Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 1
Auglýst eftir samherja Þröstur Ólafsson: Áhyggjuefni að verðbólganfœrist í aukana Það cr injög mikið áhyggjuefni að fá verðbóiguna á það stig sem var fyrir tveimur til fjórum árum. Hún hefur verið að færa sig uppá skaftið undanfarið og ef ekkert verður að gert færist hún enn í aukana. Verðbólgan er gífurlegur vágestur og fer mjög illa með launamarkaðinn og hag vinnandi fóiks, sagði Þröstur Ól- afsson, starfsmaður Dagsbrúnar. - Verkalýðshreyfingin hefur alltaf viljað takast á við þann vanda að finna einhverjar lausn- ir, sem auðvelduðu mönnum að ná tökum á verðbólgunni, eins og kom fram í febrúarsamningunum 1986 og í desembersamningunum í fyrra. En ég verð ekki var við það að þeir sem ábyrgð bera á þjóðarbúinu, hafi neinar áhyggj- ur og reyni að draga úr þenslunni með því að skrúfa fyrir hallann á ríkissjóði og jafna kjör manna. Það kom berlega fram eftir febrúar- og desembersamning- ana að engir aðrir en ASÍ-félagar voru reiðubúnir til að taka á sig fórnir til að kveða verðbólguna í kútinn. Það þarf að auglýsa eftir aðilum sem vilja beita sér gegn verðbólgunni. Ég held að ASÍ- félagar séu orðnir langþreyttir á að standa einir í þeirri baráttu, sagði Þröstur Ólafsson. _rk Bridds Sigur og jafnt íslenska karlasveitin á Evróp- umótinu í bridds stóð sig með prýði í gær, vann Portúgali, 21-9 og gerði jafntefli við ísraelsmenn, 15-15. íslensku karlarnir eru nú í 4.sæti. Síðasta umferð verður spiluð í dag og etja íslendingar þá kappi við Breta og eygir íslenska sveitin möguleika á öðru til þriðja sæti, beri þeir sigur úr býtum í síðustu umferð. Röð efstu liða í karlaflokki er þessi: Svíþjóð (408,5), Noregur (393), Bretland (389) og ísland (386). -rk Hann Hreinn Bjarnason var orðinn dauðþreyttur á öllu umstanginu í Kringlunni í gær og því feginn þegar hann sá uppbúið rúm í einni versluninni. Stráksi gerði sér lítið fyrir, skreið uppí og leið beint inn í draumheima. Hann rumskaði ekki þótt múgur og margmenni þyrptist að, ekki fyrr en... Kringlan Allur bærinn mætti Geysilegur mannfjöldi á opnunardaginn. Fríhafnarstemmning í Ríkinu Mest fínnst mér nú fólkið vera að skoða. Miðað við fjöld- ann hérna í dag er meira skoðað en verslað. En þetta byrjar mjög vel, sagði Anna Ragnarsdóttir, verslunarstjóri í Vogue, þegar tíðindanienn Þjóðvijjans voru á ferðinni um miðjan dag í gær. Geysilegur mannfjöldi var á staðnum; allur bærinn mættur eins og sagt er. „Ég er ánægð með daginn. Þetta er reglulega skemmtilegt og mér lfst vel á framhaldið, enda virðast allir ánægðir með húsið,“ sagði Ása Ólafsdóttir, verslunar- stjóri í Polarn & Pyret. Hún sagð- ist hafa átt von á þessari traffík, enda væri fólkið bæði að skoða og versla. Það var hálfgerð Þorláks- messustemmning í Kringlunni á ...amma, hún Guðrún Þorvaldsdóttir, kom á vettvang og tók Hrein litla í fangið. Mynd Ari. opnunardaginn. Mannfjöldinn sá til þess. Það var mikið um að vera; lúðrasveit lék á einum stað, trúður skemmti krökkum á öðr- um. Andrúmsloftið svipað og í stórmörkuðum víða erlendis. Byggingin er björt og vistleg, og lífga gosbrunnar og gróður upp á hana. Rúllustigar milli Grjótaþorp Grænt Ijós á framkvæmdir Meirihluti bygginganefndar samþykkti í gær að leyfa SH að hefjaframkvœmdir við stórhýsi sitt í Grjótaþorpi. A að leggja vegyfir útivistarsvœði og leikvöll íbúanna. GunnarH. Gunnarsson: Húsið í blóra við Kvosarskipulagið SH og Tryggingamiðstöðin geta nú hafið framkvæmdir á lóð Fjalakattarins sáluga. Á fundi byggingarnefndar í gær sam- þykkti meirihlutinn að gefa grænt Ijós á uppgröftinn en fulltrúar minnihlutans lögðust gegn því. Samþykki meirihlutans er þó háð því að aðkoma sé tryggð fyrir slökkvilið að húsunum við Bröttugötu, að sögn Gunnars Si- gurðssonar byggingafulltrúa. Þá aðkomu á að tryggja með því að leggja veg yfir opið svæði með leiktækjum fyrir börn, sem íbúar Grjótaþorps hafa gert að útivistarsvæði hverfisins. Hefur verið lögð inikil vinna í að gera svæði þetta sem vistlegast af íbú- unum og hafði áður fengist munnlegt leyfi frá borgaryfir- völdum fyrir útivistarsvæði þessu. Gunnar H. Gunnarsson, full- trúi Alþýðubandalagsins í bygg- inganefnd, sagði að hann ogGiss- ur Símonarson, fulltrúi Alþýðufl- okksins, hefðu mótmælt því að framkvæmdir færu af stað þar sem byggingin sem rísa á þarna er í blóra við Kvosarskipulagið. Samkvæmt því eiga að vera þarna tvö mishá hús algjörlega aðskilin. í stað þess verða húsin svipuð að hæð og samtengd. Borgarskipulagið er með grenndarkynningu í gangi og rennur frestur íbúa til að skila inn athugasemdum ekki út fyrr en 22. ágúst. Þá hefur byggingin ekki enn verið samþykkt af bygginga- nefnd. íbúar í Grjótaþorpi segjast munu grípa til sinna aðgerða, en vildu að svo komnu ekki ljóstra því upp í hverju þær væru fólgn- ar. -Sáf hæða eins og vera ber, en ekki hefur landinn lært á „akreina- skiptinguna“ frekar en í umferð- inni. I þeim löndum þar sem mikið er um rúliustiga er nefni- Iega plagsiður að þeir sem ekki eru að flyta sér standi til hliðar svo að hinir geti arkað í kapp við stigann. Engin slík hraðferð var möguleg í rúllustiganum i Kringl- unni í gær. 70 verslanir eru í byggingunni, stórar og smáar. Þær minnstu frá 28 fermetrum og hin stærsta 1100 fermetrar, en þá er stórmarkaður Hagkaupsmanna sjálfra undan skilinn. Ein þessara verslana er áfengisútsala ÁTVR. Þar var hálfgerð fríhafnarstemmning, enda á maður þess sjaldan kost hér á landi að skoða þann varn- inginn sem þar fæst keyptur. Bjarni Þorsteinsson útsölustjóri sagði að sér virtist fólk ánægt með þessa nýbreytni. Að sögn lögreglunnar gekk umferðin í námunda við Kringl- una þokkalega fyrir sig miðað við aðstæður, og engin sérstök vandamál komu upp. Stöðubann fyrir bfla er við göturnar allt í kringum verslunina, og segir lög- reglan að mikil brögð hafi verið að því í gær að þetta bann væri ekki virt. Hvetur hún ökumenn til að taka sig á í þessu efni. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.