Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 7
HEIMURINN
aukandi við hættuástand. Þama
er um að ræða Trident II eld-
flaugina, sem Bandankin og
Bretland hyggjast koma sér upp
árið 1989. Frakkar eru sömu-
leiðis að smíða sambærilega eld-
flaug, sem kallast M5 og Sovét-
menn eru um þessar mundir að
gera tilraunir með svipaðar eldf-
laugar á Delta- og Typhoon-
kafbátum sínum. í þriðja lagi er
takmarkið það að öll önnur
kjarnorkuvopn, sem ætluð eru til
hemaðar á hafinu verði eyðiiögð.
Þar er um að ræða skammdræg
vopn, sem ætluð em gegn
skipum, flugvélum og kafbátum.
Alþjóðasáttmáli
Þá leggja Greenpeace-
samtökin til að unnið verði að
gerð alþjóðasáttmála, þar sem
komist verði að samkomulagi um
hvaða hafsvæði verði leyfileg til
flotaæfinga, jafnframt því sem
samningurinn feli í sér takmörk-
un á leyfilegum fjölda æfinga og
umfangi þeirra. I samningi þess-
um ætti að felast bann við því að
flotar væm sendir á hættusvæði,
þar sem spenna væri ríkjandi, og
að herskipum væri leyfilegt að
fylgja eftir framandi skipum frá
öðmm þjóðum. Þá ætti að leggja
bann við því að herskipum verði
leyft að sigla inn á hafsvæði fram-
andi ríkja. Þá eigi að skylda flota-
þjóðir til að tilkynna öðmm þjóð-
um um fyrirhugaðar flotaæfing-
ar, eins og þegar hefur verið gert
um heræfingar á landi í Evrópu.
Hlutverk vopnlausu
ríkjanna
Þá vilja samtökin að þau ríki
sem ekki ráði yfir kjamorku-
vopnum setji sig gegn frekari víg-
væðingu á hafinu, til dæmis með
því að neita að taka þátt í áætlun-
um eða æfingum sem fela í sér
möguleika heimsátaka með þátt-
töku kjarnorkuveldanna. Þá beri
þessum ríkjum að afneita þeirri
stefnu kjarnorkuveldanna að
segja ekki til um hvort herskip
séu búin kjamorkuvopnum með
því að neita öllum kjamorku-
vopnuðum skipum um aðgang að
höfnum. Samtökin segja að lok-
um, að gagnkvæmt eftirlit með
víghúnaði dugi ekki eitt sér, jafn-
framt þurfi að grípa til aðgerða
sem séu til þess fallnar að vekja
gagnkvæmt traust á milli þjóða
og tryggja endanlega frið á höf-
unum. T þessu sambandi benda
samtökin á að höfin séu sameign
mannkyns og forsenda mannlífs á
jörðinni og því sé vaxandi skiln-
ingur fyrir því að kjamorkuveld-
in hafi ekki rétt til að ógna þeim
með vígbúnaði sínum.
Byggt á Information. -ólg.
lönd og á valdatíma hans var ítal-
ía formlega tekin í hóp mestu iðn-
ríkja í heimi, enda fór Ítalía fram-
úr Bretlandi í iðnaðarframleiðslu
sinni á þessum tíma. Ástæðurnar
fyrir efnahagslegri velgengni ítal-
íu á þessum tíma em að vísu að
stóram hluta utanaðkomandi:
lækkandi orkuverð og hagstæð
gengisþróun, en engu að síður
hefur fjármálastjórn hans að
mörgu leyti þótt til fyrirmyndar.
