Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
El Salvador/Nicaragua
Vopnahlé
og viðræður
ígœrféllust vinstriskœruliðar í El Salvadorá
að eiga orðastað við Duarteforseta. I
fyrradag kvaðstforseti Nicaragua œtla að láta
draga úr árásum á Kontraliða
höRFRÉTTIRm
Gríska
ríkisstjórnin er ekki söm í dag og
hún var í fyrradag. Þá gerði And-
reas Papandreou veigamiklar
breytingar á ráðuneyti sínu, í
þriðja sinn frá því hann hófst til
valda árið 1981. Nú voru þrír fé-
lagar úr vinstri armi Pasokflokks
forsætisráðherrans á ný gerðir að
ráðherrum en þeir höfðu orðið að
víkja í síðustu uppstokkun. Ýmsir
gera því skóna að kosningar séu
á næsta leyti í Grikklandi og segja
nýju stjórnina vera mjög „fyrir-
kosningalega." Papandreou tók
því hinsvegar fjarri í gær. Enn-
fremur vísaði hann á bug orðrómi
um að alvarlegur ágreiningur
væri innan Pasokflokksins milli
stuðningsmanna sin sjálfs og fyl-
gjenda ástkærrar eiginkonu sinn-
ar, Margrétar nokkurrar Papand-
reou!
Forseti írans
hinn nafntogaði gráskeggur Ali
Khamenei, sagði í New York í
gær að árás bandarískrar þyrlu á
íranskt skip á Persaflóa í fyrradag
hefði verið mestu mistök sem
Bandaríkjamenn hefðu gert frá
því Ronald Reagan var kjörinn
forseti. „Þeir skulu fá að snýta
rauðu," sagði hann síðan undan
vefjarhettinum, steytti hnefann og
setti í brýrnar.
Mikill kjörgripur
verður seldur á heljarins miklu
uppboði sem fram fer í Bæjara-
borginni Munschen þann sjötta
nóvember næstkomandi. Þetta er
ritvél af Remingtongerð, vel kom-
in til ára sinna og tæplega hæf
lengur til síns brúks. Engu að
síður gera uppboðshaldarar sér
vonir um að geta krækt í 30 þús-
und bandaríkjadali fyrir gripinn.
Jú, þetta er eitt af helstu tólunum
úr verkfæraskáp Adolfs þess Hitl-
ers er af mikilli andagift samdi
fjölda ritverka. Eitt þeirra, „Mein
Kampf', kvað hafa runnið úr höfði
hans, niður í gegnum hendur og
fingur og ritvél þessa áður en það
subbaðist á pappír.
Demókrataflokkur-
inn
bandaríski er einu forsetaefninu
fátækari. Jósef nokkur Biden gaf í
gær út þá yfirlýsingu að hann
væri hættur í keppninni um út-
nefningu flokksins fyrir forsetakj-
örið að ári. Ástæðan kvað einkum
vera sú að upp hefur komist um
ýms vafasöm brögð hans á um-
liðnum árum í stjórnmálabröltinu.
Hann viðurkenndi að sér hefði
orðið það á að Ijúga sig góðan
nemanda. Hann hafi ekki verið
meðal efstu manna í sínum bekk í
skóla, staðreyndin væri sú að
hann hefði verið hálfslappur
námsmaður. Ennfremur sagði
hann það rétt vera að hann hefði
tekið ýmsa kafla úr ræðum Ró-
berts Kennedys og Neils Kinn-
ocks ófrjálsri hendi og þrumað þá
af hjartans sannfæringu yfir fáf-
róðum kjósendum. Nú eru tveir
demókratar úr leik í forkosningas-
lagnum, annar fyrir ræðustuld en
hinn fyrir kvennastúss. Hver
skyldi verða næstur og hvað
verður honum borið á brýn?
