Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN Listasaf n Háskóla Islands sýnir hluta verka sinna í Odda, hugvís- indahúsi Háskólans. Listasafn Há- skólans var stofnað 1979 mað lista- verkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Si- gurðssonar, en meginuppistaða þeirrar gjafar voru verk Þorvaldar Skúlasonar er spönnuðu allan feril hans. Þau verkeru einnig megin- uppistaðan í sýningunni, auk þess sem sýnd eru sýnishorn þeirra 130 verka sem til safnsins hafa verið keypt síðan það var stofnað. Sýn- ingineropindaglegakl. 13.30-17. í Ásgrímssaf ni stendur yfir sumarsýning á verkum Ásgríms Jónssonar í húsakynnum safnsins að Bergstaðastræti 74. Á sýning- unni eru um 40 verk, aðallega landslagsmyndir, bæði olíumál- verk, vatnslitamyndirog teikningar. Sýningin er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16 til ágúst- loka. Áning 87 - Sumarsýning ASÍ á verkum 11 myndlistarmanna sem sýna glerlist, leirlist, textíl og málmsmíði stendur nú yfir í Lista- saf ninu við Grensásveg. Opið virka daga kl. 16-20 en 14-20 um helgar. Sumarsýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. I Kjarvalssal eru olíumálverk en á göngum eru myndir sem aldrei hafa verið sýnd- ar áður og eru hluti af gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar. Eru þettafull- gerðar myndir, skissur og teikning- ar sem Kjarval gerði fyrir sjálfan sig. myndir þessar sýna áður lítið þek- kta hlið á meistaranum og minna um margt á hið nýja málverk. Yfir eitt hundrað myndir eru á sýning- unni sem stendur til 30. ágúst. Opið alladagakl. 14-22. Gallerí Svart á hvítu heldursam- sýningu nokkurra ungra mynd- listarmanna. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru: Páll Guðmundsson, Jóhanna Yng- vadóitir, Magnús Kjartansson, Að- alsteinn Svanur Sigfússon, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Georg Guðni, Valgarður Gunnarsson, Grétar Reynisson, Kees Visser, Gunnar Örn, Pieter Holstein, Sigurður Guð- ► Dr. Selma Einn af frumkvöðlum íslenskra listfræða, Selma Jónsdóttir, er látin. Hún var fædd í Borgarnesi 22. ágúst 1917, dóttir hjónanna Jóns Bjömssonar frá Bæ og Helgu Björnsdóttur. Selma stundaði nám í miðaldalistsögu við þekkta háskóla beggja vegna Atlantshafs á árunum 1941 til 1949 og lauk meistaraprófi í þeirri grein frá Columbiaháskóla í New York. Heimkomin réðst hún að Listasafni íslands árið 1950 og forstöðumaður þess varð hún 1961. Selma Jónsdóttir kvaddi sér eftirminnilega hljóðs á vettvangi íslenskrar listasögu árið 1960 með doktorsritgerð sinni. „Bys- önsk dómsdagsmynd í Flatat- ungu“, er hún varði við Háskóla íslands. Með því verki skipaði hún sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna, er hún leysti á snjallan hátt gátu er margir höfðu glímt við árangurslaust. Ég varð djúpt snortinn af þessu merka og allt að því ögrandi frumkvæði Selmu. Ég varð eiginlega aldrei samur á eftir, því ritgerð hennar varð öðru fremur til að beina áhuga mínum að íslenskri mið- aldalist. Síðan rak hver athugun- in aðra, Saga Maríumyndar 1964, Lýsingar í Stjórnarhandriti 1971, Lýsingar í Helgastaðabók 1982, ásamt fjölda ritgerða í tímaritum um ýmsa þætti íslenskrar mið- aldalistasögu sem hver um sig brá nýju Ijósi á viðfangsefnin. Vinnu- brögð Selmu einkenndust af ná- kvæmri rannsókn samfara óvænt- um tilgátum, stundum kannski hæpnum, en alltaf skemmtilegum og uppörvandi. Enda þótt Selma Jónsdóttir hafi eytt drjúgum hluta starfsævi sinnar í að kanna list miðalda var langt í frá að hún lifði fortíðinni einni. Annar meginþáttur í lífi mundsson, Jón Axel og Hulda Hák- on. Meðan sumarsýningin stendur yfir verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýning og geta kaupendur tekið verkin með sér strax að kaupum loknum. Opið alla daganemamánudagakl. 