Þjóðviljinn - 27.08.1987, Side 1
Fimmtudagur 27. ágúst 1987 187. tölublað 52. árgangur
Lífeyrissjóðimir
Bakslag
í samninga
Deilt um hvort vextir
skuli vera fastir eða
breytilegir
Skyndilegt bakslag kom í samn-
inga lífeyrissjóðanna við ríkis-
sjóð um skuldabréfakaup sjóð-
anna á óformlegum fundi Sigurð-
ar E. Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Húsnæðisstofnun-
ar og þeirra Hrafns Magnús-
sonar, formanns Sambands al-
mennra lífeyrissjóða og Péturs
Blöndal, formanns Landssamb-
ands lífeyrissjóðanna.
Áður hafði verið komist að ó-
formlegu samkomulagi um að
vextir yrðu 7% af skuldabréfun-
um en á fundinum komu upp
skiptar skoðanir um hvort vextir
skuli vera fastir til 20 ára eða
breytilegir og þá uppsegjanlegir
eftir tvö ár.
Þegar gengið var frá kaupun-
um í fyrra gátu sjóðirnir ákveðið
hvort þeir keyptu bréfin með
föstum eða breytilegum vöxtum
en nú er Húsnæðisstofnun andvíg
því. Lífeyrissjóðirnir munu hins-
vegar tilbúnir að semja um
breytilega vexti en viija þá fá
hærri vexti en áður hafði verið
sæst á.
Nú er beðið eftir ákveðnum út-
reikningum frá Húsnæðisstofnun
á eldri skuldabréfum og er ekki
búist við að þeim verði lokið fyrr
en á föstudag og ólíklegt talið að
formlegur fundur verði haldinn
fyrr en þeir liggja fyrir.
-Sáf
Veiðar
Skollakoppur
og trjónukrabbi
Góður árangur á
könnunarveiðumfyrir
Austurlandi á
trjónukrabba,
beitukóngi og
ígulkerjum
Trjónukrabbi, beitukóngur og
ígulker kunna að verða á með-
al nýstárlegra tegunda, sem
veiddar verða á næstu árum fyrir
’Austjörðum, en tilraunaveiðar
Hafrannsóknastofnunar í mars á
þessum tegundum gáfu afar for-
vitnilegar niðurstöður. Svo virð-
ist, sem sums staðar sé grund-
völlur fyrir frekari tilrauna-
veiðum.
Allt að 7 kflóum af vænum
trjónukrabba fékkst á 12-16 tím-
um með sérstökum krabbagildr-
um af franskri gerð við tilrauna-
veiðar í Reyðarfirði, og víðar var
góð veiði.
Niðurstöðurnar varðandi
beitukónginn voru ekki eins já-
kvæðar. Aðeins ein tegund af íg-
ulkerjum veiddist, skollakoppur,
og við veiðarnar var notaður
hörpudiskplógur. ígulkerin voru
að jafnaði stærst og með mesta
hrognafyllingu í Stöðvarfirði, en
þau eru erlendis veidd vegna
hrognanna.
Þessar upplýsingar koma fram
í grein Sólmundar Einarssonar í
síðasta tölublaði Ægis. -ÖS
Kennararáðningar
200 stöður lausar
Sigurður Helgason, menntamálaráðuneyti: Gengur illa að ráða. Úr
þessufást vart aðrir til kennslu en réttindalausir. Astandið sýnu verstá
Vestfjörðum og Norðurlandi vestra
Kennararáðningar ganga seint
- það er víst óhætt að segja
það. Enn á eftir að manna um 200
kennarastöður á landinu, sagði
Sigurður Helgason, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, er
hann var inntur eftir því hvernig
gengi að ráða kennara til starfa
fyrir næsta skólaár. Sýnu verst er
ástandið á Vestfjörðum og á
Norðurlandi vestra, þar sem enn
vantar viða kennara.
- Ég vona að svo verði ekki,
sagði Sigurður, er hann var
inntur eftir því hvort merkja
mætti að hlutfall réttindalausra
kennara yrði hærra næsta skólaár
en undangengin ár. - En eins og
útlitið er í dag eru ekki líkur á að
kennurum með kennsluréttindi
fjölgi.
- Það er reyndar mismunandi
sftir fræðsluumdæmum hvernig
skiptingu réttindamanna og rétt-
indalausra er farið. Sums staðar
fækkar réttindamönnum, en ann-
arsstaðar er þetta í járnum eða þá
að um örlitla fjölgun réttinda-
kennara er að ræða, sagði Sigurð-
ur.
