Þjóðviljinn - 27.08.1987, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
PJÓÐVILIINN
Flmmtudagur 27. ágúst 1987 187. tölublað 52. árgangur
SKOIAVELTA
LEON
AÐFARS€LLI
SKÓIACÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDSHF.
Opið bókhald
Skilyrðislaus krafa
Pétur Sigurðsson, ASV: Verkafólk látið borga tapið, eigendurnir hirtu ágóðann. Páll Valdi-
marsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnar: Tími til kominn að bursta rykið af þessari kröfu
Verkafólk í fískvinnslunni og
sjávarútveginum hefur alla
tíð rekið fiskvinnslufyrirtækin,
en ekki þeir sem eru skráðir
eigendur þeirra. Það er látið
borga tapið þegar illa árar með
lægri launum, en þegar hagnaður
Danmörk
Fiskur í
landann
Fyrirtækið Islands-
fisk býður upp áfjöl-
margarfisktegundir.
Heimsendingarþjón-
usta. 10% afsláttur
fyrir íslenskumæl-
andi fólk
,,í'.g er með þessari auglýsingu
að tilkynna ykkur að ég er með
allan þann besta fisk sem hægt er
að fá að heiman. Hann er allur
djúpfrystur um borð í skipunum
sem veiða hann, fiskurinn er því
alltaf glænýr og bestur.“
Svofelldur texti er uppistaðan í
dreifíblaði sem íslendingar bú-
settir í Danmörku hafa fengið
heimsent, og er jafnframt vísað
til auglýsingar í nýjum Hafnar-
pósti. Fyrirtækið sem þarna er að
koma varningi sínum á framfæri
hefur búið sér til slagorðið Spis
fisk og bliv frisk. Það nefnist Is-
landsfisk, og fyrir því er skrifaður
Birgir Þorvaldsson.
Fiskinn er hægt að fá
heimsendan gegn vægu gjaldi ef’
verslað er fyrir ákveðna lág-
marksupphæð.
Fisktegundirnar sem eru á
boðstólum eru ýsu-, þorsk- og
karfaflök, reykt karfaflök, salt-
fískur í neytendapakkningum,
stórlúða, smálúða, heilagfíski,
gellur, harðfiskur, kryddsfld og
spejesild.
íslenskunám hefur sjaldnast
verið talið til hygginda sem í hag
koma. Islandsfisk afsannar þetta
álit, en í auglýsingunni segir að
íslendingar og þeir sem tali málið
fái tíu prósent afslátt.
HS
Vextir
Dráttarvextir
hækka
Dráttarvextir hækka frá og
með 1. september. Verða þeir þá
3,5% á mánuði eða um 42% á ári.
Dráttarvextir hafa ekki verið-
hærri síðan 1983. Ástæða þessar-
ar hækkunar er háir útlánsvextir
bankanna.
Sáf
er, þá sjá svonefndir eigendur
fyrir því að eyða því sem aflast,
annað hvort með því að kaupa
hlutabréf eða til eigin frflystinga.
Þess vegna hefði krafan um opið
bókhald mátt koma fram fyrr,
sagði Pétur Sigurðsson, formað-
ur Alþýðusambands Vestfjarða.
- Ég lít svo á að þetta hafi alltaf
verið krafa verkalýðshreyfingar-
innar, ekki síður en krafan um
lífvænleg laun fyrir 8 stunda vinn-
udag, sem enn á óralangt í land.
Þessum kröfum hefur ekki verið
haldið nógsamlega á lofti og for-
ysta verkalýðshreyfingarinnar
hefur blánað með árunum, sagði
Pétur Sigurðsson.
- Mér finnst sjálfsagt að verka-
fólk eigi heimtingu á að skoða
bókhald fyrirtækjanna - fyrir-
tækja sem fullyrt er að hafí staðið
illa og verkalýðshreyfingingin
hefur jafnvel tekið þátt í grátkór
atvinnurekenda, sem síðan kem-
ur á daginn að eiga nóg aflögu til
að leggja til bankakaupa, sagði
Pétur Sigurðsson.
- Það er sannarlega kominn
tími til að bursta rykið af þessari
kröfu og fyrst hún er einusinni
komin fram er óhjákvæmilegt
annað en að hún verði rædd á
þingi Verkamannasambandsins í
haust, sagði Páll Valdimarsson,
trúnaðarmaður í Dagsbrún.
