Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 4
LEHÐARI Sinnuleysi lækna og atvinnurekenda Vinnuslys eru illu heilli ótrúlega tíð á íslandi, og miklu útbreiddari en flesta órar fyrir. Samkvæmt lögum um öryggi á vinnustað ber að tilkynna vinnuslys til lögreglustjóra og Vinnu- eftirlits ríkisins, eins fljótt og kostur er. Orðrétt er svofelldum orðum farið um þessa skyldu at- vinnurekandans: „Komi fyrir eitrun eða slys á vinnustað, skal atvinnurekandi eðafulltrúi hans á vinnustað tilkynna það lögreglustjóra og Vinn- ueftirliti ríkisins svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan sólarhrings“. Þessi lög brjóta hins vegar atvinnurekendur hver um annan þveran, einsog þær alltof fáu kannanir sem á þessu hafa verið gerðar, bera órækt vitni um. Árið 1982 bárust þannig ekki nema 253 til- kynningar til Vinnueftirlitsins um vinnuslys. Á pappírnum lítur því ástandið næsta vel út, - 253 slys á ári er ótrúlega lág tala miðað við þær tugþúsundir sem lifa af sölu vinnuafls síns. Enda er þessi tala hreint rugl. Hana er ekkert að marka. Það sannast glögglega þegar hin 253 vinnuslys, sem atvinnurekendur tilkynntu 1982, eru borin saman við skýrslur Slysa- varðstofunnar í Reykjavík. En forráðamenn hennar hafa af stakri natni skráð um árabil or- sakir þeirra slysa, sem þar koma til meðferðar. Á því svæði sem Slysavarðstofan þjónar eru um 60 þúsund starfandi einstaklingar og þar eru samtals unnin um 50 þúsund ársverk. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. september 1987 Á þessu svæði skráir Slysavarðstofan árlega um 6-6,5 þúsund slys, sem eiga sér stað við vinnunna. Með öðrum orðum: að meðaltali verður að minnsta kosti rúmlega eitt vinnuslys árlega í sérhverjum tíu manna hópi á þessu svæði. Atvinnurekendur tilkynntu hins vegar til Vinnueftirlitsins ekki nema um rösklega 250 slys á ári. Þetta skýrir betur en flest annað, hvernig at- vinnurekendur þverbrjóta lög og reglur um til- kynningaskyldu vegna vinnuslysa. Læknar sinna engu betur þeirri upplýsinga- skyldu sem lög leggja þeim á herðar. í lögunum er þó kveðið upp úr með ábyrgð þeirra: „Læknir, sem kemst að því eða fær grun um, að einstak- lingar eða hópar manna hafi orðið fyrir skað- legum verkunum vegna vinnu sinnar skal tafar- laust tilkynna það Vinnueftirliti ríkisins." En, ef frá eru taldar tilkynningar um heyrnar- tap vegna vinnu, þá tilkynntu læknar árið 1982 ekki nema um 40 tilfelli af meintum atvinnusjúk- dómum. Þessi tala er vitaskuld víðs fjarri hinu sanna. Það kom berlega fram í vandaðri skýrslu, sem Vinnuverndarhópurinn.svokallaði vann, og birt var 1984 á vegum Verkamannsambands ís- lands. Könnunin var gerð á meðal fiskvinnslufólks. Niðurstöðurnar sýndu, að fólk í fiskvinnu, eink- um þeir sem unnu í ákvæðisvinnu, þjáðust af margs konar sjúkdómum, sem mátti rekja beint til vinnunnar. Þannig kom fram, að þriðjungur kvenna í fisk- vinnu hafði neyðst til að leita sér lækninga vegna vöðvabólgu. Niðurstaða læknanna var sú, að fimmtungur fiskvinnslukvenna þjáist af vöðvabólgu, sem stafar af vinnunni. Frekari eftirgrennslan á meðal kvenna í fisk- vinnslu af hálfu Vinnuverndarhópsins leiddi í Ijós, að helmingur þeirra kvenna, sem leitar til læknis, þjáist af