Sigurður upplýsti að þegar væri
búið að veita 222 undanþágur til
réttindalausra kennara af 325
umsóknum sem borist hefðu til
undanþágunefndar, en nefndin
hefur enn aðeins veitt þeim unda-
nþágur, sem hafa kennslu-
reynslu.
Aðspurður um gagnrýni á
seinagang undanþágunefndar í
afgreiðslu umsókna til réttinda-
lausra, sagði Sigurður að þar sem
lögin gerðu ráð fyrir því að skólar
auglýstu eftir réttindafólki allt
fram á síðustu stundu, afgreiddi
nefndin ekki umsóknir réttinda-
lausra, sem væru að hefja kenns-
lu í fyrsta sinni, fyrr en útséð væri
um að ekki væri unnt að fá rétt-
indafólk.
- Það má fara að búast við því
úr þessu að afgreiðsla nefndar-
innar fari að ganga hraðar fyrir
sig, sagði Sigurður.
-rk
Einar Óskarsson og Anna Peggy Friðriksdóttir við Fógetann, í baksýn sóst i byggingarsvæði SH. Mynd Sig.
Grjótaþorpið
Fógetinn í skugga risans
Þegar hafa verið unnar skemmdir á elsta húsi Reykjavíkur vegna framkvœmda SH á lóð
Fjalakattarins. Einar Óskarsson: Mjöghissaá að leyft skuli að byggja áþessum stað. Mikið
ónæði og rask útaf byggingunni
r
Eg er mjög hissa á því að það
skuli vera vcitt leyfi til að
byggja á þessum stað, sagði Einar
Oskarsson en hann rekur veiting-
ahúsið Fógetann ásamt konu
sinni Önnu Peggy Friðriksdóttur.
Á lóð Fjalakattarins stendur til
að reisa háhýsi á vegum SH og
Tryggingamiðstöðvarinnar og
eru framkvæmdir þegar hafnar á
staðnum, án þess að byggingar-
leyfi hafi verið veitt.
Einar sagði að nú þegar væri
mikið ónæði og rask af þessu auk
þess sem óþrifnaðurinn á fram-
kvæmdasvæðinu gerði aðkom-
una að veitingahúsinu mjög
subbulega.
„Við erum nýbúin að opna nýj-
an sal uppi, þar sem við ætlum að
vera með indverskan mat á boð-
stólum og er inngangurinn í hann
úr Bröttugötu, þar sem fram-.
kvæmdirnar eru. Það verður því
mjög ólystugt að ganga hér inn
auk þess sem mikið ónæði verður
af stórvirkum vinnuvélum.“
Þegar hafa orðið skemmdir á
húsinu, þakrenna og geretti voru
rifin niður og húsið rispað og
sagðist Einar hafa kvartað undan
því við byggingaraðilann. „Mað-
ur getur ímyndað sér að þetta sé
bara byrjunin, að skemmdirnar á
húsinu verði enn verri þegar stór-
virkar vélar verða notaðar.“
Fógetinn er elsta hús Reykja-
víkur og þegar háhýsið hefur risið
mun það alveg falla í skuggann af
umhverfinu og t.d. mun húsið
skyggja á Fógetann frá Hafnar-
stræti.
-Sáf
Sjá bls. 3
Útvegsbankinn
Salan í salt
Rætt um lokað tilboð sem endi í málaferlum
Allt bendir til þess að ekkert
verði úr þeim áformum
bankasölumanna að Útvegsbank-
inn verði seldur í þessari umferð.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er talið að Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra muni efna til
lokaðs útboðs í bankann, vitandi
það að SÍS muni þá þegar höfða
mál á hendur ríkinu. Mun við-
skiptaráðherra þá draga útboðið
til baka á meðan dómstólar fjalla
um málið, sem getur tekið óra-
tíma.
Jón Sigurðsson sér þetta nú
sem einu leiðina út úr þeim
ógöngum sem sala Útvegsbank-
ans er komin í, því hann vill
ógjarnan styggja annan hvorn til-
boðsgjafann, en slíkt þýddi líkast
til stjórnarslit.
Ráðherranefndin hittist í gær
og nú árdegis verður ríkis-
stjórnarfundur, en ekki er talið
að málið beri á góma þar. Aðal-
mál þess fundar verður hval-
veiðar íslendinga.
-Sáf