Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF
„Nú eru að minnsta kosti 10 deildir á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar lokaðar og hætt er við að þeim fjölgi á næstunni nema hart verði við brugðist."
mu Kristín Á. Ólafsdóttir
Orlagarík láglaunastefna
- bömin em fömarlömb
Eigum við að reka dagvistar-
heimili fyrir börn? Eru íslending-
ar staðráðnir í því að halda uppi
menntakerfi á borð við þjóðir á
svipuðu menningarstigi - eða er
ætlunin að leggja skólana niður
eftir því sem kennurum fækkar?
Slíkar spurningar skjóta upp
kollinum þegar horft er á þá þró-
un sem stöðugt veikir undirstöð-
ur samfélags okkar um leið og
yfirbyggingin vex.
Kringla, flugstöð og tilboð í
banka sýna að peningaskortur
hrjáir eícki íslenskt þjóðfélag.
Fjármunum er bara ekki beint að
undirstöðunum. Ekki til að
byggja upp manneskjur með
uppeldi og menntun og ekki til að
treysta framleiðsluatvinnugrein-
ar, svo sem fiskvinnslu.
Er furða þótt spurt sé hvort
verið sé að leggja drög að
menntunarsnauðu framtíðar-
samfélagi, byggðu af fólki sem
ólst upp á hrakhólum? Telja
menn að efnahagskerfinu verði
haldið uppi með verslun og við-
skiptaþjónustu einni saman?
Fólk flýr úr þeim atvinnugrein-
um sem sýnd er lítilsvirðing í
launakjörum og á annan máta.
Atvinnurekendur leita út fyrir
landsteinana eftir fólki í fram-
leiðslugreinar. Sá kostur er varla
fyrir hendi til að manna skóla eða
barnaheimili.
En til hvaða ráða ætla valdhaf-
ar ríkis og sveitarfélaga að grípa
séu þeir á því að góðir skólar og
dagvistarheimili sem veita börn-
um þroskavænlegt uppeldi séu
nauðsynleg fyrir nútíð og framtíð
íslensks samfélags?
Svör við þessum spurningum
hafa ekki fengist frá meirihlutan-
um sem fer með völdin í Reykja-
vík. Raunhæfar úrbætur í dag-
vistarmálum barna eru þó löngu
orðnar knýjandi nauðsyn.
Skortur á barnaheimilum er
gömul og ný saga, en nú brennur
heitast spurningin um það hvern-
ig reka megi þau heimili sem til
eru. Forstöðukona eins barna-
heimilisins sagði við mig á dögun-
um: „Ástandið í fyrrahaust var
slæmt, en það var eins og jólin
miðað við erfiðleikana núna.“ En
hvað veldur?
176 krónur á tímann
Má bjóða þér starf fyrir 176
krónur og 50 aura á tímann - lið-
lega 28 þúsund á mánuði? Það
gerir Reykjavíkurborg ef þú hef-
ur 5 ára starfsreynslu við að ala
upp börn, sinna þörfum þeirra og
stuðla að andlegum, líkamlegum,
tilfinningalegum og félagslegum
þroska þeirra. Þetta eru launin
sem ófaglærðu Sóknarfólki á dag-
vistarheimilum borgarinnar eru
boðin. Og þau eru enn lægri fyrir
byrjendur.
Mér kæmi ekki á óvart þótt þú
segðist ekki hafa efni á því að
taka að þér starfið, nema að ein-
hver annar, t.d. sambýlingur
þinn væri í stakk búinn til að
framfleyta þér að hluta.
Staðreyndin er líka sú að illa
gengur að fá fólk og halda í það á
barnaheimilum Reykjavíkur.
Þannig hefur það reyndar verið
um nokkurn tíma, en lengi getur
vont versnað, sé ekki að gert. Og
því miður verður ekki annað séð
af könnunum á starfsmannahaldi
Dagvista barna en að ástandið á
þessu ári sé enn uggvænlegra en í
fyrra.
Það er ekki einungis að margar
deildir séu undirmannaðar með
þeim afleiðingum að álag á starfs-
fólkið verður óeðlilega mikið.
komið misjafnlega niður á
heimilunum svo óhætt er að full-
yrða að á sumum þeirra hefur
ástandið verið gott.
