Þjóðviljinn - 27.08.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Qupperneq 8
Sigurður Erlingsson, upprennandi leiðsögumaður og söngstjóri, á bökkum Hluti hópsins á áningarstað í drögum inn af Kiðagili. Svartár. ____________ Sumarferð AB Norðurlandi eystra Hátíð í Bárðardal Dagana 7.-9. ágúst sl. héldu Alþýðubandalagsmenn á Norð- urlandi cystra sína árlegu sumar- samkomu. Að þessu sinni var mótið haldið í Bárðardal og var vist á ágætis tjaldstæði við barna- skólann. I húsnæði barnaskólans reka nokkrar vaskar konur úr dalnum sumarhótelið Kiðagil og nutu mótsgestir góðs af nálægð- inni við hótelið. Starfsfólki þess eru hér með færðar bestu þakkir fyrir greiðvikni og hjálpsemi. Mótsgestir söfnuðust saman á föstudagskvöld og voru menn að tínast saman fram í rökkurhúm ágústnæturinnar. Veður var þungbúið en þurrt að mestu og vindur hægur. Á laugardagsmorgni vöknuðu menn upp við þokuslæðing á fjöllum og fáeina regndropa. Um kl. 10.30 mætti rúta frá Birni Sig- urðssyni á Húsavík og var síðan haldið á Sprengisand. Á Bólstað var komið við og bættist þar í hópinn Héðinn Höskuldsson bóndi sem tekið hafði að sér far- arstjórn og leiðsögn yfir daginn. Héðinn reyndist ekki aðeins kunnugur öllum staðarháttum svo sem vænta mátti, heldur einn- ig margfróður um menn og mál- efni, lt'f og starf í Bárðardal og eyðibyggðum inn af dalnum. Auk Héðins var Erlingur Sigurð- arson atkvæðamikill við leiðsögn og fræðslu. Fleiri lögðu hönd á plóginn, svo sem Líney Helga- dóttir skólastjóri á Raufarhöfn sem greindi án vafninga flestar þær plöntur sem urðu á vegi hópsins í ferðinni og fræddi menn um náttúrur þeirra. 1 ferðinni var komið við hjá Aldeyjarfossi, horft yfir ísólfs- vatn af góðum stað. Áð var í Kiðagilsdrögum að sjálfsögðu stoppað við fjórðungsvatn og víðar og ekki létt ferðinni fyrr en í Jökuldal eða Nýjadal og urðu á þeim slóðum gagnmerkar um- ræður um örnefni og nafngiftir. Úr Jökuldal var haldið með litlum viðkomum til baka og komið á mótsstað á skikkan- legum kvöldmatartíma. Veðrið var þungbúið framanaf og ský á fjöllum en létti til er á daginn leið og var sólskin og hið fegursta veður er komið var í Jökuldal og eftir það. Síðan leið kvöldið við matseld, leiki og söng sem var undir traustri stjórn Björns Vals sem kom gagngert á staðinn til að stjórna þeim málum. Var mál manna að dagur þessi, laugarda- gurinn 8. ágúst hefði heppnast með afbrigðum vel og gengu menn þreyttir en ánægðir til náða. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og gaf þá að líta Bárðardalinn í enn nýju ljósi bað- aðan morgunsól. Undir hádegi var farið í hópferð uppúr Bárðar- dal að austan og komið við hjá Ullarfossi og víðar. Lengst var staðið við á háásnum norðan Svartárkots og dáðst að útsýninu sem óvíða mun fegurra af einni heimreið. Upp úr hádegi tóku svo flestir saman föggur sínar og tygjuðu sig tíl heimferðar. Voru menn almennt hinir ánægðustu með ferðina og sam- Líney Helgadóttir og Guðmundur Lúðvíksson frá Raufarhöfn tylla sér á steina á Sprengisandi og urðu væntanlega tvisvar fegin. Páll Hlöðversson formaður kjördæmisráðs t.v. og Héðinn Höskuldsson bóndi og leiðsögumaður t.h. Myndin er tekin í