Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 7
Bandaríkjamenn mesta hvalveiöiþjóðin Frá 1950 hafa þeir drepið 7 miljónir höfrunga, en það er óháð öllum hvalveiðitakmörkunum, þarsem afurðirnar eru ekki hirtar, segir Ulfur Árnason dósent í erfðafrœði við háskólann í Lundi í Svíþjóð Úlfur Ámason: Það er auðveldara að heyja baráttu fyrir náttúruverndarsjónar- miðum á útivelli en heimavelli, og stjórnmálamenn reyna gjarnan að friða sjálfa sig með hnútukasti í aðrar þjóðir á meðan eyðileggingin á sér óátalið stað heimafyrir. Ljósm. Ari. Þegar það var samþykkt að frumkvæði Bandarfkjamanna á umhverfisráðstefnunni í Stokk- hólmi 1972 að stefna bæri að því að hvalveiðum í hagnaðarskyni yrði hætt, drápu Bandaríkja- menn um 700 þúsund höfrunga á ári og voru því lang stórtækustu hvalveiðimenn i heiminum, sem þeir eru og enn í dag. Ályktun Stokkhólmsráðstefnunnar og tímabundin stöðvun Alþjóða hvalveiðiráðsins á hvalveiðum í hagnaðarskyni snerti þó ekki veiðar Bandaríkjamanna vegna þess að þeir hirða ekki höfrung- ana sem þeir fá i vörpur sínar við túnfiskveiðar, heldur henda þeim aftur í sjóinn. Hvalveiðibannið snerti aðeins hvaladráp „i hagn- aðarskyni“, og því var höfrunga- dráp Bandaríkjamanna undan- skilið ákvæðum um friðun. Þetta sýnir best þá tvöfeldni sem liggur á bak við alla umræðu um hval- friðunarmálin, en hún einkennir reyndar flestar pólitískar aðgerð- ir stjórnvalda í umhverfismálum i heiminum í dag. Þetta sagði Ulfur Árnason dós- ent við háskólann í Lundi í sam- tali við Þjóðviljann í vikunni, en Úlfur er kunnur vísindamaður á sviði erfðafræði sjávarspendýra og hefur meðal annars sett fram kenningar um þróunarsögu hvala og sela, sem kollvarpað hafa við- teknum hugmyndum vísindanna um þau efni. Úlfur er nú staddur hér á landi til þess að afla sér gagna til rannsókna sinna, og Þjóðviljinn notaði tækifærið til þess að spyrja hann álits á hinu umdeilda hvala- máli Lagakrókar í hvalveiðiskyni Það er dæmigert fyrir um- ræðuna um þessi mál, segir Úlf- ur, að þegar fyrsta ályktunin um þau var gerð í Stokkhólmi 1972, þá áttuðu þeir stjórnkjörnu full- trúar, sem þar sátu, sig ekki á þýðingu þess að notað skyldi hug- takið „commercial whaling“, þegar rætt var um hvalveiðarnar. Það var sett inn að frumkvæði Bandaríkjamanna til þess að bannið þyrfti ekki að kosta þá neitt og til þess að þessi umfangs- mestu hvaladráp, sem þá við- gengust í heiminum og eru sam- fara túnfiskveiðum Bandaríkja- manna, skyldu látin óáreitt. Tún- fiskur og höfrungar halda sig oft í sama ætinu, og veiðimennirnir kasta á höfrungavöðurnar þar sem þeir sjá þær í vissu þess að finna þar undir túnfisk. Síðan er höfrungunum hent aftur í sjóinn, og voru skráð dýr sem þannig voru drepin árið 1972 um 700.000 talsins. Nú segjast þeir drepa 20.000 dýr með þessum hætti á ári og alls hafa þeir samkvæmt skýrslum drepið 7 miljónir höfr- unga frá 1950. Má reikna með að í skýrslum þessum sé frekar van- talið en oftalið um fjölda. Tvöfeldnin í þessu máli sést enn betur á því að Japanir, sem einnig stunda