En þar sem erfiðleikarnir eru
fara kraftar forstöðumanna í að
leita að nýju fólki og bjarga
undirmönnuðum deildum frá
degi til dags. Þeir kraftar þyrftu
að nýtast til að halda utanum og
byggja upp uppeldisstarfið.
Fóstrur og aðstoðarfólk með
reynslu þarf hvað eftir annað að
setja nýtt fólk inní störfin og að-
laga börnin breytingunum.
10 deildir lokaðar
Þrautseigja starfsmanna
margra heimilanna er satt- að
segja undrunarefni. Viljinn til að
bjarga málum hefur haldið
heimilunum opnum þótt oft á tíð-
um væri full ástæða til að draga úr
starfseminni. En komið getur að
fá fólk með framangreinda
menntun til starfs“ (undirstrikun
mín - KÁÓ).
Þessi lög voru sett fyrir 11 árum
og er þar skýrt kveðið á um það
að þeir sem annist fóstrustörf,
þ.e. starfsfólkið á deildunum,
skuli hafa fósturmenntun þótt
víkja megi frá því með ráðuneyt-
issamþykki fáist alls ekki
menntað fólk.
í maí sl. voru 29.5% stöðugilda
á deildum Reykjavíkurheimil-
anna mönnuð fóstrum og fólki
með aðra uppeldismenntun -
70.5% ófaglærðu fólki. 53
DEILDIR HÖFÐU ÞÁ ENGA
FÓSTRU STARFANDI, en alls
eru deildirnar 155. Allir for-
stöðumenn heimilanna 60 voru
fóstrur.
Af framansögðu má ljóst vera
að þeir sem ábyrgð bera á þjón-
ustu dagvistarheimila Reykjavík-
ur hafa ríka ástæðu til að vera
áhyggjufullir. Það sama gildir
fyrir foreldra barnanna sem
dvelja á þeim heimilum sem við
erfiðleikana búa.
í mínum huga er ekki minnsti
vafi á því að launakjör starfs-
manna eru kjarni vandans.
Óeðlilegt álag, þreyta og óá-
nægja starfsfólks með að ekki er
hægt að sinna uppeldisþættinum
sem skyldi eru afleiðingar þess að
ekki fæst fólk til starfa.
Lítill vilji
til úrbóta
í borgarstjórn hafa fulltrúar
stjórnarandstöðunnar hvað eftir
annað bent á vandann og krafist
leiðréttingar á launum. Að lokn-
um kosningum í fyrra lögðu 3
minnihlutaflokkanna fram til-
lögu um að enginn starfsmaður
borgarinnar fengi laun undir 30
þúsund krónum fyrir fulla dag-
vinnu frá 1. september 1986. Til-
lögunni var vísað ífá af meirihlut-
anum. Nú, ári síðar, eru fólki
boðnar tæpar 28 þúsund krónur.
Meirihlutinn hefur vikið sér
undan að endurmeta störf sem
konur eru fjölmennar í, sérstak-
lega þau sem fela í sér umönnun
og hjúkrun barna, sjúkra og aldr-
aðra. Samhljóða samþykkt borg-
arstjórnar um slíkt endurmat
liggur þó fyrir frá í mars 1986.
Síðastliðið haust lagði stjórn-
arandstaðan fram fyrirspurn um
hvernig meirihlutinn hyggðist
bregðast við þeim starfsmanna-
skorti sem hrjáði dagvistarheim-
ili, þjónustu við aldraða og aðra
starfsemi á vegum borgarinnar.
Engin fengust svörin um úrbætur
og borgarstjóri sagði fyrirspurn-
ina út í hött þar sem fyrirspyrj-
endur gengju út frá því að launa-
kjör væru ástæða vandans!
„Þensla á vinnumarkaði“ er
algengasta viðbára valdhafanna í
Reykjavík þegar þeir eru minntir
á ábyrgð sína á þjónustu borgar-
innar. Uppgjafartónninn er alls-
ráðandi og því haldið fram að
ekkert þýði að hækka laun borg-
arstarfsfólks því þá hækki al-
menni markaðurinn bara meira
og togi til sín fólkið eftir sem
áður.
Vissulega miðar fólk laun sín
við það sem fæst annars staðar og
eftirspurn eftir vinnuafli er mikil.
