Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN Broby Johansen látinn Meistari alþýðlegrar túlkunar álist Broby Johansen var afar magnaður fyrirlesari: kjólarnir síkka í kreppu.... Um síðustu helgi lést hinn þekkti danski rithöfundur og listtúlkari og refsivöndur síns samfélags, Broby Johansen, sem með bókum sínum „Heimslist-heimalist", „Líkami og föt“ og fleiri náði með ferskum og gagnrýnum hætti til fleiri lesenda en flestir aðrir sem reynt hafa að fjalla um list og myndir yfirhöfuð fyrir almenn- ing. Broby Johansen hafði þann sjaldgæfa eíginleika að geta miðl- að skoðunum sínum um allt mögulegt í riti og ræðu (hann var magnaður fyrirlesari) með þeim hætti, að eins þótt menn létu ekki sannfærast þá ögraði hann þeim sem hann náði til rækilega til að endurmeta viðhorf sín og mót- tökuskilyrði. Broby Johansen vildi aldrei láta nefna sig borgaralegu starfs- heiti eins og „rithöfundur". Hann kvaðst vera öreigi og í mesta lagi mætti kalla hann bókasmið. Broby var fæddur aldamótaár- ið. Hann lét fyrst til sín heyra með byltingarrómantísku ljóða- safni þegar hann var 22 ára gam- all. Pað hét Blóð og var dæmt klámrit á sínuín tíma af borgar- dómi í Kaupmahnahöfn. Hann hafði þá gengið á menntaskóla í Haslev sem hann sagði síðar að hefði verið geymslustaður fyrir þá heimskustu meðal borgaras- ona- sjálfur hafi hann verið þar ( hann var sonur garðyrkjumanns) til að „lyfta meðaltalinu“. Hann hóf nám við Kaupmannahafn- arháskóla en flúði þaðan skjót- lega og hafði allar götur síðan litl- ar mætur á háskólum og próf- gráðum. Þess í stað kaus hann að flækjast um löndin, skoða myndir og menn. Og varð svo á skammri stund frægur þegar bókin „Heimslist-heimalist" kom út árið 1942, en um hana hefur verið sagt að það rit sé merkasti tengil- iður milli listar og almennings sem smíðaður hafi verið. Broby Johansen átti meira en nóg af dirfsku og var ágætlega laus úr akademískum spenni- treyjum og þessar forsendur í bland við pólitíska róttækni og marxísk áhrif dugðu honum vel til að finna skemmtileg og fyrir marga óvenjuleg tengsl í sögu og listum. Það var til dæmis Broby Johansen sem benti á samhengið milli síddar á kvenkjólum og efnahagsástandsins. Broby stúd- eraði grannt kjólasöguna og hafði gott auga íyrir fótleggjum kvenna og í þeim samanburðar- fræðum öllum komst hann að því lögmáli, að þegar efnahagslífið er á uppleið styttast pilsin og nálgast æ meir miðpunkt tilverunnar, en á krepputímum síga þau í böl- móði lengra og lengra niður á kálfa. Um Broby Johansen hefur það verið sagt, að í honum væri efni í skáld, teiknara, tvo eða þrjá prófessora, trúarbragðahöfund, þjóðskjalavörð og kannski stjórnmálamann. Svo mikið er víst að hann geislaði af krafti og hugmyndagnótt og leit á sjálfan sig sem sósíalískan púlshest í garði þeirrar menningar sem hann vildi að sem flestir vissu af og nytu. -ÁB tók saman. y Sovétríkin Atak í landbúnaði Sovétstjórnin hefur sett saman áætlun um aukna framleiðni í landbúnaði íþví augnamiði að draga úr gífurlegum innflutningi á korni Horfureruáaðennverði Sovétmennaðpungaútmeðmyndarlegarfjárupphæðir í skiptum fyrir erlent korn. Stjórn Sovétríkjanna hefur af því vaxandi áhyggjur að mat- vælaframleiðsla í landinu verði minni í ár en í fyrra og hefur því gefíð út áætiun um hvernig auka megi framleiðni í