Þjóðviljinn - 26.09.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Page 4
IEIÐARI Háreysti og heimsmynd Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari skrif- aði merka hugvekju í Morgunblaðið í fyrradag og fjallaði þar meðal annars um hávaðasýki sem hér herji síðustu árin, sérstaklega eftir tilurð léttu rásanna á Ijósvakan- um. Hvar sem komið er dynur glymjandi tónlist hvort sem mönnum líkar betur eða verr, - í verslunum, í strætisvögnum, á veitingahúsum, á götum úti, á vinnu- stöðum. Jafnvel á sjúkrahúsum verði vistmenn nauðugir viljugir að láta sér lynda að vinsældalistahár- eystin syngi í eyrum daginn út og inn. Steingrímur Gautur vitnar til lögreglusamþykkta og segisteinfaldlega telja að enginn hafi rétt til að neyða annan til að hlusta á eigin tónleika, auk þess sem hin sífellda glymjandi beri vott um nýlendubrag og nesja- mennsku og þekkist varla í menningarríkjum. Þetta er þörf ádrepa. Jafnvel aðdáendum rokk- tónlistar ofbýður hávaðinn, -og góðri tónlist af þeirri tegund er enginn greiði gerður með þessu stagli hvar og hvenær sem er. Steingrímur vekur líka á því athygli að tónlistarval þeirra sem þessu stjórna öllusaman virðist afskaplega einhæft og úr öllu samræmi við tónlistarsmekk þjóðar- innar, einnig yngstu kynslóðanna. Og hann vekur at- hygli á því að sjálfskipaðir forystumenn samfélagsins um tónlistarsmekk leita nær eingöngu í smiðju Engils- axa einsog heimurinn sé ekki stærri. „Nábýlið við Breta og Bandaríkjamenn og náin sam- vinna við þessar þjóðir á ýmsum sviðum hafa ruglað heimsmynd margra íslendinga svo að þeir hyggja að heimurinn sé nálega allur einskonar heimsveldi þess- ara þjóða, einkum á sviði menningar" segir Steingrím- ur, „eða að heimurinn skiptist alfarið í tvo helminga þar sem þessar þjóðir ráði lögum og lofum í „hinum frjálsa heimi“.“ Sem Steingrímur Gautur bendir réttilega á að er frá- leitur misskilningur. íslenskri menningu stafar engin hætta af erlendum áhrifum í sjálfu sér. Þvert á móti má leiða að því rök að hana hafi þá borið hæst þegar innlendir straumar hafa mætt erlendum. Og sá tilverugrunnur okkar sem þjóðar sem felst í sérlegri íslenskri menningu verður ekki varð- veittur með einangrun. Fallegur og merkilegur safng- ripur er eftir sem áður aðeins safngripur. Hættan felst í of einhæfum erlendum áhrifum, í því að tunga og menn- ing verði sambandslaust eyland í samfelldu og einsleitu Morgunblaðið í allri sinni hátign er þessa dagana í fýlu yfir þeim reglum sem viðskiptaráðherra og fjár- málaráðherra hafa beitt sér fyrir um fjármagnsfyrirtæki og erlend lán. Menn hafa á því ýmsar skoðanir hversu skilvirkar þessar reglur eru, hvort þær ganga nógu langt, hvort ekki þarf að setja miklu strangari skilyrði um skattaeftir- lit og svo framvegis. Hvort ráðstafanir Jóns og Jóns skila árangri. En það er ekki þetta sem veldur Morgun- blaðinu áhyggjum. Það eru sjálfar tilraunir Jónanna til að ná stjórn á fjármálunum sem Moggi hefur áhyggjur af. Á innan- hússmállýskunni heitir þetta „viðleitni til opinberrar íhlutunar með alls kyns opinberum afskiptum af viðskipta- og atvinnulífinu", og þeim í Aðalstrætinu þyk- ir grátlegt að þessu skuli fara fram meðan Morgun- blaðseggið Þorsteinn Pálsson vermir stól forsætisráð- herra. hafi og koðni smátt og smátt niður. Þetta eru raunveru- leg örlög margra smárra þjóða. Við þessu verður best spornað með fjölhæfum tengslum við sem flestar þjóðir, með áherslu á fleiri tungumál en enskuna, með líflegum samskiptum við menningarfólk og almenning í sem flestum löndum. Einnig á tónlistarsviði. í þessu Ijósi er afar furðulegt að sjá menn setja á sig hundshaus vegna þeirra alþjóðlegu menningarvið- burða sem vænt fólk hefur staðið að síðustu vikurnar í Fteykjavík. Moggi viröist nefnilega ekki vera á móti erlendri skuldasöfnun nema hún fari fram á vegum ríkisins. Þjóðarbúið má Moggans vegna fara á hausinn, bara ef skuldasöfnunin erfyrirtækjanna. Frelsi fjármagnsins er æðsta boðorð blaðsins. Moggi kippir sér á sama tíma ekkert upp við það að þrír ráðherrar - þar á meðal annar Jónanna - ganga þungir á brún á fund svokallaðra aðila svokallaðs frjáls vinnumarkaðar og lýsa áhyggjum sínum af því að nú skuli eiga að standa við kjarasamninga. Það er ekki kallað „viðleitni til opinberrar íhlutunar með alls kyns opinberum afskiptum". Frelsið á sumsé að vera hjá handhöfum fjármagnsins, ekki hjá þeim sem skapa það með vinnu sinni. Alþýðuflokksmönnum ætti að geta orðið úr þessu gott dæmi um það í hvaða stjórn þeir voru að setjast núna í sumar. Um leið er rétt að muna að hver dregur dám af sínum sessunaut. _m Mogginn, Jónamir og frelsi fjármagnsins Mynd: Sigurður Mar LJOSOPIÐ þlÓÐVIUINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Harvdrfta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltateiknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Margrét MagnUsdóttir Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglý8lnga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Augiýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kríst- insdóttir. Símvar8la: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumonn: Brynjólf ur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 26. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.