Kona nokkur
var búsett í borginni Wellington á
Nýja-Sjálandi og varð fyrir því
óláni að varpa síðustu öndinni í
svefni á dögunum sem er í sjálfu
sér ekki í frásögur færandi nema
fyrir það að sjö menn þurfti til að
bera líkið úr húsi og sveifla því
uppá líkvagn. Lögreglan kvaðst
hafa orðið að leita ásjár krafta-
karla þegar hún uppgötvaði að
hin burtsofnaða vó 343 kíló á evu-
klæðum einum fata.
Leiðtogar vinstri sinnaðra
skæruliða í El Salvador hafa
fallist á að ganga til viðræðna við
Jose Napóleon Duarte forseta um
frið og vopnahlé í landinu. Fund-
ur þeirra mun hefjast þann fjórða
október næstkomandi.
Maður er nefndur Guillermo
Ungo. Hann er forseti Bylting-
arsinnuðu lýðræðisfylkingarinn-
ar (FDR) sem er stjórnmálaarm-
ur Farabundo Marti skæruhers
uppreisnarmanna (FMLN).
Hann dvelur allajafna í útlegð í
Panama og þaðan ræddi hann við
fréttamenn í síma í gær.
Ungo sagði allar fylkingar upp-
reisnarmanna hafa verið einhuga
að baki ákvörðuninni um að fall-
ast á viðræður við Duarte. „Við
föllumst á að eiga fund með Du-
arte þann fjórða október í San
Salvador.“ Hann kvað enn ekki
Kim Dae-Jung er að öllum lík-
indum frægasti stjórnarand-
stæðingurinn í Suður-Kóreu en
fast á hæla honum kemur nafni
hans og flokksbróðir, Kim
Young-Sam. Annar hvor þeirra
verður frambjóðandi Endur-
reista lýðræðisflokksins í forseta-
kjörinu í desember næstkomandi.
En hvorugur vill víkja og gætir nú
vaxandi togstreitu milli þeirra um
hnossið.
í gær bar einn af helstu ráð-
gjöfum Kim Dae-Jungs Kim
Young-Sam skilaboð frá vopna-
bróður sínum og keppinaut þar
sem þess er vinsamlegast farið á
leit við hann að hann dragi fram-
boð sitt til baka.
Kosningastjórar Kim Young-
Sams brugðust ókvæða við,
sögðu bónina ósmekklega og
kröfðust þess að samningavið-
ræðum félaganna um framboð-
smálin yrði haldið áfram, að
minnsta kosti út þennan mánuð.
Kimarnir sneru bökum saman í
baráttu sinni gegn stjórn Lýðræð-
isiegs réttlætisflokks forsetans
Chun Doo Hwans. Henni lyktaði
sem kunnugt er með sigri andófs-
aflanna í sumar eftir látlausar
götuóeirðir í margar vikur.
Frambjóðandi stjórnarflokks-
ins hefur þegar verið valinn en
það er krónprins Chuns, Roh
Tae-Woo að nafni. Roh gegndi
lykilhlutverki þegar forsetinn var
vera búið að ákveða hverjir tækju
þátt í viðræðunum fyrir byltingar-
menn en fullyrti að þeir yrðu úr
æðstu röðum, þar á meðal félagar
úr Þjóðarráði FDR-FMLN.
Hann greindi ennfremur frá því
að allir helstu leiðtogar vinstri-
manna myndu á næstunni eiga
fund með erkibiskupi E1 Salva-
dor, Arturo Rivera Damas, en
hann hefur flutt boð á milli þeirra
og Duartes.
Ráðamenn og leiðtogar upp-
reisnarmanna hafa ekki sest að
samningaborði í E1 Salvador frá
því í nóvember árið 1984. Allar
tilraunir til að koma á nýjum
fundi hafa farið út um þúfur fram
að þessu. Viðræðurnar þann
4.október fara fram að frum-
kvæði forsetans er nýverið reit
undir plagg í Guatemala með
fjórum miðamerískum kollegum
neyddur til þess að slaka á klónni
í júlí og er forseti Lýðræðislega
réttlætisflokksins. Þeir Chun eru
báðir fyrrum herforingjar.
