brottrekstrar og afsagnir
Rajiv Gandhi á ímesta basli með að halda Kongressflokknum saman.
ífyrradag sagði andstœðingur hans afsér ráðherradómi og í gær rak
hann þrjá andófsmenn úr flokknum
Fimmtudagur 16. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11