14-18. Síðasta sýningarhelgi. Helgi Valgeirsson sýnir í Gallerí Gangskör að Amtmannsstíg 1. Helgi lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla (slands 1986. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum en þetta er fyrsta einkasýn- ing hans. Opið alla daga kl. 14-18 til 25. júlí. Jón Baldvinsson sýnir málverk i Menningarstofnun Bandaríkjanna Neshaga 16. Jón hefur lokið BFA gráðu frá San Fransisco Art Instit- ute og er þetta 11. einkasýning hans. Á sýningunni eru 19 verk. Síðasta sýningarhelgi. ína Salóme opnar sýningu á tex- tílverkum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b á laugardag. Ina út- skrifaðist frá MHÍ1978 og hefur síð- an stundaðframhaldsnám í Svíþjóð og Danmörku. Síustu fjögur ár hef- ur hún dvalið í Finnlandi, þar af sex mánuði í norrænu myndlistarvinn- ustofunni í Sveaborg og eru verkin sem hún sýnir nú öll unnin þar. Þetta er önnur einkasýning inu en hún hefur tekið þátt í samsýningum heimaogerlendis. Ríkey Ingimundardóttir mynd- höggvari sýnir í Viðey. Sýningin er tileinkuð Halldóri Laxness. Ásýn- ingunni eru verk úr postulíni, þek- ktar mannamyndir og fleira. Ríkey lauk prófi frá myndhöggvaradeild MHÍ1983 og hefur siðan lagt stund á keramiknám við sama skóla. Þetta er 3. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum bæði heima og erlendis. Sýningin eropindaglegakl. 13-19 til 3. ágúst og eru stöðugar ferðir alla daga frá Sundahöfn út í Viðey. Byggða-, lista- og dýrasafn Árn- esinga á Selfossi T ryggvagötu 23 er opið kl. 14-17 virka daga og kl. 14-18 um helgartil 3. september. Ásmundarsafn sýnir um þessar mundir yfirlitssýningu á abstrakt- myndum Ásmundar Sveinssonar hennar var einmitt sá að sinna list nútímans sem fyrsti forstöðu- maður Listasafns íslands. Hún mótaði stefnu þess og starfshætti af festu og alúð, vakin og sofin að gæta hagsmuna þess og verja það áföllum fúsks og meðalmennsku. Hún hafði brennandi áhuga á nú- tímamyndlist, jafnt erlendri sem innlendri, bar gott skyn á lista- verk og átti auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. Staða hennar var ekki öfu- ndsverð í litlu samfélagi, þar sem kunningsskaparsjónarmið og flokkspólitísk ýtni ræður meiru en heiðarleg menningarleg um- fjöllun. Við það bættist smánar- legt framlag ríkisvaldsins til þeirrar merku stofnunar er hún veitti forstöðu og varð henni og samstarfsmönnum stöðugur fjötur um fót. Ögn var þó að birta til. Loks sá fyrir endann á selvist safnsins við Suðurgötu og nýtt og glæsilegt húsnæði við Tjörnina var um það bil tilbúið er Selma féll frá, en fyrir því hafði hún bar- ist með þrautseigju um árabil. Af kynnum mínum við Selmu Jónsdóttur þóttist ég kenna undir glaðværu yfirborði skapfestu og drengskap, er varði íslenska list með oddi og egg og lét ekki undan annarlegum ytri þrýstingi. Megi þessi einkenni verða leiðarljós þeim er eftir hana koma. Hörður Ágústsson Það hillir nú loks undir að Listasafn íslands flytji í nýtt húsnæði og öll aðstaða þess gjör- breytist. Þegar þessi langþráði draumur er að verða að veru- leika, kemur sú sorgarfrétt að Selma væri látin. Hún hafði barist fyrir þessu húsi og því var það enn meira miskunnarleysi örlaganna að henni skyldi ekki auðnast að sjá safnið flytja inn í það. Á þessari stundu hvarflar hug- UM HELGINA og spannar sýningin 30 ára tímabil áferli listamannsins. Einnig erá staðnum sýnt myndband sem fjall- ar um konuna I list Ásmundar Sveinssonar. Þjóðminjasafn islandseropið alladagakl. 