Þjóðviljinn - 24.09.1987, Qupperneq 7
Umsagnir um kvikmyndahátíð
Adam og Eva í Indlandi. Úr Genesis eftir Mrinal Sen.
„Markleysa"
Marilyn
Monroe
íbóli
Einsteins
„Markleysa" eftir Nicolas
Roeg er hnyttin og ísmeygileg
fantasía um ímyndaða sögulega
atburði, þ.e.a.s. eitthvað sem
gerðist ekki en hefði getað komið
fyrir þekktar persónur. Segir þar
frá „prófessornum", „leikkon-
unni“, „öldungardeildarþing-
manninum“ og „boltaleikaran-
um“, en ekki er farið í neinar
grafgötur um að hér er í rauninni
um að ræða Albert Einstein,
Marilyn Monroe, Joseph
McCarthy og Joe DiMaggio (þá-
verandi eiginmann Marilyn).
ímyndar höfundur sér að leiðir
þeirra hafi legið saman í
marsmánuði 1954: Fyrir framan
hótelið er verið að kvikmynda
það fræga atriði, þegar trekk-
vindur feykir upp kjól Marilynar,
uppi á einu herberginu situr Ein-
stein og veltir fyrir sér flóknum
útreikningum, en DiMaggio fer
inn á bar hótelsins, þar sem hann
hittir fyrir Joseph McCarthy sitj-
andi þunglamalega yfir drykkju.
Síðan fléttast þræðirnir saman:
McCarthy vill fá Einstein til að
bera vitni fyrir óamerísku nefn-
dinni, en hverfur svo á braut til
fundar við skyndikonu, Marilyn
Monroe rekst inn til Einsteins og
útskýrir fyrir honum afstæðisk-
enninguna með leikfangalest og
með afbrýðissaman eiginmann á
hælunum, en gistir loks hjá Ein-
stein. Þegar McCarthy kemur um
morguninn finnur hann ekki
prófessorinn heldur liggur Maril-
yn í bóli hans. Ætlar hann þá að
gera upptæk handrit hans með út-
reikningunum miklu, sem Ein-
stein grýtir þó að lokum sjálfur út
um glugga á hótelinu... Inn í
þessa fléttu er skotið svipmynd-
um af fyrri ævi persónanna og
meinlokum, og kemur það eink-
um grimmdarlega fram hvað
hugsunin um kjarnorkuárásina á
Hiroshima sækir að Einstein.
Ekki vantar að þessi fantasía sé
andrík og skemmtileg og full af
tilvísunum í allar áttir og alls kyns
hnyttni. Leikararnir eru einnig
furðulega líkir persónunum eins
og þær voru í raun og veru. En
myndin er samt sem áður nokkuð
myrk í heild. Einna helst virðist
það vaka fyrir höfundi að sýna
hvað sögulegir atburðir og goð-
sagnir um persónur séu vaxnir
hátt yfir höfuð þeirra persóna
sjálfra sem hlut eiga að máli. En
vegna þess kannski hve myrk
myndin er vekur hún til umhugs-
unar um margt. e.m.j.
„Genesis“
Synda-
fall í
eyðimerkur-
rústum
Eins og nafnið bendir til fjallar
indverska myndin „Genesis“
eftir Mrinal Sen um e.k. „upp-
haf“ og „syndafall". Bóndi og
vefari flýja kúgun og þurrk og
setjast að í yfirgefnu og hálf-
hrundu þorpi, þar sem ekkert er
að finna nema hauskúpur fyrri
íbúa og einn málmgljáandi högg-
orm, sem kemur þó lítið við
sögu að öðru leyti en því að hann
hrellir söguhetjurnar eilítið með
hvæsi sínu. Einu tengsl mann-
anna tveggja við umheiminn er
kaupahéðinn, sem kaupir fram-
leiðslu vefarans og færir þeim í
staðinn á úlfalda sínum ýmsar
nauðsynjavörur en arðrænir þá
að því er virðist um leið. Þrátt
fyrir það líður lífið áfram í ró og
spekt.
