Þjóðviljinn - 26.09.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Page 7
Noregur Frumkvöðull jarðsettur Mikillfjöldi manna fylgdi Einari Gerhardsen til grafar Um 20 þúsund manns jöðruðu götur miðborgar Oslóar í gær er líkfylgd syrgjenda Einars Ger- hardsens, fyrrum forsætisráð- herra, fór hjá. Gerhardsen lést á laugardag- inn var á sjúkrahúsi í höfuðborg- inni, níræður að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands fylgdu Gerhardsen til grafar ásamt full- trúum verkalýðsfélaga hvaðan- æva úr Noregi, ættingjum og vin- um. Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra flutti ræðu er for- veri hennar var jarðsettur. „Ein- ar Gerhardsen var ekki einungis mesti stjórnmálaforingi og þjóð- höfðingi okkar á þessari öld held- ur einnig einn hinna bestu drengja. Það féll honum í skaut að leggja drög að og hrinda í framkvæmd velferðarþjóðfélagi eftir hamfarir kreppunnar miklu á þriðja og fjórða áratugnum og það var hann sem stjórnaði endurreisn þess eftir fimm styrj- aldarár.“ Gerhardsen var kommúnisti á sínum yngri árum en söðlaði um og gekk til liðs við Verkamanna- flokkinn. Hann var kjörinn for- maður hans árið 1923. Hann tók virkan þátt í andspyrnuhreyfing- unni er Noregur var hernuminn af Þjóðverjum í síðari heimsstyrj- öld. Gestapo hafði hendur í hári hans og í tvö ár sat hann í þýskum fangabúðum. Gerhardsen var forsætisráð- herra Noregs á árunum frá 1946- 1951 og aftur frá 1955-1965. -ks. Herforingjastjórnin í Nígeríu ætlar að leggja völd sín í hend- ur borgaralegri stjórn árið 1992 en fram að þeim tíma verður öll stjórnmálastarfsemi bönnuð. Til- gangur forseta landsins, Ibra- hims Babangida hershöfðingja, með þessu ráðslagi er að tryggja að þeir sem haldið hafa um stjórnartauma á umliðnum árum og áratugum, jafnt úr hcr sem utan hers, víki í eitt skipti fyrir öll fyrir nýjum mönnum. Babangida tilkynnti þessa ákvörðun sína og félaga sinna í herforingjastjórninni á miðviku- daginn var. Ef þetta nær fram að ganga munu ýmsir pólitíkusar, er verið hafa í sviðsljósinu frá því landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretum, ekki eiga afturkvæmt á sjónarsviðið. Ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tilkynnt að þeir megi ekki stússast í pólitík það sem eftir er ævi þeirra og herbroddum úr núverandi stjórn, þar á meðal Babangida sjálfum, er óheimilt að leita eftir kjöri í kosningum er fram eiga að fara árið 1997, fimm árum eftir að herforingjastjórnin hefur útnefnt arftaka sína úr röðum almennra borgara. Eftir tíu ár verða margir þeirra er verið hafa í framlínu nígerískra stjórn- mála lagstir undir græna torfu og harmar Babangida það lítt. Fréttaskýrendur segja að nán- ast öllum hafi verið þokað til hlið- ERLENDAR FRÉTTIR Slésvík-Holtsetaland Forsœtisráðherra Slésvíkur-Holtsetalands sagði afsér embætti ígœr í kjölfar hneykslismáls Uwe er maður nefndur Barsc- hel. Hann var forsætisráð- herra Slésvíkur-Holtsetalands allar götur frá árinu 1982 og þar til í gær að hann sagði af sér vegna ásakana á hendur honum um að hafa ieikið Ijótan leik fyrir þing- kjör er fram fór þarlendis fyrir skemmstu. Barschel er félagi í Kristilegum demókrataflokki Helmuts Kohls kanslara sam- bandslýð vcldisins. Það var fyrrum aðstoðarmaður Barschels sem kom að máli við blaðamenn vikuritsins „Der Spiegel" fyrir nokkru og sagði