Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 8
HEIMURINN Ronald Reagan Fáskrúðugt ávarp Forsetinn kvaðst bera ábyrgð á athœfi undirmanna sinna en minntist ekki aukateknu orði á lögbrot þeirra né baðst hann velvirðingar á því að hafa logið að þegnum sinum Lengi hafði verið beðið með eftirvæntingu í Bandaríkjun- um eftir því að Ronald Reagan forseti kveddi sér hljóðs og gerði hreint fyrir sínum dyrum varð- andi hið margtuggna írans/ Kontrahneyksli. í fyrrakvöld flutti hann loks sjónvarpsávarp um það mál og olli það nokkrum vonbrigðum. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist iítil mús. Að vísu kvaðst forsetinn vita- skuld bera ábyrgð á atferli undir- mannasinna. Hann endurtók hin fleygu ummæli Poindexters að- míráls um að „ábyrgðin næði ekki lengra en hingað“ og sagðist einn standa þegnum sínum skil á gjörðum stjórnar sinnar. En hann lét algerlega hjá líða að fordæma lögbrot undirmanna sinna, hann bað engan velvirð- ingar á því að hafa logið að þing- inu og bandansku þjóðinni né gerði hann að umtalsefni þá staðreynd að nánir samverka- menn hans reyndu með ýmsum hætti að afvegaleiða og blekkja þá aðila sem höfðu rannsókn hneykslisins með höndum. Þess í stað ræddi hann ítarlega um hve annt honum hefði verið um líf og limi bandarísku gíslanna í Líbanon og að sú umhyggja hefði leitt til mistaka af sinni hálfu. „í þrjósku minni hélt ég til streitu stefnu sem mér hefði átt að vera ljóst að farið hefði úr- skeiðis." Hann sagði ennfremur: „North ofursti og Poindexter aðmíráli töldu sig vera að gera hluti sem væru mér að skapi, að halda áfram stuðningi við andstöðu lýðræðissinna í Nicaragua.“ En athygli vekur að Reagan láðist að taka það fram hvort honum hefði verið brall þessara undirmanna sinna að skapi. Að minnsta kosti fordæmdi hann það ekki. Ávarp forsetans hefur ekki varpað neinu ljósi á óupplýstar hliðar hneykslismálsins og í raun urðu menn ekki mikils vísari eftir að þingnefnd yfirheyrði alla helstu þátttakendur fyrir skemmstu. Pað er því talið næsta víst að málið eigi eftir að vera Reagan til ama þá sautján mán- uði sem eftir eru af kjörtímabili hans. Svo dæmi sé tekið þá hafa skoðanakannanir ítrekað leitt í ljós að um helmingur Banda- ríkjamanna telur forseta sinn hafa sagt ósatt um þátt sinn í hneykslinu. George nokkur Mitchell, öld- ungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, átti sæti í Ronald Reagan. Menn eru engu nær. rannsóknarnefnd þingsins. Hann kom fram í sjónvarpi í gær og gerði ræðu forsetans að umtals- efni. „Við förum ekki í neinar grafgötur um það að höfuðvillan í máli þessu var ekki röng útfærsla undirmanna á stefnu forseta síns heldur stefnan sjálf.“ Hann nefndi vopnasöluna til íran sem dæmi um ranga stefnu og „svo alvarleg mistök að nú stæðu menn augliti til auglitis við þann möguleika að Bandaríkjamenn á Persaflóa yrðu vegnir með vopn- uxn sem við seldum írönum.“ -ks. Fomt herskip siglir á ný 170 rœðarar á þremur hœðum Bjúgt stefni grísks herskips af sama tagi og þau skip sem sigruðu persneska flotann fyrir einum 2400 árum klýfur nú að nýju öldurnar í Eyjahafi. Er þetta ná- kvæm eftirh'king af herskipi frá stórveldistímum Aþenuborgar, sem er 37 m löng, með þremur áraröðum og knúin áfram af 170 ræðurum, sem sitja á þremur hæðum. Fram úr stefninu stendur langt brons-spjót, sem haft var í fornöld til að sökkva óvinveittum skipum. Með byggingu þessa skips, sem reynist hraðskreitt og lipurt, hef- ur ræst gamall draumur fyrrver- andi prófessors í klassískum fræðum við háskólann í Cam- bridge, Johns nokkurs Morris- ons. Fékk hann þessa hugmynd fyrst við að lesa um skip af þessari tegund í verkum heimspekingsins Platós, og ól hana síðan með sér um langt skeið. „Það er dásam- legt að hafa slíkan draum og sjá hann rætast,“ sagði hann við fréttamenn. „Slíkt gerist ekki oft.