Þjóðviljinn - 16.08.1987, Síða 19

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Síða 19
SKÁK Millisvœðamótið í Zagreb: Kortsnoj efsta sœti Viktor Kortsnoj. í Með sigri sínum á millisvæð- amótinu í Szirak í Ungverjalandi bætist Jóhann Hjartarson í hóp skákmanna sem áunnið hafa sér rétt til þátttöku í áskorenda- keppninni í Kanada á næsta ári. Fyrir eru fjórir efstu menn úr síð- ustu áskorendakeppni, Sovét- mennirnir Vaganian, Sokolov og Jusupov og Hollendingurinn Jan Timman. A millisvæðamótinu í Subotica í Júgóslavíu komust þeir Short, Speelman og Sax áfram. Kanadamenn fá einn keppanda, Kevin Spragett mun tefla þarna og eftir því sem manni skilst er þegar afráðið að and- stæðingur hans í fyrstu hrinu verði Andrei Sokolov. Það er ekki Ijóst við hvern Jóhann mun kljást en líkur eru á því að það verði Jusupov ellegar Timman. Regl- urnar eru ekki alveg á hreinu og því ekki hægt að slá neinu föstu um þetta atriði. Þriðja og síðasta millisvæða- mótið er nú komið á góðan rek- spöl í Zagreb í Júgóslavíu. Kepp- endur eru 17 talsins en Boris Spasskí heltist úr lestinni á síð- ustu stundu. í Zagreb er einnig barist um þrjú sæti og meðal þátt- takenda er sjálfur Viktor Korts- noj sem ekki hefur teflt í milli- svæðamóti síðan í Leningrad 1973 en þar varð hann í efsta sæti ásamt skákmanni sem hann átti síðar eftir að elda grátt silur við, Anatoly Karpov. Kortsnoj fer að nálgast sextugt en hann lætur ekki deigan síga og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í ásk- orendakeppninni. Eftir átta um- ferðir var staða efstu manna þessi: 1.-2. Granda (Perú), Kortsnoj (Sviss) SVi v. hvor. 3.^t. Seirawan (Bandaríkin) og Torre (Filippseyjar) 5 v. hvor. 5. Ehlvest (Sovétríkin) 4Vi v + 1 bið- skák. 6. Pinter (Ungverjaland) 4VI v. 7. Nikolic (Júgóslavíu) 4 v. (eftir 7 umferðir) + 1 biðskák. 8. Eingorn (Sovétríkin) 4 v. +1 bið- skák. Neðar í töflunni koma menn á borð við Miles og Poluga- jevskí. Polu hefur m.a. teflt við Kortsnoj og þarf varla að taka það fram að Kortsnoj vann þá skák örugglega eins og nálega alltaf þegar þeir mætast. Hinn tvítugi Zuniga Granda frá Perú er þarna í hlutverki Jó- hanns Hjartarsonar sem spútnik mótsins. Hann lætur ekki mikið yfir sér sem skákmaður en hefur afar traustan skákstfl og verður fróðlegt að fylgjast með gengi hans. Það má búast við Yasser Seirawan í baráttunni en hann er eina von Bandaríkjamanna til að hreppa heimsmeistaratitilinn og hefur talsverða burði í þá átt. Fil- ippseyingurinn Eugunio Torre er til alís líklegur því hann teflir ávallt vel á millisvæðamótum, komst áfram í Toluca 1982, og í Biel þrem árum síðar var hann óheppinn að ná ekki sæti. Hann tefldi eina skemmtilegustu skák mótsins þegar hann lagði Sovét- manninn Ehlvest í fjórðu um- ferð: Torre - Ehlvest Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2 Rf3 dó 3. c3 (Góð aðferð til þess að komast út úr margþvældum afbrigðum sikil- eyjarvarnarinnar). 3. ... Rf6 4. Be2 Rc6 (Allsekki3. ... Rxe44. Da4+ og riddarinn fellur). 5. d4 c6 (Enn var peðið eitrað, 4.... Rxe4 5. d5 ásamt 6. Da4+). 6. Rbd2 cxd4 7. cxd4 Be7 8. 