Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 5
Nicaragua Einn afleiðtogum Nicaragua kveður Bandaríkjaforseta leggja ofuráherslu á að brjóta Sandinistastjórnina á bak aftur áður en hann lætur afembætti Bayardu Arce er einn af níu æðstu ráðamönnum Nicarag- ua. Hann ræddi í gær við frétta- menn í tilefni af því að á sunnu- daginn verða átta ár liðin frá því herir Sandinista frelsuðu þjóðina undan oki Somozas einræðis- herra. Arce segir að þótt völd og áhrif Ronalds Reagans Bandaríkja- forseta hafi augljóslega dvínað nokkuð í heimalandinu þá geti hann enn látið margt illt af sér leiða og sé staðráðinn í því að hrekja stjórn Nicaragua frá völd- um áður en hann flytur út úr Hvíta húsinu og rýmir fyrir eftir- manni sínum. „Frá því að Reagan lýsti því yfir að hann hygðist eyðileggja byltingu okkar hefur spennan aukist jafnt og þétt og landsmenn eru viðbúnir hinu versta.“ Arce segist óttast að Banda- ríkjastjóm muni láta her sinn ráðast inn í Nicaragua þar sem augljóst sé að Kontraliðar geti ekki unnið hemaðarsigur. Reagan hefur allar götur frá því hann sór embættiseið reynt að telja bandarísku þjóðinni trú um að Sandinistastjórnin sé bein ógnun við öryggi Bandaríkjanna. í fyrradag lýsti hann því yfir að hann myndi beita öllum ráðum til að verða Kontramálaliðunum sínum úti um aukið fé og ekki skirrast við að „klifra upp á hús- þak og æpa“ ef það kæmi að haldi og almenningur myndi þá láta segjast. Bandarískir fréttaskýrendur segja að forsetinn hafi færst allur í aukana er hann frétti að áróðurs- ræður Olivers Norths ofursta úr vitnastól fyrir málstað málalið- anna hafi hlotið hljómgrunn hjá mörgum þegna sinna. Hann sé því í banastuði. í fyrra féllst bandaríska þingið á þá beiðni forseta síns að veita Sandinistar á sigurgöngu um götur Managua f júlí árið 1979. Á sunnudag verða liðin átta ár frá frelsun landsins undan kúgun Somozastjórnarinnar. Kontraliðum 100 miljónir dala til vopnakaupa og síðan hafa átök þeirra og herja stjórnarinnar í Managua aukist að mun. Búist er við því að Reagan leiti hófanna á nýjan leik hjá þinginu í septem- ber næstkomandi og biðji þá um 105 miljónir í viðbót. Arce bar Reagan það einnig á brýn í gær að hann hefði í hótun- um við leiðtoga svonefndra Contadora ríkja; Panama, Ven- ezuela, Mexíkó og Kólombíu, sem ítrekað hafa reynt að bera klæði á vopnin og stuðla að friðsamlegri lausn í Mið- Ameríku. Bandarískir ráðamenn fullyrða að Contadorahópurinn og ríkin sem styðja viðleitni hans; Arg- entína, Brasilía, Uruguay og Perú, gangi erinda Sandinista- stjórnarinnar og sé því ómark- tækur með öllu. Hátíðahöld verða í lágmarki á sunnudaginn í Nicaragua og kvað Arce engum erlendum gestum hafa verið boðið að vera við- staddir. Útifundur verður hald- inn í Matagalpa sem er um 90 kílómetra norðaustan höfuð- borgarinnar Managua. Reiknað er með að Daniel Ortega forseti flytji aðalræðuna en ekki fékkst Arce til að staðfesta það. -ks. „Reagan ætlar að sigra okkur“ Filipseyjar Marcos mkkaður Stjórnvöld stefna Marcosifyrir stuld úr ríkiskassanum. Óþrjótandi ákœruefni. Vandamálið að úttektarbækur Marcosar eru alltof yfirferðarmiklar Stjórnvöld á Filipseyjum hafa loksins, eftir 17 mánaða um- þóttunartíma, afráðið að stefna hinu arma fóli Ferdinand Marc- osi, fyrir að hafa látið greipar sópa í ríkisfjárhirslum landsins. Stjórnvöld eru sannfærð um að geta sýnt framá að 10 milfjónir bandaríkjadala hafi lent í spill- ingarhít Marcosar, sem hann not- aði sem skotsilfur til einkaneyslu, mútur og annað verra. Að sögn Ramon Diaz, er fór fyrir stjómskipaðri rannsóknar- nefnd sem fór í gegnum úttektar- bækur Marcosar í ríkiskassanum, er mjög varlega áætlað að Marcos hafi ekki haft meira uppúr krafs- inu en 10 milljónir dollara á rúm- lega 20 ára valdaferli sínum. Diaz segir að í ákæmnni séu ekki inni- faldar milljónir dollara, sem Marcosi tókst að ávaxta í svissneskum bönkum, sem hann geymir þar til elliáranna eins og búmanna góðra er siður. Að sögn embættismanna sem fengist hafa við að rannsaka fjárreiður Marc- osar, fyrirfinnst hvergi nógu öf- lug tölva til að vinna úr öllum myrkraverkunum í ríkisfjár- Marcos blásaklaus heiðurspiltur, sem telur þjóð sina bíða í eftirvæntingu eftir að hann fái að snúa heim á nýjan leik til að rupla og ræna í ríkisfjárhirslunum. hirslunum sem Marcosi em rétti- lega eignaðar. Corazon Aquino hummar enn fram af sér að verða við beiðni Marcosar um að fá að hitta þjóð sína á ný og snúa úr útlegðinni á Hawaii-eyjum, þar sem hann dvelst í skjóli bandarískra stjórnvalda. Talið er líklegt að Aquino óttist að heimkoma Marcosar gæti ýtt undir pólitísk- an óróa heimafyrir, enda á Marc- os þar margan stuðningsmann, sem hann rétti líknandi hönd í neyð og gaukaði að lítilræði. -RK Afganistan Sovétmenn í vanda Mannfallið f liði Sovétmanna og afganska stjórnarhersins hefur aukist verulega að undanförnu vegna hertrar baráttu skæruiiða. Það em ekki vestrænir frétta- skýrendur sem halda þessu fram heldur Boris nokkur Pyashef, talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins. Hann kvað skæmliða hafa færst alla í aukana eftir að Najib, leiðtogi Kabúlstjórnarinnar, hefði lýst yfir einhliða vopnahléi í janúar síðastliðnum. Ennfremur fullyrti m að andstæðingarnir væn s betur búnir vígtólum en r u sinni áður enda hefðu nýverið fengið myndarlega 'nasend- ingu frá Bandaríkju m. Þar á meðal hefðu verið ullkomnar Stingereldflaugar sem grandað gætu þyrlum og flugvélum. Pyashef sagði að við svo búið mætti ekki standa og gerðar yrðu ráðstafanir til að stemma stigu við umsvifum skæruliðanna. Hann gat þess þó ekki í hverju þær ráðstafanir yrðu fólgnar. -ks Föstudagur 17. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.