“ Við byggingu skipsins fékk Morrison aðstoð gamals skipa- verkfræðings, Johns Coates, sem var í sjö ár að vinna við teikning- arnar að því. „Þetta er dæmigerð bresk hugmynd," sagði einn af ræðurunum, „hvar annars staðar væri hægt að finna menn, sem ynnu kauplaust árum saman við að byggja að nýju forn herskip?“ En þótt hugmyndin sjálf og frum- kvæðið kæmu frá Bretlandi, lagði gríski sjóherinn fram meira en átta hundruð þúsund dollara styrk, og lét byggja skipið í lítilli einka skipasmíðastöð nálægt Pir- eus. „Við lítum á smíði þessa forna herskips sem aðferð til að rannsaka hefðir og sögu sjóhers- ins og skipasmíðar í fornöld," sagði gríski flotaforinginn Apo- stolis Vasiliadis, sem haft hefur umsjón með verkinu. Herskip af þessari tegund með þrjár áraraðir drottnuðu yfir Eyjahafinu frá lokum 6. aldar og til loka 4. aldar fyrir Krist. Telja sagnfræðingar að orrustunni við Salamis, þar sem Aþeningar gersigruðu Persa, hafi 310 slík skip verið í flota Aþenu og 1207 skip í persneska flotanum. Her- skip þessi voru fremur grunn, 5,25 m breið og um 40 smálestir. Þegar þeim var róið, var hraðinn um tólf hnútar, en náði fjórtán hnútum, þegar seglið var notað. Suður-Kórea Veifcföll á verkföll ofan Roh Tae-Woo: Kröfur verkamanna fyllilega réttlátar Að undanförnu hefur allt logað í verkföllum í Suður-Kóreu og hafa verkamenn fært sér i nyt þá stjórnarbót sem almenningur neyddi Chun forseta til að gera eftir látlausar mótmælaaðgerðir fyrir nokkru. Umliðna daga hafa verkamenn í rafeindaiðnaði lagt niður vinnu og í gær varð að loka Daewoo rafeindaverinu í Kwangju af þeim sökum. Fyrr höfðu verka- menn í fimm verksmiðjum Kumi fyrirtækjasamsteypunnar farið í verkfall og í fyrradag og í gær var ekkert unnið í neinni af fimm bílaverksmiðjum Suður-Kóreu. Að sögn yfirvalda liggur vinna niðri í 241 fyrirtæki, einkum nám- um, verksmiðjum og flutninga- fyrirtækjum. f gær bættust síðan 53 smáfyrirtæki í hópinn þar sem allajafna starfa 500 manns eða færri. „Það eru teikn á lofti um að vinnudeilur í stórfyrirtækjum séu að leysast en vandinn er sá að engin lausn er í sjónmáli í smærri fyrirtækjunum en mörg þeirra framleiða varahluti og smávörur fyrir stærri verksmiðjur sem fyrir vikið geta ekki hafið starfsemi að nýju,“ sagði yfirvald nokkurt í gær. Verkamenn krefjast launa- hækkunar og bætts aðbúnaðar á vinnustað. Þar eð verkföllin hafa þegar kostað þjóðarbúið um 200 miljónir bandaríkjadala er stjórnin áfram um að fyrirtæki semji sem fyrst. Leiðtogi stjórnarflokksins,' Roh Tae-Woo, kom mönnum enn á óvart í gær er hann lýsti því yfir að kröfur verkfallsmanna væru fyllilega réttmætar. „Verka- mönnum ber stærri hluti af þjóð- arauðinum en hingað til hefur fallið þeim í skaut.“ -ks. Ekki þurfti meira svigrúm en sem svaraði þremur lengdum þess til að snúa því við. Sú eftirlíking herskipanna, sem nú hefur verið byggð og hleypt var af stokkunum í júní, er gerð úr Oregon-furu, og voru notaðir í hana 2000 tréfleygar og 25000 handsmíðaðir lát- únsnaglar. Er nú verið að reyna skipið, og er það að mestu leyti mannað félögum úr siglinga- klúbbum háskólanna í Oxford og Cambridge. Eru þeir á aldrinum 17 til 60 ára, og sumir hverjir kennarar í klassískum málum. Ætlunin er að sigla skipinu í tvær vikur, en síðan veröur það afhent gríska flotanum. Verður það síð- an haft í nausti, sem er nákvæm eftirlíking af þeim sem tíðkuðust í fornöld, og haft til ferða á fornum siglingaleiðum. „Við ætlum að rannsaka hvernig