Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Persaflói, Bandaríkin og Ollie
Eins og vonlegt er hafa margir gagnrýnt þá
ákvöröun bandarískra stjórnvalda að stórefla flota
sinn í Persaflóa - á þeirri forsendu að Bandaríkin
þyrftu að sýna það svart á hvítu að þau væru
áreiðanlegir bandamenn Kúveit og annarra olíu-
ríkja og reiðubúin að fórna nokkru til að vernda
olíuflutninga þeirra fyrir áhlaupum og tundurdufl-
um írana. Menn töldu þessa ákvörðun vanhugs-
aða (meðal annars vantaði þá tundurduflaslæð-
ara sem til þurfti), hún bæri óþægilega mikinn
keim af gamalli fallbyssubátapólitík heimsvelda,
og að hún gæti ekki borið tilætlaðan árangur.
Gagnrýnin var líka tengd við þá ósamkvæmni, að
ævintýramenn nátengdir Reagan forseta höfðu
ekki löngu fyrr reynt að kaupa sér gott veður hjá
klerkum í Teheran með laumulegum vopnavið-
skiptum : Hvíta húsið leit út sem ömurlegt ráðleys-
ingjahæli, höfuðsetur vanmáttarins.
Þessi gagnrýni hefði vitanlega verið sterkari
miklu ef menn hefðu ekki viðurkennt um leið, að í
þeim harða hnút sem riðinn hefur verið um Pers-
aflóa eftir margra ára stríð írans og íraks eru góð
ráð dýr. Og kannski engin ráð til sem duga til að
móta og fylgja eftir skynsamlegri stefnu. Ástæðan
er blátt áfram sú, að klerkaveldið í Iran er óútreikn-
anlegt, trúarofsi af því tagi sem í (ran kemur í stað
allra röksemda og stöðumats passar hvergi inn í
þau pólitísku mynstur sem menn eru vanir að
glíma við. Og því er eins víst, að hvort sem stór-
veldi telur sig vera að miðla málum eða ætlar að
nota flókna stöðu við Persaflóa til að styrkja sig á
svæðinu, þá muni allt dæmt til að enda í skötulíki.
En það ráðleysi og sá vanmáttur sem einkennir
framgöngu bandarískra stjórnvalda í þessum mái-
um og mörgum öðrum hefur vakið upp mjög sér-
kennilegt fyrirbæri þar vestra. Hér er átt við að-
dáunina á Ollie North höfuðsmanni, sem hafði
lykilhlutverki að gegna í vopnasöluævintýrum til
írans, sem gáfu af sér peninga sem hafðir voru til
að styrkja andbyltingarhersveitir gegn stjórn Nic-
aragua. Ollie þessi hefur þá fjölmiðlaframgöngu
að honum tekst að verða sá Rambó raunveru-
leikans sem nælir sér í ótrúlegar vinsældir meðal
landa sinna á skömmum tíma
Ástæðan er kannski einna helst sú að einmitt
núna hafa Bandaríkjamenn mikla þörf fyrir að fá
það staðfest að þeir séu karlar í krapinu. Þeim er
ekkert um það gefið að ekki aðeins falli gengi
dollarans heldur og gengi þess að vera Amríkani.
Þeim finnst bölvað að þeir lendi í klóm hryðju-
verkamanna eins og aðrir. Þeir kunna illa við að
Gorbatsjov hinn sovéski stelursenunni af Reagan
forseta á leiksviði alþjóðastjórnmála. Þeir þola
ekki þá vanmetakennd sem fylgir því að Japanir
skjóti þeim ref fyrir rass í hátækni. Hvað sem líður
bandarísku tali um ágæti hinna „venjulegu
manna“ hafa Bandaríkjamenn um langan aldur
vanið sig á að þeir stæðu í sérstakri náðarbirtu
almættisins, að þær væru fremstir þjóða.
