Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. júlí 1987 158. tölublað 52. árgangur Spariskírteini: Vaxtaslagur í stjómiimi Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um vaxtahœkkun afspariskírteinum ríkissjóðs. Guðmundur Bjarnason: Efumst um tilætluð áhrif vaxtahœkkunarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir: Neyðarúrræði, finnist ekki aðrar leiðir Við efumst um gagnsemi vaxta- hækkunarinnar og að hún skili því sem henni er ætlað. Auk þess erum við mjög hræddir við þær hliðarverkanir sem hún gæti haft, sagði Guðmundur Bjarna- son heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra um afstöðu Fram- sóknarráðherranna til vaxta- hækkunar á spariskírteinum rík- issjóðs, en ágreiningur er uppi um það innan ríkisstjórnarinnar hvort falla eigi frá vaxtahækkun- inni eða ekki. Guömundur Bjarnason sagðist hafa varað við ákveðnum hættum við vaxtahækkunarleiðina þegar unnið var að málefnasamningi ríkisstjórnarinnar og hann hefði enn sömu fyrirvara á varðandi vaxtahækkun. „Við viljum mjög gjarnan að aðrar leiðir til þess að styrkja stöðu ríkissjóðs séu vand- lega skoðaðar. Finnist hins vegar ekki vænlegri lausn að þessu sinni munum við ekki skorast undan því samkomulagi sem gert hefur verið innan ríkisstjómarinnar," sagði Guðmundur. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann, að það væri rétt eftir henni haft í blaðinu í gær, að hún teldi vaxtahækkanir á spar- iskírteinum ríkissjóðs neyðarúr- ræði og leita bæri annarra leiða, en fyrirsögnin um að hún væri beiníínis andvíg hækkunum vaxta af spariskírteinum, væri villandi. Jóhanna sagði að það væri eðli- legt að skoða vel hvort vaxta- hækkun hefði í reynd þau áhrif að örva sölu spariskírteina eins og að er stefnt og jafnframt hvaða áhrif og afleiðingar slík hækkun hefði á lánskjör og fjármagns- markaðinn í heild. „Það er mín skoðun að það sé neyðarúrræði að þurfa að fara vaxtahækkunar- leiðina í sölu spariskírteina þegar ekki er á vísan að róa um árangur og ekki síst ef að hún leiðir til keðjuverkandi áhrifa t.d. á skuldabréfakaup lífeyrissjóð- anna og hugsanlega vaxtarkjör af húsnæðislánum. En séu ekki aðr- ar leiðir en vaxtahækkun af spar- iskírteinum færar mun ég ekki leggjast gegn slíkri ákvörðun." Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans frá aðilum nærri ríkis- stjórninni má búast við miklu þófi um vaxtamálið á næsta ríkis- stjórnarfundi. Er þar gert ráð fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir og Framsóknarráðherrarnir muni berjast gegn vaxtahækkun- inni, en Jón Sigurðsson og líklega Jón Baldvin Hannibalsson ásamt ráðherrum Sjálfstæðisflokksins muni leggja áherslu á að hún verði keyrð í gegn sem fyrst. - K.Ól. Knattspyrnuhátíð á Ólafsflrði. Helmingur bæjarbúa mætti á völlinn til að hvetja sina menn til dáða. Það nægði þó ekki því Framarar sigruðu Leiftur. f hinum bikarleiknum, f gærkvöldi sigraði Þór ÍBK, eftir vítaspyrnukeppni. Mynd E.