13.30-16. Árbæjarsaf n er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkvibílum, sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. Sjóminjasafn íslands Vestur- götu 8 í Hafnarfirði er með sýningu sem nefnist Árabátaöldin og er hún byggð á handritum Lúðvíks Krist- jánssonar um íslenska sjávarhætti. Heimildarkvikmyndin „Silfur hafs- ins“ er einnig sýnd á safninul Opið alla daga nema mánudaga kl. 14- 18. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er opinn almenningi til sýnis alla dagavikunnarkl. 13-17. Þjóðveld- isbærinn er eftirlíking af bæ á þjóð- veldisöld og við uppbyggingu hans voru rústirnar á Stöng í Þjórsárdal lagðartilgrundvallar. Svarta skýið ersýning ungra myndlistarmanna í vestursal Kjar- valsstaða. ivar Valgarðsson, Erla Þórarinsdóttir, Jón Óskar, Halldór Ásgeirsson, kees. Visser, Sverrir Ólafsson, Hulda Hákon, Hannes Lárusson og Birgir Andrésson. Opið kl. 14-22 alla daga. Síðasta sýningarhelgi. Sól, hnífar, skip nefnist sýning Jóns Gunnars Árnasonar í Nor- ræna húsinu. Á sýningunni eru teikningar og skúlptúrar unnir á ár- unum 1971-1987. Sýning Jóns Gunnars er bæði I sýningarsölum ög anddyri Norræna hússins og er opindaglegakl. 14-19til2.ágúst. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11 -17. urinn víða og margar minningar sækja á, en ég staldra við leiftrandi gáfur Selmu, djúpt innsæi og næmni á myndlist, glettni hennar og glaðværð í fasi. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hún var á ferð, svo sterkur var persónuleiki hennar. Selma Jónsdóttir helgaði líf sitt framgangi íslenskrar myndlistar. Þetta gerði hún fyrst og fremst sem forstöðumaður Listasafns ís- lands, sem hún byggði upp af ein- stökum skilningi og alúð. Einnig vann hún brautryðjandastarf sem sérfræðingur í miðaldalist, eink- um á sviði handritalýsinga. Það er sá þáttur ævistarfs hennar sem ég ætla að gera að umtalsefni. Selma lærði hjá meisturum listfræðinnar beggja vegna Atl- antsála. En tveggja lærifeðra hennar, sem hún mat mikils, vil ég sérstaklega geta. Sá fyrri var prófessor Meyer Schapiro, við Columbia-háskólann, sem á þeim tíma var einn talsmanna nýrra viðhorfa í iistfræðum; fjöl- gáfaður og kynngimagnaður fræðimaður. Hann opnaði augu hennar fyrir ríkidómum mynd- hstarinnar, og þá einkum miðald- anna. Síðar lá leiðin til prófessor Francis Wormalds, sem var einn merkasti miðaldafræðingur Breta fyrr og síðar, sérfræðingur í handritalýsingum og handrita- fræðum. Báðir þessir menn voru brautryðjendur innan miðalda- fræða, þess tímabils sem varð sér- svið Selmu. Þetta fararnesi varð henni gíf- urleg hvatning til að takast á við þau verkefni sem biðu hennar hér í rannsóknum á miðaldalist. Selma leysti gátu fjalanna frá Bjarnastaðarhlíð, færði Stjórn á ný til íslands og uppgötvaði að líklega áttum við enn hina heil- ögu Maríu, kennda við Hofstaði, svo einhvers sé getið. Doktorsritgerð hennar um býsanska dómsdagsmynd, sem TÓNLIST Á þriðju tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholti munu Manuela Wi- esler og Einar Grétar Sveinbjörns- son leika bæði gömul og ný verk fyrirflautuogfiðlu. Laugardag kl. 15 leika þau verk eftir G. Ph.Telemann.Tværsónöturí