Kimarnir vita sem er að ógjör-
legt verður að leggja Roh að velli
nema flokkur þeirra tefli fram
einum frambjóðanda. Því verðu;
annar hvor að draga sig í hlé. Þeir
hafa löngum verið keppinautar
um forystuhlutverk í Endurreista
lýðræðisflokknum og báðir eru
þeir metnaðarfullir og kappsamir
menn.
Ráðamönnum stendur mikill
stuggur af Kim Dae-Jung og líta
þeir á hann sem sinn versta
fjanda. Síðustu sjö árin hefur
hann ýmist setið í dýflissu, stofu-
fangelsi eða dvalið í útlegð. Hann
veit sem er að eftir þessa löngu
fjarveru úr sviðsljósinu þarf hann
að styrkja ímynd sína og flytja
mál sitt fyrir landsmönnum. Til
þess þarf hann tíma og því reynir
hann í lengstu lög að draga val
frambjóðanda flokks síns á lang-
inn.
Stofnanir flokksins kjósa for-
setaframbjóðanda og þar hefur
Kim Young-Sam bæði tögl og
hagldir. Því er hann mjög áfram
um að valið verði sem fyrst inilli
þeirra nafna því hann óttast að
keppinaut hans vaxi ásmegin
með tíð og tíma. Kim Dae-Jung
er nefnilega annálaður ræðusnill-
ingur. -ks.
Daníel Ortega og Napóleon Duarte.
komið er.
sínum þar sem hann strengdi þess
heit að friðmælast við skærulið-
ana.
í fyrradag tilkynnti Daníel Or-
tega, forseti Nicaragua, að hann
hygðist skipa her sínum að hætta
að berja á Kontraliðum í vissum
landamærahéruðum lands síns og
með því stíga skref í átt að vopna-
hléi.
Ortega sagðist með þessu gefa
fulltrúum samninganefndar ríkj-
anna fimm er standa að friðar-
Báðir standa við fyrirheit sín, enn sem
áætluninni kost á að ná sambandi
við uppreisnarmenn og ræða við
þá um vopnahlé í landinu.
Hann gat þess ennfremur að
yfirmanni kaþólsku kirkjunnar í
Nicaragua, Miguel Obando y
Bravo kadínála, hefði verið tjáð
að útvarpsstöð kirkjunnar, Ra-
dio Catolica, væri frjálst að starfa
á ný. Ortega sagði þessar ákvarð-
anir vera teknar vegna ákvæða
friðaráætlunarinnar frá Guatem-
alafundinum. -ks.
Fimmtudagur 24. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Suður-Kórea
Kimar í kapphlaupi
Stjórnarandstöðunni gengur illa að velja
frambjóðandafyrirforsetakjörið í desember
Kim og Kim, Dae-
Jung til vinstri og
Young-Sam við hlið
hans. Samkeppnin fer
harðnandi.
Húsbyggjendur
Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagns-
heimtaug að halda í hús sín í haust eða vetur, er
vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um
hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja
heimtaugina áður en frost er komið í jörðu.
Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst
rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að
uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða ann-
að hindri ekki lagningu hennar.
Heimtaugar verða ekki lagðar, ef frost er komið í
jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar
sem af því hlýst.
Nánati upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf-
greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut
34, í síma 686222.
RAFM AG NSVEITA
REYKJAVÍKUR
Dagheimili í
Vogahverfi
Til að vera betur í stakk búin að veita börnum á
Sunnuborg, Sólheimum 19 markvisst uppeldi í
samræmi við þroska þeirra og þarfir viljum við
ráða uppeldismenntað fólk og aðstoðarfólk í
100% og 50% störf.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
36385.
Verkamenn - rafvirkjar
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
verkamenn við jarðstrengjalagnir og rafvirkja við
uppsetningu á rafbúnaði í aðveitu- og dreifi-
stöðvar.
Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla vinnu-
daga og yfirverkstjóri milli kl. 12.30 og 13.30.
3
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR