Þjóðviljinn - 24.09.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI
Kaupskaparsælan mikla
Verslunarráð íslands hefur verið að halda
upp á sjötugsafmæli sitt og ríkir hjartnæm
ánægja með þá virðulegu stofnun á síðum
Morgunblaðsins, eins og vænta mátti: í gær er
slegið upp mikilli fréttatilkynningu frá ráðinu þar
í blaði undir hinni lofsamlegu fyrirsögn: „Sjötíu
ára barátta fyrir frelsi og framförum". Sú
greinargerð minnir á það sem landsins þegnar
hafa orðið rækilega varir við öðru hvoru: for-
ystumenn Verslunarráðs telja sig sitja uppi með
þá stjórnsýsluvisku og þá hagræna spádóms-
gáfu sem aðra skorti mjög tilfinnanlega. Ekki
síst pólitíska forystumenn. Enda hefur verið að
skapast ákveðið mynstur í pólitísku ferli, þar
sem tillögur í anda markaðshyggjunnar nýju eru
unnar af Verslunarráði og sigla síðan áfram inn í
þjóðfélagið fyrir atbeina handlangara í eldri og
yngri kynslóð Sjálfstæðisflokksins.
Þetta heitir á sjálfumglaðri tungu Verslunar-
ráðsins að það hafi lagt fram „vandaðar tillögur
um aðgerðir gegn verðbólgu og reynt að hafa
áhrif á stjórnvöld til að ná fram skynsamlegri
hagstjóm". Og er því heitið að ráðið muni halda
áfram að bjarga stjórnmálamönnum frá sjálfum
sér og kjósendum, m.a. með því að gera úttekt á
fjarlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og rétta að
henni vinsamlegar leiðbeiningar um það hvern-
ig skattleggja má fyrirtæki. Til að undirstrika það
samband við stjórnmálamenn sem Verslunar-
ráðið telur æskilegt, færði það Jóni Baldvin svo
kuta nokkurn að gjöf fyrir skemmstu eins og til
að minna fjármálaráðherra og aðra þá snápa
sem minniháttar eru á skyldur þeirra gagnvart
æðri visku ráðsins: gjöfin átti að minna Jón
Baldvin á að hann ætti að lækka skatta og skera
niður ríkisútgjöld til að fyrirtæki gætu hagnast
meira í dag en í gær
Þegar svo mikið er látið er ekki nema von að
menn spyrji: Hvað hafast þeir sjálfir að sem
hafa sig mjög í frammi um að knýja fram niður-
skurð á samneyslu og telja sig hafa hagrænar
formúlur fyrir skynsamlegri hagstjórn? Einn
Tímaritstjórinn til dæmis lét sérfátt um verðleika
Verslunarráðsmanna finnast á dögunum. Hon-
um ofbýður offjárfesting í verslunarhúsnæði,
bráðaþensla í heildsölum. „Stærðin á verslun-
armusterunum," segir hann meðal annars, „og
bruðlið sem þar viðgengst er utan við skilning
allra nema þeirra sem stíga dansinn kringum
gullkálfinn og trúa á framtíðarspár hagfræðinga
sinna“. Yrði svo allt það brölt til að ekki fæst
lengur starfsfólk í framleiðslugreinar, um leið og
hagur manna versnar vegna mikillar álagningar
sem á að rísa undir „mestu eyðsluklóm þjóðfél-
agsins".
Það er okkur á Þjóðviljanum ekki nýtt að bent
sé á það bruðl sem verslunarhallir miklar eru
tákn um. Svo lengi höfum við sjálfir þann
steininn klappað. En sú offjárfesting fer sam-
hliða mörgu öðru sem minnir okkur dag hvern á
það, að við erum á leið inn á þá tegund kapítal-
isma sem metur í rauninni ekki aðra en þá sem
eru klókir við kaupskap. En meðhöndlar þá sem
framleiða eins og ómaga sem mega þakka fyrir
að fá að vera til - enda sé meira en nóg framleitt
af öllum skrattanum í okkar hluta heims. Og þeir
sitja efst í því samfélagsmynstri sem hafa stigið
skrefið til fulls - þeir sem versla ekki lengur með
vöru, sem oft getur orðið mönnum erfið í með-
förum, heldur með peninga. Meðan þeir sem
viðskiptavitið skortir og hafa lent í þeirri hag-
fræðilegu heimsku að starfa við atvinnuvegi,
sem hér áður voru kenndir við undirstöður
þjóðfélags, mega snapa gams.
