Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Spánn
Stórliðin sigmðu
Real Madrid byrjaði af krafti í
1. umferðinni í 1. deild á Spáni.
Þeir sigruðu Cadiz á útivelli, 4-0.
Það voru stjörnurnar sem
skoruðu mörk Real, Sanchez,
Butregueno, Gallego og Gor-
dillo.
Barcelona byrjaði einnig vel og
vann sigur á útivelli yfir Las
Palmas, 2-1. Bernd Schuster, er
mættur til leiks að nýju hjá
Barcelona og hann lagði upp
sigurmarkið fyrir Fernandez, en
fyrra markið var sjálfmark.
Atletico Madrid, með Paulo
Futre í farabroddi sigraði Sada-
dell, 1-0. Jesus Gil, forseti liðs-
ins, sem hefur eytt milljónum í að
kaupa leikmenn sagði eftir
leikinn: „Mér leiddist!“
Úrslit á Spáni:
Cadiz-Real Madrid...................0-4
Osasuna-Murcia......................1-0
Las Palmas-Barcelona...............1-2
Zaragoza-Real Sociedad..............1-0
Sevilla-Real Betis..................1-2
Atletico Madrid-Sadadell............1-0
AthleticBilbao-Mallorca............2-1
Valencia-Logrones...................2-0
Espanol-Celta......................0-1
SportingGijon-Valladolid...........0-0
1x2 1x2 1x2
2. vika
KR-Valur..............................
ÍA-Víðir..............................
Þór-KA................................
ÍBK-FH................................
Völsungur-Fram........................
Coventry-Manch.United.................
Everton-Tottenham.....................
Newcastle-Wimbledon...................
Oxford-Luton..........................
Southampton-Sheff.Wed.................
Watford-Norwich.......................
West Ham-Liverpool....................
.1x21x1 1x2
.111111111
.2 1 1 x 1 1 1 x x
.1 1 1 x 1 1 1 x x
.2 221x2222
.22x121122
.x 1 1 1 1 1 1 1 1
.1 1 1 1 1 1 1 1 x
x x 1 x 2 1 1x2
1 x 2 1 1 1 1 x x
2 2 x x x 1 x 1 1
22x22x21 x
I næstu viku eru fimm leikir úr 17. umferð íslandsmótsins í knattspyrnu,
auk leikja í Englandi.
Guðmundur Torfason skoraði bæði mörk Islands gegn Hollandi, úr vítaspyrnum.
OL-Landslið
„Ætlum okkur að hefna“
3. deild
íslenska Olympíulandsliðið mætir
Austur-Þjóðverjum í dag
„Við ætlum okur að hefna fyrir
tapið gegn A-Þjóðverjum í júní og
vonumst til þess að fólk komi á
völlinn og hvetji sína menn,“
sagði Ellert B. Schram í gær. ís-
lenska Olympíuliðið mætir því
austur-þýska á Laugardalsvelli í
dag kl. 16.
Þetta er þriðji leikur íslands í
undankeppni Olympíuleikanna,
en áður höfum við gert jafntefli
gegn Hollendingum, 2-2 og tapað
gegn ítölum, 0-2.
Sigi Held, landsliðsþjálfari
mun ekki leggja fram miklar
breytingar: „Við leikum svipað
og í síðasta leik. Þá töpuðum við
að vísu stórt, en það var ekki út af
leikkerfinu, heldur vegna þess að
leikmenn misstu einbeitinguna.
Ef við leikum núna í 90 mínútur
án þess að missa einbeitninguna
þá getum við náð góðum úr-
slitum."
„Við þurfum að bæta okkur
mikið frá því í síðasta leik. Að
tapa er eitt, en að tapa 0-6 er
annað.“
„Olympíulið Austur-Þjóð-
verja hefur leikið þrjá leiki, en
aðeins skorað eitt mark. Það má
því búast við því að þeir leiki
sóknarleik gegn okur,“ sagði Sigi
Held.
Sjö af leikmönnu um sem léku
með A-liði Austur-Þjóðverja eru
í Olympíuliðinu, en alls hafa
þrettán leikmenn liðsins leikið A-
landsleiki.
Fyrirliðinn, Guðmundur
Steinsson er bjartsýnn: „Við höf-
um náð vel saman og erum ekki
smeykir. Þrátt fyrir að fæstir okk-
ar hafi verið í hópnum gegn A-
Þjóðverjum hér heima, þá situr
leikurinn í okkur. En það er góð
stemmning £ hópnum og mikil
samstaða og ég hef trú á að við
náum góðum leik“.
Hópurlnn sem mætlr A-Þjóðverj-
um:
Markverðir:
Friðrik Friðriksson, Fram
Guðmundur Hreiðarsson, Val
Aðrir leikmenn:
Guðni Bergsson, Val
Heimir Guðmundsson, ÍA
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram
Valur Valsson, Val
Ingvar Guðmundsson, Val
Pétur Arnþórsson, Fram
Viðar Þorkelsson, Fram
Guðmundur Steinsson, Fram
Guðmundur Torfason, Winterslag
Ormarr Örlygsson, Fram
Sveinbjörn Hákonarson, ÍA
Halldór Áskelsson, Þór
Ólafur Þórðarson, ÍA
Njáll Eiðsson, Val
Leikurinn er á Laugardalsvelli og
hefst kl. 18.
