Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 15
Knattspyrna
í kvöld er einn leikur í 1. deild. ÍA
og FH leika á Akranesi. Leikurinn
hefst kl. 20, en ekki kl. 19 eins og til
stóð.
Skagamenn eru nú í 3. sæti með 16
stig, en FH-ingar sitja einir á botnin-
um með 4 stig.
Þá eru þrír leikir í 1. deild kvenna.
KA og Breiðablik leika á Akureyri og
KR og ÍBK leika á KR-velli. Báðir
leikimir hefjast kl. 20.
Þá eru tveir leikir f 3. deild karla,
sem skipta miklu máli. Fylkir og
Haukar leika á Árbæjarvelli og ÍK og
Stjaman á Kópavogsvelli. Báðir
leikimir hefjast kl. 20.
ÍÞRÓTTIR
Frjálsar íþróttir
Sovétmenn efstir
So vétmenn eru með nokkuð ör-
ugga forystu á Heimsleikum stú-
denta í Zagreb í Júgóslavíu.
Þeir hafa hlotið 24 gullverð-
laun, en næstir koma Bandaríkja-
menn með 16 gull og því næst
Rúmenía. Þessar þjóðir eru í sér-
flokki.
Einar Vilhjálmsson átti að
keppa í gær í spjótkasti. Hann var
þó ekki á lista yfir 8 efstu og ekki
fengust neinar upplýsingar um
árangur hans. Það verður því að
teljast ólíkiegt að hann hafi keppt
í gær.
Mjög góður árangur náðist í
gær í öðrum greinum. Paula Ivan
frá Rúmeníu hljóp á 4. besta tíma
í ár í 1500 metra hlaupi kvenna.
Hún hljóp á 4.01.32 mínútum.
Þá var mikil spenna í 100 metra
grindahlaupi kvenna. Heike The-
ele sigraði á 12.84, en tvær næstu
voru á sama tíma. Það var því
Ijósmynd sem réð úrslitum.
-Ibe/Reuter
1. deild
Islandsmótið hálfnað
Spáð í liðin og stjörnugjöfina
Nú þegar keppni í 1. deild er
hálfnuð, að undanskildum leik
Fram og Völsungs, er ekki úr vegi
að líta á stöðu liðanna.
Keppni hefur verið jöfn og
þrátt fyrir að Valsmenn séu efstir
hafa yfirburðir þeirra ekki verið
jafn miklir og margir bjuggust
við. Þó virðast línurnar vera farn-
ar að skýrast og nokkurn veginn á
hreinu hvaða lið verða í fallbar-
áttunni og hvaða lið blanda sér í
toppslaginn.
vera að koma til, en steinlágu þá
fyrir KR, 0-5. Þeir tóku svo við
sér aftur og hafa unnið þrjá síð-
ustu leiki.
Markahæstir:
4 Jónas Róbertsson, Hlynur Birgis-
son og Kristján Kristjánsson
3 Halldór Áskelsson
Meðal áhorfendafjöldi: 1.271.
Víðir
Fram
Valur
Valsmenn komu nokkuð á ó-
vart með því að ná aðeins jafn-
tefli gegn Víði í fyrsta leik. Því
næst sigruðu þeir í fimm leikjum í
röð og virtust óstöðvandi. En í
síðustu þremur leikjum hafa þeir
aðeins fengið tvö stig og aðeins
skorað eitt mark. Lið þeirra er
mjög sterkt og vörnin líklega sú
besta.
Markahæstu menn:
4 Sigurjón Kristjánsson
2 Magni Pétursson, Guðni Bergsson,
Valur Valsson, og Hilmar Sighvats-
son.
Meðal áhorfendafjöldi: 1.795
Framarar byrjuðu ekki vel,
gekk illa að skora og sigruðu að-
eins í einum af fimm fyrstu
leikjum sínum. En þeir virðast
vera á batavegi. Hafa nú unnið
þrjá síðustu leiki sína. Ragnar
Margeirsson og Einar Ásbjöm
Ólafsson virðast hafa haft góð
áhrif á liðið og nú bíða þeir bara
eftir Guðmundi Steinssyni sem
verður löglegur innan skamms.
