Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 2
Hrefna Ósk Benediktsdóttir ungþjónn. Já þetta er áreiðanlega betra þó maður verði lítið var við þetta í daglega lífinu. En nafnið á bæn- um er auðvitað breytt. Jóninna Pétursdóttir afgreiðslumaður. Ég get nú ekki gert mér grein fyrir því svona í fljótu bragði. Ég vissi nú reyndar ekki að þetta stæði til fyrr en það var afstaðið. Hörður Jóhannesson vinnuvélastjóri Þetta breytir voða litlu held ég. Maður verður alla vega ekki var við það. Gæti frekar gert það þegar fram í sækir. "SPURNÍNGIN"" Telur þú aö nýfengin kaupstaðarréttindi hafi áhrif í bæjarlífinu? (Spurt í Hveragerði) Óskar Gunnlaugsson bifvélavirki. Ég held að þetta breyti ekki neinu ennþá, nema bara nafninu, þetta er titill. En það á eftir að hafa áhrif þegar frá líður. Magnús Stefánsson garðyrkjubóndi. Þetta breytir engu svona alveg til að byrja með en kemurtil með að hafa áhrif seinna, til dæmis vonar maður að þetta hjálpi til með að fá löggæsluna í betra horf. Svo er maður náttúrlega ekki þorpari lengur. FRETTIR Viðbrögðin hafa verið með ein- dæmum góð og engin þeirra kvenna sem byrjuðu á nám- skeiðunum hættu við, sagði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur og kennari í kyniífsf- ræðslu um námskeið í kyn- fuilnægju kvenna sem hún hefur staðið fyrir í sumar. Það vakti athygli fyrri part sumars þegar Jóna auglýsti í fjöl- miðlum námskeið fyrir konur í kynfullnægingu. Fólk flissaði feimnislega og fjölmiðlafólk stamaði þegar það spurði Jónu um titrarann sem telst meðal nauðsynlegra námsgagna, heimaæfingar og hópæfingar. „Ég var mjög óviss um hversu mikil skráningin á námskeiðin yrði, en hún varð mun betri en ég átti von á,“ sagði Jóna. Jóna sagði að alls hefðu 30 konur kom- ist á námskeiðin og aðrar 30 voru komnar á biðlista þegar að hún hætti að skrá konur niður. „Ég hef nú gert mér grein fyrir því hversu mikil þörf er á kynlífsráð- gjöf og meðferð hér á landi og að ég get engan veginn ein sinnt allri þeirri þörf,“ sagði Jóna. Jóna lagði áherslu á að nám- skeiðin væru ekki eingöngu bundin við það að ná árangri í kynfullnægingu jafnvel þótt þau hafi verið auglýst þannig. Nám- skeiðin miði almennt að því að kenna konum að njóta kynlífs betur og í því markmiði séu fyrir- lestrar og umræður um margvís- legar hliðar kynlífsins. Aðspúrð um hvernig kynlífsá- stand þeirra kvenna væri sem hefðu sótt námskeiðin, sagði Jóna að það væri mjög misjafnt og vandamálin væru af ýmsum toga. Nokkrar konur hefðu til dæmis aldrei upplifað fullnæg- ingu, hvorki einar né með öðr- um, og aðrar gætu fengið fullnæg- ingu einar, en ekki með öðrum. Þá væru á námskeiðunum konur sem ættu ekki við fullnægingar- vandamál að stríða, en kvörtuðu undan áhugaleysi á kynlífi og minnkandi kynhvöt. „Oft hafa þessar konur þá verið að miða sig við maka sem vilja í tíma og ót- íma hafa kynmök, en sú viðmið- un er alls ekki endilega sú rétta fyrir konur,“ sagði Jóna. Þá sagði Jóna að í mörgum tilfellum væri vandamálið það að tjáskiptin á milli maka um kynlíf væru svo takmörkuð að það gæti haft veru- leg áhrif á kynlífið. Að sögn Jónu voru flestar kon- ur á námskeiðunum í sambúð eða giftar. Þær væru frá aldrinum 19 ára og allt upp að sextugu. Að- spurð um hvort feimni og óöryggi hefði hrjáð þátttakendur, sagði Jóna að það hafi borið ótrúlega lítið á því. „Ég held að ein ástæð- an fyrir því sé að ég hafi komið mjög hispurslaust fram. Auk þess fór ég hægt í það að byggja upp gagnkvæmt traust hjá konunum og ég lét þær meira um það að finna á hvaða punkti það væri hægt að láta allt flakka. í flestum Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Flestar fóru að láta allt flakka þriðja kvöldið. tilfellum gerðist það á þriðja kvöldi." „Ég held að námskeiðin hafi borið góðan árangur fyrir flesta þátttakendur. Ég hef sjálf lært mikið af þessum námskeiðum og jafnframt fengið staðfestingu á því hversu mikil þörf er á slikri fræðslu. Ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á að mennta sig á þessu sviði því hér er um óplægðan akur að ræða og ég mun ekki geta sinnt þörfinni í framtíðinni,“ sagði Jóna að lokum en hún er á förum utan í ágústlok og væntanleg til landsins á ný næsta sumar. Þá hyggst hún efna til fleiri kynl- ífsnámskeiða fyrir konur. Þær konur sem vilja komast í sam- band við Jónu geta gert það í gegnum pósthólf 274 210 í Garða- bæ. -K.Oi. Surtsey Hitastigsbreytingar Sveinn Jakobsson jarðfrceðingur: Hiti hækkaði á litlu svœði 1985 og 1986. Fer aftur lækkandi núna um að mælarnir væru bilaðir. En hafa að líkindum myndast brota- Við höfum mæit hitastigið í Surtsey nokkuð reglulega frá því gosinu lauk 1967, sagði Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur sem nýkominn er úr stuttri könnunarferð í eyna. Við fundum lengi vel eðlilega kólnun en svo gerðist það 1985 og 1986 að hiti á iitlu svæði hækkaði aftur. Fór upp i tæpar 300 gráður. Við skildum þetta nú ekki á sínum tíma, sagði Sveinn, héld- hitinn var enn í tæpum 300 gráðum í fyrra og ekki voru mæl- arnir bilaðir þá. Nú er hins vegar farið að kólna á þessu svæði aft- ur. í síðustu viku var hitinn kom- inn niður í 240 gráður og virðist því á niðurleið. Sveinn taldi líklegustu skýring- una á þessari þróun hitaferilsins í Surtsey vera þá að „sennilegast hefði eyjan sigið til að sunnan. Þá sprungur og opnast niðurá heitasta hluta hraunsins. En hraunið er um 100 metra þykkt, þar sem það er þykkast. Þannig hefur hitinn náð upp í yfirborð- ið,“ sagði Sveinn að lokum. (Vegna mistaka í prentun datt út setningarhluti í lítilli frétt um Surtsey í blaðinu í gcer, sem gerði hitafrásögn lítt skiljanlega). -ÖS Kynlífsnámskeið Lærði að njóta Námskeiðið hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsrikt, sagði þátttakandi á kyn- fullnægjunámskeiði Jónu Ingi- bjargar í samtali við Þjóðviljann. „Það sem kom mér e.t.v. mest á óvart á námskeiðinu var hversu náin og góð tengsl sköpuðust á milli þátttakenda á þessum 6 vik- um sem námskeiðið stóð yfir. Konur komu þarna fyrsta daginn með múrvegg í kringum sig og í lok námskeiðsins var hann gjör- samlega hruninn til grunna. Við gátum orðið talað um alla hluti. Annað sem kom mér á óvart var hversu margar konur eiga við sambærileg vandamál að stríða. Maður er ekki einn“. Þá sagði viðmælandi að hún hefði ekki sótt námskeiðið vegna fullnægingarvandamáls, en engu að síður hefði hún lært mikið sem kæmi sér að gagni í því að njóta kynlífsins betur. Hins vegar hefðu verið konur á námskeiðinu vegna þess vandamáls sérstak- lega og hún gæti vitnað um það að margar þeirra teldu árangurinn ótvíræðan. „Ég myndi tvímæla- laust ráðleggja hverjum sem væri að sækja námskeið hjá Jónu. Það mun enginn sjá eftir því sem nálg- ast verkefnið með réttu hugar- fari,“ sagði viðmælandi að lok- um- -K.Ól. Kynlífsnámskeið Arangurinn góður Fœrri komustað en vildu á námskeiðJónu Ingibjargar Jónsdóttur í kynfullnœgingu kvenna. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Viðbrögð- in með eindœmum góð. Engin kona hætti við 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.