Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 9
V
þýðingu var að forðast það að all-
ar setningar byrjuðu á „ég“, þar
sem sagan er sögð í fyrstu per-
sónu og það er bara ein persóna í
sögunni. Þetta var gífurlegt
vandamál.
Eitt af því merkilega við bók-
ina um sæhákinn er hvemig
Márquez gefur frásögn mannsins
merkingu, sér slysið ekki bara
sem persónulega reynslu heldur
út frá þjóðfélagslegum aðstæð-
um. Og hann kemur því yfir til
okkar hvernig sjómaðurinn er
leiksoppur, fyrst náttúmnnar og
síðan þjóðfélagsins, en án þess að
hann geri sér grein fyrir því sjálf-
ur í frásögn sinni. í gegnum frá-
sögn sjómannsins sjáum við
hvernig þjóðfélagið notar hann í
þágu þjóðemiskenndar og
rembu, setur hann á stall hetj-
unnar. En hann brýtur undan sér
þennan stall og er þar með afneit-
að.
íslenskir höfundar sem stunda
það að skrá frásagnir eftir öðmm
gætu margt lært af þessari bók,
þeim stfl og aðferð sem Márquez
notar til að koma frásögn sjó-
mannsins til skila og að allt sem
við gemm hafi djúpa merkingu."
Samhengi
í bókmenntum
Þetta er fimmta bókin eftir
Márquez sem þú þýðir.
„Já, en ég hef þýtt eftir ýmsa
aðra höfunda líka. Ég hef stund-
að þetta til að hægt sé að sjá sam-
hengið f bókmenntum spæn-
skumælandi þjóða. Márquez er
að verða einn útbreiddasti er-
lendi höfundurinn hérlendis og
samhengið í honum er að verða
íslendingum Ijóst. Nú er ég að
þýða bók eftir katalónska konu
og kemur hún út hjá Forlaginu í
haust. Demantstorgið heitir hún.
Um þessar mundir er oft fjallað
um hvernig skáld ljúka bókum
sínum, Peter Hallberg hefur til
dæmis fjallað um það í höfundar-
verki Halldórs Laxness. En þeir
sem Iesa Demantstorgið geta séð
hvernig Márquez lauk Hundrað
ára einsemd. Lokaspretturinn er
mjög líkur í þessum bókum en
Demantstorgið kom út á undan.
Upphaflega er aðferðin komin
frá Joyce úr Ulysses og það er
áberandi hjá báðum þessum
spænsku höfundum: að Ijúka
bókum sínum á sérstökum enda-
spretti sem tengdur er frumspeki,
tengslum mannsins við uppruna
sinn, fæðinguna og dauðann.
Hundrað ára einsemd endar
þannig, á nafla mannsins, og
Demantstorgið líka.
Fólk sækir í það sem er fram-
andlegt, til dæmis bókmenntir
framandi þjóða. Menn sækja í
þær til að geta ráðið við framand-
Ieikann, hið óþekkta. Það verður
visst landnám í nýjum heimi.
Árangurinn fer auðvitað mikið
eftir því hvernig þýðingamar em,
ef þær era ófullburða taka fáir við
þeim. En góðar erlendar bækur,
vel þýddar, eru þjóðum eins og
okkur það sama og vatn þyrstum
manni.
Kilja í kiosk
Er ekki dálítið sérstakt að höf-
undur eins og Márquez komi hér
út í kilju þegar hann er fyrst gef-
inn út?
„Kiljan er skemmtilegt útgáf-
uform og gefur miklu fleira fólki
kost á að nálgast bókmenntir.
Hérlendis er fólk reyndar vant
því að ganga inn í fi'nar bókaversl-
anir og er ekkert feimið við það
en erlendis fer almenningur ekki
þangað. Það hefur færst í vöxt
erlendis að selja bækur eftir
virðulega rithöfunda og
heimspekinga í kioskum og blað-
sölustöðum og fólk kaupir verk
þeirra og les. Menn hafa farið að
brjóta heilann um hvemig á
þessu standi og hafa komist að
þeirri niðurstöðu að ýmis rit hafa
fengið á sig svo heilagan blæ að
fólk kaupir þau ekki nema á sín-
um blaðastöðum. Og þegar verk-
in fást þar þá kemur í ljós að al-
menningur er fær um að taka við
hinum erfiðustu hlutum og hugs-
unum og er ófeiminn að takast á
við heimspekilega hluti ef hann
getur nálgast þá á sínum eigin
vettvangi, kiosknum, þeim stað
sem honum er eðlilegt að versla
á.“
Er almenningur þá fær um að
njóta fagurbókmennta og
hreinnar heimspeki sem virðist
oft vera framandi erfiðismannin-
um?