Þeir eiga einn leik til góða, gegn
Völsungi á heimavelli.
Markahæstir:
3 Pétur Ormslev
2 Pétur Arnþórsson
Meðal áhorfendafjöldi: 1.315.25
Víðsmenn eru líklega farnir að
venjast falldraugnum. Þau þrjú
ár sem þeir hafa leikið í 1. deild
hefur þeim ávallt verið spáð falli.
Þeim hefur þó tekist að bjarga
sér, en staða þeirra er ekki mjög
sterk núna. Þeir komu á óvart
með að ná jafntefli gegn Val og
KR, en þurfa að skora fleiri
mörk. Hafa aðeins skorað fjögur
mörk í 9 leikjum.
Meðal áhorfendafjöldi: 673.8
FH
KA
KR
KR-ingar eru með ungt lið, lík-
lega það yngsta í deildinni, en
hafa staðið sig mjög vel. Þeir hafa
aðeins tapað einum leik, en gert
fjögur jafntefli og misst þannig
mikilvæg stig. Þeir hafa þó sýnt
að þeir geta leikið stjömuknatt-
spyrnu.
Markahæstir:
5 Pétur Pétursson
4 Bjöm Rafnsson
2 Gunnar Skúlason, Jósteinn Einars-
son.
Meðal áhorfendafjöldi: 890
KA er líklega það lið sem kom-
ið hefur hvað mest á óvart. Þrátt
fyrir að fáar stjörnur séu í liðinu,
hefur það náð góðum árangri.
Hafa þó aðeins skorað 7 mörk, en
fengið fyrir þau 11 stig. Aðeins
einu sinni skorað fleira en eitt
mark í leik: tvö gegn FH!
Markahæstir:
3 Tryggvi Gunnarsson
2 Jón Sveinsson
Meðal áhorfendafjöldi:1.053.80
IBK
IA
Skagamenn era með sterkara
lið en margir áttu von á. Ungir
leikmenn, sem em að festa sig í
sessi og reyndari leikmenn gera
liðið að sterkri blöndu sem ekk-
ert lið getur verið víst með að
sigra. Þeir hafa aðeins tapað ein-
um leik og sá var á heimavelli!
Markahæstir:
4 Heimir Guðmundsson
2 Valgeir Barðason, Sveinbjörn Há-
konarson, Aðalsteinn Víglundsson
og Haraldur Ingólfsson
Meðal áhorfendafjöldi: 753
Þór
Þórsarar eru með mjög
reynslumikið iið, en virðist vanta
stöðugleika. Ekki bætti svo úr
skák að einn lykilmanna þeirra,
Ámi Sveinsson, meiddist strax í
upphafi. Þeir sýndu stórleik gegn
Fram í fyrsta leik, en töpuðu
þremur næstu. Þeir virtust svo
Gengi Keflvíkinga hefur verið
heldur skrykkjótt. Þeir hafa átt
stórleiki og þess á milli fengið
skelli. Þann versta gegn Val, 1-7
og em enn að rétt markatöluna
við. Þeir hafa þó sýnt að þeir geta
leikið mjög vel og em með mjög
sterkan hóp.
Markahæstir:
4 Óli Þór Magnússon
3 Gunnar Oddsson
2 Ingvar Guðmundsson
Meðal áhorfendafjöldi: 929.25
Völsungur
Þó að staða Völsunga sé ekki
góð, er greinilegt að liðið hefur
ekki hug á að falla. Þeir em nú í
fyrsta sinn í 1. deild og birgja sig
upp af reynslu. Þó að þeir hafi
aðeins sigrað í tveimur leikjum
hafa þeir ekki fengið skell og oft
verið nálægt sigri. Aðalsteinn
Aðalsteinsson er nú kominn inní
liðið og hefur staðið sig mjög vel í
leikjum sínum. Þeir eiga eftir leik
gegn Fram á útivelli.