En launafólk notar fleiri viðmið-
anir: Hvað þarf ég til sómasam-
legrar framfærslu og á hvers kon-
ar starfi hef ég áhuga? Og svo
sannarlega er til stór hópur fólks
sem langar til að sinna uppeldis-
störfum, margir hafa menntað sig
til þeirra. Vandamálið er að
stjórnvöld og samtök launafólks
semja um laun sem eru fyrir neð-
an eðlileg framfærslumörk.
Eru dagvistarheimili
nauðsynleg?
Stjórnendur Reykjavíkurborg-
ar verða að gera það upp við sig
hvort þeir ætla að viðhalda upp-
eldisþjónustu á barnaheimilum
eða ekki. Vilji þeir snúa öfugþró-
uninni við, verður að henda því
launakerfi sem nú er í gildi og
taka upp nýtt. Leiðréttingar á
launum þola ekki bið þar til nú-
verandi kjarasamningar renna
út.
Ábyrgð rekstraraðila dagvist-
arheimilanna, Reykjavíkurborg-
ar, felst í því að taka á kjarna
vandans, launamálunum. Verði
það ekki gert, hljóta Reykvíking-
ar að álykta sem svo að Sjálfstæð-
isflokkurinn í borgarstjórn hafi
svarað ákveðinni spurningu
neitandi. Spurningunni um það
hvort góð dagvistarheimili fyrir
börn séu ein af nauðsynlegum
undirstöðum nútímasamfélags.
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins
Má bjóða þér starf fyrir 176 krónur og
50 aura á tímann - liðlega 28 þúsund á
mánuði? Pað gerir Reykjavíkurborg ef
þú hefur 5 ára starfsreynslu við að ala
upp börn, sinna þörfum þeirra og stuðla
að andlegum, líkamlegum, tilfinninga-
legum og félagslegum þroska þeirra
Mikil hreyfing á starfsfólki eykur
enn frekar á erfiðleikana.
Sífelld mannaskipti
Á tímabilinu 1. janúar til 30.
júní á þessu ári hættu 174 einstak-
lingar störfum á barnaheimilun-
um. Það er nær fjórðungur af
heildarstarfsmannafjöldanum og
mun örari hreyfing en var á fyrri
hluta síðasta árs. Reynslan segir
manni að enn fleiri hætta störfum
seinni hluta árs, svo reikna má
með því að u.þ.b. helmingur þess
fólks sem starfaði í byrjun ársins
verði hættur um næstu áramót.
Svo ör mannaskipti standa
hvaða fyrirtæki sem er fyrir
þrifum. Starfið sem unnið er á
barnaheimilum er þó enn við-
kvæmara fyrir slíku en flest
önnur. Góð tengsl barnanna við
uppalendur sína er mikilvæg for-
senda vellíðunar þeirra.
Þetta ástand hefur skapað
ómælda erfiðleika og þreytu
starfsmanna og óhjákvæmilega
dregið úr gæðum þess uppeldis-
starfs sem dagvistarheimilum er
ætlað að sinna. Tekið skal fram
að starfsmannavandinn hefur
því að óverjandi er að bjóða
börnum og starfsfólki uppá frá-
leit skilyrði. Og þá er ekki um
annað að ræða en að draga úr
starfseminni. Nú eru a.m.k. 10
deildir á dagvistarheimilum
Reykjavíkur lokaðar. Og hætt er
við að þeim fjölgi á næstunni
nema hart verði við brugðist.
Samdrátturinn birtist líka í því að
á sumum heimilunum hefur dval-
artími barnanna verið styttur og í
þriðja lagi er dregið að vista ný
börn þar sem undirmannaðar
deildir ráða ekki við fullan barna-
fjölda.
53 fóstrulausar deildir
í lögum um byggingu og rekst-
ur dagvistarheimila fyrir börn
segir í 16. grein:
„Forstöðumaður dagvistar-
heimilis og starfslið ER ANN-
AST FÓSTRUSTÖRF, SKAL
HAFA HLOTIÐ FÓSTRU-
MENNTUN, svo og þeir sem
annast umsjón með dagvistar-
heimilum á vegum rekstraraðila.
Heimilt er þó með samþykki
ráðuneytis að víkja frá þessu
ákvæði sé þess enginn kostur að
Miðvikudagur 2. september 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5