Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR
Níels Árni Lund
lætur nú af störfum sem einn af
þrem ritstjórum Tímans, en aö-
eins fram að næstu áramótum.
Jón Helgason landbúnaöarráð-
herra hefur ráöið Níels til ráöu-
neytisins og felst starfiö í því aö
kynna ráðuneytið, auk þess sem
hann verður ráöherra til aðstoðar
i ýmsum sérverkefnum,
Félagslegar
afleiðingar eyðni
og aðgerðir til úrbóta verða til
umræðu á námskeiði, sem Há-
skólinn og Landlæknisembættið
heldur dagana 7.-11. september
nk. Námskeiðið er sérstaklega
ætlað starfsfólki í heilbrigðis- og
félagsmálaþjónustu. Námskeið-
ið verður á ensku og er aðal fyrir-
lesari þess Bretinn David Matt-
hews, sem hefur stjórnað skipu-
lagi og samræmingu félagslegrar
þjónustu fyrir eyðnisjúklinga og
aðstandendur þeirra á vegum
heilbrigðis- og félagsmálaráðu-
neytis Bretlands. Þá munu ís-
lenskir fyrirlesarar fjalla um þætti
sem snerta ísland sérstaklega.
Fjöldi þátttakenda er takmarkað-
ur við 25 og fer námskeiðið fram í
Odda. T ekið er á móti umsóknum
í síma 694500 frá kl. 10-12 og
13-15 virka daga til 28. ágúst.
Námskeiðsgjald er kr. 3.000.
Borgaraflokkurinn
heldur landsfund sinn á Hótel
Sögu dagana 24.-26.september.
í fréttatilkynningu frá flokknum
stendur, að landsfundurinn sé
opinn öllum flokksmönnum úr
öllum kjördæmum landsins. Á
landsfundinum verður kosinn for-
maður flokksins auk fleiri emb-
ættismanna. Á undan fundinum
verður haldinn sérstakur Borg-
arafundur þar sem almenningi
gefst kostur á að kynna sér
stefnumál Borgaraflokksins.
Dagvist barna
í Reykjavík stendur fyrir kynning-
arnámskeiði fyrir fóstrur og ann-
að uppeldismenntað fólk, sem
hefur verið fjarverandi dagvistar-
uppeldi forskólabarna um lengri
eða skemmri tíma, en hefur hug á
að hefja starf að nýju. Námskeið-
ið verður dagana 17.-18. ágúst.
Námskeiðsstjórar eru umsjónar-
fóstrurnar Fanny Jónsdóttir og
Arna Jónsdóttir. Veita þær allar
upplýsingar um námskeiðið og
annast innritun í síma 27277.
Vesturland
Kennara-
skortur
- Kennararáðningar standa
ekki nógu vei í ár. Það vantar
kennara við þó nokkuð marga
skóla ennþá. Það er reyndar
óvíða mikið, - víðast frá einu
uppí tvö stöðugildi sem eru
ómönnuð við skóla, sagði Snorri
Þorsteinsson, fraeðslustjóri Vest-
urlands.
- Það verður að segjast eins og
er að það hefur lítið þokast
áleiðis í sumar við að ráða í stöðu-
rnar. Á vorin sækja flestir um, en
yfir hásumarið er lítið um um-
sóknir. Það er ekki aftur fyrr en
um þetta leyti, - um miðjan ág-
úst, þegar lausar kennarastöður
eru auglýstar á nýjan leik, að við
megum eiga von á því að fá um-
sóknir. í heildina tekið hefur
ásókn í kennarastarfið ekki
aukist, öfugt við það sem við
mátti búast eftir síðustu kjara-
samninga kennara, sagði Snorri
Þorsteinsson.
