Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 17. júlí 1987 153. tölublað 52. örgangur Sœngurkonur Heim á þriðja degi Þunguðum konum gert aðvart um að þœr verði e. t. v. sendar heim á þriðja eðafjórða degi eftirfœðingu. Dóra Halldórsdóttir: Gœti komið tilframkvæmda íágúst. Konur bregðastilla við aðvöruninni Sængurkonur verða að vera viðbúnar því að verða sendar heim á þriðja eða fjórða degi eftir fæðingu, en þungaðar konur hafa f sumar fengið slíka aðvörun áður en þær leggjast á sæng. Dóra Halldórsdóttir deildar- hjúkrunarfræðingur á fæðingar- deild Landspítalans sagði í sam- tali við Þjóðviljann að enn sem komið væri hefði ekki þurft að senda konur heim fyrr en á fimmta degi, en líkur væru á að í ágústmánuði yrðu konur sendar heim fyrr vegna skorts á ljósm- æðrum. Ágústmánuður væri mjög erfiður vegna þess að það væri vinsæll sumarleyfismánuður og júlímánuður væri erfiður vegna þess að á þeim tíma er Fæðingarheimilið við Eiríksgötu lokað. Dóra sagði enn fremur að viðbrögð kvenna við aðvöru- ninni væru yfirleitt mjög hörð, en markmiðið væri að upplýsa kon- ur um stöðuna þannig að fjöl- skyldur gætu verið betur undir það búnar að móðir og bam kæmu heim fyrir lok áætlaðrar spítalavistar. „Ég dvaldist 4 daga á spítalan- um eftir f æðinguna og f annst spít- alavistin of stutt miðað við ástand mitt. Þó er ég ung og í góðu líkamlegu ástandi,“ sagði Alda Lóa Leifsdóttir, ein af hinum ný- bökuðu mæðrum sem Þjóðviljinn talaði við í gær. Það er því ljóst að jafnvel 5 daga spítalavist getur í mörgum tilfellum, sérstaklega ef um bammargar konur er að ræða, verið of stutt. Hvað þá þriggja daga vist! -K.Ól. Ferðalög Hjólakappinn í bæinn Hinti sjötugi Jón Kristinsson lýkurferð sinnifrá A kureyri á Lækjartorgi í dag. Um fjögurleytið f dag kemur Jón Kristinsson hjólandi niðrá Lækjartorg eftir vikuferð frá Ak- ureyri. Jón hefur á leið sinni safnað áheitum og verður fénu varið til byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Ákureyri, Sels 2. Jón er væntanlegur að Elliða- ánum klukkan hálffjögur, og hvetja félagar Jóns hjólreiða- menn til að verða honum sam- ferða niðrá torg. Þar tekur borgarstjóri eða full- trúi hans á móti Jóni og fær í hendur minningargrip um þetta frækilega ferðalag. _m HP-könnun Misheppnaö ráðherra- val Ráðherraval Sjálfstœðisflokksins nýtur lítils stuðnings. 55% með stjórninni, 63% halda að hún endist ekki Minnihluti þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun HP og Skáíss er ánægður með ráðherra Sjálfstæðisflokksins f nýju ríkisstjórninni. Ráðherraval Alþýðuflokks og Framsóknar hefur meiri byr, tæp 70 prósent segjast ánægð með þá liðsskipan. Lítill meirihluti styður nýju stjórnina, 54,6% þeirra sem tóku afstöðu, 45,4% styðja hana ekki. Stjómarflokkamir þnr fengu samtals 61,3% í apnikosningun- um, og virðast ellefumenningam- ir í stjómarráðinu ekki njóta mikilla hveitibrauðsdaga meðal almennings. Tæplega tveir þriðju halda að ríkisstjómin sitji ekki út kjör- tímabilið, 63%, en 37% telja að stjórnin sitji sín fjögur ár. Könnunin var gerð á föstudegi og laugardegi, og ekki náðist í 44 prósent úrtaksins. Af þeim sem í náðist vildu 37% ýmist ekki svara eða vom ekki vissir um afstöðu sína til stjómarinnar. Fáskrúðsfjörður Deilt um fiskverð Mikil deila er uppi á milli sjó- manna og útgerðarmanna á Fá- skrúðsfirði um flskverð og liggja allir bátar og togarar á Fáskrúðs- firði í höfn vegna deilunnar. Fundur sjómanna og útgerðar- manna um fiskverðið sem hófst eftir kvöldmat í gær stóð enn yfir seint í gærkvöldi. Salmonella Áburðarvólin TF-Tún sem er eins hreyfils vól af Piper Brave 375-gerð brotlenti f flugtaki á Markarfljótsaurum fyrir neðan Þórólfsfell um hálftvöleytið í gærdag. Flugmaður vélarinnar, Pétur Steinþórsson, sem flogið hefur áburðarflug í 11 ár, slapp ótrúlega vel því vélin er mjög illa farin. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta var fjórtánda ferð vélar- innar f gær en starfsmenn Landgræðslunnar voru að bera á sauðfjárbeitargirð- ingu sem er á aurunum við Þórólfsfellið. Að sögn Stefáns Sigfússonar hjá Landgræðslunni hefur vélin verið notuð frá 1979 og hefur hún um eitt þúsund flugtfma í áburðarflugi að baki. Mynd: Ari. Ferðaþjónustan í níst í Dölunum óliJ. Óla hjá Ferðamálaráði: Sýktu matvœlin ekkiframleidd íDalasýslu. Almenningsálitið óvœgið ídómum sínum. Vona aðfólk noti skynsemi og láti ekki villa sér sýn essi tvö salmonelluslys sem ég vil nefna svo, hafa vissulega haft mjög slæm áhrif á alla ferða- þjónustu í Dalasýslu og liggur við að það sé búið að leggja hana i rúst í bili, segir Óli J. Óla hjá Upplýsingaþjónustu Ferðamála- ráðs. Að sögn Óla hafa þessar salmonellu-sýkingar sem fólk hefur orðið fyrir í ár í Dalasýslu, fyrst í þremur fermingarveislum um síðustu páska í Búðardal og svo á Laugum í Sælingsdal fyrir skömmu, haft afar óheppileg áhrif á uppbyggingu ferðaþjón- ustunnar í sýslunni þrátt fyrir að vitað væri að matvælin sem salm- onellan hefði verið í væri komin frá höfuðborgarsvæðinu, en alls ekki framleidd á neinn hátt í hér- aði. Sagði Óli að fólk væri að spyrjast fyrir um það í fullri al- vöru hvort óhætt væri að fá sér pylsu í Búðardal, svo dæmi séu nefnd. „Þegar svona slys koma fyrir þá er almenningsálitið alltaf ákaf- lega dómhart og fyrir okkur sem erum í ferðaþjónustunni og erum að reyna að byggja hana upp á þessu svæði, er þetta það versta sem hægt er að hugsa sér. Ég vona bara að fólk almennt sé nógu skynsamt til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir og láti ekki einhverjar æsifregnir villa sér sýn, þegar það ákveður hvert skal halda f sumarfríinu, og láti ekki hræða sig frá því að ferðast um og njóta þess sem Dalamenn hafa upp á að bjóða,“ sagði Óli J. Óla að lokum. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.