Þjóðviljinn - 24.09.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Page 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Stéttarsambandsfundur Könnun á félagslegum kjömm sveitafólks Fundurinn samþykkir að ganga til samstarfs við Búnað- arfélag Islands um gerð áætlunar um þróun landbúnaðarins fram til næstu aldamóta, í samræmi við álvktun 70. Búnaðarþings. Jafnframt verði leitað sam- vinnu við landbúnaðarráðuneyt- ið um að gerð verði víðatæk könnun á félagslegum kjörum og afkomu sveitafólks. Meðal ann- ars verði reynt að meta áhrif framleiðslustjórnunar og sam- dráttar í framleiðslu á afkomu bænda og viðhorf þeirra. Enn- fremur verði metin áhrif þess að bústörf eru bindandi á lífsviðhorf fólks í sveitum. í greinargerð segir: Athugun á félagslegri aðstöðu og viðhorfum sveitafólks hefur ekki verið gerð fram til þessa. Margt bendir til að þær breytingar, sem orðið hafa í land- búnaðinum á undanförnum árum og eru að verða, hafi haft víðtæk áhrif á félagslega afstöðu sveitaf- ólksins og um margt raskað hin- um hefðbundnu viðhorfum þess. Með vandlega unninni vísinda- legri könnun mætti afla mikils fróðleiks um þetta efni, sem komið gæti að gagni í kjarabar- áttu bændastéttarinnar á næstu árum. Ennfremur gætu slíkar upplýs- ingar auðveldað Stéttarsamband- inu og öðrum samtökum bænda starf þeirra í þágu þeirra bænda sem standa höllum fæti. - mhg Stéttarsambandið Ranglæti og rökleysa að skerða fœðingarorlof bœndakvenna Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins að vinna að því, að starf heimavinnandi bænda- kvenna verði metið sem fullt starf og þær njóti réttar til fæðingaror- lofs í samræmi við það. í greinargerð segir: Ýmsir aðilar, sem Hagstofa ís- lands og Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hafa ekki verið samdóma um á hvern hátt meta skuli vinnuframlag bænda- kvenna. Hversu raunhæfar mis- munandi aðferðir eru við að meta vinnuframlag í landbúnaði fer eftir þvi', hvaða forsendur eru notaðar við slíkt mat. Vinna við heimilisstörf var ekki talin til landbúnaðarstarfa hjá fyrrnefnd- um aðilum við áætlun, sem gerð var til þess að meta vinnuframlag bændakvenna. Á þetta mat verður ekki fallist því ljóst er að vinna heimavinn- andi bændakvenna er að miklu leyti tengd rekstri búsins og hníga engin rök að því, að skerða fæð- ingarorlof þeirra. - mhg Ingi Tryggvason í ræðustóli á aðalfundi Stéttarsambandsins á Eiðum. Á bak við hann eru frá v.: Jón Helgason landbúnaðarráðherra, Jón Gíslason Hálsi og Jón Guðmundsson Reykjum. Stéttarsambandið Endurskoðun á sjóðagjöldum og fleiri ályktanir Allsherjarnefndir eru stundum kallaðar ruslakistur. Sennilega er sú nafngift komin til af þvi, að slíkar nefndir fá gjarna til með- ferðar hin margvislegustu og ó- skyldustu mál, sem ekki er talið að falli að meginviðfangsefnum annarra nefnda. Oft eru þetta auðvitað hin merkustu mál og fjarri því, að vera nokkurt ,4"usl“. Ályktanir nefnda aðalfundar Stéttarsambandsins, annarra en allsherjarnefndar, hafa nú verið birtar hér í blaðinu. Hér koma hinsvegar ályktanir hennar, eins og fundurinn afgreiddi þær. Sjóðagjöldin Fundurinn felur stjórn Stétt- arsambandsins að sjá um að heildarendurskoðun fari fram á sjóðagjöldum landbúnaðarins. Jafnframt óskar fundurinn eftir að nefnd, sem kosin var á síðasta aðalfundi, til að fjalla um trygg- ingamál landbúnaðarins, Ijúki störfum sem fyrst. Tollamál Fundurinn telur brýnt að kann- að verði misræmi á tollum á rekstrarvörum landbúnaðarins. Felur fundurinn stjórninni að skipa starfshóp, sem fjalli um það mál. Erindreki Fundurinn beinir því til stjórn- ar Sambandsins