sínar farir ekki sléttar. Reiner Pfeiffer staðhæfði að nokkru áður en gengið var að kjörborði hafi Barschel skipað honum að ráða nokkra einkaspæjara í þjón- ustu sína og gera þeim að þefa uppi hvaðeina úr einkalífi oddvita jafnaðarmanna, Björns Engholms, sem nota mætti gegn honum í gulri pressu. Ennfremur bar Pfeiffer að senda nafnlaust bréf til skattyfirvalda og bera Engholm skattsvik á brýn. Að auki tjáði heimildarmaður þessi Spegilsmönnum að Barsc- hel hefði fýrirskipað sér að koma fyrir hlerunartækjum á sinni eigin skrifstofu og saka síðan Engholm um njósnabrölt. Vitaskuld fór allt í háaloft í Vestur-Þýskalandi er „Der Spi- egel“ barst til lesenda. Barschel bar af sér allar sakir en í gær efndi hann semsagt til fundar með fréttamönnum í Kiel, höfuðstað Slésvíkur-Holtsetalands, og tjáði þeim að hann segði af sér embætti forsætisráðherra. Hann kvaðst taka á sínar herð- ar alla ábyrgð á „leynibruggi manns er verið hefði blaðafulltrúi hans um skamma hríð.“ En hann sagðist ekki hafa veitt Pfeiffer nein fyrirmæli um að vinna skít- verk. „Staðreyndin er óneitanlega sú að Pfeiffer skipulagði þessi myrkraverk sín í upplýsingaskrif- stofu forsætisráðuneytisins... því hlýt ég að bera pólitíska ábyrgð á þeim þótt ég hafi aldrei haft hug- „Watergate í Kiel.“ Forsíða vikuritsins „Der Spiegel" sem út kom þann 14. september síðastliðinn og hefur nú leitt til afsagnar Uwe Barschels. mynd um hvað var á seyði.“ Kohl kanslari er nú á alþjóða- fundi íhaldsmanna í Vestur- Berlín. Barschelsskandallinn hefur ekki orðið til að gleðja hann einsog menn geta gert sér í hugarlund en í gær vildi hann ekki tjá sig um afsögn flokks- bróður síns. Ekki eru liðnar nema tvær vik- ur frá því kristilegir demókratar, undir leiðsögn Barschels, töpuðu miklu fylgi í Slésvík- Holtsetalandi sem jafnan hefur verið öruggt vígi þeirra. Þegar talið hafði verið uppúr kjörk- össum kom í ljós að jafnaðar- menn höfðu skotið þeim ref fyrir rass og fengið 36 menn kjörna á þing á móti 33 kristilegum og 4 frjálsum demókrötum. Með fulltingi þeirra síð- astnefndu tókst Barschel að lafa í ernbætti í tvær vikur til viðbótar. Hann segist nú ætla að höfða mál gegn Pfeiffer vini sínum og viku- ritinu er birti frásagnir hans. En flokksbræður hans í Kiel verða að fara að svipast um eftir nýjum leiðtoga. -ks. Nígería setftir í stjómmálabann Babangida forseti hyggst tryggja að alger umskipti verði íforystuliði landsins og gamlir jálkar eigi ekki afturkvœmt í valdastóla ar er reiknað hafði verið með að skipuðu næstu borgarastjórn. „Forsetinn hefur þurrkað alla út af umsækjendalistanum,“ skrifar ritstjóri blaðs eins í höfuðborg- inni Lagos. í hópi þeirra sem svo grátt eru leiknir er Moshood nokkur Abi- ola, moldríkur blaða- og bókaút- gefandi og þekktasti stjórnmála- skörungur Yoruba ættbálksins úr vesturhéruðum landsins. Hann er fyrrum félagi í fram- kvæmdastjórn Þjóðarflokksins nígeríska. Sá flokkur laut forystu Shehu þess Shagari sem var for- sætisráðherra borgarastjórnar- innar sem fór með völd fram til ársins 1983 að herinn steypti henni af stóli. Shagari hlaut einnig lífstíðar- bann og samt er hlutskipti hers- höfðingjans er rændi frá honum völdum, Mohammed Duhari. Tveir aðrir hershöfðingjar er far- ið hafa með æðstu völd eru enn- fremur útilokaðir, þeir Yakubu Gowon og Olusegun Obasanjo. Babangida sagði á