Ferskt andlit
í öðm Iagi þá hefur Goria með
framkomu sinni sem fjármálar-
áðherra sýnt nýtt og ferskara
andlit á Kristilega flokknum út á
við. Hann er hispurslaus í fram-
komu og lítt snurfusað alskegg
hans og frjálslegur klæðaburður
stingur í stúf við þá klæðskera-
sniðnu stjórnmálamanngerð sem
algengust er í valdasölum Róm-
arborgar. Þessi sérkenni hans
hafa veitt honum kvenhylli, en
ítalskar konur hafa í skoðanak-
önnunum talið hann meðal
þokkafyllstu manna í opinberu
lífi á Ítalíu. Þar skiptir vafalaust
líka máli sérstæður og rólegur ta-
landi hans, sem er sneyddur hefð-
bundinni skrúðmælgi stjórnmáia-
manna og hefur trúlega vakið
traust meðal margra kjósenda
hans.
Frelsandi engill
En það sem skiptir mestu máli
fyrir stöðu Goria nú er að hann
kemur eins og frelsandi engill
fyrir sósíalista, sem telja sig með
útnefningu hans hafa komið nok-
krum hefndum yfir gamla liðið í
Kristilega flokknum, og þá ekki
síst erkifjanda Craxi, Ciriaco De
Mita, aðalritara flokksins. En De
Mita hafði lagt á það áherslu eftir
ágreining undangenginna mis-
sera, að nú ætti að sauma að sósí-
alistaflokknum þar til hann væri
orðinn afhjúpaður í augum kjós-
enda sem það afl, sem í raun
stuðlaði að óstöðugleika og upp-.
lausn í þjóðfélaginu. Þannig átti
smám saman að þvinga Craxi til
hlýðni við gamla liðið í Kristilega
flokknum. Útnefning Goria hef-
ur það hins vegar í för með sér að
De Mita verður ekki að þessum
óskum sínum, og því má nú sjá að
ánægja þeirra með fyrirsjáan-
legan árangur Goria er nokkuð
blendin, og þótt De Mita neiti því
að útnefningin þýði kynslóða-
skipti í flokknum, þá hefur hann
gefið í skyn takmarkaða bjartsýni
á möguleika væntanlegrar stjórn-
ar til langlífis.
Langlíft lík
Bettino Craxi hefur hins vegar
sagt að nú þurfi að mynda sterka
stjórn á grundvelli starfsáætlunar
sem meirihluti þingsins geti stutt.
Og að stefna beri að því að slík
stjórn sitji út kjörtímabilið. Með
þessum yfirlýsingum er hann að
gefa í skyn að það eigi ekki að
vera hlutverk Goria að velgja
forsætisráðherrastólinn fyrir De
Mita eða aðra úr gamla liðinu,
leiðtogastaða hans eigi að vera til
frambúðar.
Hvaða stjórnarmynstur kemur
út úr tilraunum Goria er ekki
fullljóst ennþá, en hann byrjar
tilraunir sínar á því að ræða við
fulltrúa allra flokka á ítalska
þinginu. „Við sitjum hér líkvakt-
ina og bíðum eftir að fá að vita
hvort líkið er í dái eða hvort það
fer loks að lykta af rotnun,“ er
haft eftir einum af framámönnum
í kristilega flokknum, og átti
hann þá við fimmflokka-
stjórnarmynstrið, sem margsinn-
is hefur verið jarðsungið á Ítalíu,
en vill þó aldrei almennilega
deyja. Sósíalistar álíta líkið
reyndar dautt og grafið, og að
hvort sem sömu flokkar standi að
næstu stjórn eða ekki, þá muni
hún ekki byggja á sömu flokks-
legu forsendum og fyrri stjórn,
heldur verði önnur starfsáætlun
og stefnuskrá þar lögð til grund-
vallar.
Takist Goria stjórnarmyndun,
sem flest bendir til, þá verður
hann yngsti forsætisráðherra í
sögu Italíu. Meðal mikilvægra
verkefna sem stjórn hans bíða
eru fyrir utan efnahagsmálin að
leiða þjóðina og stjómina í gegn-
um viðkvæma þjóðaratkvæða-
greiðslu um umbætur í réttarfari
og afstöðu til uppbyggingar
kjarnorkuvera, en þessi fyrirhug-
aða þjóðaratkvæðagreiðsla hefur
verið eitt af hinum stóm deiluefn-
um sósíalista og Kristilegra.