Markahæstir:
4 Hörður Benónýsson
2 Jónas Hallgrímsson
Meðal áhorfendafjöldi: 703.80
FH-ingar hafa ekki sýnt neitt
sem gæti haldið þeim í deildinni,
ef undan er skilinn sigur þeirra
gegn ÍBK. Liðið hefur náð illa
saman og þrátt fyrir ágæt færi,
hefur þeim gengið mjög illa að
skora. Það virðist þó vera að
skána og þeir hafa skorað fimm
mörk í síðustu þremur leikjum.
Markahæstir:
2 Guðmundur Hilmarsson
Meðal áhorfendafjöldi: 437.20
Stjörnugjöfin
í Stjömugjöfinni er staðan
nokkuð jöfn. Tveir leikmenn
hafa náð 10 stjömum, Stjömu-
leikmaðurinn frá því í fyrra, Hall-
dór Áskelsson og Pétur Ormslev.
Pétur á þó einn leik inni.
Hæstir í Stjömugjöf Þjóðviljans:
10 Pétur Ormslev Fram, Halldór Áskels-
son Þór
9 Gunnar Oddsson (BK, Pétur Pétursson
KR
8 Jón Grétar Jónsson Val
7 Guðni Bergsson Val, Birkir Kristinsson
(A, Halldór Halldórsson FH
6 Sævar Jónsson Val, Vilhjálmur Einars-
son Víði, Andri Marteinsson KR
5 Ólafur Þórðarson (A, Sigurjón Kristjáns-
son Val, Þorsteinn Halldórsson KR, Þor-
steinn Guðjónss. KR, Guðmundur Valur
Sigurðsson Þór, Þorsteinn Bjarnason (BK
4 Magni Pótursson Val, Ingvar Guðmunds-
son Val, Guðbjörn Tryggvason (A,
Sveinbjöm Hákonarson ÍA, Jónas Ró-
bertsson Þór, Guðjón Guðmundsson Vfði,
Danlel Einarsson Vfði, Kristján Olgeirsson
Völsung, Birgir Skúlason Völsung, Þorfinn-
ur Hjaltason Völsung
3 Pétur Amþórsson Fram, Janus Guð-
laugsson Fram, Friðrik Friðriksson Fram,
Þorgrimur Þráinsson Val, Heimir Guð-
mundsson (A, lan Fleming FH, Gfsli
Eyjólfsson Víði, Helgi Helgason Völsung,
Jón Sveinsson KA, Erlingur Kristjánsson
KA, Gauti Laxdal KA, Haukur Bragason
KA.
Stjörnugjöf dómara (Leikjafjöldi f svigum:
7 Sveinn Sveinsson (4)
6 Magnús Theódórsson (4), Baldur Sche-
ving (4)
5 Óli Ólsen (3), Eysteinn Guðmundsson
(3), Kjartan Ólafsson (3), Eyjólfur Ólafsson
(3), Magnús Jónatansson (4)
4 Guðmundur Haraldsson (2), Ólafur Lár-
usson (2), Friðgeir Hallgrimsson (2), Bragi
Bergmann (3), Þorvarður Björnsson (3)
2 Gfsli Guðmundsson (2), Þóroddur Hjalt-
alín (2)
Flestar stjörnur voru gefnar f 7. umferð,
63 og 61 f 4. umferð. Fæstar voru stjörn-
urnar f 3 umferð, 40.
Leikur (A og KR fékk flestar stjömur, 22.
Næst koma tveir leikir með 16 stjömur,
(BK-KR og Völsungur-Valur.
-fbe
England
Maradona til Leeds?
Það er ekki annað að sjá en að
gott gengi Leeds f 2. deildinni í
Englandi hafi stigið þeim til
höfuðs. Þeir eru nú að spá f að
kaupa leikmenn og hafa einna
helst augastað á sjálfum Diego
Maradona!
Maradona leikur nú með Nap-
olí og margir vilja meina að hann
hafi tryggt liðinu tvöfaldan
meistaratitil nánast uppá eigin
spýtur. En samningur hans renn-
ur út á næsta ári og þá munu út-
sendarar Leeds leggja snörur
sínar fyrir hann.