- Annars er ástandið hér við-
unandi miðað við mörg önnur
fræðsluumdæmi, hvað réttinda-
fólk áhrærir. Ætli það láti ekki
nærri að á síðasta skólaári hafi
milli 70 og 80 prósent allra stöðu-
gilda í fræðsluumdæminu verið
mönnuð réttindafólki, sagði
Snorri Þorsteinsson. -RK
FRÉITIR
Þjóðminjasafnið
Skammarlegt fjársvelti
Guðmundur ólafssonfornleifafrœðingur: Þurfum að leita til fátækustuþróunarlanda til að
finnaþjóðminjasafn sem jafn illa er búið að
Þjóðminjasafnið býr við
skammarlegt fjársvelti. Ég
hugsa að við þurfum að leita til
fátækustu þróunarlanda til að
fínna þjóðminjasafn sem jafn illa
er búið að og Þjóðminjasafni Is-
lands," sagði Guðmundur Ólafs-
son fornleifafræðingur, þegar
Þjóðviljamenn bar að á Bessa-
stöðum í gær, en þar er í fulium
gangi uppgröftur á Konungs-
garðinum svokallaða.
Að sögn Guðmundar hefur
fjárveitingum til safnsins hrakað
stórkostlega á undanförnum
árum. „Við fengum hálfrar
milljónar króna aukafjárveitingu
í þetta verkefni," sagði Guð-
mundur, „en undanfarin ár hafa
alls engir peningar verið veittir til
rannsókna. Fjárveitingin hefur
ekki dugað fyrir daglegum rekstri
safnsins hvað þá meir.“
Á fornleifadeild Þjóðminja-
safnsins er aðeins eitt stöðugildi
fornleifafræðings. „Þjóðminja-
safnið á að vera miðstöð fyrir
þessa hluti, og það er augljóst
mál að það gengur ekki upp að
hafa aðeins einn fornleifafræðing
í starfi. Okkur vantar fleiri fastar
stöður,“ sagði Guðmundur.
Auk annars hefur fornleifa-
deildin minjaskráningu á sinni
könnu. Var Guðmundur á því að
við værum mjög aftarlega á mer-
inni miðað við nágrannalöndin í
þeim efnum.
Auk Guðmundar hafa Krist-
inn Magnússon og Kristin Sig-
urðardóttir unnið að uppgreftri á
Bessastöðum í sumar. Fljótlega
verður gert hlé á rannsóknunum,
og tekur þá við skráning minja á
Þingvöllum. Hafist var handa um
þá minjaskráningu í fyrrasumar
og stendur til að ljúka því verki
nú í sumar. Ennfremur vinna
starfsmenn safnsins að rannsókn-
um í Reykholti um þessar mund-
ir.
Konungsgarðurinn á Bessa-
stöðum er heiti sem notað er um
ferhyrnda byggingu, sem að lík-
indum var fyrst reist á fyrrihluta
16. aldar, og var húsagarður inni í
ferhyrningnum. Þarna bjuggu
embættismenn konungs frá fyrstu
tíð eftir að þeir hófu að sitja hér á
mWtm
Hér hefur trúlega verið ruslahaugur, en neðst gæti hafa staðið hús: Guðmundur Ólafsson og Kristinn Magnússon við og
ofan í 3,5 metra djúpri gryfju. Þarna eru minjar frá því um 1500 og varðveisluskilyrðin einstaklega góð. Mynd: Sig.
íslandi. Að sögn Guðmundar er undanförnu, en þó hafa starfs-
verkefnið með þeim stærri sem' menn safnsins átt við mörg stór
Þjóðminjasafnið hefur ráðist í að verkefni undanfarin ár. HS
Skúlamál
Býr ekki til fisk úr engu
Jón B. Jónasson, sjávarútvegsráðuneyti: Skúli býrekki tilfisk úrengu þó
hann kunni að vera nýtinn. Hans eigin upplýsingar sýndu Ijóslegafram á
óeðlilegt misrœmi uppgefins aflamagns og framleiðslumagns
- Þótt Skúli Alexandersson
kunni að vera nýtinn maður, þá
skapar hann ekki físk úr engu. Ef
Skúli næði þeim nýtingarstuðli
sem lagður er til grundvallar út-
reikningunum, þá mætti hann
sem fískverkandi vel við sitt hlut-
skipti una, sagði Jón B. Jónasson,
skrifstofustjóri sjávarútvegs-
ráðuneytisins, vegna þungra orða
sem Skúli hefur látið falla í garð
ráðuneytisins sökum ásakana um
kvótasvindl, en Skúli heldur því
fram að ráðuneytið geri í út-
reikningunum ekki ráð fyrir mis-
jafnri aflanýtingu vinnslustöðva.