miðvikudag að brýna nauðsyn hefði borið til að banna stjórnmálabrölt þessara karla sem allir eru alræmdir fyrir spillingu og gerræðislega stjórn- arháttu. Markmið hans væri að greiða götu fyrir nýjum leið- togum sem létu heiðarleika og hag almennings sitja í fyrirrúmi. Helsti talsmaður hans, Duro On- adule, rökstyður ákvörðun hús- bónda síns á þennan hátt: „Það Krossfarinn sjálfur, Ibrahim Ba- bangida hershöfðingi. voru Nígeríumenn sjálfir sem kröfðust þess að pólitíkusarnir yrðu settir í bann. Þeir vilja nýtt blóð.“ Á ýmsu hefur gengið í tuttugu og sjö ára gamalli sögu landsins. Vanhæfum hvítflibbum hefur með jöfnu millibili verið ýtt fram af hengifluginu af ekki síður van- hæfum herforingjum. Mannskæð borgarastyrjöld skók Nígeríu á ofanverðum sjöunda áratugnum. Spilling valdhafa og embættis- manna er landlæg. Þó þykir stjórn Babangidas vera undantekning frá þeirri reglu. Rithöfundurinn heimsk- unni, Wole Soyinka, er Nígeriu- búi og eini Afríkumaðurinn er hreppt hefur bókmenntaverð- laun Nóbels. Soyinka og valdhaf- ar hafa oft eldað grátt silfur sam- an og hann var fyrr á árum tíður gestur í dýflissum þeirra. í nýlegu viðtali við blaðantann bandaríska vikuritsins Newsweek fórust honum orð á þessa leið um stjórn Babangidas: „Það sem veldur því að ég bind vonir við núverandi stjórn er ein- læg viðleitni hennar í þá veru að halda í heiðri almenn mannréttindi í þjóðfélagi okkar. Hún hefur vakið trú manna á því að lög séu marktæk og það heyri sögunni til að ráðamenn hunsi þau og fangelsi menn og pyndi að vild sinni... Þótt þessari ríkis- stjórn takist ekki að leiða nema helming áforma sinna til lykta þá munu menn minnast hennar á já- kvæðan hátt.“ Ýmsir efast um að tilskipun forsetans nái fram að ganga, að minnsta kosti átakalaust. Sjálfur hyggst Babangida sitja við völd næstu fimm árin og búa í haginn fyrir eftirkomendurna. En margt getur gerst í jafn óstöðugu þjóðfélagi og því nígeríska á fimm árurn. „Fjölmargir valdamiklir menn er hafa mikilvæg sambönd jafnt innanlands sem utan eiga vafa- lítið bágt með sætta sig við útilok- un frá stjórnmálabrölti. Ef marg- ir slíkir taka höndum saman gæti það reynst stjórninni skeinu- hætt,“ segir spekúlant nokkur í Lagos. Vonbrigðin eru náttúrlega mikil því margir bannmanna höfðu hugsað sér gott til glóðar- innar að hefja á ný stjórnmálaaf- skipti árið 1990 þegar slíkt verður öðrum en þeim frjálst. Sumir hafa jafnvel pungað út með stór- ar fjárfúlgur til undirbúnings blaðaútgáfu og til að afla sér vin- sælda í ýmsum fátækum þorps- samfélögum. En þótt Babangida takist að halda aftur af valdagírugum bannmönnum mun hann eiga í mesta basli með hina öflugu fjöl- miðla í Nígeríu. Stjórnendur þeirra láta allsekki vel að stjórn. Samkvæmt fyrirmælum forsetans er þeim stranglega bannað að birta ellegar flytja svo mikið sem eitt einasta orð sem bannmenn láta út úr sér. Þeir sem voga sér að óhlýðnast þessum fyrirmælum verða dregnir fyrir herdómstóla og eiga fimm ára fangelsisvist yfir höfði sér. Haft hefur verið á orði að þetta bendi ekki til þess að forsetinn beri mikla virðingu fyrir mannréttindum. Sjálfursegir Ba- bangida þetta fórn sem þjóðin verði að færa eigi Nígería að brjóta sér leið út úr þeim ógöngum sem landið er nú í og ógna fullveldi þess. -ks. Laugardagur 26. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.