Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 6
Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlí mánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söiuskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 17. ágúst n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er |Dá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba þlÓÐUIUINN Þjóðviljinn vill ráða umboðsmann á Neskaup- stað. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 91-681333. IHÖDVIUINN Af elskusemi við lesendur... Félagi Þráinn! Einhverjum kann að virðast að það sé að bera í bakkafullan læk- inn, jafnvel þó í gúrkutíð sé, þeg- ar vinnufélagar eru farnir að skrifast á opinberlega. En ég sé mig tilneyddan að bera hönd fyrir höfuð mér vegna skrifa þinna í Klippt og skorið í dag. Þar fagnar þú því framtaki nokkurra ungra og dugmikilla manna að gefa út íslenskt tímarit um kvikmyndir: Sjónmál sem kom í fyrsta sinn út á dögunum og er hið mesta þarfaþing. Ég sam- gleðst innilega, enda er viðtal eftir mig í blaðinu. En þetta viðtal verður þér til- efni í heilmiklar vangaveltur um íslenska tungu og íslenska kvik- myndagerð. Og það er ekki kom- ið til af góðu; því þótt þú segir að viðtalið sé ágætt þá tínir þú til einar finn enskuslettur - dull, full-size-movie, pródúkt, prósess og módel - og finnst hið versta mál: „...Þetta er ekki til fyrir- myndar og blaðamenn sem um kvikmyndagerð fjalla þurfa ekki að gangast upp í útlenskuskotnu málfari. Af eískusemi við lesend- ur sína og íslenska tungu þurfa þeir að nenna að færa til betri vegar ýmislegt sem veltur upp úr viðmælendum þeirra, áður en það verður boðiegt lesmál”. Svo mörg voru þau orð. Bréfkorn til Þráins Það hefur kannski verið af elskusemi við lesendur og ís- lenska tungu, eða til að hlífa mér við enn frekari sneypu, að þú sagðir ekki frá öllum hinum slett- unum líka. En í þessu viðtali voru þessar helstar auk þeirra sem nú nefndir: Dress, víkingagallerí, pensúm, geim, blue jeans, kol- lega, klassískur, stælgæjar, praktísk, grasserandi, stílíse- raðar, intressant, skúlptúr, ax- sjón og katastrófa. Semsagt: A.m.k. 20 slettur úr öllum áttum! Og hefst þá máls- vörn mín. Það var hvorki af leti né vegna þess að mér sé illa við íslenska tungu og lesendur, að ég lét mál- far Karls Júlíussonar standa. Það hefði verið mun þægilegra og tekið minni tíma að sniðganga sérviskulegt málfar hans og þýða allt klabbið á góða þingeysku. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að talsmáti hvers og eins gefi oft á tíðum góða mynd af persónunni og reyni því að leyfa viðmælanda mínum að hafa orðið: Hvort sem ég er sammála honum eða ekki; hvort sem mér líkar orðanotkun hans eða ekki. Ef ég hefði nú tekið þá ákvörðun að þýða Karl Júlíusson ofan í lesendur Sjón- máls, hefði viðtalið orðið fölsun. Það hefði ekki náð að lýsa per- sónunni. Mér þykir líklega alveg jafn vænt um íslenska tungu og þér, félagi Þráinn, enda höfum við báðir atvinnu af því að skrifa í þetta ágæta blað. En ekki veit ég hvort sú einangrunarstefna sem svo margir aðhyllast er af hinu góða. Það verður að vera sam- svörun á milli talmáls og ritmáls: Hvort sem maður talar upp úr Snorra-Eddu eða amerískum bíómyndum. Ég held ekki að iesendur séu svo fáfróðir að það þurfi að malla allt í sama potti handa þeim, eða að sálarheill þeirra sé stefnt í voða þó útlensk orð sjáist á prenti. Við vitum að þú ferð ekki að tala útlensku eftir að hafa lesið viðtal við Karl Júlíusson og því skyldum við treysta öðrum les- endum líka. Að endingu þetta: Mér finnst ekki að ég hafi unnið nein veruleg spjöll á íslenskri tungu þó ég hafi komið slettum Karls Júlíussonar til skila. Og ég verð að segja að málfar hans finnst mér líflegra og