Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Telur þú að Borgara- flokkurinn verði langlíf- ur? Sigurlína Hilmarsdóttir, sjúkraliði: Ég gæti trúað því að hann yrði langlífur vegna þess að þeir hafa sterka menn í forystu. Anna H. Höskuldsdóttir, deildarstjóri: Hann verður til í nokkurn tíma. Jafnvel fram yfir næstu sveitar- stjórnarkosningar. Margrét Pálsdóttir, verslunarmaður Sandgerði: Ég hef ekki trú á því vegna þess hvað þetta er ósamstilltur hópur. Indriði Ólafsson, vagnstjóri: Já. Ég hef trú á því vegna persón- ufylgis Alberts Guðmundssonar og vegna framkomu sjálfstæðis- manna við hann. Þá tel ég að Borgaraflokkurinn muni ekki ganga aftur til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn. FRÉTTIR Mér þykir gaman að kvik- myndum, og ég vil vera eins og barn, þegar ég fer í kvikmynd- ahús, sagði Roman Polanski á fundi með fréttamönnum á laugardaginn, en hann kom hing- að í stutta ferð yfir helgina til að vera við sýningu á mynd sinni „Tess“ á kvikmyndahátíðinni. Roman Polanski var lítill og snaggaralegur að sjá, og var klæddur í gráleitan jakka, svartar leðurbuxur, hvíta skyrtu og með rauðan vasaklút í brjóstvasanum. Voru ofangreind orð svar við þeirri spurningu hvers vegna honum félli vel við kvikmyndir Stevens Spielbergs, og bætti hann svo við til skýringar: „Kvikmyndir fjalla ekki um lífið heldur um kvikmyndir. Þær hafa sitt eigið mál eins og óperur og ballettar, og aflaga lífið á sinn sérstaka hátt. Ég veit ekki hvort Spielberg veit mikið um lífið, en hann veit mikið um kvikmyndir. Þess vegna fellur mér vel við myndir hans.“ Polanski var spurður um myndina „Tess“, sem valin var til sýningar á hátíðinni, og sagði að gerð hennar hefði verið gömul hugmynd. „Konan mín sáluga gaf mér bókina. Árið 1977 langaði mig síðan til að gera kvikmynd, sem fjallaði um dýpstu tilfinning- ar mannsins og væri rómantískari en þær myndir, sem ég hafði gert fram að því. Þar sem Claude Berri hafði áhuga á að framleiða mynd sem ég stjórnaði, benti ég honum á bókina, og var hann mjög hrifinn af þessari hugmynd. Hann hefur síðan kvikmyndað klassískar sögur, nú síðast „Man- on des Sources" í fyrra, - það var hans „Tess“. En þegar ég fór að undirbúa kvikmyndun „Tessar“ fékk ég augastað á Natösju Kin- ski, og taldi ég víst að hún myndi verða mikil leikkona, eins og raunin hefur orðið á. Hún helg- aði sig alla því sem hún var að gera, borðaði jafnvel ekki með öðrum leikurum heldur lokaði sig inni og lifði sig inn í persónuna. Það var erfitt að ímynda sér að hún ætti nokkurt annað líf, og var hún alveg eins og ég hugsaði mér persónu Tessar. Ef menn vilja gagnrýna frammistöðuna ættu þeir að beina þeirri gagnrýni gegn mér.“ Þegar Polanski var spurður nánar um kvikmyndasmekk hans, sagði hann: „Gagnrýnend- ur eru sammála um að til séu tvenns konar kvikmyndir, mynd- ir sem gerðar séu til að græða peninga og listrænar myndir, og fellur þeim illa við fyrri tegund- ina. En þessi skipting er röng. Ef listræn mynd slær í gegn, þannig að á henni verður mikill ágóði, ætti hún samkvæmt þessu að hætta að vera listræn mynd. En Ætlar að koma aftur til Islands, en án vitundar fréttamanna. hver ákveður hvað er gott og hvað slæmt í kvikmyndum? Mér fellur vel við málverk Van Goghs, en vinnukonunni minni líkar betur við aðrar myndir, en hver ákveður hvor hefur rétt fyrir sér? Menn eiga að vera umburð- arlyndir gagnvart smekk ann- arra. Þegar ég var ungur í Pól- landi voru mér sýndar sovéskar föðurlandsmyndir um heims- myndina síðari, en mér dauðleiddist, ég vildi fá að sjá „Hróa hött.