Jökuldal og sér í hornið á einum skálanum. mála um að Bárðardalur og Öræfin þar suður af hefðu uppá margt að bjóða til að skoða, fræðast um og njóta. Kæmi ekki á óvart þó einhverjir mótsgesta legðu fljótlega leið sína aftur í Bárðardal. Að lokum skulu þakkir ítrek- aðar til stúlknanna á Hótel Kið- agili, til Héðins bónda á Bólstað og allra annarra sem lögðu hönd á plóginn og áttu sinn þátt í að gera sumarhátíðina að þessu sinni að „vel heppnaðri uppá- komu“ eins og þær hafa reyndar alltaf verið. Blaðafulltrúi kjördæmisráðs Rétfurinn til að semja og brjóta alþjóðalög í allri umræðunni um hval- veiðar fslendinga að undanförnu hefur Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra og erindrekar hans sífellt talað um rétt íslend- inga til hvalveiða. Hvaða rétt eiginlega? Er þessum mönnum alvara í að hunsa öll loforð og alþjóðasamninga sem íslending- ar hafa gefið og staðfest marg- sinnis varðandi verndun hvaldýr- anna í höfunum? Að ekki sé nú minnst á sjálfan Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna varð- andi þetta alvarlega mál. Vorum upphafsmenn Hafréttarsáttmála SÞ Svo kaldhæðnislegt sem það nú annars er, þá voru íslendingar ein þeirra þjóða sem voru upphafs- menn að Hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna á sínum tíma. Það var fyrst árið 1967 þegar 30 þjóðir hófu undirbúning að stofn- un sáttmálans með störfum sín- um í hinni svokölluðu Hafsbotns- nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem síðar þróaðist í Hafréttarráð- stefnu S.Þ. Afrakstur allrar þeirrar vinnu varð síðan Hafrétt- arsáttmáli S.Þ., sem langflest ríki heims voru og eru aðilar að. ís- land var síðan eitt þeirra ríkja sem fyrst urðu til að staðfesta og fullgilda sáttmálann fyrir hönd þjóðar sinnar. Gleymum því ekki heldur að Hafréttarsamningur þessi hefur umfram alla aðra samninga tryggt íslandi háan lífsstfl með ótvíræðum ákvæðum sínum um einkarétt okkar til fiskveiða í efnahagslögsögu okkar. Það tók þjóðir heims meira en áratug að semja þennan gríðar- lega flókna lagabálk um notkun, nýtingu og verndun heimshaf- anna. Samning, sem er langum- fangsmesti sáttmáli sem þjóðir jarðar hafa gert með sér fyrr og síðar. Varðandi takmarkalausan „rétt íslendinga til hvalveiða” eru því hér allstórir hnökrar á, sem betur fer. Saga okkar í gegnum tíðina í umgengni okkar við landið og fiskistofnana er hreint ekki til fyrirmyndar. Greinar 64, 65 og 120 ásamt 1. viðauka í Haf- réttarsáttmálanum kveða skýrt á um nýtingu hvala og ákvarðanir og rétt allra ríkja jarðar í því flókna máli. Skyldur aðildarríkjanna gagnvart hvölum Hafréttarsáttmálinn segir það berum orðum að fiskistofnar við strendur ríkja séu eign viðkom- andi ríkja en þó með tveimur undantekningum. Geti ríkin ráð- stafað þeim að eigin vild innan vissra takmarkana þó, fyrir utan þessar tvær undantekningar. Undantekningar eru: 1) Fiskistofnar sem flakka á milli ríkja og efnahagslögsagna tveggja eða fleiri ríkja. 2) Miklir flökkustofnar, þ.á m. hvalir. (64., 65. og 120. greinar og I. viðauki Hafrsm. S.Þ.) Það fer líka ekki framhjá neinum manni sem les Hafrétt- arsáttmálann að alls staðar blasir, beint og óbeint, við sá andi sátt- málans að hvalirnir í höfunum séu eign alls mannkyns en ekki aðeins þess strandríkis sem hval- irnir dvelja við þá og þá stundina. Því er síðan við þetta að bæta að skv. sáttmálanum skuldbinda öll ríki sig til að stuðla að verndun hvalanna í höfunum. En ekki bara sum eins og virðist mega skilja á Halldóri ráðherra og legátum hans. Og þar að auki erum við líka búin að lýsa því yfir að við munum taka þátt í alþjóð- asamstarfi um verndun hvalanna. (64. grein Hafrsm. S.Þ.). Svo ég veit ekki hvað þessar klassísku og núorðið árvissu úrsagnarhótanir íslands úr Alþjóðahvalveiði- ráðinu eiga að þýða. Tökum dæmi úr 64. grein Haf- réttarsáttmálans um „miklar far- tegundir”: „Strandríkið og önnur ríki sem ríkisborgarar frá veiða á svæðinu hinar miklu fartegundir sem tald- ar eru upp í I. viðauka, skulu starfa saman, beint eða á vett- vangi viðeigandi alþjóðastofn- ana, með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýt- ingu þessara tegunda á öllu svæð- inu, bæði í sérefnahagslögsög- unni og utan hennar ...” Og úr 65. grein Hafréttarsátt- málans um „sjávarspendýr”: „... Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi við- eigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim”. „Réttur okkar” Hvað eru menn síðan að tala um að veiða hvali óheft, eða eins og það hét á máli íslenska sjávar- útvegsráðherrans á fundi Alþjóð- ahvalveiðiráðsins í Bournemouth í júní sl.: „að halda áfram að nýta hvali innan efnahagslögsögu ís- lands” hvað sem hver segði? Ráðherrann bætti við að ísland væri að íhuga að segja sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu - atriði sem er orðið eitt af föstum dag- skráratriðum ársfunda ráðsins - og stuðla að stofnun nýrra sam- taka hvalveiðiríkja (þ.e.a.s. vís- indahvalveiðiríkja) til höfuðs Al- þjóðhvalveiðiráðinu. Til hvers eru menn eiginlega að skrifa undir samninga á samninga ofan á alþjóðavettvangi ef þeir ætla síðan að.fara fram með valdi og veiðivopnum með alla sínu ítr- ustu hagsmuni gegn öllu og öllum í hvert sinn sem eigin gróði skarast við einhvern samninginn? Er ekki miklu hreinlegra að ganga hreint fram fyrir skjöldu og lofa engum neinu? Taka hér upp ómengaða suður-afríska utan- ríkisstefnu og gefa öllu alþjóða- samstarfi langt nef? Það væri að minnsta kosti miklu heiðarlegra en að standa í þessum feluleik og hóta öllu illu gangist ekki allir við vægast sagt hæpinni túlkun fs- lendinga á mörgum þeim alþjóð- asamningum sem í gildi eru. Lögleysa, siðleysi og heimsvaldastefna Eða hvernig halda menn að samskipti ríkja jarðar væru færu öll ríki svona frjálslega með túlk- anir samninga sinna eins og ís- land gerir í þessu máli? Þetta er bæði siðleysi og lögleysa á háu stigi, hvernig sem á það er annars litið. Og líklega ekki síður angi af heimsvaldastefnu líka þótt færri geri sér grein fyrir þeirri hlið málsins. Hvalirnir eru ekki einkaeign íslendinga, þótt flestir íslendingar tali oft þannig. - Það er svo aftur annað mál, en enginn getur „átt” né „á” hvalina auðvit- að nema þeir sjálfir. Magnús H. Skarphéðinsson fyrrverandi vagnstjóri SVR Gullgrafarar á hafsbotni Ævintýralöngun, gróðafíkn og út- smoginfjárfesting - allt