Þau ævintýri sem Ollie North var flæktur í gerðu
margt illt verra fyrir orðstír lands hans og stjórn-
enda þess. En dirfska hans og sterkur vilji einmitt
til að koma Bandaríkjamönnum aftur í það forsæti í
heiminum, sem þeir helst vilja skipa, hefur ýtt með
furðusterkum hætti við ímyndunarafli hins venju-
lega bandaríska hvunndagsmanns - og margra
fleiri. Þetta er náttúrlega fróðlegt, en um leið er
það næsta dapurlegt fyrir afganginn af heiminum
að þurfa að horfa upp á það, að sú draumafabr-
ikka sem menn eru vanastir að sjá geymda í
bandarískum kvikmyndaheimi, skuli teygja sig
svo langt sem raun ber vitni inn í pólitískan veru-
leika öflugasta ríkis heims, verða þar að hæpinni
huggun gegn vanmætti og ráðleysi.
áb.
KLIPPT OG SKORIÐ
Mþýðubandalagiö: £■__
Fomannsslagunnn hafinn
.s
A nu‘r >* aT 'W* öww*lat* rtttorf,
*-• l*í'
Horkuva
jdabatáBainnanAlþý
ðubandalagái«
RfcQóraskipti í undiibúnmgi
DV, frjálst, óháð dagbiað hef-
ur um þessar mundir brennandi
áhuga á Alþýðubandalaginu og
öllu sem því tengist og einkum og
sér í lagi Pjóðviljanum.
Einkum er það einn blaðamað-
ur á DV, fyrrum blaðamaður á
Þjóðviijanum, sem er iðinn við
kolann. Að undanförnu hefur
hann skrifað hverja stórfréttina
af annarri um hugsanlega brott-
för Össurar Skarphéðinssonar
ritstjóra af Þjóðviljanum, og var
því slegið upp vel og vandlega
þegar blaðamaðurinn píndi for-
mann framkvæmdastjórnar
flokksins til að viðurkenna að
hann hefði heyrt „kaffihúsaorð-
róm“ um þetta mál.
Markhópur fyrir
hagsmunaaðiia
Þeir blaðamenn sem vilja geta
talist sæmilega færir um að rísa
undir því starfsheiti þurfa að
kunna að varast margvísleg víti.
Klókir blaðamenn komast til
dæmis mjög fljótt upp á lag með
að forðast að láta spila með sig,
því að fjölmörg dæmi eru um að
hagsmunaaðilar sjái sér leik á
borði og reyni að notfæra sér
blaðamenn með því að „leka“ í
þá óstaðfestum lausafréttum,
sem geta öðlast nýtt gildi við það
eitt að komast á prent. Trú-
gjarnar og einfaldar sálir kunna
ekki að sjá við svona klækjum,
heldur hrífast með og halda að
þær séu orðnar að áhrifamönnum
á sjálfu skákborðinu, þegar radd-
ir sem titra af trúnaði hvísla ó-
staðfestum fregnum í símaeyrað
á þeim. Og ef sálirnar eru ekki
aðeins trúgjarnar og einfaldar
heldur einnig bólgnar af metnaði
og sjálfsáliti verður tilhneigingin
meiri til að reyna með skrifum
sínum að hafa áhrif á gang at-
burðanna, fremur en að leitast
við að afla traustra heimilda og
segja satt og rétt frá atburðum.
Allir blaðamenn eru sífellt
markhópur fyrir þá aðila sem í
hagsmunaskyni þurfa að koma
einhverju á prent. Og flestir
blaðamenn eru vandanum vaxnir
og forðast að láta nota sig eins og
málpípur, og á þetta jafnt við um
þá blaðamenn sem starfa á fjöl-
miðlum sem tengdir eru
stjórnmálaflokkum sem þá sem
starfa við ríkisfjölmiðla eða
jafnvel þá fjölmiðla sem halda að
þeir séu frjálsir og óháðir.