“ Það verður að gefa fólki það sem það vill. Mér finnst „Dallas" nauðaómerkilegt, en af hverju ætti ég að banna öðrum að sjá það?“ En þótt Polanski vildi láta sjónvarpsstöðvar frjálsar um að sýna „Dallas“ eða hvað annað sem almenningur vildi, var hann mjög andvígur þeim ameríska sið, sem nú er farinn að breiðast út til Evrópu, að stöðva myndir öðru hverju til að sýna auglýsing- ar. Hvað þetta snerti sagðist hann vera fyllilega sammála Fellini. „Ég gæti skilið það að kvikmynd sé stöðvuð einu sinni í miðjunni til að koma að auglýsingum og þannig sé henni skipt í tvennt, þegar hún er sýnd í sjónvarpi, þar sem sjónvarpssýning er talsvart annað en sýning í kvikmynda- húsi. En það er fáránlegt að vera stöðugt að rjúfa kvikmyndir, jafnvel þegar ekki eru eftir af myndinni nema bláendirinn, ein- ar 30 sekúndur. Það er ekki betra, þegar klippt eru burtu at- riði sem einhverjum þykja óhugnanleg, - og svo koma hálfu óhugnanlegri atburðir í fréttatím- unum strax á eftir. Ég reyni að berjast gegn þessum ósiðum, en ég veit ekki hvað til bragðs skal taka.“ Þar sem Polanski hefur gert kvikmyndir í mörgum löndum, einkum Póllandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, var hann spurð- ur að því hver væri munurinn á því að vinna á þessum stöðum. „Munurinn er fyrst og fremst sá að í Póllandi er það ríkið sem stendur fyrir allri kvikmynda- gerð: ef hugmynd manns er einu sinni hafnað, getur hann ekki leitað neitt annað. Ég er nýkom- inn frá Póllandi: það er nú að 'breytast, en ég veit ekki hvort þær breytingar gefa góðar vonir. Það er meira úrval í búðum, en menn geta ekki tjáð sig. Ég vildi gera kvikmynd í Póllandi, en ég vildi ekki þurfa að ganga í gegn- um bardagann við skriffinnsk- una.“ Um afstöðu sína til Bandaríkj- anna sagði Polanski að hann ætl- aði að taka upp aftur málaferli sín þar, en hins vegar ætlaði hann ekki að búa þar í landi framar. „Bandaríkin eru voldugt land, en í hjarta mínu er ég Evrópumað- ur. Mér fannst ég aldrei vera heima þegar ég var í Bandaríkj- unum, enda bjó ég mest megnis í Los Angeles, sem er endalaus út- hverfi. Maður þarf að fara í bíl til að kaupa sígarettur og dagblað. Gildismatið er gerólíkt: peningar eru mælikvarði allra hluta. Nú hef ég búið í mörg ár í París og hyggst dveljast þar áfram.“ Polanski sagði að kvikmynda- menn í Frakklandi væru áhuga- samari um starfið en bandarískir starfsbræður þeirra og bætti það upp vöntunina á bandarísku tækninni, en hann sagðist ekki vera hrifinn af franskri kvik- myndagerð nú á dögum. Stöðugt væri verið að líkja eftir nýju bylgjunni, sem hefði gert franski kvikmyndagerð meira illt en gott. Þó væru undantekningar: teldi hann t.d. að „Bláa Betty“ væri mjög góð mynd. Polanski er nú að leggja síð- ustu höndina á kvikmynd í París, og sagði hann að hún gerðist í nútímanum. í vetur mun hann síðan leika í leikhúsgerð af „Myndbreytingunni" eftir Franz Kafka. e.m.j. „Vil vera eins og bam í kvikmyndahúsinu“ Roman Polanski áfundi með fréttamönnum: „íhjarta mínu er ég Evrópumaður. “ Helgi Jóhannsson, sölumaður: Já ég held það ef Albert Guð- mundsson, formaður flokksins passar á sér sleppibúnaðinn í framfíðinni. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.