sjúkdómi, sem læknarnir sjálfir telja orsakaða af vinnunni. Þessari niðurstöðu koma læknarnir hins veg- ar alls ekki á framfæri til Vinnueftirlitsins, einsog lögin fyrirskipa. Þeir vanrækja fullkomlega lög- bundna tilkynningaskyldu sína. Þessi sameiginlega vanræksla atvinnurek- enda og lækna hefur miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en sést fljótt á litið. Hún felur vandann. Umfang hans kemur ekki upp á yfir- borðið. Raunveruleg tíðni atvinnusjúkdóma og vinnuslysa liggur því gleymd og grafin í skýrsl- um læknanna og fyrirtækjanna. Og fyrir bragðið verður miklu erfiðara um vik að höggva að rót- um vandans, - menn gera sér einfaldlega ekki grein fyrir hversu hrikalega stór hann er. Læknar og atvinnurekendur bera mikla ábyrgð á þessu ástandi, - og tímabært að verkalýðshreyfingin skeri upp herör gegn sinnuleysi þeirra. ^ KUPPT OG SKORIÐ Bannað að tala móðurmálið Á mánudagskvöldið sýndi sjónvarpið ágæta mynd frá Wal- es, Æskuminningar skóladrengs. Hún minnti á það, sem ekki er of oft gert, að vel er hægt að búa til ágætt sjónvarpsefni með hó- gværri aðferð, án þess að fors- krúfa mannlífið með æsilegum atvikum og langsóttum flækjum. Og í Ieiðinni fengum við að heyra velsku, eina keltneska málið sem enn í dag er með sæmilegu lífi - þ.e.a.s. er notað í byggðum sem daglegt mál af hundruðum þús- unda manna - sem fer þó fækk- andi. Myndin gerist að verulegu leyti í skólastofu. Gaman væri að vita hvort margir hefðu tekið eftir því hve alvarlegir hlutir voru að ger- ast einmitt í þeim salarkynnum í Wales ekki alls fyrir löngu - allt bendir til þess að endurminning- arnar um þann elskulega skóla- tossa og hetju hinna kúguðu, Villa Sex, séu frá því á fjórða ára- tug þessarar aldar. Alvaríegir hlutir, segi ég: það kemur fram hvað eftir annað að barnaskólinn er til þess að ala börnin upp í ensku, það er sú tunga sem þau eiga að tileinka sér, annars kom- ast þau ekkert áfram í heiminum, segir skólastjórinn. Og til að reka á eftir þessu er börnunum bannað að tala móðurmál sitt í skólanum og í frímínútum og liggur refsing við ef upp kemst. Annað mál er svo það, að einn kennarinn svík- ur lit, talar við börnin velsku þeg- ar hann á að vera að kenna þeim að stafsetja rétt ensk orð - og skiptir svo um tungumál snarlega þegar skólastjóraófétið rekur inn nefið. Líklega halda menn að slíkar aðferðir hafi einkum verið stund- aðar af einræðisherrum af ýmsum lit. Fólk hefur ekki áttað sig á því, að virðulegar lýðræðisþjóðir, sem svo vilja heita, hafa verið að fremja „menningarleg þjóðar- morð“ á smærri þjóðum hér í ná- munda við okkur allt fram á okk- ar dag. Nefnum skoska gelísku, velskuna og bretónsku í Frakk- landi. Svo er allt um seinan Og mættu menn þá segja enn og aftur: það var mikið lán í óláni að það skyldu vera Danir sem hér fóru með yfirvald en ekki stærri þjóð og vissari um að eigin tunga væri hin sanna boðleið heimsmenningarínnar. Sem betur fer hefur á seinni árum verið gert sitthvað til að bæta lífsskilyrði velsku og nokk- urra annarra minnihlutamála í Evrópu. Og sjónvarpsmyndin á mánudagskvöldið var einmitt gott dæmi um það. En hitt er svo lakara að oftar en ekki er það svo, að samviskubit yfirvalda og virkur áhugi minnihlutamanna