Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN Birna Kristjánsdóttir opnar kl. 17 í daa, föstudag, myndlistasýn- ingu í FÍM-salnum, Garðastræti 6. Sýningin ber heitið Litir og fletir og eropindaglegafrákl. 14-19. Þetta erfyrstaeinkasýning Birnu hérá landi, en hún hefur tekið þátt í sam- sýningum í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur dvalið undanfarin ár. Verkin á sýningunni eru unnin á sl. 12 mánuðum. Þetta eru textílverk, unnin með blandaðri tækni, sem vísar út fyrir ramma textíllistar. Verkin á sýningunni eru öll til sölu en aðgangur að henni ókeypis. Hennilýkur30. ágúst. Lars Emil Árnason opnar mál- verkasýningu í Gallerí Hallgerði Lanabrók, Bókhlöðustíg 2, í dag kl 20. A sýningunni eru 20 olímálverk auk teikninga og skúlptúra. Lars Emil hefur tekið þátt i samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl 16-20 virka daga en frá 14-20 um helgar. Verkin eru til sölu. Ragna Sigrúnardóttiropnar málverkasýningu í Ásmundarsal á morgun, laugardag, kl. 14. Þettaer þriðja einkasýning Rögnu hér á landi. Á sýningunni eru 20 málverk, unnin í olíu og vatnsliti. Sýningin er opin 16-22 virkadaga og 14-22 um helgar. Henni Iýkur23. ágúst. Myndlistaklúbbur Hvassa- leitis verður tíu ára um þessar mundir og í tilefni af því heldur hann samsýningu í Eden í Hveragerði. Þetta er 25 manna hópur sem hittist einusinni í viku með leiðbeinanda. Leiðbeinendur hópsins eru mynd- listamennirnir Sigurður Þórir og Rut Rebekka. Sýningin stendur í tvær vikurog fyrri vikuna sýnir helmingurinn af hópnum og seinni vikuna hinn hluti hans. Sýningunni Iýkur25. ágúst. Arngunnur Ýr Gy Ifadóttir opnar sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B, í dag föstudag kl 20. Sýningin stendur til 23. ágúst og er opin 16-20 virka daga og 14-20 um helgar. Aðgangur er ókeypis og myndirnar til sölu. Á sýningunni eru 20 málverk og jafnmargar grafík- myndir og teikningar. Arngunnur er búsett einsog stendur í San Fran- cisco og eru myndirnar unnar í Bandaríkjunum og í Reykjavík á sl. ári. Sveinn Björnsson opnar mál- verkasýningu í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg á laugardaginn kl 14. Sveinn byrjaði að mála samhliða sjómennsku 1948 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Hafnarfirði 1952. Síðan hefur hann haldið fjöl- dann allan af einkasýningum, bæði hér heima og í Danmörku. Sveinn er að mestu sjálfmenntaður I kún- stinni en var við nám við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn 1956- 1957. Sýningin stendurtil 1. sept- ember og er opin alla daga nema mánudaga 14-18. Listasafn Háskóla íslands sýnir hluta verka sinna í Odda, hug- vísindahúsi Háskólans. Listasafn Háskólans var stofnað 1979 með listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sig- urðssonar, en meginuppistaða þeirrar gjafar voru verk Þorvaldar Skúlasonar er spönnuðu allan feril hans. Þau verk eru einnig megin- uppistaðan í sýningunni, auk þess sem sýnd eru sýnishorn þeirra'130 verka sem til safnsins hafa verið keypt síðan það var stofnað. Sýn- ingineropindaglegakl. 13.30-17. Sumarsýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. í Kjarvalssal eru olíumálverk en á göngum eru myndir sem aldrei hafa verið sýnd- ar áður og eru hluti af gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar. Eru þettafull- gerðar myndir, skissurog teikning- ar sem Kjarval gerði fyrir sjálf an sig. Myndir þessar sýna áður lítið þekkta hlið á meistaranum og minna um margt á hið nýja málverk. Yfir eitt hundraö myndir eru á sýn- ingunni sem stendurtil 30. ágúst. Opiðalladagakl. 