Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 9
____________MENNING__________ Þjóðleikhúsið Veisla í vetur Fjögur ný íslensk leikverk frumsýnd Nokkrir aðstandendur „Brúðarmyndar", standandi: Gunnar Reynir Sveinsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Stefán Baldursson, sitjandi: Guðný Ragnarsdóttir, HalldórBjörnsson, ÞórunnS. Þorgrímsdóttir, ErlingurGíslason, Guðrún Gísladóttir. Þjóðleikhúsið hefur nú kynnt starfsemi sína og verða tíu verk sýnd á ríkisfjölunum í vet- ur. Verkin eru af ólíkum toga og úr ýmsum áttum. Alls verða frumsýnd átta leikverk og söngleikur. Þáverðurtekin upp sýning (slenska dans- flokksins „Ég dansa við þig“, en ný ballettsýning er á dö- finnieftiráramót. Af átta leikverkum hússins eru fimm íslensk, sem er hærra hlut- fall en áður, eins og Gísli Alfreðs- son, þjóðleikhússtjóri, tjáði blaðamönnum á fréttafundi í gær. Rómúlus mikli, eftir sviss- neska skáldið Friedrich Durren- matt, er fyrsta verkefni vetrarins, en það verk varð jafnframt fyrst til að vekja athygli á þyí ágæta skáldi. Rómúlus mikli á að vera friðflytjandi og heimspekilegur gamanleikur, og segir frá hinum huglausa keisara rómverja, Rómúlusi og þeim ógöngum sem hann lendir í, því hann hefur hina megnustu andúð á valdbeitingu og á ekki uppá pallborðið hjá samherjum sínum. Rómúlus hefst ekki að, meðan óvinir hans nálgast og nennir ekki að flýja. Loks verður sinnuleysið honum til bjargar, í lokin afræður hann að gerast kjúklingabóndi til að halda manníegri reisn og lífi um leið. Gfsli Halldórsson er leikstjóri, en Rúrik Haraldsson fer með tit- ilhlutverkið. Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi þýddi verkið og leikmynd gerir Gunnar Bjarna- son. Frumsýning verður 19. sept. Nýtt verk eftir Guðmund Steinsson Brúðarmyndin, nýtt verk eftir Guðmund Steinsson verður frumsýnt í október. Nú er áratug- ur frá því Stundarfriður rauf frið í leikhúsinu og fyrir fimm árum sýndi Þjóðleikhúsið leikrit hans, Garðveisla. Brúðarmynd lýsir því sem ger- ist, þegar verið er að kvikmynda fjölskyldulíf og þeim veruleika sem myndast andspænis þeim veruleika. Á sl. hausti var verkið leiklesið á leikskáldaþingi í Eug- ene O’Neill-miðstöðinni á austurströnd Bandaríkjanna, við óspilltar undirtektir viðstaddra. Með stærstu hlutverk fara Er- lingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Guðný Ragnarsdóttir, Flalldór Björnsson, sem leikur sitt fyrsta hlutverk hjá leikhús- inu, Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerir leikmynd og búninga. Brúðarmynd verður frumsýnd í október. Vesalingarnir, söngleikur byggður á samnefndri skáldsögu Victors Hugo, hefur verið sýndur í tvö ár samfleytt í London við fádæma vinsældir, verður jóla- verkið. Vesalingarnir er stór- söngleikur eða rokkópera, og hefur hlotið nafngiftina „Snilld- arverkið með stóra hjartað“. Þetta er viðamikið verk, um 30 íeikarar taka þátt í sýningunni og með stærstu hlutverk fara Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Guðjónsson, Aðalsteinn Berg- dal, Edda Heiðrún Bergmann, Sigrún Waage og Lilja Þórisdótt- ir. Benedikt Árnason er leikstjóri en Böðvar Guðmundsson þýddi leikinn. Leikmynd og búninga gerir Karl Aspelund og er Agnes Löve æfingastjóri tónlistarinnar. Hljómsveitarstjóri er Snæbjörn Jónsson, en 17 manna hljómsveit spilar í söngleiknum. „Ég dansa við þig“ Þá verða sex aukasýningar á sýningu