Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 5
Jóhannes Ágústsson: Norræni sumarháskólinn er öllum opinn sem vilja og eitt aðalhlutverk hans er að stuðla að jákvæðum breytingum innan menntakerfisins á háskólastigi. (mynd sig) Norræni sumarháskólinn Gott sumarmót á Hvanneyri Spjallað við Jóhannes Ágústsson sem situr íframkvœmdanefnd sumarmóts Norrœna sumarháskólans um mótið í ár og starfsemi skólans í fyrri viku var haldið á Hvann- eyri sumarmót Norræna sumarháskólans og komu á það um 150 manns frá öllum Norður- löndunum. Eru þessi mót haidin á hverju ári og skipta Norður- löndin með sér mótshaldinu og er mótið í sumar það þriðja sem haldið er á íslandi. Jóhannes Ág- ústsson framhaldsskólakennari er í framkvæmdanefnd sumar- móts Norræna sumarháskólans og var farið þess á leit við hann að segja dálítið frá sumarháskólan- um og starfsemi hans. „Norræni sumarháskólinn starfar í tengslum við Norður- landaráð og má segja að hann sé ein af stofnunum þess. Hann er að mestu leyti háður Norðurland- aráði og norrænu ráðherranefnd- inni fjárhagslega og á hverju ári eru fjárveitingar Norðurlanda- ráðs til sumarháskólans ákveðnar á þingum ráðsins. Þessar fjár- veitingar renna fyrst og fremst í fjármögnun á ferðum þátttak- enda í NS þar sem þeir eru jú héðan og þaðan af öllum Norður- löndunum. Sjálfirgreiða þátttak- endur allt uppihald sitt á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Hlutverk og starfsemi Starfsemi NS er byggð upp út frá stefnuskrá skólans og lögum en þar segir að aðalhlutverk hans sé að halda uppi gagnrýnni athug- un og stuðla að breytingum hvað varðar mennta- og rannsókna- stofnanir á Norðurlöndum. Hug- sjónin er sú að NS geti verið í forystu um jákvæðar breytingar innan menntakerfisins og á viss- um tímabilum hefur sumarhá- skólinn verið í leiðandi hlutverki í menntamálum á háskólastigi. Upp úr 1968 voru margir sem ekki áttu upp á pallborðið í öðr- um háskólum og leituðu skjóls í NS. Margt af því fólki hefur síðan átt mikilvægan þátt í þróun í menntamálum og segja má að þarna hafi NS gefið fólki tækifæri sem það fékk ekki í öðrum skólum vegna þess hve opinn NS er. Þetta hversu opinn NS er, hef- ur verið eitt helsta einkenni hans, en segja má að á síðari árum hafi margir aðrir háskólar opnast mjög og því þjóni NS ekki alveg sama hlutverki nú og hann gerði áður og í dag starfar hann að hluta til í mjög nánum tengslum við ýmsa aðra háskóla. Skólinn mótast á hverjum tíma af þeim einstaklingum sem í honum starfa þannig að séu menn á þeirri línu að gagnrýna núverandi há- skólkerfi verður skólinn þannig, - ef hins vegar menn vilja eiga samstarf við aðra háskóla mótast hann af því. Núna er það þannig að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem starfa í NS eru kennarar, doktorantar eða háskólanemar í öðrum háskólum þannig að sam- starf við aðra háskóla er áberandi í starfsemi NS í dag á einstakl- ingsgrundvelli.“ Hvernig er starfi Norræna sumarháskólans háttað? „í fyrsta lagi vil ég taka það fram að NS er öllum opinn, hvort sem fólk er háskólamenntað eða ekki og öllum þeim sem vilja og áhuga hafa er bent á að hafa sam- band við mig eða Ragnheiði Ragnarsdóttur arkitekt en hún er fulltrúi íslands í stjórn NS. Fólk getur bara tilkynnt sig inn í skólann en auðvitað er heppi- legast að það geti fundið sér grundvöll í einhverjun hinna starfandi hópa hverju sinni. Hópstarf um temu Starfið sjálft fer fram í hóp- vinnu, þannig að á hverjum tíma eru starfandi tíu til ellefu hópar sem hver um sig vinnur að ein- hverju sérstöku tema. Menn leggja þarna fram ritgerðir og rannsóknaverkefni sem eru rædd í hópunum og þar fá menn gagnrýni og umræður á faglegum grundvelli. Hver hópur starfar á ákveðn- um fjölda staða, jafnvel á nokkr- um stöðum í hverju landi. Við getum kallað þetta smáhópa og heildarhóp. Fólk í