blandast þetta saman í kappsamri leit að sokknum skipum sem nú fer víða fram Það er nú í tísku að grafa gull úr sjó, og einn hvatinn á þá iðju er sú staðreynd að fyrir tveim árum fundu menn flakið af frægasta slysaskipi sögunnar, Titanic. Frá því í lok mánaðarins sem leið hefur franskur leiðangur unnið að því að klófesta sitthvað verðmætt og minnisvert úr flaki þessa lúxusskips, sem nú liggur á 3800 metra dýpi. Leitarmenn hafa til umráða djúpbát með þriggja manna áhöfn, Nautile, sem þegar á fýrsta degi krækti í fyrstu gripina - disk, bolla og silf- urskál með merki útgerðarfyrir- tækis Titanic, White Star- ásamt vínflösku fullri. En náttúrlega vonar þessi dýri leiðangur fyrst og sfðast að hann finni fjárhirslur skipsins, en þar grunar menn að fullt sé með gull og eðalsteina. Margir leita Það er ekki nýtt að menn vilji leita að fornum fjársjóðum í jörð og á hafsbotni. Margir sem slíkt hafa reynt hafa fyrst og síðast ver- ið taldir skrýtnir menn, en á síð- astliðnum árum er þessi iðja orð- in að útsmoginni fjárfestingu. Fjársterkir aðilar láta reikna út fundarlíkur og telja einatt að það sé góð ráðstöfun á áhættufé að leggja peninga í að leita að flökum löngu sokkinna skipa. Margir leitarflokkar eru nú að störfum. Um 80 km frá strönd Massachusettes er t.d. verið að leita að skipinu Republic sem sökk þar árið 1909. Um borð í því er gull það sem Frakkar höfðu slegið hjá bönkum í New York handa Nikulási Rússakeisara. í East River í sjálfri New York leita kafarar að leifunum af enska herskipinu Hussar, sem sökk þar árið 1780 meðan á stóð sjálfstæð- isbaráttu Bandaríkjanna. Um borð var gull handa breska hern- um og vona menn að hægt sé að hafa ca 570 miljónir dollara upp úr því krafsinu. Hundrað kflómetrum fyrir Flakið af Titanic og djúpbáturinn franski, Nautile austan strönd Florida er verið að leita að spænsku skipi sem sökk árið 1656, Nuestra Senora de la Maravilla, en leitarmenn telja að þar hafi farið eiti mesta gullskip allra tíma. Margir aðrir leiðangr- ar eru reyndar í gangi við strend- ur, rif og eyjar Karíbahafsins, þar sem spænsk skip, hlaðin silfri, smarögðum og gulli, fórust unnvörpum á stórveldisdögum Spánar. Eina slíka galeiðu fann Mel Fisher, fyrrum hænsna- bóndi, eftir tuttugu ára leit. Fish- er þessi taldi sig geta reiknað það nokkurnveginn út hvar skipið Nuestra Senora de Atocha væri að finna, en menn töldu hann ruglaðan. Ekki síst eftir að hann hélt áfram sinni þrjósku eftir að sonur hans og tengdadóttir druk- knuðu við köfun í einum leiðang- rinum. En árið 1985 fann hann svo skipið, sannkallaða gull- og silf- umámu á hafsbotni, og hefur þegar komið á land góðmálmum úr því fyrir um það bil 200 miljón- ir dollara. Og telur sig eiga annað eins eftir. Þessi saga - og ýmsar aðrar - hefur svo mjög kveikt í fjárfest- ingarspekúlöntum. Þeim mun frekar sem árangur er mjög hag- stæður þeim sem em í feluleik við skattakerfin. Það má afskrifa kostnað og tap og á þau verðmæti sem finnast er lagður aðeins 20 % skattur í Bandaríkjunum. áb tók saman 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. ágúst 1987 Fimmtudagur 27. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.