14-22. í Norræna húsinu er sýning á verkum norska listamannsins Frans Widerbergs. FransWider- berg er talinn einn helsti málari Norðmanna og einn af fáum nor- rænum nútímalistamönnum á al- þjóðamælikvarða. Á sýningunni eru grafik, málverk og teikningar sem spanna 30 ára listferil Wider- bergs. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 til ágústloka. Loftur Atli Eiriksson sýnir Ijós- myndir í Menningarstofnun Banda- ríkjanna við Neshaga. Á sýningunni eru 35 Ijósmyndir, bæði í lit og svart-hvítar. Loftur Atli stundar Ijós- myndanám við Pratt Institute í New York og er þetta fjórða einkasýning hans en einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin er opin virka daga kl. 8-17, og til kl. 20áþriðjudögum. í Menningarstofnun Banda- ríkjanna stendur nú yfir sýning á bandarískum listaverkabókum. Er um að ræða bækur um hönnun og myndlist, bæði úr samtímanum og eins eldri listamanna og hönnuða. Markmið sýningarinnar er að gefa yfirlit yfir þá menningarlegu og heimspekilegu strauma sem ríkj- andi hafa verið í bandarískri list þessarar aldar. Sýningin er opin á virkumdögumkl.8-17, og til kl. 20 á þriðjudögum og stendur til 20. ág- úst. í Hafnargalleríi sýnir Haraldur Jónsson sex verk sem í heildina nefnast GENESIS EROTICAE. Eru þetta fjórir skúlptúrar, bók og video- mynd. Skúlptúrarnir eru unnir í tré og járn. Haraldur er nýútskrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla íslands og er þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin er opin á verslunartíma. í Ásgrímssafni stenduryfir sumarsýning á verkum Ásgrims Jónssonar í húsakynnum safnsins að Bergstaðastræti 74. Á sýning- unni eru um 40 verk, aðallega landslagsmyndir, bæði olíumál- verk, vatnslitamyndirog teikningar. Sýningin er opin alla daga nema UM HELGINA T orf i Harðarson opnar sýningu í Gallerí Sigtún í Holliday Inn við Sigt- ún 38. Torfi sýnir um 50 myndir bæði olíumálverk og pastelmyndir ogeru þærallartilsölu. Þettaer sjöunda sýning Torfa og er hún opin alla daga til ágústloka. Jón Baldvinsson sýnir málverk í hótel örk í Hveragerði. Sýning þessi er framhald af sýningu Jóns sem haldin var í Menningarstofnun Bandaríkjanna að Neshaga 16 í Reykjavík fyrr í sumar. Sýningin stendur út allan ágústmánuð. Byggða- lista- og dýrasafn Árnesinga á Selfossi T ryggva- götu23eropiðkl. 14-17virkadaga og kl. 14-18 um helgar til 3. sept- ember. Ásmundarsaf n sýnir um þessar mundir yfirlitssýningu á abstrakt- myndum Ásmundar Sveinssonar og spannar sýningin 30 ára tímabil á ferli listamannsins. Einnig er á staðnum sýnt myndband sem fjall- ar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alladagakl. 11-17. Þjóðminjasaf n íslands er opið alladagakl. 13.30-16. Árbæjarsaf n er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkvibílum, sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavíkog sýning á Reykjavikurlíkönum. Halldórssonar og Bubba Mortens sem komafram. Píanóleikararnir Lára Rafnsdóttir og Jónas Ingi- mundarson annast undirleik. Þá kemur hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonarog Erna Gunnarsdóttir fram auk tropmpetleikarans Ás- geirs Steingrímssonar. Dagskráin er sniðin fyrir fólk af öllum aldri, en ágóði rennur til Héraðssambands- ins Skarphéðins til að létta á erfiðri fjárhagsstöðu þess vegna útihátíð- arinnar í Þjórsárdal um Verslun- armannahelgina. Miðaverð er kr. 500, en ókeypis fyrir 14 ára og yngri og ellilífeyrisþega. Tónleikarnir hefjastkl. 