skemmtilegra en margra þeirra sem segja aldrei orð á útlensku. Reykjavík 11. ágúst 1987 Með bestu kveðju, Hrafn Jökulssun Athugasemd Kæri Hrafn. Satt segir þú. Hérna á dögun- um mun ég hafa leiðst út í hug- leiðingar um íslenska tungu í greinarkorni, sem ég setti saman mest til að vekja athygli Þjóðvilj- alesenda á þeim ánægjulegu tíð- indum, að nú hefur SJÓNMÁL nýtt tímarit um kvikmyndir hafið göngu sína. Ástæða þess að ég asnaðist til að fara að velta vöngum yfir mál- fari í þessu riti var einfaldlega sú, að mér fannst hráslagalegur frá- gangur hjá þér á viðtali við val- inkunnan kvikmyndagerðar- mann, þar sem ekki var hægt að þverfóta fyrir útlenskuslettum og truflandi ambögum, sem mér þóttu Ieiða athyglina frá því sem viðmælandi þinn hafði fram að færa. Ég sé núna að mér hefur orðið á í messunni. Ég hélt nefnilega að þetta viðtal væri venjulegt blaða- viðtal, sem ætti að vera skrifað á sæmilega snotru máli og auð- skilið. Mér sýndist þú hafa kastað höndunum til þessa verks, því að mér datt ekki í hug að útlensku- sletturnar og ambögurnar væru meðvituð stílbrögð af þinni hálfu til að „gefa góða mynd“ af per- sónunni, eins og þú upplýsir nú. Um annað í bréfi þínu hef ég sosum ekkert að segja, því að ég sé engan tilgang með ærslafengnu og öfgakenndu þrasi um, hvort menn eigi að tala upp úr Snorra- Eddu ellegar amerískum bíó- myndum. En hitt veit ég, að ís- Ienskan er ágætt tungumál, þótt ég kunni sjálfur ekki nærri nógu mikið fyrir mér í henni, og til marks um það hef ég, að vel rit- færum mönnum hefur tekist ágætlega að þýða biblíuna, Hóm- er, Shakespeare og Prúðu leikar- ana yfir á ástkæra ylhýra málið, svo ég vorkenni hvorki þér né öðrum að reyna að notast við sæmilega íslensku, þegar samin eru viðtöl og greinar í íslensk blöð og tímarit. Þinn Þráinn Bertelsson „Mesti mslaialýðurinn“ Fyrir skömmu átti ég leið inn á planið við Lindargöturíkið í starfi mínu og lagði bílnum sem ég var á nánast við dyrnar. í gáleysi skildi ég bílinn eftir í gangi. Ég skrapp frá í u.þ.b. fimm mínútur en þegar ég kem til baka stendur lögregluþjónn við bílinn. Orðrétt segir hann við mig: „Ekki er það til fyrirmyndar að skilja bílinn eftir hérna í gangi.“ Ég jánkaði því og sagðist skyldu muna það næst. Svo bætir hann við: „þar sem mesti ruslaralýður- inn kemur.“ Ég leit á manninn, keyrði burt og hugsaði margt. Orð hans stungu mig. En svona er hið kap- ítalíska kerfi. Útigangsfólk sem hvergi á höfði sínu að að halla vegna fátæktar, sjúklingar sem eiga ekki til hnífs og skeiðar vegna skammarlegra dagpen- inga, verkafólk í snjáðum fötum, slorlyktandi fiskverkunarfólk, rónar og bitrir menn og reiðir vegna óréttlætis og mismununar. Þetta fólk kallaði lögverndunar- maður kerfisins „ruslaralýð“. Ef þjóðfélagið byggðist á bræðralagi og kærleika til náungans væri minna um þennan „ruslaralýð“ sem þessi sjálfum- glaði verndari kapítalismans tal- aði um. Hann kannski vissi ekki eða veit ekki, að kapítalisminn er mesta rán sem sögur fara af, og þar að auki lögverndað. Er það ekki lögverndað rán þegar tannlæknir úti í bæ tekur um 70 þúsund í viðgerðarkostnað fyrir eina tönn? Tvö- til þreföld laun verkamanns? Eru tennur flokkaðar undir perlufestar sem aðeins hinir ríku hafa efni á að kaupa? Það fer ekki á milli mála hvaða þjóðfélagsstéttir eru ruslaralýð- ur. Það er ekki alþýðumaðurinn sem berst við fátækt vegna vondra manna. Þó gamlar hefðir og óréttlæti blindi fólk og það uppnefni hina fátæku, þá er al- þýðan ekki verri en læknarnir, lögfræðingarnir, kaupmennirnir og prestarnir. Hver var svo að tala um „rusl- aralýð"? Drottinn fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Einar Ingvi Magnússon 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.