„Almenningur er svo skrýtinn.
Hinn ljótasti maður hefur alltaf
barist fyrir fegurð, en fagra fólkið
hefur barist fyrir fegurð í orði en
ekki á borði. Almenningur hefur
farið í stríð og látið lífið fyrir feg-
urð og hugsjón. En það er of lítið
vitað um eðli almennings og þeir
sem um hann hafa fjallað em yfir-
leitt menn úr borgarastétt sem
em haldnir sektarkennd gagnvart
honum. Þeir örfáu sem fjallað
hafa um hann og eru sprottnir
upp úr honum hafa yfirleitt skift
um stétt og koma síðan fram sem
einhvers konar velgerðarmenn.
En almenningur getur alveg
YFIRLÝSING
Fyrir rúmri viku var ég á gangi
hérí Reykjavík, ásamt viðurkennd-
um hjónum, þegar á móti okkur
kom manneskja sem var að halda
upp á að hún hafði verið þrjátíu og
eitt ár í hjónabandi. Hún fór strax
að faðma eiginmann vinkonu
minnar. Og ísamblandi affaðmlagi
og fræðum sagði hún þarna á
götunni, að ég væri geðlurða sem
hafi aldrei gert annað en stela frá
García Márquez. Um leið og ég
fagna því að enn skuli vera kjafturá
íslenskum kerlingum, hlýt ég að
andmæla bókmenntalegri niður-
stöðu hennar, á þeim forsendum
að bækur Márquesar voru óþekkt-
arí Evrópu fram að árinu 1968. Og
þá hafði ég skrifað allmargar
bækur. Þetta er því haugalygi í
kerlingunni, og efhún hefurstund-
að ámóta lygar í hjónabandinu og í
bókmenntafræðum, furðar mig að
heilvita karlmaður skuli hafa tekið
mark á ást hennar.
Guðbergur Bergson
bjargað sér og stjómað sér sjáifur
ef hann öðlast frelsi og getur bar-
ist fyrir því á sínum vettvangi.
Það að geta keypt bækur á sínum
eðlilega stað og í formi sem hent-
ar honum, eins og kiljuformið
gerir, er liður í þessu.
Kiljuútgáfa hérlendis er mjög
jákvæð þróun eins og annars
staðar og mér líst vel á hana. Ég
er ekki haldinn neinni hlutadýrk-
un varðandi bækur en mér finnst
að íslensk bókaútgáfa mætti vera
sjálfstæðari hvað útlit snertir.
Það sést strax á bókum hvort þær
em ítalskar eða þýskar, þeir hafa
séstakan, persónulegan stíl á
sinni hönnun. Maður veit ekki al-
mennilega hvernig íslensk
hönnun er, það er ekkert sem
heitir séríslenskt í því efni. Und-
antekning frá þessu em konur í
textfl, þær hafa heildarblæ á verk-
um sínum en engu að síður heldur
hver og ein sínum persónulega
stíl. Þetta virðist ekki hafa síast út
til hinnar almennu hönnunar,
eða að hönnun er ekki nógu víð-
tæk á öllum sviðum.
Markaðsvaran
Márquez
En Márquez gerir sér grein
fyrir því að hann er orðinn að
markaðsvöm, svo ég komi aftur
að honum, og hann segir það í
formálanum að Sögunni um sæ-
hákinn. Það em fimmtán ár síðan
hann skráði söguna og nú er verið
að gefa hana út aftur af því að
hann er orðinn svo stórt nafn og
söluvara. Hann er eiginlega kom-
inn í dálítið svipaða aðstöðu og
sjóarinn og ætti eiginlega að
sprengja sinn eigin stall eins og
hann gerði. En alþýðumaðurinn
er oftast miklu margbrotnari en
listamaðurinn. Alþýðumaðurinn
sprengir undan sér stallinn en
listamaðurinn reynir stöðugt að
hlaða undir sig fram í rauðan
dauðann þó hann sé sér kannski
meðvitaður um nauðsyn þess að
sprengja frægð sína í loft upp.“
----------------------------------------ing
Flmmtudagur 23. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9