- Það er ekki rétt að við höfum
ekki tekið neitt tillit til þeirra
upplýsinga sem hann sendi okk-
ur. Það eina sem þær upplýsingar
gerðu var að sanna það sem við
höldum fram. Þar kom klárt fram
að það aflamagn sem hann gaf
Fiskifélaginu upp var miklu
lægra. Þannig að Skúli er eigin-
lega dómari í sjálfs síns sök sagði
Jón B. Jónasson.
- Við höfum ævinlega túlkað
útreikningana fiskvinnslunni í
hag. Skúli segir að við reiknum
þetta út án samráðs við nokkurn.
Það er ekki rétt. Við leituðum
ráðlegginga þeirra sem gerst
þekkja til fisknýtingar, - vinnsl-
unnar, söluaðila og annarra og
þeir stuðlar sem við göngum út
frá ættu því að vera marktækir,
sagði Jón.
Ekki fékkst upp gefið hjá sjáv-
arútvegsráðuneytinu hvaða fimm
fyrirtæki eru sökuð um kvóta-
svindl, sem er allt frá nokkrum
tugum tonna uppí hundruð
tonna. - Skúli afréð sjálfur að
svipta leyndinni af fyrirtæki sínu
Jökli og af þeim aðilum sem við
höfum náð tali af er hann sá eini
sem ekki hefur viljað gangast við
að hafa gefið upp rangt aflamagn,
sagði Jón.
-rk
Kvikmyndir
Skyttumar í Sviss
Kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Skytturnar, er
meðal 18 kvikmynda á alþjóð-
legri kvikmyndahátíð í Locarno í
Sviss. Skytturnar voru valdar úr
fjölda kvikmynda og var eina
kvikmyndin frá Norðurlöndum
sem komst á hátíðina.
Þann 16. ágúst verður ljóst
hver vinningsmynd hátíðarinnar
verður. Sú mynd sem ber sigur úr
býtum verður svo sýnd í útibíói á
torgi í Locarno, sem rúmar 7000
manns og er stærsta bíó í Evrópu.
Meðal þeirra sem hafa hlotið
verðlaun á hátíðinni má nefna
Antonioni.Tarkowsky, Kubrick,
Pasolini o.fl.
Gestir hátíðarinnar í ár eru
þeir Godard, Szabo, Zanussi og
Wim Wenders.
-Sáf
Föstudagur 14. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
70 ára
afmælis-
hóf
Brunabótafélag íslands er 70
ára um þessar mundir og í tilefni
af því verður haldið afmælishóf I
Súlnasalnum á Hótel Sögu í
kvöld. Fyrr um daginn verður
haldinn aðalfundur hjá fulltrúa-
ráði félagsins og sækja það 48
fulltrúar úr öllum sýslum og
öllum kaupstöðum landsins, utan
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Bjarni Þórðarson, formaður
Sambands íslenskra tryggingar-
félaga, heldur erindi á fundinum.
Afmælishófið verður væntan-
lega mjög fjölmennt því öllu
starfsfólki og fulltrúum BÍ er
boðið til þess með mökum. Þá
verða þrír erlendir gestir í hófinu,
allir frá Sturebrand í Noregi.
Sturebrand er stærsta einkafyrir-
tæki í Noregi og sér um endur-
tryggingu fyrir BÍ. Gestirnir eru
Jan Erik Langangen, forstjóri
fyrirtækisins, Tore Melgaard,
sem hlotið hefur riddarakross
fálkaorðunnar vegna starfa sinna
að íslenskum vátryggingarmálum
og Björn Kristofersen, forstjóri
skaðadeildar fyrirtækisins.
-Sáf