landbúnaði. Áætlunin var birt í málgagni kommúnistaflokksins, Prövdu, í gær. Þar kemur fram að yfir- mönnum landbúnaðarráðu- neytisins er gert að hafa forgöngu um að háþróuð tækni sé í auknum mæli tekin í þjónustu landbúnað- arins, að gerð sé skynsamleg áætlun um að brjóta illa nýtt land til ræktunar og að notkun áburð- ar verði stóraukin. Ennfremur ber þeim að gefa umhverfis- verndarmálum meiri gaum og vinna að úrbótum viðvíkjandi geymslu matvæla en þau mál kváðu vera í ólestri eystra. Áætlunin er birt á sama tíma og opinberar tölur gefa til kynna að kornuppskera sé lakari nú en á sama tíma í fyrra. Á mánudaginn var uppskeru lokið á 38,4 miljón- um hektara lands en um svipað leyti í fyrra höfðu menn hirt korn af 50,9 miljónum hektara. Seinkunin stafar af því að sán- ing í Úkraínu og suðvesturhluta Rússlands hófst seint í vor. Þar um slóðir voru veður válynd í fyrravetur og frameftir vori. Fyrir vikið er talið mjög ólíklegt að So- vétmenn nái því markmiði sínu að uppskera 232 miljónir smá- lesta af korni á þessu ári. Auk þess er sýnt að gæði kornsins munu rýrna verulega þar eð víða verður uppskorið seint, jafnvel ekki fyrr en í haust þegar allra veðra er von. Sovéskir fjölmiðlar halda því fram að heildaruppskeran verði svipuð í ár og í fyrra eða um 210 miljónir smálesta en vestrænir sérfræðingar telja gæta fullmikillar bjartsýni í þeirri spá. Þeir telja 195-205 miljónir nær lagi. í áætlun stjórnarinnar er land- búnaðarráðuneytinu veitt heim- ild til að greiða framkvæmda- stórum samyrkjubúa og sérfræð- ingum allt að 25 prósent kaupauka ef þeim tekst að auka framleiðslu verulega umfram það sem nú er. Stjórnendur sem eru svo hyggnir að taka í notkun nýj- ar vélar og auka framleiðslu með því eiga að fá að deila um helm- ingi ágóðans af umframmagninu með framleiðendum tækjanna! Vísinda- og rannsóknarstofn- unum er gert að semja við yfir- menn ríkis- og samyrkjubúa um þróun og framleiðslu allskyns bú- véla og hátæknibúnaðar til notk- unar í landbúnaði, svo sem erfða- tæknibúnaðar. Einnig er lögð mikil áhersla á endurmenntun bústjóra og sérfræðinga um land- búnaðarmál. Samkvæmt nýja skipulaginu er gert ráð fyrir að rannsóknarstofn- anir landbúnaðarins afli sjálfar tekna til að standa straum af starfseminni. Þegar eru hafnar tilraunir með slíka skipan mála í iðnaði í því augnamiði að auka frumkvæði og framleiðni fyrir- tækja. Leiðtogi Sovétríkjanna, Mikj- áll Gorbatsjof, hefur glögga þekkingu á málefnum landbún- aðarins enda hafði hann þau mál lengi vel á sinni könnu áður en hann settist í húsbóndasætið í Kreml. Hann er mjög áfram um að framleiðsla korns, mjólkur- afurða og kjöts verði aukin að miklum mun í Sovétríkjunum og hefur bryddað upp á ýmsum nýj- ungum til að ná settu marki. Til að mynda hefur hann hvatt bænd- ur til að nýta betur sína eigin skika til ræktunar og lofað þeim ívilnunum ef þeir sýna lit. En í gær kom fram í búnaðar- blaðinu Selskaya Zhizn að margir bændur gætu ekki, þótt fegnir vildu, notfært sér þennanrétt. Til dæmis hefðu þeir ekki bolmagn til að fá sér kú vegna mikils skorts á fóðri hvarvetna í landinu. Blað- ið telur það mikinn skaða því ef sérhver bóndi í Rússlandi einu ætti kú þá myndi kjötfram- leiðslan aukast um 800 þúsund smálestir á ári. -ks. Föstudagur 14. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.