Þjóðviljinn - 24.09.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Page 1
Fimmtudagur 24. september 1987 211. tölublað 52. órgangur Heimilishjálp 200 heimilíán aðstoðar Guðrún Agústsdóttir: Davíð vill gefast upp og biða en við viljumfara í samkeppni um vinnuaflið ogþað gerum við best meðþvíað borga mannsœmandi laun Miðað við biðlista sem nú iiggja fyrir hjá heimilshjálp Reykjavíkurborgar, vantar að- stoð á um 200 heimili í Reykjavík. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lagðar voru fyrir borgarráð í fyrradag vantar að manna 23 stöðugildi hjá heimilishjálpinni, en þörfin er í raun meiri að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur og lætur nærri að til þess að hægt sé að veita öllum þá hjálp sem nauðsynleg er þurfi að manna um 40 stöðugildi. Flestir sem vinna hjá heimilishjálpinni eru með um fimm fjölskyldur, þannig að 40 | manns til viðbótar gætu annað um 200 fjölskyldum. Hjá heimilishjálpinni er nú heimild fyrir 225 stöðugildi og er talinn mikill sparnaður í því fyrir borgina að reka góða heimilisað- stoð, þannig að aldraðir geti dval- ið á eigin heimilum sem lengst. „Ég held að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og nú,“ sagði Guðrún. „Þenslan í þjóðfé- laginu er stór hluti skýringarinnar á þessu ástandi einsog borgar- stjóri hefur bent á. Davíð vill hinsvegar gefast upp og bíða eftir að þenslan minnki og að þá verði hægt að reka heimilishjálpina áfram sem láglaunastarf. Við hjá minnihlutanum viljum hinsvegar bregðast við þessu með því að keppa um vinnuaflið og það ger- um við best með því að borga mannsæmandi laun.“ Guðrún sagði að það spiluðu reyndar fleiri þættir inn í þetta en launin og að það þyrfti að endur- skipuleggja starfið þannig að það yrði eftirsóknarverðara en nú. „Petta er mikið ábyrgðarstarf og á að vera vel launað.“ Guðrún sagðist hafa tekið mál NATO-ferðir Kaupa velvild Hugh Ivory, Menningarstofnun: Reiknum með að ferðirnar skapi jákvæð viðhorf. Fulltrúar sveitarstjórnafóru í vor Við reiknum með því að ferðir þessar skapi jákvæð viðhorf (goodwill) í okkar garð, auk þess sem við látum fólki í té upplýsing- ar um Atlantshafsbandalagið þannig að það getur byggt af- stöðu sína til þess á þeim grunni frekar en að það móti sína afstöðu út frá tiifinningum,“ sagði Hugh Ivory, forstöðumaður Menning- arstofnunar Bandaríkjanna, þeg- ar Þjóðviljinn innti hann eftir til- gangi ferða skólastjóra Reykja- víkur til höfuðstöðva NATO í Brússel. í vor hafði Menningarstofnun- in milligöngu um aðra ferð til Brússel, en í þeirri ferð voru full- trúar frá nokkrum sveitarfé- lögum. Það voru fulltrúar frá fsa- firði, Sauðárkróki, Seyðisfirði og Keflavík, auk Unnars Stefáns- sonar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en hann hljóp í skarðið fyrir Hallgrím Guð- Fossvogsdalur Rætt um framtíðina Kópavogskaupstaður hefur ákveðið að skipa samstarfsnefnd um framtíð Fossvogsdals sem úti- vistarsvæðis. Hefur Reykjavíkur- borg verið boðið að skipa fulltrúa i nefndina, en enn hafa engin svör borist frá Davíð. Fulltrúar Kópavogs í nefndinni eru þeir Kristján Guðmundsson bæjarstjóri, Valþór Hlöðversson Alþýðubandalagi og Bragi Mic- haelsson Sjálfstæðisflokki. -Sáf mundsson frá Höfn í Hornafirði. Það vekur athygli að í nágrenni allra þessara sveitarfélaga eru hernaðarframkvæmdir í gangi eða fyrirhugaðar. Ratsjárstöðv- arnar fyrir vestan og austan, Stokksnes við Hornafjörð og Helguvík og Miðnesheiði við Keflavík. Unnar sagði að þetta væri eina ferðin sem hann vissi um þar sem fulltrúar sveitarstjórna hefðu far- ið í ferð á borð við þessa. Sagði hann að ferðalöngum hefði verið kynnt starfsemi NATO auk þess sem málefni þessara sveitarfélaga hefði borið á góma, t.d. varaflug- völlurinn við Sauðárkrók. Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins á Sauðárkróki, var með í för- inni. Sagði hún við Þjóðviljann að sér hefði verið boðið persónu- lega auk varabæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins, sem einnig hefur verið andvígur flugvallaráform- unum og bæjarstjóranum. „Ég ákvað að fara í þessa för til að kanna hvernig þeir ætluðu sér að breyta afstöðu minni til hersins og varaflugvallarins." Sagði Anna Kristín að ferð þessi hefði ekki haft nein áhrif á afstöðu hennar nema ef vera skyldi til þess að hún væri harðari gegn flugvellinum, einsog hefði komið fram í kosningabaráttunni í vor. Nú er unnið að undirbúningi þriðju ferðarinnar til höfuð- stöðva NATO. Ivory vildi ekki gefa upp hverjir yrðu með í þeirri för, en sagði að það væru fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna. Sagði hann að þeir byðu fulltrúum sem flestra stjórnmálaflokka, bæði þeirra sem væru vilhallir NATO og þeim sem væru andvígir hern- aðarbandalaginu. -Sáf heimilishjálpar upp í félags- málsaráði og hvernig rétt væri að bregðast við vandanum. „Þar var rætt hvort Sóknarkonur sem starfa við heimilishjálp eigi ekki rétt á sömu leiðréttingu og Sókn- arkonur við dagvistun. Ég tók þetta upp á síðasta borgar- stjórnarfundi en fékk engin skýr svör. Ég býst samt við því að þær fái þessa leiðréttingu." -Sáf Ása Sigurðardóttir í pósthúsinu í Ármúla. Geysileg mannekla er nú hjá Póststofunni í Reykjavík og helst henni illa á fólki að sögn Björns Björnssonar póstmeistara. Mynd: Sig. Kaup og kjör Póstinum seinkar Mannekla hrjáir Póststofuna. Björn Björnssonpóstmeistari: Óvístað við getum öllu lengur haldið uppi eðlilegriþjónustu Fólkið stoppar alltof stutt. Mannaskipti eru geysilega ör, enda helst okkur illa á fólki, sagði Björn Björnsson póstmeistari í samtali við blaðið, en mikii mannckla hrjáir Póststofuna um þessar mundir eins og fleiri opin- berar stofnanir. Hjá Póststofunni í Reykjavík starfa 120 bréfberar, og vantar nú fólk í 25 stöður, eða yfir 20%, Póstmeistari var spurður hvort það hefðist að bera út póstinn daglega, og sagði hann að síð- astliðinn mánudag hefði ekki allt komist út, og væri það í fyrsta skipti, en þó væri fólkið sem ber út í stanslausri aukavinnu til að hafa undan. „Við höfum getað haldið því setta marki að koma þeim bréfum út daginn eftir sem til okkar berast fyrir klukkan fimm, en ég er hræddur um að við séum að missa af strætisvagnin- um og getum ekki haldið uppi þessari þjónustu. Hér er tiltölulega lítill fastur kjarni starfsfólks með mikla starfsreynslu, en síðan er stór hluti með nánast enga,“ sagði Björn. „Póstfólk hefur setið eftir í launakjörum hjá ríkinu, enda tel ég að það sé verst launað af öllum ríkisstarfsmönnum. Fólkið sem fer í gegnum póstskólann leitar gjarnan í banka og til ann- arra ríkisstofnana vegna betri kjara. Það er ekki eins og einka- markaðurinn gleypi það allt,“ sagði Björn. Að sögn Jennýar Jakobsdótt- ur, formanns Póstmannafélags- ins, standa nú yfir samningavið- ræður við fjármálaráðuneytið og samgönguráðuneytið um launa- málin. „Við verðum að fá leiðréttingu til að halda þjálfuðu starfsfólki. Það hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið að póst- fólk leitar í önnur störf þar sem það fær betri laun. Stjórnvöld verða að horfast í augu við að breytinga er þörf í launamálun- um, og þá er ég ekki síst að tala um þann þjálfaða kjarna sem heldur uppi póstþjónustunni að mínu mati,“ sagði Jenný. HS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.