Þjóðviljinn - 17.07.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Page 6
HEIMURINN Greenpeace gegn kjam- oriaivMwnaði í höfunum Samtökin hyggjast verja miljónum dollara í herferð gegn kjarnorku- vígbúnaði í höfunum á nœstu árum. 500fljótandi Tsjernobylkjarna- kljúfar á höfunum segja samtökin. Athyglinnisérstaklega beintað N-Atlantshafinusegir William Arkinf einn afstjórnendum herferðar- innar. Áhersla lögð á hafnbann á kjarnorkuskip Samtökin Greenpeace Inter- national eru um þessar mundir að hefja herferð gegn kjarnorkuvíg- búnaði í höfunum, og er fyrirhug- að að hún muni standa næstu árin og að til hennar verði varið milj- ónum doliara. I þessu skyni hafa samtökin komið sér upp flota sem telur 5 skip, og er meðal annars fyrirhugað að þeim verði beitt gegn flotaheimsóknum kjarn- orkuskipa til landa sem ekki eru kjarnorkuveldi, auk þess sem samtökin munu hvetja rfkis- stjórnir til þess að leggja bann við slikum heimsóknum. Green- peace-flotinn mun einnig storka kjarnorkuskipum Sovétmanna, Bandaríkjamanna, Breta, Fra- kka og Kínverja á opnu hafl segir í fréttatilkynningu samtakanna, en herferðin hófst formlega í síð- ustu viku, þegar tveir fjallgöngu- menn á vegum samtakanna kli- fruðu upp í 80 hæða háan turn í Sydney f Ástralíu, þar sem þeir breiddu út merkisfána herferðar- innar. Herferðinni verður þó ekki hvað síst beint að N- Atlantshafínu og þess vegna hafa aðalstöðvar herferðarinnar verið settar upp í Hamborg í V- Þýskalandi. Þarf 2 til að heyja styrjöld Það er hinn kunni bandaríski fræðimaður William Arkin, sem er heilinn á bak við herferðina, en fáir óháðir fræðimenn munu jafn vel kunnir vígbúnaðarbrölti kjarnorkuveldanna, jafnt á hafi sem á landi. Það var William Arkin sem á sínum tíma benti ís- lenskum stjórnvöldum á að hér í Keflavík væri allur viðbúnaður til kjarnorkuhemaðar til reiðu, og að Bandaríkjaforseti hefði árum saman undirritað sérstaka heim- ild til flotans um að flytja til ís- lands kjamorkuvopn á hættutím- um án vitundar íslenskra stjórnvalda. Arkin segir að herferðinni verði ekki hvað síst beint gegn kjarnorkuflota Sovétríkjanna, því „það er mikilvægt," segir hann, „að fólk skilji að það þarf tvo til að heyja kjamorkustyrj- öld, og kjamorkuvígvæðing So- vétmanna í höfunum er jafnvel enn víðtækari en Bandaríkja- manna“. Hafnbann á kjarnorkuskip Samtökin efndu til frétta- mannafundar í Washington síð- astliðinn föstudag til þess að kynna herferðina, og var það sama daginn og fáni herferðar- innar var hengdur upp í turninum í Sydney. Þar kom meðal annars fram að samtökin fyrirhuga að freista þess að loka höfnum fyrir kjarnorkuherskipum, þegar tæk- ifæri gefst. í herferðinni munu samtökin sérstaklega beita sér gegn kjamorkuherskipum Sovét- manna á Miðjarðarhafi og Eystrasalti í þeim tilgangi að fólk skilji að hér er ekki um staðbund- ið vandamál að ræða, heldur vandamál sem varðar öll ríki og tekur til allra heimshafanna. Þá munu samtökin sérstaklega beita sér gegn þeirri leynd, sem nú hvíl- ir yfir kjamorkuvígbúnaði í höf- unum, þar sem hún auki mjög á óvissuþáttinn og þar með á hætt- una á stríði, en eins og sérfræð- ingar samtakanna segja, þá er mest hætta á að kjarnorkustyrj- öld brjótist út á hafinu fyrir mis- tök. Sex góðar röksemdir Rök Greenperace manna fyrir því að mestar líkur séu á því að kjarnorkustyrjöld brjótist út á hafinu em í sex liðum: í fyrsta lagi segja þeir að margir herfræðingar kjamorkuveldanna meti það svo, að minni líkur séu til þess að beiting kjamorku- vopna á hafi úti leiði sjálfkrafa til allsherjar tortímingarstyrjaldar, þar sem sprengingar á hafinu hafí ekki í för með sér jafn tilfinnan- legt og áþreifanlegt tjón og sprengingar í þéttbýli á landi. Því séu haukamir frekar innstilltir á beitingu slíkra vopna á hafi úti. í öðm lagi þá sé mikil hætta á að þau mörgu slys, óhöpp og mannlegu mistök, sem jafnan em samfara flotaæfingum leiði til átaka af misskilningi. í þessu sambandi tilfæra þeir mörg dæmi um óhöpp, þar sem minnstu munaði að til átaka kæmi. Tæknileg mistök í þriðja lagi benda Greenpeace-menn á þau mörgu vandamál sem koma upp samfara beitingu flota í hemaði. Þannig er flotinn venjulega sendur til svæða þar sem hættuástand hefur skapast, oft með þeim árangri að magna upp enn meiri spennu. Þá em fjarskipti við herskip vand- kvæðum bundin, og á það eink- um við um kafbáta. En flestir þeirra em ekki í stöðugu sam- bandi við stjórnstöðvar, heldur