Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓOVILJIN
Miðvikudagur 2. september 1987 192. tölublað 52. örpangur
LEON
AÐ FARS€LL|
SKÓLACÖNOJ
0
SAMVINNUBANKI
(SLANDSHF
Kvikmyndasjóður
Kjaftshögg á kvikmyndagerð
Jón Baldvin hyggst afnema lögbundin útgjöld ríkissjóðs í Kvikmyndasjóð.
Hjálmtýr Heiðdal: Botnlaust skilningsleysi á menningarstarfsemi í landinu
etta er kjaftshögg á alia kvik-
myndagerð í landinu og sýnir
botnlaust skilningsleysi á menn-
ingarstarfsemi hér á landi, sagði
Hjálmtýr Heiðdal, kvikmyndag-
erðarmaður, sem á sæti I stjórn
Félags kvikmyndagerðarmanna.
Tilefni þessara ummæla er ein
af niðurskurðartillögum Jóns
Baldvins, fjármálaráðherra, sem
kynnt var í Alþýðublaðinu sl.
laugardag. Jón Baldvin leggur til
að afnumið verði ákvæði um lög-
bundið framlag til Kvikmynda-
sjóðs íslands.
„Þetta kemur manni mjög
spánskt fyrir sjónir, í ljósi þeirrar
umræðu sem átt hefur sér stað að
undanförnu um eflingu íslenskrar
menningar gegn flóðbylgju er-
lendrar menningar," sagði
Hjámtýr.
Kvikmyndagerðarmenn hafa í
mörg ár barist fyrir því að staðið
sé við lögin um framlag ríkisins til
Kvikmyndasjóðs en það var ekki
fyrr en á síðasta ári að sjóðnum
barst fullt framlag.
„Kvikmyndasjóður er lífs-
spursmál fyrir kvikmyndagerð í
landinu. Kvikmyndagerð var
komin í alvarlegar kröggur vegna
þess að stöðugt var verið að skera
framlag ríkisins niður og það er
ekkert launungarmál að margir
góðir kvikmyndagerðarmenn
hafa lent undir hamrinum. J>á
lagðist heimildakvikmyndagerð
svo til alfarið niður, því markað-
ur fyrir heimildakvikmyndir er
næstum bundinn við sjónvarpið.
Það er því ljóst að kvikmynda-
gerð gengur ekki án kvikmynda-
sjóðs.“
Hjálmtýr sagði að kvikmynd-
agerðarmenn teldu að framlag
ríkisins yrði að vera lögbundið
því annars væru þeir komnir upp
á náð og miskunn mislyndra vald-
hafa.
- Sáf
Björgunarsveitir
Æfing á
Möðmdal
Um næstu helgi munu um 250
björgunarsveitarmenn víðast
hvar að af landinu taka þátt í
samæfingu Landssambands
Hjálparsveitar skáta, sem haldin
verður á Möðrudalsöræfum.
Samæfingar sem þessar eru
reglulegir viðburðir og skiptast
aðildarsveitir LHS á um að halda
þær. Að þessu sinni er æfingin í
höndum hjálparsveitanna í
Reykjavík, Aðaldal, Fljótsdals-
héraði og á Fjöllum.
Æfingin á Möðrudalsöræfum
hefst kl. 5 árdegis á laugardag og
lýkur henni um miðjan dag á
sunnudag. - lg.
Einkareikningur Landsbankans
er tékkareikningur með háum
vöxtum, sem gefur kost á heimild
til yfirdráttar og láni, auk margvís-
legrar greiðsluþjónustu.
Einkareikningur er framtíðarreikningur.
Einkareikningur er nýr reikningur sem kemur til móts við
þær kröfur sem viðskiptahættir nútímans gera um arðsemi
og sveigjanleika.
Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður
hafa þekkst, sem þannig sparar þér snúninga við að færa á
milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka tii að fá hærri vexti.
Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru
jafnháir af öllum innstæðum.
Þú getur sótt um allt að 30.000 króna yfirdráttarheimild til
að mæta tímabundinni aukafjárþörf og möguleiki er á allt að
150.000 króna láni til allt að tveggja ára í tengslum við
Einkareikninginn.
Reikningnum fylgir bankakort sem hægt er að nota í
tvennum tilgangi, sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum og
sem aðgangskort að hraöbönkum. Bankakortið gerir 16-17
ára unglingum kieift að stofna Einkareikning. Þeir nota
bankakortið í stað tékkheftis þar til þeir hafa náð aldri til að
mega nota tékkhefti.
Einkareikningur er þess virði að kynna sér hann betur.
Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu
nánari upplýsingar.
Einkareikningur er framtíðarreikningur.