Þjóðviljinn - 16.08.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Síða 13
Mdiblettir í regnbogans lilum Þrjú Ijóð eftir Normu E. Samúelsdóttur Ljóöin eru úr Ijóðabókinni „Marblettir í regnbogans litum“ sem væntanleg er á næstunni Sólargeisli Svört kóróna mandala appelsínugul sól skuggar trjánna dansa dansa fyrir þig Auðœfi Allir vissu hið rétta hann lifði á auðœfum hennar Allir vissu hið rétta og hún hún vissi hið rétta að hann var ríkur að viti mjúkur á hörund ríkur mjúkur Allir vissu Öskrandi hvíld Blautt sleipt gólfið óöryggi kaldar hendur fiskur fiskur hávaði bein og aftur stingandi bein Hér var hvíldin öskrandi hvíldin samræmi hávíði hið ytra innra Passa grœnu rauðu appelsínugulu merkin láta ekki ónýta bónusinn óskiljanlega ógnvekjandi lítil fjárráð krefjandi þarfir barnanna Fátœkt Hér var þó hvíldin þarna fékk hún samrœmdan frið í œpandi glamri gleymsku um stund í beina- og ormaleit Velferð þjóðar var í hennar höndum Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Fjórðungssjúkrahúsið l!^2Já Akureyri Hjúkrunarfræðingar. Hjúkrunarfræðinga vantar strax eða eftir samkomulagi á eftirtaldar deildir: Lyflækningadeild Handlækningadeild Geðdeild Endurhæfingar og kvensjúkdómadeild (B-deild) Hjúkrunardeild (Sel) Bæklunardeild Skurðdeild Svæfingardeild Hjúkrunarfræðingar - fræðslustjóri Fræðslustjóra vantar til eins árs frá 1. sept. 1987 til 1. sept. 1988. Um er að ræða 100% starf, vinnutími frá 8.00 til 16.00 virka daga. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á nokkrar deildir sjúkrahússins strax eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um ofantalin störf veita hjúkrunarfor- stjóri, Ólína Torfadóttir og hjúkrunarfram- kvæmdastjórar Sonja Sveinsdó\tir og Svava Ara- dóttir í síma 96-22100/ 270, 271, 274. Fóstrur Viljum ráða strax eða eftir nánara samkomulagi, fóstrur til starfa á barnaheimilið STEKK. Barnaheimilið er í nýuppgerðu húsnæði og er opið virka daga frá kl. 7.10-19.00. Upplýsingar veita forstöðumaður STEKKS, Sig- urjóna Jóhannesdóttir s. 96-22100/299 og hjúkr- unarframkvæmdastj. Sonja Sveinsdóttir s. 96- 22100/271. Forstöðumaður skóladagheimilis Viljum ráða forstöðumann fyrir skóladagheimili frá 1. sept. 1987 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða afleysingarstarf til eins árs. Æskileg menntun uppeldis- og/eða kennslu- fræði. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Sonja Sveinsdóttir s. 96-22100/271. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor“ eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.