15. FerðirverðafráUm- feróarmiðstöðinni kl. 13 á sunnu- dag.fráHveragerði kl. 13.45ogfrá Selfossi kl. 14. Franski bandeoneónleikar- inn Olivier Manouray heldur tón- leika í Heita pottinum í Duushúsi. Manouray er þekktur fyrir tangótón- list og var hér um síðustu áramót meö aragentíska tangósöngvaran- um Ernesto Rondó. f Heita pottin- um verður þó djassinn í fyrirrúmi einsog venjulega. Á dagskrá verða gamlir standardar auk tónsmíða Manouray. Með honum leikur ís- lenskt trió skipað þeim Agli B. Hreinssyni, píanó, Tómasi R. Ein- arssyni, kontrabassa og Birgi Bald- urssyni, trommur. Tónleikarnir verða á sunnudag- og mánudags- kvöld og hefjast kl. 21.30. Gítarieikararnir EinarKristján Einarsson og Paul Galbraith halda tónleika í Áskirkju fimmtudaginn-20. ágúst kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftirHaydn, Bartok, Brahms, Bach, Ravel og Hans-Werner Henze. HITT OG ÞETTA Opið hús fyrir norrænaferða- menn í Norræna húsinu fimmtudag 13. ágúst kl. 20.30. Heimir Pálsson cand mag flytur fyrirlestur: Um ís- lenskar bókmenntir. Á sænsku. Kvikmynd: Þrjú andlit Islands. Norskttal. I Árnagarði stendur nú yfir sýning bóka, handrita og myndafrá háskólabókasafninu í Uppsölum í tilefni konungsheimsóknarinnar. Ýmsir helstu dýrgripir Uppsala- safnsins eru á sýningunni, þar á meðal Uppsala-Edda, elsta handrit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svo- nefndri Silfurbiblíu Wulfilasar erki- biskups Gota frá 4. öld. Opið þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14-16. Sýninginhefurnúverið framlengd fram til 15. ágúst. Handritasýning Árnastofnunar í Árnagarði er opin þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14 -16. Vikuleg laugardagsganga Fríst- undahópsins Hana nú verður á laugardag 8. ágúst. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfing. Einfalltog skemmtilegt frístundastarf í góðum félagsskap. Nýlagaðmolakaffi. Útivist Helgarferðir 14-16. ágúst Þórsmörk. Brottförkl. 20. Skógar-Fimmvörðuháls-Básar. Brottför kl. 8 laugardag Sunnudagur: Þjóðleið mánaðarins: Gamla Þing- Á ströndinni dagana 15., 16. og 17. ágúst kl. 21.00 verða danssýningar í Félagsstofnun stúdenta. Þar munu Ismopekka Heikinheimo, dansari frá Finn- landi og Ólöf Ingólfsdóttir setja á svið nýstárlega uppákomu þar sem fléttað er saman listformum á sérstæðan hátt. Þarna mætast nútímadans og málverk í einni heild með hljóðbakgrunni sem Hilmar Örn Hilmarsson hefur séð um. Hér á landi verður aðeins um þessar þrjár sýningar að ræða, en verkið verður síðan sett upp í Finnlandi í september næstkomandi. laugardagakl. 13.30-16 tilágúst- : loka. í Gallerí íslensk list að Vestur- ■ götu 17 stendur yfir samsýning á í verkum 14 félaga í Listmálarafé- i laginu. Erþettasölusýningoggeta kaupendur tekið verkin með sér heim strax og eru þá nýjar myndir settar upp í staðinn. Verk á sýning- unni eiaa: Karl Kvaran, PéturMár, Bragi Ásgeirsson, Ágúst Petersen, Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Björn Birnir, Kristján Davíðsson, Guðmunda Ándrés- dóttir, Hafsteinn Austmann, Gunn- arörn, Einar Þorláksson, Valtýr Pétursson og Elías B Halldórsson. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17. Lokað um helgar. Sýningin stendur til 15.september. í Listasafni ASi eru nú til sýnis ýmsar af perlum safnsins. Þar ber hæst nokkur listaverka þeirra eftir ; eldri meistara íslenskrarmyndlist- ar, sem voru í stofngjöf Ragnars Jónssonar í Smára til safnsins, en einnig önnur verk. Sýningin stendur dagana 8.-23. ágúst og er opin kl. 16-20 virka daga en kl. 14-20 um helgar. Sjóminjasafn íslands Vestur- götu 8 í Hafnarfirði er með sýningu sem nefnist Árabátaöldin og er hún byggð á handritum Lúðvíks Krist- jánssonar um íslenska sjávarhætti. Heimildarkvikmyndin „Silfur hafs- ins“ er einnig sýnd á safninu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14- 18. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er opinn almenningi til sýnis alla dagavikunnarkl. 13-17. Þjóðveld- isbærinn er eftirlíking af bæ á þjóð- veldisöld og við uppbyggingu hans voru rústirnar á Stöng í Þjórsárdal lagðartilgrundvallar. - TÓNLIST Sérstæðir sumartónleikar verða haldnir í Kerinu í Grímsnesi, nú á sunnudag, 16. ágúst. Þetta er í fyrsta skipti sem tónleikar eru haldnir i eldgíg á Islandi. Lista- mennirnir verða um borð í tveimur bátum á vatninu en hljómburður í Kerinu ertalinn mjög sérstæður. Það eru óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmunds- son auk söngvaranna Björgvins Gítarleikarinn Páll Eyjólfsson leikur fyrir safngesti Árbæjarsafns í Dillonshúsi nú á sunnudag kl. 15- 17. Hljómsveit skipuð ungu tónlistar- fólki leikur á tónleikum í Bústaða- kirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Flutt verða þrjú verk; Öktett eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Fiðlu- konsert nr.. 5 í A-dúr, K-219 eftir Mozart og ballettónlistin Appollon Musagetes eftir Stravinskí. Ein- leikari á fiðlu verður Auður Haf- steinsdóttir en stjórnandi hljóm- sveitar Guðmundur Óli Gunnars- son. LEIKLIST Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights í Tjarnarbíói fjórum sinnum í viku: fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Sýningin er flutt á ensku enda ætluð ferðamönnum. f 25 atriðum eru leikin og sýnd atriði úr Egils- sögu, þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum og gamlar gamanfrásagnir. Erþetta 18. sumariðsem Ferðaleikhúsiðsýnir Light Nights í Reykjavík. vallaleiðin til Reykjavíkur: Kl. 10.30 Þjóðleiðin yfir Mosfellsheiði. Göngu lýkur kl. 17. Verð kr. 600. Kl. 13 Miðdagur-Reykjavík. Brottför frá BSf. Verð kr. 500. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Sumarleyfisferðir: lngjaldssanduro.fl. ísafjarðardjúp, berja- og skoðunar- ferð 20.-23. ágúst. Núpsstaðarskógar 27.-30. ágúst. Upplýsingar og pantanir í Grófinni 1, símar 14-606 og 23752. Ferðafélag íslands Dagsferðir: Laugardagur kl. 9 Lax- árgljúfur. Verð kr. 1000. Sunnudagurkl. 10Bringur- Borgarhólar-Myrkurtjörn. Verð kr. 600. Kl. 13 Nessel- Seljadalsbrúnir-Myrkurtjörn. Verð kr. 600. Kl 8 Þórsmörk. Verð kr. 1000. Helgarferðir: Þórsmörk. Hveravell- ir. Landmannalaugar-Eldgjá. Brott- för í allar ferðir kl. 20 föstudag. Sumarleyfisferðir: Landmannalaugar-Þórsmörk, 14.- 19.ágúst, 19.-23.ágústog21.-26. ágúst. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu Ff, Öldugötu 3. Föstudagur 14. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.