KUPPT OG SKORIÐ
Sjálfstæðisflokknum hefur verið
vikið þaðan burt um stundarsak-
ir, þá umhverfist Moggi, makar á
sig stríðsmálningu, veður fram í
ritstjórnargreinum og á fréttasíð-
um með hálfan sannleik, sannan-
legar rangfærslur og hreinar
blaðshöllina og biðjast vægðar.
En sjávarútvegsráðherrann er
maður rétt kominn af ungling-
saldri einsog við kynntumst í af-
mæiisveislunni miklu fyrr í sumar
og er enn að átta sig á þeim raun-
veruleika í íslenskri pólitík sem
Halldór Ásgrímsson, sjavaruxvwysi
stjóra Hvals að hvalavinirnir við
möstrin hafi í rauninni verið
undir áhrifum hressingarlyfja frá
lækni Hvalavinafélagsins.
Morgunblaðsritstjórarnir
verða að svara með óyggjandi
hætti ásökunum Halldórs Ás-
Yfirgangur Moggans
óbolandi
^sherferð
JSvSim&BfíiP
Þjódviljinn í Green-
peacestríði við SÍS
Mogginn og
landstjórnin
Það er aldeilis veldi á Moggan-
um ef trúa má kvörtunarræðu
sem Halldór Ásgrímsson hélt yfir
ungum Framsóknarmönnum
niðrá Gauk á Stöng um daginn.
„Það sitja þarna ritstjórar niðrí
Morgunblaðshöil" sagði Halldór
„og þeír virðast trúa því að þeir
geti stjórnað þjóðfélaginu; þeir
geti sent mönnum skilaboð inní
ríkisstjórn og í stjórnarmyndun-
arviðræður. Þeir sendu til dæmis
skilaboð í stjórnarmyndunarviðr-
æðurnar þess efnis að Matthías
Á. Mathiesen ætti alls ekki að
verða ráðherra og einnig sendu
þeir skilaboð um að rétt væri að
Halldór Ásgrímsson yrði ein-
hvers staðar annars staðar en í
sjávarútvegsráðuneytinu. “
Halldór er auðvitað sár yfir
þessum afskiptum Mogga, en:
„Manni líðst víst ekki að tala illa
um Morgunblaðið. Því ef maður
gerir það er maður tekinn í gegn í
leiðurum og Reykj avíkurbréfi. “
Hvílíkt líf fyrir Halldór að þurfa
að eiga slíkt yfir höfði sér.
Það er reyndar rétt hjá ráð-
herranum að Moggi hefur lengi
litið á sig sem óaðskiljanlegan
hluta af stjórnkerfi landsins. Rit-
stjórum blaðsins hefur þótt það
móðgun við sig ef löggjafinn eða
framkvæmdavaldið leitar ekki
álits Morgunblaðsins áður en haf-
ist er handa, og í slíkum tilfellum
grípur Moggi til dómsvaldsins og
sveiflar sveipanda sverði yfir hin-
um óhlýðnu einsog kerúbinn í
kvæði Bjarna amtmanns.
Þegar blaðið telur sig hafa
misst tök á ríkisvaldinu eða öðr-
um helstu valdastofnunum í
samfélaginu, til dæmis þegar
lygar, gerir fimm hænur úr einni
fjöður, úlfalda úr mýflugu, atar
bestu menn drullu og auri og
rennur einsog mannýgt naut á
hvað sem fyrir verður þangaðtil
Flokkurinn er aftur sestur að
kjötkötlunum, sólin skín á ný yfir
Aðalstræti sex og ritstjórarnir
þýða þarfir stórfyrirtækjanna
skjólstæðinga sinna á vélamál
handa tölvunum í ráðherrastól-
unum, þangaðtil skuggaráðu-
neytin geta aftur hafið sífundi
sína á flosklæddum skrifstofun-
um við Austurstrætisendann.