G-dúr og A-dúr fyrir f lautu oa fiðlu; fjórar einleiksfantasíur, tvær í f-moll og D-dúr fyrir fiðlu og tvær í B-dúr ogg-mollfyrirflautu. Laugardag kl. 17 leika þau blandaða efnisskrá. Fyrst er partíta í E-dúreftir J. S. Bach. Þátvösam- tímaverk, Kransakökubitareftir Þorkel Sigurbjörnsson og Debla eftir Cristobal Halffter. Sfðast er svíta í h-moll eftir Jacques Hottet- erre. Á sunnudag kl. 15 verða seinni tón- ; leikar frá laugardegi endurteknir. Kl. 17messardr. SigurðurÖm Steingrímsson en sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónarfyriraltari. Org- anisti er Ólafur Sigurjónsson og Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjömsson munu einnig leika við messu. Áætlunarferðir verðafrá BSÍ báða dagana kl. 13 og til baka kl. 18. Þýskur organleikari Gabriele Leibhold heldur tónleika í Dómkirkj- unni á sunnudag kl. 17. Hún er org- anisti við St. Martinikirkjuna í Braunschweig. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Mendelssohn o.fl. LEIKLIST Strengjaleikhúsið sýnir Sjö spegilmyndir eftir Messíönu Tóm- asdóttur og Patrick Kosk í Hlað- varpanum. Verkið er leik- og tón- verk fyrir tvo leikara, flautuleikara og segulbönd. Leikarareru Ása Hlín Svavarsdóttir, ÞórTulinius og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari. Verkið tekur eina klukkustund I flutningi og verður sýnt í Hlaðvarp- anum dagana 16.-19. júlí kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið eríleikferðum landið með finnska verkið Eru tígr- isdýr i Kongó? eftir Bengt Ahlfors og Johan Bargum. Verkið fjallar um tvo rithöfunda semhafa fengið það sérkennilega hlutverk að skrifa gamanleik um eyðni. Heilbrigðis- ráðuneytið styrkir leikferðina að hluta og henni fylgir kaffi og veiting- hún taldi hafa verið í Flatatungu- skála, braut blað í rannsóknum í íslenskri listfræði. Þar kom einnig sterkt fram allt það er einkenndi stfl hennar: Hann var einfaldur og knappur en lýsandi og ná- kvæmur - laus við allar málaleng- ingar og skraut - og hún þorði að varpa fram mjög afgerandi og djörfum hugmyndum. Textinn hefur taktfasta stígandi, svo að stundum er sem lesandinn sé frekar staddur í miðjum reyfara en alvarlegu fræðiriti. Selma byggði rannsóknir sínar á mjög ákveðinni stflgreiningu, sem hún nýtti síðan til að skyggnast á bak við verkið í leit að uppruna myndefnis og stfls. Næmni henn- ar og vísindaleg skarpskyggni koma vel fram í þessu verki. Ég vil nefna hér að fyrsta grein hennar sem birtist á prenti var í hinu merka tímariti Art Bulietin, árið 1950, og fjallaði hún um höggmyndir úr steini í Kilpeck- kirkju í Herefordshire á Eng- landi. Hún er mjög merkt fram- lag til rannsókna enskrar róm- anskrar listar. Þar var sýnt fram á að höggmyndirnar í Kilpeck voru, ásamt höggmyndum úr ná- lægum kirkjum, verk mynd- höggvara sem störfuðu í því hér- aði og mynduðu ákveðinn skóla. Grein hennar er enn á lista yfir skyldurit sem lesin eru til prófs í rómanskri enskri höggmyndalist. - Eina grein finnst mér þó ávallt vænst um, en hún fjallar um gjaf- aramynd í Skarðsbók, AM 350, og birtist í Árbók fornleifafélags- ins 1964. Hún er dæmigerð um stfl Selmu og hvernig ein mynd verður uppspretta gagnmerkra rannsókna. Að undanförnu hafði Selma unnið við rannsóknir á Stjórnar- handriti, AM 227, vegna útgáfu jsess í ritröðinni um íslensk mið- aldahandrit, sem hún var langt komin með. Þar ætlaði hún að endurmeta fyrri skoðanir, sem ahúsastemningin. Nú er Alþýðuleikhúsfólk á leiðinni til Egilsstaða á bílnum sem heitir Hómer en er kallaður Veiran og mun sýna þar á laugardag, á Seyðisfirði á sunnudag, á Eskifirði á mánudag, á Neskaupstað á þriðjudag og á Fáskrúðsfirði á mið- vikudag. Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights í Tjamarbíói fjórum sinnum í viku: fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Sýningin er flutt á ensku enda ætluð ferðamönnum. i 25 atriðum eru leikin og sýnd atriði úr Egils- sögu, þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum og gamlar gamanfrásagnir. Er þetta 18. sumarið sem Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights í Reykjavík. HITT OG ÞETTA Opið húsfyrirnorrænaferða- menn í Norræna húsinu fimmtudag 23. júlí kl. 20.30. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörðurog sóknarprestur á Þingvöllum flytur fyrirlestur lum Þingvelli. Á dönsku. Kvikmynd: Þrjú andlit islands. Norskttal. Sænski listfræðingurinn Áke Fant heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á laugardag kl. 17 um sænska listmálarann Hilmu af Klint (1862- 1944), óþekktan brautryðjanda ab- straktlistar. ke Fant hefur um langt skeið unnið að rannsóknum á lisi Hilmu af Klint. Fant er dósent í lista- sögu við Stokkhólmsháskóla. í Árnagarði stendur nú yfir sýning bóka, handrita og mynda frá hásk- ólabókasafninu í Uppsölum í tilefni konungsheimsóknarinnar. Ýmsir helstu dýrgripir Uppsalasafnsins eru á sýningunni, þar á meðal Uppsala-Edda, elsta handrit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svon- efndri Silfurbiblíu Wulfilasar erki- biskups Gota frá 4. öld. Opið þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14-16 út júlí. Vikuleg iaugardagsganga Frí- stundahópsins Hana nú verður á laugardag 18. júlí. Lagt af staö frá Digranesvegi 12 kl. 10. Garðar bæjarins skarta nú sínu fegursta blómskrúði. Nýlagaðmolakaffi. birtust í bók hennar um Stjórn, um skyldleika Stjórnar við ýmis íslensk 14. aldar handrit. En þannig voru einmitt vinnubrögð hennar sem fræðimanns. Rann- sóknin hélt ætíð áfram og fyrri hugmyndir voru í stöðugri endur- skoðun. Með nákvæmum athug- unum á innbyrðis skyldleika handrita, uppruna stíls og íkónó- grafíu reyndi hún að komast að hvemig listamennirnir störfuðu og hvert þeir sóttu áhrif. Það liggur eftir Selmu mikið og fræðilegt brautryðjandastarf á sviði íslenskrar listfræði og fráfall v hennar skilur eftir stórt skarð í þeim fámenna hópi fræðimanna, sem á þeim vettvangi vinnur. Að leiðarlokum er mér þó efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og uppörvun og allt sem hún miðlaði mér af þekkingu sinni og reynslu. Ég votta eiginmanni Selmu, dr. Sigurði Péturssyni, og fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð. Bera Nordal Dr. Selma Jónsdóttir er fyrsti íslendingurinn, sem lauk prófi í listfræði, og starfaði hér á landi. Hún var jafnframt fyrsta konan sem fékk doktorsnafnbót frá Há- skóla íslands árið 1960. Á sérsviði sínu, miðaldalist, vann hún mikið og merkt brautryðjandastarf. Þekking og áræðni einkenndu rannsóknar- störf hennar. Þá er ekki síður að minnast markverðs framlags hennar til samtímalistar, er hún sem forstöðumaður Listasafns ís- lands byggði það upp og gerði að meginsafni 20. aldar listar á ís- landi. Að leiðarlokum vill Félag ís- lenskra listfræðinga þakka dr. Selmu Jónsdóttur störf hennar í þágu íslenskrar listfræði og myndlistar. Félag íslenskra iistfræðinga Föstudagur 17. júlí 1987jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.