vaknar ekki að ráði fyrr en allt er orðið um seinan. Ekki fyrr en það ástand hefur skapast, að þeim sem mæla t.d. baskamál eða velsku hefur fækkað verulega, ekki fyrr en allir sem tala minni- hlutamálið eru í raun orðnir jafn- vígir á tvær tungur. Þegar það sem síðast var nefnt hefur gerst er voðinn vís, fullkomið hrun smá- þjóðamáls tiltölulega skammt undan. Við íslendingar erum að sönnu betur settir en flestar smáþjóðir aðrar í þessum efnum ; bæir urðu hér ekki danskir nema að nokkru leyti og þá skamma stund. Við kenndum á íslensku alla hluti. Við erum langt frá öðrum þjóð- um. En við megum aldrei vera of vissir í okkar sök - og eitt af því sem getur orðið okkur hættulegt er einmitt það að menn telji sjálf- sagt að allir sé tvítyngdir, mæltir á íslensku og ensku. Rennur blóð eftðr slóð Uppsláttur í Tímanum eftir helgina: „Skorinn á háls, rúður brotnar og tennur úr“. Og undir fyrirsögninni var rætt um þúsund- ir ölvaðra unglinga sem voru full- ir í bænum af því skólar eru að byrja, rétt eins og þeir eru, sagði Tíminn, fullir þegar skólar hætta á vorin. Og við gætum sjálfsagt spunnið nokkra aulafyndni um málsmeðferð og vítahring þess skólakerfis sem hvorki má byrja eða hætta starfi án þess að allt fari í mask og mél. Ef ekki væri dapur- leg alvara á ferðum: hnífsstung- ur, manndráp. Ritstjóri Tímans, Indriði G. Þorsteinsson, fer í pistli í sama blaði að leita að orsökum ofbeld- isverka og nefnir m.a. þessa hér: „inni á heimilum eru haldin sýni- morð í sjónvarpi svo til á hverju kvöldi þar sem börn alast upp við þá tilfinningu að ekkert mál sé að stinga menn hnífum." Hér er komið að umræðu sem víða skýtur sér niður og nú síðast í Bretlandi eftir að dagfarsprúður ungur maður breskur skaut 16 manns til bana ekki alls fyrir löngu: spurt er hvaða áhrif það hefur á fólk að ofbeldi og morð verða ofur hvunndagsleg vegna sífelldra endurtekninga í sjón- varpsmyndum af ýmsu tagi. Menn verða ekki á eitt sáttir um þetta, enda verður það seint sannað að tiltekin bíómynd til dæmis kveiki hugmynd að glæp í kolli tiltekins manns - þótt slík dæmi hafi verið rakin. Og vitan- • lega verða menn ekki illvirkjar á því einu að horfa á ofbeldisverk í sjónvarpi - þar kemur fleira til. En hvað sem þeim fyrirvörum Iíður: það væri mjög undarlegt ef það hefði ekki mikil áhrif á upp- vaxandi kynslóð hve sjálfsögð og auðveld ofbeldisverk eru á dag- skrá kvöldsins, að ekki sé talað um framboð myndbandaleiga. Það stóð í Morgunblaðinu að nú ætluðu Bretar að herða á eftir- liti með sjónvarpsefni. Og þá munu menn rísa upp galvaskir og mótmæla, ekki í nafni tjáningar- frelsis listamanna, heldur munu þeir væla yfir því að nú eigi að „hafa vit fyrir fólki,“ ganga á „það sem fólk vill sjá.“ Sú afsökun og réttlæting er mikið notuð um þessar mundir, og ekki síst hér heima. Og þá alltaf í sama tilgangi: að skera heldur utan af þeim mannsbrag sem á okkur er, þrátt fyrir allt. Gáum að þessu. ÁB þlÓÐV ILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (fþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýaingar: Síðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Holgarblöð: 60kr. Áakriftarverð á mánuði: 550 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.