ÓI. Sjá bls. 15 Tölvuháskóli VÍ — ^ _ íoivunasKou vi ^ r Inmstæðulausar profgraður Verðbólga nafngifta- gengisfellingþekkingar, segja háskólamenn um Tölvuháskólann. Páll Jensson: Nemendur ekki öfundsverðir afinnistœðulausumprófgráðum. Halldór Guðjónsson: Á ekkert skylt við háskólanám Nú skal allt nefnast háskóli og háskólapróf. Það hefur verið talað um gengisfellingu þekking- ar, en það mætti allt eins kalla þetta verðbólgu nafngifta, sagði Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, um boðaðan tölvuháskóla og tveggja ára BS-nám í tölvufræðum á veg- um Verzlunarskóla íslands. Kynlífnámskeið Árangurmn ótvíræður Fœrri en vildu komust á námskeið um kynfullnœgju kvenna. Pátttakandi: Lœrdómsríkt Vel tókst til á námskeiðurn Jónu Ingibjargar Jónsdóttur kennara í kynfræðslu, en nám- skeiðunum, sem staðið hafa í allt sumar, er að Ijúka. Að sögn Jónu sóttu um 30 kon- ur námskeiðin og 30 konur voru komnar á biðlisti þegar að hún lokaði fyrir skráninguna. „Við- brögðin voru mjög góð og engin kona datt úr lestinni,“ sagði Jóna og einn þátttakandinn sagði í samtali við Þjóðviljann: „Ég lærði mjög mikið og ráðlegg öllum að fara á slíkt námskeið“. Sjá bls. 2 -K.ói. - Það er vissulega þörf fyrir hagnýtt nám í tölvufræðum eins og Verzlunarskólinn hyggst kenna, en það er alveg út í hött að nefna þetta háskóla og háskóla- nám. Pví ekki að kalla þetta ein- faldlega tölvuskóla. Þetta nám gefur ekki sama fræðilega grunn og tölvufræðin í Háskólanum. Fræðilegum þætti námsins er sleppt, en sá hagnýti látinn standa, sagði Páll Jensson. - Ég er ansi hræddur um það að enginn nemandi, sem hyggur á framhaldsnám erlendis, verði öfundsverður af því að skreyta sig ineð innstæðulausri háskólapróf- gráðu af þeim toga sem hér ræðir, sagði Páll Jensson. I sama streng tók Halldór Guð- jónsson, kennslustjóri Há- skólans. Ljóst væri að þörfin væri brýn fyrir það nám sem Verzl- unarskólinn hyggðist setja á fót. - En ég tel það algerlega óhugsandi að fræðilegt nám geti verið samansett á þann veg sem rætt er um. Þetta er fyrst og fremst starfsnám og ég get ekki greint nein rök sem mæla með því að háskólanám í þessari grein taki skemur en þrjú ár, sagði Halldór Guðjónsson. - I sjálfu sér gætum við boðið uppá sama nám og Verzlunar- skólinn er að hleypa af stokkun- um. Við höfum allt sem þarf: kennara, góðan tölvukost og húsnæði, - allt neina aðgang að opinberu fé, sagði Óskar Hauks- son, skóiastjóri Tölvufræðslunn- ar. - RK Líffrœðingar Hættum veiðunum Áskorun líffrœðinga: Rangtað kenna veiðarnar við vísindi. Virðum bannið I áskorun til ríkisstjórnarinnar frá 21 lífTræðingi í líffræðideild háskólans, á Líffræðistofnun og Náttúrufræðistofnun er hvatt til þess að „vísindaveiðunum“ verði hætt og hið tímabundna veiði- bann Hvalveiðiráðsins virt. í áskoruninni segir m.a.: „Þrátt fyrir söfnun gagna með hvalveiðum í áratugi hefur ekki reynst að ákvarða stærð og veiði- þol hvalastofna hér við land. Nú- verandi „veiðar í vísindaskyni“ breyta þar litlu um. Hvalveiðar okkar Islendinga eru því ekki réttlætanlegar eins og á stendur og við teljum rangt að kenna þær við vísindi.“ Sjá síðu 3 - m Washington Gagnkvæm tillitssemi Viðræðum íslend- inga og Bandaríkja- manna um hval- veiðimálið lokið í bili Um klukkan tíu í gærkvöldi lauk viðræðum íslensku og bandarisku sendinefndanna um hvalveiðimálið í Washington. Niðurstaðan varð sú að aðilar tóku tiliit til sjónarmiða hvors annars, Bandaríkjamenn ætla ekki að lýsa því yfir að hvalveiðar íslendinga brjóti í bága við sam- þykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins og íslensk stjórnvöld hyggjast framlengja hvalveiðihlé. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að ekki hefði verið við meiru að búast en gat þess jafnframt að frekari við- ræðna væri þörf. -ks. wmmammamaammmmam

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.