Liðin hafa rætt sín á milli um
Maradona, en líklega mun verðið
að kappanum eitthvað standa í
forráðamönnum Leeds. Hann
kostaði Napolí 300 milljónir kr. á
sínum tíma og þrátt fyrir góðæri
hefur hann hækkað um einar
hundrað milljónir. Það gerir um
6.5 milljónir punda, en metið í
Englandi er 3 milljónir punda
fyrir Ian Rush.
„Þetta er ekkert grín,“ sagði
stjórnarmaður hjá Leeds. “Þetta
virtist ómögulegt í fyrstu, en það
er allt hægt í fótbolta og við ætl-
um að reyna. Það eru mörg fyrir-
tæki sem munu styrkja okkur og
við gefumst ekki upp strax.“
Maradona hefur sjálfur sagt að
hann hafi hug á að leika eins og
eitt ár á Englandi, en hefur þá
líklega átt við 1. deild!
-Ibe/Reuter
Slgur&ur lllugason sækir hér að Guðna Bergssyni i leik Völsunga gegn Val.
Sigurður lék þar sinn fyrsta leik (1. deild og Guðni fékk 3. gula spjaldið og á nú
aðeins eftir eitt í leikbann. Mynd:E.Ó.
mTIB-ÍÆlD
Punktar úr
9. umferð
Sex leikmenn léku sinn fyrsta 1.
deildarleik í 9. umferð. Það votju
Vignir Þormóðsson og Sigurður
Harðarson úr KA, Sigurður
Valtýsson, KR, Bjarki Jóhannes-
son, ÍA, Sigurður Illugason,
Völsungi, og Jón Örn Þorsteins-
son, FH.
Fimm leikmenn léku í fyrsta
skipti gegn sínu gamla félagi í 1.
deildarleik. Fyrrum Þórsararnir
Baldur Guðnason og Guðjón
Guðmundsson með FH gegn
Þór, fyrmm Valsmennirnir Þor-
finnur Hjaltason og Snævar
Hreinsson með Völsungi gegn
Val, og Keflvíkingurinn Ragnar
Margeirsson með Fram gegn
ÍBK. Einar Ásbjöm Ólafsson frá
Keflavík lék einnig með Fram
gegn ÍBK en hafði áður leikið
með Víði gegn ÍBK. Baldur
Guðnason lék þama jafnframt
sinn fyrsta 1. deildarleik með FH.
Ólafur Jóhannesson lék sinn
fyrsta 1. deildarleik með Val,
gegn Völsungi.
Kristinn R. Jónsson var ekki í
liði Fram eftir að hafa leikið 61
leik í röð í 1. deild, fleiri en nokk-
ur annar sem nú leikur með lið-
inu.
Markamet Þórs í 1. deild
breytist nú í hverri umferð. Krist-
ján Kristjánsson skoraði 2 gegn
FH og hefur þar með skorað 18
mörk í 1. deild fyrir Þór, einsog
þeir Jónas Róbertsson og Hall-
dór Áskelsson.
Ian Fleming, FH, og Vilhjálm-
ur Einarsson, Víði, fengu hvor
um sig að líta gula spjaldið í
fjórða skipti í sumar í 9. umferð-
inni, og það þýðir eins leiks bann.
Eftir 9. umferð og bikarleikina
í vikunni á undan em margir leik-
menn á ystu nöf með 3 gul spjöld.
Það era Guðni Bergsson, Val,
Sigurður Lárusson og Sveinbjöm
Hákonarson, ÍA, Þorsteinn Hall-
dórsson og Willum Þórsson, KR,
Sigurjón Sveinsson, ÍBK, Einar
Arason, Þór, og Birgir Skúlason,
Völsungi.
Völsungar vora að leika sinn
300. leik í deildakeppni íslands-
mótsins frá upphafi þegar þeir
mættu Val sl. sunnudagskvöld.
Fram vann sinn fyrsta sigur í 1.
deildarleik í Keflavík frá árinu
1976, eða í 9 leikjum.
ÍA vann á föstudagskvöldið
var sinn 9. sigur á KA í 11 leikjum
félaganna til þessa í 1. deild.
-VS
Föstudagur 17. júlí 1987 ÞJÓÐVII.JINN - SÍÐA 15