Dag einn ber að flóttakonu
nokkra, sem er að forða sér
undan afleiðingum stórflóða, og
skjóta bóndinn og vefarinn
skjólshúsi yfir hana, fyrst aðeins
til einnar nætur, en svo fer þó að
hún sest að hjá þeim til frambúð-
ar og gerist ráðskona í rústunum.
En eftir þetta sígur á ógæfuhlið,
vinskapur vefarans og bóndans
fer smám saman að kólna, af-
brýðissemi og gagnkvæm tor-
tryggni skjóta upp kollinum, og
leiðir það um síðir til uppgjörs
eftir að í ljós hefur komið að kon-
an er barni aukin.
„Genesis“ er mjög hæg mynd
en frábærlega vel tekin í mögn-
uðu umhverfi rústa og eyðimerk-
ur, og samskipti persónanna fín-
lega gefin í skyn. Þrátt fyrir ljóð-
rænan blæ magnast spennan og
verður uppgjörið mjög sterkt.
Það er einmitt kosturinn við kvik-
myndahátíðir að það er unnt að
sýna listaverk eins og þetta sem
fara ekki alfaraleið. e.m.j.
ÁRBÆR
BREIÐHOLT
LAUGARNES
Kennslugreinar í ÁRBÆ eru:
enska 1., 2., 3. og 4. fl. kennslud. mánud.
spænska 1. og 2. fl. kennslud. mánud.
þýska 1., 2. og 4. fl. kennslud. miðvikud.
KENNSLUSTAÐUR ÁRBÆJARSKÓLI
Kennslugjald kr. 2.600.-.
Kennslugreinar í BREIÐHOLTI eru:
fatasaumur kennslud. mánud. og miðvikud.
Gjald kr. 5.000.-.
enska 1., 2. og 3. fl. kennslud. þriðjud.
enska 4. og 5. fl. kennslud. miðvikud.
franska 1. flokkur kennslud. mánud.
spænska 1. og 2. fl. kennslud. þriðjud.
í undirbúningi er kennsla í bókbandi, áætlað að
það hefjist seint í október.
KENNSLUSTAÐUR ER í MENNINGARMIÐ-
STÖÐINNI í GERÐUBERGI.
Kennslutími frá kl. 18-22.20.
Kennslugjald á saumum er kr. 5.000 og tungu-
málum kr. 2.600.-.
Kennslugreinar í LAUGARNESI eru:
þýska frh. fl. kennslud. mánud.
sænska 1. og 2. fl. kennslud. þriðjud.
sænska 3. og 4. fl. kennslud. mánud.
enska 2. og 3. fl. kennslud. miðvikud.
bókfærsla 1. og 2. fl. kennslud. þriðjud.
vélritun 1. og frh.fl. kennslud. þriðjud.
Auk þess fer kennsla á verslunarsviði í öldunga-
deild fram í Laugalækjarskóla.
KENNSLUSTAÐUR í LAUGARNESI ER
LAUGALÆKJARSKÓLI.
Kennslutími kl. 18.40-22.20.
Kennslugjald kr. 2.600.-.
INNRITUN ER ÞEGAR HAFIN OG FER FRAM I
MIÐBÆJARSKÓLA DAGLEGA ÞESSA VIKU
KL. 14-20.
ATH. í BREIÐHOLTI TÖKUM VIÐ Á MÓTI
INNRITUNUM FIMMTUDAGINN 24.9. KL. 18-
20 í GERÐUBERGI.
NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR
Raðgreiðslur V/SA -, ódýr
og þægilegur greiðslumáti
Léttið greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðslum VISA í allt að 12 mánuði
vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar.tryggingagjalda o.fl.
Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til
muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda.
Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferðalög, heimilistæki,
tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur,
tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki
bjóða nú þennan þægilega greiðslumáta.
Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftir-
farandi hlunnindi. Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga-
þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gisti-
þjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD.
Nú eiga korthafar VISA enn fleiri
kosta völ.
VISA:
Boðgreiðslur,
Raðgreiðslur,
Símgreiðslur. styrktaraðili ólympíuliðs íslands