Endanlega sýnir þessi fram-
vinda mála okkur svo, að Ítalía
býr ekki lengur við það valda-
kerfi tveggja flokka, sem hefur
verið ríkjandi lengst af frá stríðs-
lokum og var farið að sýna merki
stöðnunar. Áhrif sósíalista sem
þriðja aflsins í ítölskum
stjórnmálum er orðin staðreynd,
og kannski eiga kristilegir og
kommúnistar enn eftir að draga
sinn fulla lærdóm af því.
-Byggt á Corriere della sera
og la Repubblica. ólg.
ÖRFRÉTTIR
Indverjar
eignuðust nýjan forseta í gær.
Fyrir valinu varð lögfræðingurinn
og fyrrum varaforseti landsins,
Ramaswamy Venkataram að
nafni. Hann er 76 ára gamall, vin-
ur Rajivs Gandhis forsætisráð-
herra og sat lengi á þingi fyrir
Kongressflokkinn. Forseti er ekki
kjörinn beinni kosningu á Ind-
landi. 776 þingmenn þjóðþings-
ins í Nýju-Delhi njóta aðstoðar
3,919 fulltrúa á 25 fylkisþingum
við val á þjóðhöfðingja.
Um 400
kolanámumenn í Sokobanja í
Júgóslavíu hafa lagt niður vinnu
og krefjast þeir hærri launa. Þeir
þéna nú um 10 þúsund krónur á
mánuði en telja sig ekki geta
komist af með minna en 18 þús-
und. Verkföll hafa verið tíð í
landinu á undanförnum mánuð-
um og efnahagurinn er í kalda-
koli, verðbólga um 100 prósent
og erlendar skuldir gífurlegar. Út-
lendingar eiga um 20 miljarða
bandaríkjadala hjá Júgóslövum.
Mjallhvít
er í hávegum höfð í Bandaríkjun-
um. Fulltrúadeild þingsins ákvað
í gær að vikan 12.-18. júlí skyldi
framvegis heita í höfuðið á mey
þessari. Ástæða þessa göfug-
lyndis er sú að í ár eru liðin 50 ár
frá því Walt Disney fyrirtækið
gerði teiknimynd um vinkonu
dverganna sjö, bak við fjöllin sjö.
Það mun hafa verið fyrsta teikni-
myndin í fullri lengd sem gerð var
í heiminum.
Þótt állinn
sé háll sem áll og smjúgi gjarna
úr greipum manna þá hefur hann
nú fundið ofjarl sinn ef marka má
upplýsingar frá Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Sníkill nokkur sem
ættaður er austan úr Asíu fékk far
með austurlenskum álum vestur i
Atlantsála og heijar nú á vestur-
evrópska stofninn af mikilli
grimmd.
Kurt Waldheim
forseti Austurríkis, á sér formæl-
endur ófáa meðal þeirra Austur-
ríkismanna er stunduðu sömu
iðju og hann í síðari heimstyrjöld,
lögðu líf sitt að veði fyrir vegsemd
og virðingu landa síns Adolfs Hitl-
ers. Fimmtán einstaklingar úr
þessum hópi hafa nú ritað
bandarískum ráðamönnum bréf
og fara þess vinsamlegast á leit
að nöfn þeirra verði færð á lista
yfir óæskilegar persónur en sem
kunnugt er stendur þar í efstu
línu: Kurt Waldheim.
Kínverska
lögreglan tók í gær Qin nokkurn
Baoshan höndum og varpaði
honum í dýflissu. Qin var til
skamms tíma slökkviliðsstjóri í
Mohe fylki en þykir hafa staðið
sig afspyrnu illa þegar miklir
skógareldar geisuðu þar um
slóðir nýlega. Til að mynda mun
hann hafa látið rífa öll hús í nám-
unda við heimili sitt til þess að
það yrði ekki eldi að bráð og ekki
skeytt hætishót um hvort þau
voru í opinberri eigu eður ei.