smáhóp hittist síðan með reglulegu millibili og vinnur að sínu tema, síðan kemur heildarhópurinn saman og þá eru verkefnin rædd og unnið úr þeim. Fyrirliði er fyrir hverjum smáhóp og síðan er yfirfyrirliði heildar- hópsins. Þannig fer starfið fram milli móta en þau eru tvö á hverju ári, sumarmót eins og var hér á Hvanneyri um daginn og stendur í viku, og vetrarmót sem stendur yfir eina helgi. Á þessum mótum hittast fulltrúar allra heildarhóp- anna. Aðeins er um að ræða tak- markaðan fjölda ferðastyrkja á mótin og ganga þeir þá fyrir sem hyggjast halda fyrirlestra um sitt efni innan hópstarfsins. Á mótunum leggja menn síðan fram erindi og fyrirlestra sem fjallað er um þar. Einnig er gest- afyrirlesurum boðið á mótin og alltaf haldin mjög fjölbreytt menningardagskrá og gefið út blað daglega þar sem fluttar eru fréttir af því sem gerist á mótinu. Hver hópur starfar að meðal- tali í um þrjú ár og að því tímabili loknu er stundum gefin út bók þar sem skýrt er frá helstu niður- stöðum hópsins. Síðan er stofn- aður nýr hópur í stað þess sem lokið hefur sínu starfstímabili en það er fulltrúaráð sumarhá- skólans sem tekur ákvörðun um hvaða temu verða tekin fyrir í nýjum hóp. Stofnun nýs hóps fer þannig fram að félagar í skólan- um leggja fram hugmyndir og til- lögur um nýjan hóp ásamt greinargerð um starf hópsins. Þessar hugmyndir eru síðan ræddar í fulltrúaráðinu og oft verða nokkuð hörð átök í at- kvæðagreiðslum um hvaða hópar skuli fá samþykki ráðsins. Oftast er skipt um tvo til þrjá hópa á ári.“ Hugvísindi ríkjandi Hvaða hópar eru ígangi núna? „Félagsfræði- og sálfræðilínan er mjög ríkjandi í hópunum núna, umhverfismál og fleira í þeim dúr en áhugi virðist vera fyrir meiri fjölbreytni og hafa komið upp hugmyndir um nýja hópa sem fjalla myndu um erfða- fræði og trúmál. Sem dæmi um starfandi hópa get ég nefnt hóp sem kallast Ný Evrópa. í þeim hópi er mikið um stjórnmála- fræðinga, sagnfræðinga og fólk sem átt hefur þátt í ýmiskonar friðarrannsóknum. Annar hópur fjallar um nýja möguleika í þriðja heiminum og rannsóknir á þróunarverkefnum. Tveir hópar eru tengdir bók- menntum á sínu sviðinu hvor, einn tekur fyrir breytingar í þró- un tækni og þjóðfélags og sitja gjarnan hagfræðingar í þeim hóp. Enn einn hópur fjallar um sál- greiningu og þátt hennar í menn- ingarlífi. Starfssviðið er sem sagt allt frá bókmenntum yfir í hagfræði og svo leynast einstaka líffræðingar og arkitektar innan um.“ Mótið á Hvanneyri Hvernig tókst mótið í ár? „Þetta er þriðja mótið sem er haldið hér og tókst í alla staði ákaflega vel. Það er auðvitað ekki síst að þakka eindæma góðu veðri, menn sátu úti á flöt og unnu. Það var unnið geysilega mikið þessa viku, látlaust allan daginn flesta dagana og síðan var dagskrá á kvöldin. Gestafyrirles- arar komu til okkar og héldu er- indi í tengslum við temu ein- stakra hópa, til dæmis Björn Háttne prófessor við Gautaborg- arháskóla og Örn Jónsson frá Iðntæknistofnun. Menningar- dagskráin á kvöldin var einnig mjög góð, þarna komu Bubbi Morthens og söng, og Sveinbjörn Beinteinsson sem kvað rímur en það þótti mörgum útlendingnum á mótinu mjög merkilegt. Guð- bergur Bergsson hélt fyrirlestur og Einar Már Guðmundsson las upp ljóð. Tvær íslenskar hljóm- sveitir héldu tónleika, Vaxandi með Bjarna látúnsbarka og hljómsveitin Aeroflott og tvær ís- lenskar kvikmyndir, Skytturnar og A hjara veraldar voru sýndar. Ég vil koma hér á framfæri þökkum til forsvarsmanna á Hvanneyri og þess fólks sem við áttum samskipti við þar en atlæti þar og aðbúnaður var einstaklega gott. Einnig vil ég þakka öllum öðrum sem hafa gert það mögu- legt að halda þetta sumarmót Norræna sumarháskólans hér á landi og þá sérstaklega Alþingi íslendinga," sagði Jóhannes Ág- ústsson að lokum. -ing Föstudagur 14. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.