að aukin verði tengsl milli þess og hins almenna bónda í landinu. Athugað verði hvort ástæða sé til að ráða erind- reka til þessa starfa. Lífeyrismál Fundurinn beinir því til stjórn- ar Sambandsins, að hún leiti leiða til að fá fjármagn til þess að auka lífeyri til þeirra bænda, sem fædd- ir eru eftir 1914. Áskilið er að viðkomandi hafi greitt iðgjöld til sjóðsins frá upphafi af fram- leiðslu sinni, en hafi haft svo litla framleiðslu að hún gefi það lítil lífeyrisréttindi, að ekki verði við unað. . - mhg Skógrækt Gerð werði landnýtingaráætlun og 15 ára áætlun um skógrœkt Auk þeirra ályktana aðalfund- ar Skógræktarfélags ísiands, sem birtar eru annarsstaðar hér á Landsbyggðinni, samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktanir. 1. Fundurinn hvetur til frekari samvinnu einstaklinga, félaga og stofnana um uppgræðslu lands og ræktun landverndarskóga. 2. Fundurinn fagnar nýútkom- inni skýrslu um landnýtingu á fs- landi og forsendur fyrir landnýt- ingaráætlun og hvetur til þess, að landnýtingaráætlun verði gerð og komi til framkvæmda. 3. Fundurinn mælir með því að við endurskoðun jarðræktarlaga samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verði fjár- magni, sem til ráðstöfunar kann að verða til nýrra verkefna, m.a. beint til skógræktar samkvæmt skógræktarlögum. 4. Fundurinn harmar að ekki hefur tekist að koma skógræktar- áætlun þeirri í framkvæmd, sem unnin hefur verið fyrir jarðir í innanverðum Laugardal í Árnes- sýslu. Fundurinn skorar á aðila málsins að láta einskis ófreistað til að finna á því lausn hið fyrsta. 5. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við ályktun Búnaðar- þings 1987 um 15 ára skógræktar- áætlun. 6. Fundurinn beinir þeim til- mælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að framlag ríkissjóðs til nytjaskóga verði hækkað í samræmi við á- lyktun Búnaðarþings 1987 um 15 ára skógræktaráætlun. 7. Fundurinn fagnar því frum- kvæði landbúnaðarráðherra, sem fram komu í ræðu hans nýverið, að hann hyggst gefa áhugafólki kost á landi í ríkiseign til skóg- og trjáræktar. 8. Fundurinn samþykkir að fela stjórn Skógræktarfélags ís- lands að endurskoða reglur um úthlutun svokallaðra „vindling- astyrkja“ til skógræktarfélag- anna, þar sem tekið yrði aukið tillit til minni félaganna. Stefnt verði að því að nýjar reglur taki gildi fyrir úthlutun 1988. 9. Fundurinn felur stjórn fé- lagsins að vinna að því, að skóg- ræktarfélög, sem eiga jarðir eða ráða yfir jarðnæði, fái styrk til ræktunar skjólbelta á sama hátt og aðrir, sem njóta jarðræktar- framlaga. - mhg Fimmtudagur 24. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Stéttarsambandið Landnýting og gróðurvemd Þörfá öfgalausum um- rœðum Fundurinn lýsir áhyggjum vegna þeirra andstæðu viðhorfa og hörðu deilna, sem orðið hafa að undanfornu um landnýtingu og gróðurvernd. Hætta er á að þessar deilur kunni að skaða hagsmuni land- búnaðarins og spilla ímynd hans í huga þjóðarinnar. Fundurinn bendir á að flestir bændur nýta land sitt hóflega, enda eiga engir meira undir því í bráð og lengd að svo sé gert og gæðum landsins ekki spillt. Fundurinn skorar á alla bænd- ur að sýna þessum málum fullan skilning og mæta með velvilja og skilningi sjónarmiðum þeirra, sem af einlægni vilja stuðla að hóflegri nýtingu gróðurs og vern- dun náttúru. Fundurinn felur stjórn Stétt- arsambands bænda i samvinnu við önnur samtök bænda að beita sér fyrir raunhæfri og öfgalausri umræðu um gróðurverndarmál, sem leitt geti til þess að sátt takist um þessi mál meðal þjóðarinnar. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.