Lýsandi dæmi um það, hvernig
óstaðfestar fréttir geta haft miklu
meira gildi í augum sumra blaða-
manna heldur en staðfestar
fregnir, er umfjöllun DV um
starfsmannahald á rítstjórn Þjóð-
viljans, þegar orðrómur um
Össur gefur tilefni til fjögurra eða
fimm dálka útsíðufregna en stað-
fest frétt um Þráin er birt inni í
blaðinu undir fyrirsögn sem er
beinlínis útúrsnúningur úr því
sem fram kemur í fréttinni.
Það fer ekki hjá því að maður
klóri sér í höfðinu og undrist
hvaða tilgangi eða hagsmunum
svona fréttamennska eigi að
þjóna.
í pólitískum
tilgangi
Alþýðubandalagið og Þjóðvilj-
inn hafa nú um langt skeið verið
milli tannanna á hægri sinnuðum
fjölmiðlum, sem einfaldlega vilja
Þjóðviljann feigan og Alþýðu-
bandalagið sömuleiðis.
Til að vinna að þessum mark-
miðum er reynt að gera þessa að-
ila tortryggilega. Fréttaflutning-
ur dag eftir dag fjallar um kaffi-
húsaorðróm. Raunverulegir at-
burðir fá lítið vægi í frásögninni.
Og smátt og smátt hefur tekist að
læða þeirri skoðun inn hjá les-
endum, að hinar óstaðfestu frétt-
ir séu allar sannar.
Það er eðlilegt að þessi til-
hneiging gerist meira áberandi
um þessar mundir, þegar svo er
komið að Þjóðviljinn er eina
stjórnarandstöðudagblaðið í
landinu og Alþýðubandalagið
leiðir stjórnarandstöðuna.
Þá er tækifærið notað. Manna-
skipti á ritstjórn Þjóðviljans og
eðlileg og sjálfsögð endurnýjun í
forystuliði Alþýðubandalagsins á
næsta landsfundi verða tilefni í
illkvittnislegar bollaleggingar um
„harðar deilur“, „stríðandi öfl“,
„sáttasemjara", „að sverfa til
stáls“ og fleira með rómantísku
orðalagi drengjabóka.
Orð og skýringar manna á at-
burðum verða tilefni til lærðrar
túlkunar, allt í þeim samsæris-
anda, að enginn segi lengur það
sem hann meinar, heldur tali allir
í einhverjum véfréttarstíl, sem al-
menningur skilji ekki, nema fyrir
milligöngu blaðamanna.
Fjölmiðlun af þessu tagi er
hvorki frjáls né óháð. Hún þjón-
ar ákveðnum tilgangi. Henni er
ekki ætlað að upplýsa heldur er
henni ætlað að auka á spennu,
tortryggni og óöryggi. Hún er
ekki frjáls og óháð að öðru leyti
en því að hún á sér hvorki verðug-
an málstað né fagra hugsjón að
berjast fyrir.
Getgátu-
fjölmiðlun
Getgátufjölmiðlun af þessu
tagi er því miður ekki áhrifalaus.
Getgátur og illkvittnisleg um-
fjöllun hægrisinnaðra fjölmiðla
hefur að sjálfsögðu skaðað Al-
þýðubandalagið, en sé til lengri
tíma litið þá mun slík umfjöllun
leiða til þess að Alþýðubanda-
lagsmenn þjappi sér fastar saman
en nokkru sinni fyrr.
Nú er sagt að enginn sé annars
bróðir í leik, og þess vegna sé
ástæðulaust að gera veður út af
jafnsjálfsögðum hlutum eins og
að hægrisinnaðir fjölmiðlar reyni
að grafa undan pólitískum and-
stæðingum sínum. Þetta má til
sanns vegar færa, en það er þó
altént ekki úr vegi að útskýra þær
frjálslegu leikreglur sem gilda
fyrir áhorfendunum/lesendun-
um.
Og svo er bara að spyrja að
leikslokum. - Þráinn
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir.
Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglý8ingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bfl8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreið8lu-ogafgreið8lu8tjóri:HörðurOddfríðarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ölafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavík, oími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
sölu:55 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1987