Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 12
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Laugardagur 26. september 1987 213. tölublað 52. árgangur Þjónusta íþínaþágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Útvegsbankinn Ekkert að gerast Útvegsbankamálið óútkljáð íþingbyrjun. SÍS beitir áhrifum sínum íAlþýðuflokknum tilað hafa áhrifá Jón Sigurðs- son Flest bendir nú til þess að Út- vegsbankamálið verði óút- kljáð þegar nýtt þing kemur sam- an í október. „Það er engin lausn sjáanleg og helmingaskiptin koma ekki til greina,“ sagði hátt- settur maður í Sambandinu. Einsog lesendur muna gaf Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fulltrúum Sambandsins og KR- ingum frest til mánaðamóta til að útkljá málið sín á milli. Eftir sam- eiginlegan fund með viðskipta- ráðherra fyrr í mánuðinum gaf Jón í skyn að málin þokuðust í rétta átt. „Það var ákveðið á fundinum að Jón myndi tala fyrir hönd okk- ar fundarmanna og í sjálfu sér vorum við sáttir við það, því það var ekki frá neinu að segja. Það gerðist ekkert á fundinum,“ sagði Sambandsmaður sem sat fund- inn. Það eina sem gæti orðið til þess að Jón afgreiddi málið fyrir þing- byrjun er þrýstingur frá krötum, en Sambandið beitir nú áhrifum sínum innan Alþýðuflokksins til að Jón Sigurðsson gangi að til- boði SÍS, eða viðurkenni kaupin einsog Sambandsmenn líta á mál- in. -Sáf Það mæðir mikið á lögreglunni í Reykjavík þessa dagana við að reyna eftir mætti að sporna við hraðakstri á götum borgarinnar. Mynd: Sig. Átak gegn hraðakstri 500 ökumenn kærðir Ríkharður Björgvinsson varðstjóri: 50 ökumenn hafa verið sviptir ökuskírteinisamstundis. Átak lögreglunnargengið vonum framar. Markmiðið að fœkka slysum og óhöppum í umferðinni Frá byrjun september, þegar við hófum umferðarátakið, höfum við kært um 500 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Þar af hafa 50 ökumenn verið sviptir ökuskírteini samstundis. Að jafn- aði þurfum við að hafa afskipti af um 20 ökumönnum á dag vegna brota á hámarkshraða. Þetta er fólk á öllum aldri en þó lítillega meira á aldrinum 20-25 ára, segir Ríkharður Björgvinsson, varð- stjóri á umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Að sögn Ríkharðs hafa um 70- 80 ökumenn verið kærðir fyrir að aka yfir á rauðu Ijósi og vegna brota á stöðvunar- og biðskyldu. Þá hefur lögreglan klippt númer af um 400 bifreiðum og þurft að hafa afskipti af 60-70 bifreiðum vegna trassaskapar við umskrán- ingu og eigendaskipta. Fastar sektir við broti á stöðvunar- og biðskyldu eru 1000 krónur og vegna aksturs yfir gatnamót á rauðu ljósi 3000 krón- ur. Við önnur brot svo sem brot- um á hámarkshraða, fer sektin eftir því hve hraðinn er mikill og einnig hitt hvort viðkomandi er að fremja fyrsta brot eða hvort hann hefur komið við sögu um- , ferðarlagabrota sí og æ. „Við erum tiltölulega ánægðir með hvernig gengið hefur í átaki lögreglunnar í umferðarmálun- um og við höfum orðið varir við að ógætilegur akstur hefur minnkað að mun á götum borgar- innar. En markmið okkar er að reyna að fækka slysum og óhöpp- um í umferðinni eins og kostur er. Það hefur verið mikið hringt til okkar og við beðnir um að hafa óeinkennisklædda lögreglumenn og bíla við umferðareftirlit og reynum að sinna því eftir efnum og ástæðum hverju sinni," sagði Ríkharður Björgvinsson, varð- stjóri í umferðardeild lögregl- unnar. - grh Síldarvertíð Samið við Finna og Svía A ukin fyrirframsala til Finnlands og Svíþjóðar. Enn ósamið við Sovétmenn Sfldarútvegsnefnd hefur gengið frá samningum við sfldar- kaupendur í Finnlandi og Svíþjóð um fyrirframsölu á 50 þúsund tunnum af hausskorinni og slóg- dreginni sfld og 9 þúsund tunnum af flakaðri sfld. Um er að ræða fjölmargar tegundir og verkunar- aðferðir en þessir samningar samsvara um 83 þús. tunnum af heilsaltaðri sfld. Þetta er um fjórðungi meira en selt var til þessara landa með fyrirframsamningum á sl. hausti. Samið var um sama verð og í fyrra í sænskum krónum og finnskum mörkum. Enn hefur ekki tekist sam- komulag við Sovétmenn um fyrirframsölu en Sovétríkin eru langstærsti kaupandi af saltsíld héðan á undanförnum árum. Samningsumleitunum við aðra hugsanlega kaupendur er enn haldið áfram. Síldarvertíð hefst í næsta mán- uði en Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að aflinn á haustvertíð fari ekki yfir 70 þús. tonn. Á vertíðinni í i fyrra veiddust um 65 þús. tonn, -lg- Sértilboð á 1 kílóapakkningum til l.okt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.