0-0 0-0 9. Hel e5 10. d5 Rb8 11. Bfl Re8 12. Rc4 Rd7 13. Bd2 (Byrjunartaflmennska hvíts hef- ur lánast. Staðan minnir á kóngs- indverska vörn þar sem hvítur hefur unnið mikinn tíma). 13.... g614. g3 f515. exf5gxf516. Bh3 Rg7 17. Bb4 Hf6 18. Hcl Hh6 19. Bg2 Hg6 20. Db3 Kh8 21. Da3 e4 22. Rfe5! Rxe5 23. Rxe5 Hf6 24. Rc4 b6 25. Re5! (Riddarinn heldur til baka því hann finnur snöggan blett á stöðu svarts, c6-reitinn). 25. ... Bf8 26. Rc6 Dd7 27. Bc3 Hf7 28. f3 (Opnar línur. Staða svarts er orð- in mjög erfið). 28. ... exf3 29. Bxf3 Kg8 30. Da4 f4 31. Dd4 fxg3 32. Bh5 Hf2 33. Re7+! (33. He7 var afar freistandi því 33. ... Bxg7 strandar auðvitað á 34. Dxg7 mát. Svarta staðan býr þó yfir duldum möguleikum, 33. ... Hg2+! o.s.frv.). 33. ... Kh8 34. He6! (Nú er áðurnefndur mótspils- möguleiki úr sögunni). 34. ... Bb7 35. hxg3 Hg2+ 36. Kxg2 Dxe6 37. Rc6! Dh6 38. Hfl! Kg8 (Ekki 38. ... Dxh5 39. Hxf8+ og vinnur). 39. Bf7+ Kh8 40. Hhl Dg5 41. Hh5! lif i m i»l m *li 1É i % 1 i m áö ■ m m iá % p H|p; Svartur gafst upp. Þjálfað auga sér að eftir 41. ... Dcl kemur lagleg flétta: 42. Hxh7+! Kxh7 43. De4+! Kh8 44. Dh4+ og mátar. ORÐSENDING TIL IAUNÞEGA Á SKYLDU- SPARNAÐAR- ALDRI Húsnæöisstofnun ríkisins vill hvetja launþega til aö fylgjast gaumgæfi- lega meö því á heimsendum reikn- ingsyfirlitum, aö launagreiðendur geri lögboðin skil á skyldusparnað- arfé til innlánsdeildar Byggingar- sjóös ríkisins. Athugasemdum skal komið áfram- færi við starfsmenn skyldusparn- aðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins Laugavegi 77 Reykjavík, síma 696900 kl. 8-16. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboöum í jarö- vinnu og gerö undirbyggingar fyrir verkstæöis- og skrifstofuhús á Patreksfirði. Útboösgögn veröa afhent á eftirtöldum stöðum gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Skrifstofu Orkubús Vestfjarða Stakkanesi 1, 400 Isafirði. Skrifstofu Orkubús Vestfjaröa Aðalstræti 13, 450 Patreksfirði. Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 1. september n.k. kl. 14.00 á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Aðalstræti 13, Patreksfirði. INNKAUPASÍTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. sími 26844 Dagh. SUNNUBORG v/Sóiheima. s. 36385 Dagh. VÖLVUBORG v/VölvuUll. s. 73040 Dagh. MÚLABORG v/Ármúla, s. 685154 Dagh. STAKKABORG v/Bólstaðarh. s. 39070 Dagh. BAKKABORG v / B löndubak ka. s. 71940 Dagh/l*lk*k. FÁLKABORG v/Fálkabakka. s. 78230 Dagh/Ulksk. ÖSP v/AsparUll. «. 74500 Dagh/Ulksk. GRANDABORG v/Boðagranda. s.621855 DAGVISTUN BARNA ÓSKAR AÐ RÁÐA _ FOSTRUR _ Á EFTIRTALIN DAGVISTARHEIMILI: REYKJAVÍKURBORG Lnlksk. ARNARBORG v/Maríubakka, s. 73090 Lelksk. Arborg v/Hlaöbss. s. 84150 Leiksk. FELLABORG v/VölvuUll. s. 72660 Leiksk. HÓLABORG v/Suðurhóla, s. 19619 Leiksk. KVISTABORG v/Kvistland. s. 30311 Dagh/lelksk. HRAUNBORG v/Hraunberg. s. 79770 Dagh/leiksk. FOLDABORG v/Frostaíold. s. 673138 Dagh/leiksk. NÓABORG v/Stangarholt. s. 29595 Upplýsingar veita forstöðumenn og umsjónarfóstrur viðkomandi heimila í síma 27277

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.