- Ibe
Stórsigur Tindastóls
Skoruðu 11 mörk gegn HSÞc. Skallagrímur skoraði fjögur
mörk, en tapaði
Það var mikið skorað í 3.
deildinni um helgina. Hæst bar þar
leik Tindastóls og HSÞc., en þar
voru skoruð 13 mörk og 11 mörk í
leik Skallagríms og Leiknis.
Fylkismenn draga ekkert úr ferð-
inni þrátt fyrir að vera búnir að
tryggja sér sæti í 2 . deild. Þeir sigr-
uðu Njarðvíkinga, 7-0. Guðjón
Reynisson skoraði tvö mörk og þeir
Gunnar Orrason, Rúnar Vil-
hjálmsson, Baldur Bjarnason,
Olafur Magnússon og Óskar Theo-
dórsson eitt mark hver.
Það stefnir allt í hreinan úrslita-
leik milli Hauka og Aftureldingar
um fall í 4. deild. Haukar sigruðu
Aftureldingu, 3-1. Valur Jóhanns-
son skoraði tvö mörk fyrir Hauka
og Páll Poulsen eitt. Mark Aftur-
eldingar skoraði Óskar Óskarsson.
Skallagrímur skoraði fjögur
mörk í einum leik, en það dugði
ekki til sigurs, því Leiknismenn
skoruðu sjö mörk. Sævar Gunn-
leifsson skoraði fimm mörk fyrir
Leikni, Ragnar Baldursson og Ein-
ar Gunnlaugsson eitt hvor. Gunnar
Jónsson skoraði tvö mörk fyrir
Skallagrím, Snæbjörn Óttarsson og
Þór Daníelsson eitt hvor.
Stjarnan sigraði Reynir 3-1. Jón
Árnason og Birkir Sveinsson
skoruðu mörk Stjörnunnar, auk
sjálfsmarks heimamanna. Kjartan
Einarsson skoraði mark Reynis.
ÍK og Grindavík skildu jöfn í
hörkuleik, 0-0. Leikurinn var fjör-
ugur, en leikmönnum tókst ekki að
nýta góð marktækifæri.
Staðan í A-riðli 3. deildar:
Stórsigur Tindastóls
Tindastóll fór heldur illa með
HSÞc., sigruðu 11-2! Eyjólfur
Sverrisson skoraði fimm marka
Tindastóls, Stefán Pétursson þrjú
og þeir Þórhallur Ásmundsson,
Bjarni Jóhannsson og Sverrir
Sverrisson eitt hver. Mörk HSÞc.
skoruðu Sigurður Ólafsson og
Skúli Hallgrímsson.
Magnis sigraði Sindra og það
stefnir þvi í einvígi milli Tindastóls
og Magna um sæti í 2. deild. Þor-
steinn Friðriksson og Tómas Karls-
son skoruðu mörk Magna.
Þá sigraði Reynir Austra, 3-1.
Örn Viðar Arnarson skoraði tvö
mörk og Grétar Karlsson eitt úr vít-
aspyrnu. Mark Austra gerði Bogi
Bogason.
Staðan í B-riðli 3. deildar:
Markahæstir:
SteindórEIísson, ÍK.........22
Eyjólfur Sverrisson, Tindastól...21
ÓskarÓskarsson, Aftureldingu 20
Ivar Guðmundsson, Reyni S.....15
Júlíus Pétur Ingólfsson, Grindavík
13
Valdimar Kristófersson, Stjörn-
unni..........................12
SævarGunnleifsson, Leikni.....11
Árni Sveinsson, Stjörnunni....10
Ólafur Viggósson, Þrótti......10
Kjartan Einarsson, Reyni S.....9
Símon Alfreðsson, Grindavík....9
Jón Hersir Elíasson, ÍK........9
Baldur Bjarnason, Fylki........8
ÓskarTheodórsson.Fylki.........8
Staðan í A-rlðli:
Fylkir.......... 17 15 2 0 49-9 47
Stjarnan........ 17 13 0 4 48-20 39
IK.............. 17 8 3 6 42-25 27
Reynir.......... 17 9 1 6 35-29 28
Afturelding..... 17 8 1 8 34-27 25
Grindavík....... 17 7 4 6 35-23 25
Leiknir......... 17 5 5 7 29-22 20
Njarðvík........ 17 6 2 9 22-30 20
Haukar.......... 17 6 1 10 23-34 16
Skallagrímur.... 17 0 1 16 10-89 1
Staðan í B-riðli:
Tindastóll.......11 8 2 1 44-12 26
Magni............11 7 4 0 22-9 25
Þróttur......... 11 6 2 3 25-13 20
Sindri...........11 5 1 5 15-16 16
HSÞ.c........... 11 3 0 8 10-31 9
Reynir.......... 11 3 2 6 14-24 11
Austri..........12 1 1 10 11-36 4
-Ibe
Þa6 vaf&ist eitthvað fyrir Víkingunum hvernig bikarinn átti að snúa!
Vfkingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í 2. flokki karla á mánudag. Þeir sigruðu Valsmenn í úrslitaleiik, 1-0.
Miðvikudagur 2. september 1987 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 15