Páll sagði að sér þætti það ekki
óviðeigandi að Dagsbrún tæki
þessa kröfu upp nú þegar nokkur
fyrirtæki á svæði félagsins gera
tilboð í Útbvegsbankann. - Það
má nefna Eimskip og Granda og
ég býst við því að Dagsbrúnar-
mönnum sé umhugað um að
sauma að þessum aðilum, sagði
Páll Valdimarsson.
- rk
Þjóðviljinn
Hallur Páll
ráðinn
Hallur Páll Jónsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Þjóð-
viljans og er stefnt að þvi að hann
taki til starfa um 1. október.
Guðrún Guðmundsdóttir, sem
gegnt hefur starfi framkvæmda-
stjóra um fimm ára skeið, hefur
sagt starfí sínu lausu þar sem hún
hyggst snúa sér að kennslu.
Hallur Páll hefur m.a. setið í
bæjarstjórn fyrir Alþýðubanda-
lagið á ísafirði og var um tíma
forseti bæjarstjórnar. Undanfar-
in ár hefur hann starfað við fast-
eignadeild Kaupþings. Hann er
með BA-próf í sálarfræði,
heimspeki og íslensku.
- SÁF
Veröld Hóffar. Draumaíbúð Hófíar fögru Karlsdóttur er eitt af helstu
sýningaratriðum á „Veröld ’87“ sem hefst í Laugardalshöll í dag klukkan
sex. Hófí var í gær ekki búin að innrétta að fullu, enda sagði hún að
draumurínn væri leyndarmál þangaðtil opnað verður, en sýningunni var
þjófstartað í gærkvöldi með mikilli leysigeislasýningu á borgarhimninum. A
sýningunni er sérstök áhersla lögð á húsbúnað ýmsan og innréttingar, og
stendur hún frammá annan sunnudag. (Mynd: Sig.)
Mjólkurbílstjórar
Flóamenn í sýnastríði
Tryggvi Ágústsson mjólkurbílstjóri: Neitum að taka oftar mjólkursýni
en tvisvar í viku, nema að fá greitt
r
Imótmælaskyni tökum við ekki
reglulega mjólkursýni nema
tvisvar í viku hjá hverjum bónda,
eins og við gerðum áður en okkur
var fyrirskipað að taka sýni dag-
lega, eða sex sinnum í viku hverri,
sagði Tryggvi Ágústsson, mjólk-
urbflstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna á Selfossi, en mjólkurbfl-
stjórar eru óánægðir með að fá
ekki greitt aukalega fyrir um-
fangsmeiri sýnatöku, sem þeim er
ætlað að inna af hendi.
Mjólkurbflstjórarnir gera það
að kröfu að fá 15% ofan á fasta-
kaupið vegna sýnatökunnar. -
Eftir að farið var að flytja mjólk-
ina á tankbflum höfum við séð
um sýnatökuna. Við höfum feng-
ið greidd 5% ofan á fastakaupið
fyrir að taka sýni tvisvar í viku á
hverjum bæ og við viljum fá
hækkun þar á fyrir að taka s^ni
sex sinnum, sagði Tryggvi
ústsson.
- Það er fundur í dag með
stjórnendum mjólkurbúsins og
það ræðst væntanlega þá hvort
§engið verður að kröfum okkar.
:g veit ekki betur en það sé fullur
vilji hjá báðuin aðilum að þetta
ieysist sem fyrst, sagði Tryggvi
Ágústsson.
- rk
Búvöruverð
Hækkanir eftir helgina
Við eigum að vera búnir að
semja um verðlagsgrundvöl-
linn fyrir 1. september. Það er
fundur í sexmannanefndinni í
dag, en það liggur ekkert Ijóst
fyrir enn hvaða breytingar kunna
að verða á búvöruverðinu um
mánaðamót, sagði Gunnlaugur
Júlíusson, hjá Stéttarsambandi
bænda en búast má við að ein-
hvcrjar verðhækkanir verði á
sauðfjár- og mjólkurafurðum.
- Það eina sem búið er að á-
kveða er verðskerðing á feitu
dilkakjöti. Feita flokknum verð-
ur skipt upp í tvo flokka og verð
þess feitari skert um 25% miðað
við verð á fyrsta flokki af dilka-
kjöti, en á hinum um 11%. Ann-
að er ekki umsamið, sagði Gunn-
laugur Júlíusson.
Gunnlaugur sagði að Stéttars-
ambandið myndi sækja fast að fá
nú inní búvöruverðið þá 12%
hækkun á tekjulið bænda, sem
frestað var í fyrra. - Við reynum
náttúrlega að ná sem mestu af því
inní samningana núna,. en hvort
það tekst er annað mál, sagði
Gunnlaugur. - rk