fsl. dansflokksins, „Ég dansa við þig“, en sýningin er sú langvinsælasta til þessa, af hálfu dansflokksins. Hlíf Svavarsdótt- ir, nýkomin heim frá Hollandi, tekur við af Nönnu Ólafsdóttur sem listdansstjóri. Sam Shepard, eitt fremsta og afkastamesta leikskáld Banda- ríkjanna, mun eiga verk á fjölum Þjóðleikhússins í vetur, þegar nýjasta verk hans „A lie of mind“, verður frumsýnt í mars- byrjun. Sam Shepard er, þó ung- ur sé að árum, orðinn að goð- sagnapersónu í heimalandi sínu: Leikskáld, kvikmyndastjarna, tónlistarmaður og hrossarækt- andi. Shepard hefur skrifað meira en 40 leikrit og hlotið Pulitzer-verðlaunin. Eitt af þekktustu verkum hans, „Barn j í garðinum“ (Buried Child) var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, en önnur fræg verk hans eru „True West“ og „Fool for Love“, en það síðasttalda var kvikmyndað og sýnt í bíóhúsi hér í vetur. Sam Shepard samdi líka handritið að bíómyndinni Paris, Texas. „A lie of mind“ var út- nefnt besta leikverk ársins 1986 af gagnrýnendum í New York. Verkið er ástaróður, ofsafenginn og bráðfyndinn í senn og lýsir samskiptum foreldra og sona, eiginkvenna og eiginmanna. Úlf- ur Hjörvar þýddi leikritið en með leikstjórn fer Gísli Alfreðsson. Ljóðrœnn harmleikur Fjalla-Eyvindur, eitt af meistaraverkum Jóhanns Sigur- jónssonar, var eitt þeirra verka sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga við vígsluna 1950, en var fyrst sýnt í Iðnó árið 1911. Strax árið eftir var Fjalla-Eyvindur sýndur í Kaupmannahöfn og fór svo sigur- för um Evrópu, fyrst íslenskra leikverka, þannig að umheimin- um varð ljóst að íslenskar bók- menntir höfðu ekki dáið út með söguöldinni. Fjalla-Eyvindur er stórbrotinn, rómantískur og ljóðrænn harmleikur um ástir og örlög Eyvindar útilegumanns og Höllu, konunnar sem hlýðir rödd hjartans og fórnar öllu fyrir skammvinna sælu. Það verður spennandi að sjá hvað tíminn hef- ur gert við Eyvind, eða hvort Eyvindur hefur gert eitthvað við tímann. „Lygarinn“, eftir Carlo Gold- oni, verður með seinni skipum Þjóðleikhússins. Goldoni er stundum nefndur hinn „ítalski Moliére" og er líklega kunnastur hér á landi fyrir gamanleikinn „Tveggja þjónn“, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir tuttugu árum. Goldono (1707-1793) var afspyrnu afkastamikið gaman- leikjaskáld, hann samdi um 300 gamanleiki - og þegar hann stóð á hátindi ferils síns samdi hann sextán leikverk á einu ári, þar á meðal mörg sem talin eru meistarastykki, til að lenda ekki í skuldafangelsi, ef ekki til að forða sér frá bráðum bana. Lygarinn er miskunnarlaus farsi um erkilygarann og kvenna- flagarann Lelio, sem er svo heill- andi að enginn stenst honum snúning, hversu ósennileg sem lygin er. Til að setja upp þessa sýningu hefur Þjóðleikhúsið fengið til liðs við sig víðfrægan ítalskan leikstjóra, Giovanni Pampiglione. Frumsýning er í apríl. Hin eilífa barátta Barnaleikrit Þjóðleikhússins í ár er „Hvar er hamarinn", eftir Njörð P. Njarðvík. Leikritið var fyrst sýnt úti á landi snemma í sumar og þótti höfða til fólks á öllum aldri. Verkið er byggt á Þrymskviðu og er sprellfjörugur gamanleikur, sem segir af för Þórs þrumuguðs í dulargervi á fund Þryms til að endurheimta hamarinn. Sumsé barátta góðs og ills handa börnum. í helstu hlut- verkum eru Erlingur Gíslason, Örn Árnason, Randver Þorláks- son og Lilja Þórisdóttir. Hjálmar H. Ragnarsson semur tónlist og leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga. Á Litla sviðinu verða frumsýnd tvö ný íslensk verk, og verða þau kynnt nánar síðar. En annað þeirra er „Bílaverkstæði Badda“, dramatískt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Þórhallur Sig- urðsson mun leikstýra. Hitt er „Kvennafár" eftir Þorvarð Helgason og Andrés Sigurvins- son er leikstjóri. „Kvennafár“ eru þrír einþáttungar á léttari nótunum. Þá er hugsanlegt að pláss verði fyrir fleiri verk á Litla sviðinu í vetur. Nú eru tveir höfundar á starfs- launum hjá leikhúsinu til að skrifa leikrit, Birgir Sigurðsson, sem ráðinn er frá 1. september í 6 mánuði og Áskell Másson, ráð- inn frá 1. jan. í sex mánuði til að semja óperu. Tölvuvœdd mlðasala Sala aðgangskorta hefst fimmtudaginn 3. september en sala aðgöngumiða hinsvegar 12. september. Sú nýjung er tekin upp í vetur að ellilífeyrisþegar fá mestan og dágóðan afslátt, en ör- yrkjar og skólafólk fá einnig um- talsverðan afslátt. Fyrir veisluglaða er vert að geta þess að Þjóðleikhúsið býður uppá svokallaða „Leikhús- veislu", en fyrir 1750 kr. fæst þrír- éttuð máltíð í Þjóðleikhúskjallar- anum og leikhúsmiði á Stóra sviðið á eftir. Lágmarksfjöldi veislugesta er 10 manns. Þjóðleikhúsinu er óskað til hamingju með nýtt leikár. -ekj. „Besti Besti vinur Ijóðsins, rís í kvöld úr Ijóðelskum dvala og hyggst treysta vináttubönd sín við Ijóð- listina. Þá mun vinurinn standa fyrirskáldavöku á Hótel Borg, sem hefst kl. 8.30 stundvíslega. Verða þar án efa fagnaðarfundir, því eins og menn rekur minni til voru samkomurBVLgeysivin- sælar í fyrra, komust oft færri að en vildu, og gáfu þannig lands- liðsleikjum ekkert eftir. Þau skáld sem koma fram eiga það sameiginlegt að hafa nýverið sent frá sér bók, eða hún er vænt- anleg. Sigfús Daðason les úr bók sinni, en Sigfús hefur ekki sent frá sér bók í tíu ár, og aðeins kom- ið tvisvar fram á sama tíma. Þorgeir Þorgeirsson les þýð- ingar sínar á Ijóðum hins kunna vinur Ijóðsins í kvöld“ Samuel Beckett. fræðimanns og skálds, Kristjáns Matras, sem koma út á næstunni. Þorsteinn frá Hamri les úr ný- útkominni bók sinni, Urðar- galdri. Steinunn Sigurðardóttir. Árni Ibsen ætlar að lesa þýð- ingar sínar á verkum Samuels Beckett, sem koma senn út á bók. Þá eru eftirtalin skáld sem lesa upp og eru öll því marki brennd að hafa nýlega sent frá sér bók, en það eru Isak Harðarson, Jó- hann árelíuz, Steinunn Sigurðar- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Gunnar Hersveinn og Jón Egill Bergþórsson. Vilborg Dagbjarts- dóttir les einnig upp en hún er ekki að gefa út bók. Viðar Eggertsson leikari, sér- legur verndari BVL, verður kynnir á skáldavökunni. Veiting- asalur Hótel Borgar verður opinn af þessu tilefni og miðaverð er ekki nema 300 krónur. Það er óhætt að hvetja ljóða- unnendur og aðra til að mæta á svæðið og upplifa þá einstöku stemmningu, sem Hótel Borg og Besta vini ljóðsins er svo lagið að ná fram. -ekj. Miðvikudagur 2. september 1987 ^ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Hljómsveitin Gildran heldur tvenna tónleika I þessari viku. Þeir fyrri verða miðvikudag 2. sept. I Duushúsi og þeir seinni fimmtudaginn 3. sept. í Casablanca. Meðlimir hljómsveitarinnar eru, standandi frá vinstri: Þórhallur Árna- son bassi, Karl Tómasson trommur, Birgir Haraldsson gítar og söngur. (Fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.