túnfiskveiðar í Kyrrahafi með sama hætti og Bandaríkjamenn, geta ekki lengur hirt höfrungana eins og þeir voru vanir, en eru neyddir til að fleygja þeim í sjóinn. Tvískinnungshátturinn í þessu varð reyndar svo augljós, að Bandaríkjamenn hafa nú breytt orðalaginu í tillögum sínum og tala um bann við „consumable whaling" eða hvalveiðum til neyslu og nýtingar, allt í því skyni að undanskilja höfrungadrápið frá reglunum. Kaliforníuhöfrungar og íslandshvalir Eru höfrungar í útrýmingar- hættu vegna þessara veiða Bandaríkj amanna? Hér er um margar tegundir Takmörkun hvalveiða meðan gagna um stofnstærð er aflað á rétt á sér, en eins og að henni varstaðið virðast pólitískir og efnahagslegir hagsmunir hafa ráðið meiru en verndunarsjónarmið höfrunga að ræða, og sennilega er engin í beinni útrýmingarhættu vegna þessara veiða, þótt trúlega hafi verið gengið nærri sumum tegundum. Það er hins vegar at- hyglisvert að á meðan hvalveiðar íslendinga eru á hvers manns vörum í Bandaríkjunum, þá vek- ur höfrungadrápið þar vestra enga umræðu, ekki einu sinni í Kaliforníu, þar sem það er mest stundað, og það sýnir okkur hvernig hagsmunirnir spila inn í alla þessa umræðu. En vísindamennirnir, gera þeir sér ekki grein fyrir þessum tví- skinnungshætti? Jú, hitti maður bandaríska vís- indamenn, þá viðurkenna margir þeirra þessa tvöfeldni, og láta í ljós óánægju með þennan mála- tilbúnað allan, en það er hins veg- ar undantekning að fram komi í opinberum stjórnskipuðum vís- indanefndum sjónarmið sem stangast á við pólitíska hagsmuni viðkomandi stjórnvalda. Þeir sem hafa látið uppi efasemdir um hina pólitísku stefnu eru einfald- lega ekki valdir í slík nefndastörf. Viltu þá meina að vísindin lúti pólitískri stýringu? Já, að því leyti að í þessum al- þjóðlegu nefndum koma ekki fram aðrar skoðanir en þær sem eru í samræmi við yfirlýsta pólit- íska stefnu. Viðskiptahagsmunir og náttúruvernd Telur þú að ákvörðun Stokk- hólmsráðstefnunnar frá 1972 um að stefna beri að tímabundinni stöðvun hvalveiða í hagnaðar- skyni hafi verið röng? Nei, ég tel ekki beinlínis að hún hafi verið röng, en ég tel að það hafi verið rangt að henni staðið. Einfaldlega vegna þess að á- kvörðunin miðaði að því að sú þjóð sem var afkastamest í hvala- drápinu, án þess þó að nýta af- urðirnar, skyldi hagnast á kostn- að þeirra sem stunduðu hval- veiðar í atvinnuskyni. Það sýnir einfaldlega að þarna lágu ekki verndunarsjónarmið á bakvið. Hvalkjöt keppir við aðrar kjötaf- urðir á heimsmarkaðnum, og það getur verið hagsmunamál fyrir Bandaríkin að hvalaafurðum sé útrýmt á heimsmarkaðnum, og að um leið sé komið óorði á nor- skan og íslenskan fisk. Á bak við þetta liggja efnahagslegir hags- munir eins og sést best á því að umræðan snertir ekki túnfisk- neysluna, sem óneitanlega kostar þó flesta hvalina. Tilfinningaleg mótsögn Hvar eru þá náttúruverndar- sjónarmiðin í þessu máli? Það er hægt að hafa andúð á hvalveiðum af tilfinnigalegum ástæðum, og slíkar ástæður geta Flmmtudagur 23. júli 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.