skipið reynist í sjó til að komast á raunhæfan hátt að ýmsu í sambandi við flota forn- aldarinnar og nota það þannig sem tæki í sagnfræðirannsókn- um,“ sagði John Coates. Skipið hefur reynst vel, en þó hafa kom- ið upp erfiðleikar við að sam- ræma hreyfingar hinna 170 ræð- ara, sem róa með 12 kg þungum árum í litlu rými á þremur hæðum og því við harla óvenjulegar að- stæður. Er þá hætta á að árarnar flækist og rekist hver á aðra. Skipstjórinn er grískur sjóliðs- foringi, Dimitrios Papadas að nafni, oghafagárungarbentá, að það brjóti í bága við bresk lög að hafa þannig grískan skipstjóra og breska áhöfn: samkvæmt lögum frá 1879 á breskur þegn nefnilega yfirvofandi tveggja ára fangelsis- refsingu ef hann setur sig undir stjórn herforingja erlends ríkis... e.m.j. 'ÖRFRÉTTIR* Sovétmenn vita af miklum olíu- og gaslindum djúpt undir mjög þykkri steinklöpp í Jakútíu - héraði í Síbiríu en eiga í mesta basli með að nálgast þær auð- lindir. Nú hafa þeir um nokkurt skeið gert tilraunir með kjarnorkusprengjur í því skyni að rjúfa steinskjöldinn. Al- exei nokkur Zolotof tjáði frétta- mönnum í gær að í fyrradag hefði þriðja slík sprengjan verið sprengd. Hann sagðist gera sér vonir um að vinnsla olíu og gass ykist um 50 af hundraði við notkun þessarar tækni. Atvinnuleysi hefur eitthvað minnkað í Bretlandi á undanförnum mánuðum og í júlí náð- ist sá merki áfangi að atvinnu fengu 47,600 manns umfram þá sem misstu störf sín. Hafa atvinnulausir ekki verið færri síðan árið 1983. Þó fylgir sá böggull skammrifi að í síð- asta mánuði misstu 10,000 verka- menn í verksmiðjum atvinnu sína þannig að aukningin er ekki í svon- efndum „undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar." Nú fá 2,870 þúsund Bretar ekki handtak að gera sem lætur nærri að séu um 11,7 af hundr- aði vinnufærra manna. Frú Jean Brooks vann glæsilegan sigur í allsérkenni- legri keppni sem breskt flugfélag efndi til fyrir skömmu. Forráðamenn félagsins ákváðu að verðlauna þyngsta farþega sumarsins með því að afhenda honum þyngd sína í pappírskiljum að því tilskildu að við- komandi hefði svarað rétt þrem létt- um spurningum. Jean fór í frí til Tyrk- lands eigi alls fyrir löngu og á flugvell- inum var hún viktuð auk þess sem hún hafði svör á reiðum höndum við spurningunum. Þar sem hún vegur 113 kílógrömm hreppir hún að minnsta kosti 700 pappírskiljur. „Ég hef örugglega lesið margar þeirra því ég er óttalega feitur bókaormur," sagði Jean er henni voru færðar gleð- ifréttirnar. Juan Ponce Enrile fyrrum varnarmálaráðherra Filipps- eyja og núverandi höfuðfjandi Aquin- os forseta var í gær úrskurðaður lög- lega kjörinn öldungadeildarþingmað-' ur af hæstarétti þarlendra. Þá lauk þriggja mánaða löngu þrasi um það hvort honum bæri seta í deildinni ell- egar Augusto nokkrum Sanchez sem bauð sig fram fyrir flokk forsetans og hafði sakað Enrile um Ijótan leik. Hæstiréttur féllst ekki á kröfu hans um endurtalningu atkvæða né kvaðst hann geta fundið neitt sem renndi stoðum undir fullyrðingar Sanchesar. Aquino forseti sagðist ekki gera neinar athugasemdir við dóminn og bera fullt traust til réttarins. Gott er að vera skínandi klár og afbragð jafn- aldra sinna að mannviti. John Evans er níu ára gamall Breti og í gær fór hann létt með að Ijúka stærðfræði- prófi sem allajafna er lagt fyrir 18 ára gamla einstaklinga er hug hafa á há- skólanámi i þeirri grein við Oxbridge háskóladúettinn. Hann er yngstur allra sem þreytt hafa þetta próf og fengið tíu í einkunn. Fyrra aldursmet átti tíu ára gömul gáfnasnót. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ógúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.