Halldór hissa
Við erum orðin vön þessu hér
á Þjóðviljanum eftir hálfrar aldar
sögu, og þessvegna er það helst
kímilegt að horfa á Halldór Ás-
grímsson standa hlessa og ráð-
villtan fyrir framan Morgun-
ekki var farið nógu vel í á
stjórnmálaskóla ungra framsókn-
armanna fyrir austan í gamla
daga.
Á sterkum
lyfjum?
Það vekur hinsvegar nokkra
undrun að þessi sannleikur um
sjálfsálit Morgunblaðsins op-
inberaðist Halldóri í hvala-
deilunni. „Einsog Morgunblaðið
hefur skrifað í þessu máli tel ég
það framferði miklu verra og
þjóðhættulegra en þetta aum-
ingjans fólk sem batt sig við
möstrin uppí Hvalfirði," sagði
Halldór yfir útþynntu bjórlíkinu
á Gauknum.
Þetta er athyglisverð kenning.
Sérstaklega í ljósi þeirrar mis-
smekklegu söguskýringar for-
grímssonar sjávarútvegsráð-
herra. Samlíkingin við næturgesti
Hvals hf. síðustu helgi er auðvit-
að ekki annað en aðdróttun um
að um hvalaumfjöllun Moggans
hafi verið framin í óráði eiturvím-
unnar, og úrþví Moggi er miklu
verri og hættulegri en hvalavin-
irnir hljóta lyfin að vera þeim
mun sterkari. Sprauta þeir sig
með heróíni á Mogganum?
Rófan á SÍS
Þegar stigið er á rófuna á SÍS
þá æpir Tíminn. Þetta orðtak
fundu Moggamenn upp í Útvegs-
bankastríðinu, sem fíkniskýring-
in getur raunar átt prýðilega við
líka, - en margt hefur verið sagt
af minna viti í Aðalstrætinu.
Það er nefnilega engu líkara en
að Tímastjórar hafi komist í
eiturskammtinn hjá þeim Styrmi
og Matthíasi undanfarnar vikur.
Til dæmis sagði Þjóðviljinn frá
því eftir síðustu lotu í hvalamál-
inu, og hafði fyrir traustar heim-
ildir, að grænfriðungar hygðu á
herferð gegn íslenskum fiskaf-
urðum á erlendum mörkuðum,
og ætti einkum að beita sér gegn
SIS, vegna tengsla utanríkis- og
sjávarútvegsráðherranna við það
kompaní, og vegna þess að SÍS á
svolítinn hlut í Hval hf.
Veldi Þjóðviljans
Eitthvað hefur aukist hjá þeim
skammturinn á ritstjórn Tímans
við þessar fréttir. Næsta dag er
lesendum Tímans tilkynnt með
flennifyrirsögn á forsíðu að Þjóð-
viljinn sé kominn í „Greenpeace-
stríð við SÍS“, og jafnvel breskir
grænfriðungar standi agndofa
gagnvart þeirri heift sem Þjóð-
viljinn sýni með því að hefja
„herferð gegn SÍS“ með þessum
fréttum sínum.
Einsog sönnum fréttamiðli
sæmir hefur Tíminn síðan haldið
áfram rannsókn mála, og þarf nú
orðið á allri tiltækri lyfjahjálp að
haida til að horfast í augu við
veldi Þjóðviljans meðal erlendra
græningja. í gær segir málgagn
Framsóknarflokksins og Fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík frá
því að nú sé í aðsigi „rógsherferð
skipulögð í seytján þjóð-
Iöndum“. Ekki geta Tímamenn
þó unnt Þjóðviljanum þess að
nefna hann á nafn í fréttinni, en í
staðinn er talað um að „tveir Sví-
ar“ séu í fremstu röð herferðar-
innar. En óþarft ætti að vera að
minna á að í augum þess sem öðr-
um er fremri við Tímastjórnvöl
nú um stundir er aðeins eitt and-
styggilegra en kommúnistarnir
vondu á Þjóðviljanum. Það eru
Svíar. -m
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Margrét Magnúsdóttir
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsinga8tjóri: Siariður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
AfgreiÖ8la: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöö: 65 kr.
Áskrlftarverft á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. september 1987