þurfa þeir að koma upp á yfir- borðið til þess að ná sambandi. Þannig líða oft 12 klst. á milli samskipta við stjórnstöð, og því getur t.d. reynst ómögulegt að afturkalla röng skilaboð í tíma. í fjórða lagi fela hemaðaráætl- anir flotanna í sér áform sem auðveldlega geta leitt til kjam- orkustyrjaldar. Þannig hefur bandaríski flotinn fyrirmæli um að eyðileggja kjamorkuskevta- kafbáta Sovétmanna „innan 5 mínútna", jafnvel í hefðbund- num átökum, að sögn bandaríska aðmírálsins Watkins, sem hélt því jafnframt fram að slík átök, sem einskorðuðust við hafið myndu ekki sjálfkrafa leiða til átaka á landi. Ekki er ólíklegt að Sovétmenn hafi svipuð áform um árásir á bandaríska kjamorkuk- afbáta. Fyrsta höggið á hafinu í fimmta lagi þá benda Greenpeace-menn á að ef til átaka komi á hafinu, þá sé það mikil freisting fyrir stjómendur herskipa, ekki síst kafbáta, að grípa til kjarnorkuvopnanna. Herskip, ekki síst kjamorkukaf- bátar, séu freistandi skotmörk fyrir kjarnorkuvopn, þar sem erf- itt geti verið að staðsetja þá eða ná til þeirra með öðm móti, auk þess sem slík notkun kjamorku- vopnanna muni hafa lágmarks- hliðarverkanir í för með sér mið- að við sprengingu í þéttbýli. í sjötta lagi segja Greenpeace- menn að bæði NATO og Varsjár- bandalagið hafi yfir að ráða kjarnorkuvopnum sem séu sér- staklega ætluð til að „greiða fyrsta höggið“, en það þýðir að sá möguleiki sé fyrir hendi að grípa til þeirra í stað hefðbundinna vopna. Tilgangur þessara vopna sé því ekki bara fólginn í fælingu, heldur séu þau með orðum Weinbergers varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna „til þess ætluð að styrkja hið hefðbundna vopnakerfi". Skynsamleg markmið Greenpeace-samtökin hafa samfara herferð sinni sett fram ákveðna markmiðsáætlun, sem stefna beri að til þess að draga úr hættunni og stöðva vígbúnaðar- kapphlaupið á höfunum. Þar er fyrsta skrefið, segja þeir, að hætt- ulegustu vopnin verði fjarlægð. Þar er um að ræða bandarísku stýriflaugamar af gerðinni Toma- hawk og sovéskar stýriflaugar af gerðinni SS-NX-21 og SS-NX-24. Þetta em langdrægar stýriflaugar sem ætlaðar em skotmörkum á landi. Bandaríski flotinn hefur þegar 125 slíkar flaugar og áætlar að setja upp alls 758. Sovétmenn eru nú að koma sér upp svipuðu kerfi. Þá er talað um að taka þurfi úr umferð eldflaugar sem hæft geti kafbáta af miklu öryggi, þar sem slíkar flaugar auki á óttann við skyndiárás og verki því spennu- Giovanni Goría Prinsiim sem leysir ttalíu úr álögum stjómarkreppuimar? Umboð hans til stjórnarmyndunar kom á óvart, en er talið líklegt til að bera árangur. Nýrri ríkisstjórn spáð fæðingu fyrir mánaðamót Giovanni Goria, fyrrverandi fjármálaráðherra kristilegra demókrata í flmmflokkaríkis- stjóm sósíalistans Bettino Craxi hlaut sl. þriðjudag umboð Cos- siga, forseta Italíu, tU að mynda nýja rikisstjórn. Útnefning Goria kom á óvart og var ekki gerð að fmmkvæði hins gamla forystuliðs flokksins, en svo virðist hins veg- ar sem hún hafl orðið tii að rjúfa þann vítahring gagnkvæmra á- sakana sem einkenndi samskipti kristUega flokksins og sósíalista. „Goria er eitt af meistaraverk- um mínum," höfðu fréttamenn eftir Bettino Craxi, sem ekki gat dulið ánægju sína með útnefning- una þrátt fyrir sparsamar yfirlý- singar um hugsanlega aðild sósía- Usta að ráðuneyti Goria. Giovanni Goria er aðeins fer- tugur að aldri, en hefur að baki nær fjögurra ára reynslu sem fjármálaráðherra. Útnefning hans virtist koma flatt upp á nok- kra af eldri leiðtogum kristilega flokksins, sem ekki er vanur að tefla fram sínum yngstu mönnum í svo ábyrgðarmiklar stöður. Því innan valdakerfis flokksins voru gamlar kanónur eins og Fanfani, Andreotti, De Mita og Forlani, sem alUr áttu samkvæmt hefð- bundnum leiðum flokksvaldsins forgangsrétt til að leiða ríkis- stjórn flokksins. Og þótt De Mita, ritari flokksins og hinn op- inberi talsmaður hans hafi veitt Goria fullan stuðning, þá lýsti hann því jafnframt yfir að ráðu- neyti Goria væri ekki tilkomið að frumkvæði flokksstjórnarinnar og gæti því ekki talist beint flokksráðuneyti. Giovanni Goria. Sterk staða Hin sterka staða Giovanni Goria stafar í fyrsta lagi af því að hann getur eftir fjögur ár sem fjármálaráðherra státað af allgóðum árangri í stjórnun fjár- mála ríkisins. ftölum tókst á stjórnartíð hans að koma verð- bólgunni niður úr 20% í 5-6% og bæta viðskiptajöfnuðinn við út-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.