Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 8
MENNING
Suðun/erÍMa
nams
Ertu byrjandi?
Þarftu að fara í megrun?
[/iltu fjör, púl og svita?
\ [/iltu rólegan tíma?
Eða viltu eróbikk með teygjum?
J5B á flpkkinn fyrir þig.
Eidfjörugir tímar með
léttri iass-sveifiu.
Allir geta veríS meó.
AthlAth!
Lokaðir flokkar.
Pantið tímanlega fyrir
vetrarnámskeiðin.
liýjarperur íöllum iömpum.
ávallt ífararbroddi
M&rgun-, dag- og kvöldtímar
Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988
Chagall
sýning
haldin í
Moskvu
Loks farið að viðurkenna listamanninn
í heimalandi sínu
Um þessar mundir er að hefj-
ast í Moskvu sýning á verkum
málarans mikla, Marc Chagalls,
sem Rússar hafa þó hingað til
ekki kunnað að meta að verð-
leikum, og er hún haldin í tilefni
af aldarafmæli meistarans. Á sýn-
ingu þessari, sem er til húsa í
Púsjkin-safninu og fjölskylda
Chagalls og menningarmálaráðu-
neyti Sovétnkjanna gangast
fyrir, verða 80 málverk og 200
grafík-myndir, sem fengin eru að
láni hjá sovéskum söfnum og hjá
frönskum og sovéskum einka-
söfnurum, og hafa sum verkanna
aldrei áður komið fyrir almenn-
ingssjónir.
„Allir eru að bíða eftir þessari
sýningu," sagði Valeri Volkov,
sovéskur listamaður og sérfræð-
ingur í Chagall. Hann sagði að
hingað til hefði það verið opin-
bert viðhorf í Sovétríkjunum að
Chagall, sem dvaldist mestan
hluta ævi sinnar í Frakklandi,
væri vestrænn listamaður, og
hefðu menn þannig afneitað
rússneskum rótum myndlistar
hans, þótt þær hefðu alls staðar
komið fram. En Chagall fæddist
fyrir réttum hundrað árum í bæn-
um Vitebsk, sem er rétt fyrir
innan landamæri Hvíta Rúss-
lands, og var andrúmsloft þessa
bæjar mjög áberandi í verkum
hans. Greinar sem birst hafa í so-
véskum blöðum að undanförnu
bera þess vitni, að þar í landi eru
menn farnir að hafa meiri smekk
fyrir Chagall en áður. Talsverður
orðrómur hefur verið um að í bí-
gerð sé að opna „Chagall-safn“ í
æskuheimili málarans, en það
hús slapp óskemmt fyrir eins kon-
ar kraftaverk, þegar bærinn Vit-
ebsk var að mestu lagður í rústir í
heimsstyrjöldinni síðari. En sam-
kvæmt ýmsum heimildum hefur
ekkert verið ákveðið ennþá, þótt
hugmyndin hafi komið fram í
blaðagreinum.
Chagall, sem lést á heimili sínu
í St-Paul-de-Vence í Suður-
Frakklandi í mars 1985, neitaði
að heimsækja Vitebsk, þegar
hann kom aftur til Sovétríkjanna
árið 1973 í tilefni af lítilli sýningu
á verkum hans. Volkov sagði
fréttamönnum að ekki væri ljóst
hvort ástæðan fyrir því að Cha-
gall vildi ekki koma aftur til
bernskustöðva sinna væri ein-
hverjar beiskar endurminningar
eða að honum hefði verið ráðið
frá að gera það.
Chagall stundaði fyrst listnám í
Vitebsk og Pétursborg, en fékk
svo styrk til að fara til Frakklands
árið 1910. Pau fjögur ár sem hann
var í Montparnasse í París meðal
framúrstefnu-listamanna lögðu
grundvöllinn að heimsfrægð hans
síðar. Hann sneri aftur til Vitebsk
árið 1914 og ætlaði þá aðeins að
vera þar stuttan tíma, en komst
ekki aftur til Parísar vegna
heimsstyrjaldarinnar. Eftir bylt-
inguna 1917 var Chagall gerður
að skólastjóra nýs listaskóla í
heimabæ sínum. Á eins árs af-
mæli byltingarinnar fékk hann
listamenn Vitebsk til að skreyta
borgina. Ríkið keypti tólf af
verkum hans og hann var heiðr-
aður með því að sérstakur salur
var helgaður honum á mikilli
listsýningu í Leningrad.
En ári síðar varð alvarlegur
árekstur milli hans og annars
rússnesks framúrstefnu-
listamanns Kasimir Malevitch.
Sagði Chagall þá af sér skóla-
stjórastöðunni og fór til Moskvu.
Pótt hann yrði fyrir áhrifum af
kúbisma og abstrakt-list hélt
hann áfram að bregða upp mynd-
um frá Vitebsk í þeim verkum
sem hann gerði eftir að hann fór
þaðan. í myndum hans ríkir
gjarnan súrrealískur andi: kýr
troða flugstíg, fiðluleikari spilar á
þökum húsa Gyðingahverfis, og
rabbíar, rússneskar kirkjuhvelf-
ingar, svífandi elskendur og fim-
leikamenn blandast saman í
mikilli litadýrð.
Chagall teiknaði leiktjöld og
annaði ýmsum opinberum pönt-
unum, áður en hann yfirgaf
heimaland sitt endanlega árið
1922. í Sovétríkjunum lækkaði
stjarna hans síðan mjög mikið,
þegar það var gert að opinberri
stefnu á tímum Stalíns upp úr
1930 að raunsæi væri eina rétta
listastefnan. Þá voru verk Chag-
alls tekin úr listasöfnum og sett í
geymsluherbergi, þar sem þau
voru síðan geymd áratugum sam-
an. Listamaður einn, sem skrif-
aði í vikuritið „Ogonyok", sagði
að hann hefði einungis getað
kynnt sér stíl Chagalls vegna þess
að frjálslyndur kennari hans
leyfði honum að skoða listaverk-
abók. Fram á þennan dag hafa
aðeins örfá verk eftir Chagall ver-
ið til sýnis í sovéskum söfnum, og
hafa þau verið höfð í þeim sölum,
sem helgaðir eru Vesturlandam-
áluram.
Á þingi listamanna í Moskvu í
maí í vor urðu miklar deilur um
raunsæi í málaralist, og réðst for-
maður sovéska listamannasam-
bandsins harkalega á nútímalist,
sem hann sagði að væri „sálarlaus
og vonlaus". En frjálslyndari
listamenn svöruðu með því að
segja að Chagall og aðrir meistar-
ar nútímalistar hefðu verið hug-
djarfir brautryðjendur og hefði
engin 20. aldar menning getað
orðið til án þeirra.
Vikuritið Ogonyok hefur lýst
því yfir að nú sé kominn tími til að
Chagall fái þá viðurkenningu í
heimalandi sínu sem hann eigi
skilið að fá. Fréttastofan Novosti
hefur sagt að það sé „glasnost“-
stefnu Gorbatsjofs að þakka að
sovéskur almenningur eigi þess
nú kost að kynnast list Chagalls.
(Reuter)
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. september 1987