Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 7
Kosningasigur danskra sósíalista: Róttækir án yfirboða Fyrir tíu árum var svo illa kom- ið fyrir SF, Sósíalíska alþýðu- flokknum danska, að hann fékk aðeins fjögur prósent atkvæða. Tíu árum síðar er flokkurinn kominn í 14,6 % og er sigurvegari síðustu þingkosninga í Dan- mörku. Þetta hefur gerst vegna þess, segir formaður flokksins Gert Peterson, að við höfum haldið fram raunsærri stefnu án yfir- boða, og okkur hefur tekist að taka mið af langtímamarkmiðum sósíalista um leið og við svörum spurningum dagsins. Danskir vinstrimenn hafa um langan aldur ekki staðið betur að vígi en nú. Um 20% kjósenda kusu flokka til vinstri við Sósíal- demókrata. Rétt rúmlega helm- ingur kjósenda greiddi flokkum atkvæði sem teljast til vinstri við miðju. Náðu til nýrra hreyfinga Sagnfræðingurinn Jens Kragh reynir að útskýra hvernig á þessu stendur í viðtali við sænska blaðið Ny dag. Hann segir m.a. : Danski sósíaldemókrataflokk- urinn er miklu veikari en krata- flokkarnir í Noregi og Svíþjóð. Danska flokknum misstókst líka að bregðast við kvennahreyf- ingu, umhverfisverndarhreyf- ingu og friðarhreyfingu á næstliðnum áratug - og þessir hópar leituðu í vaxandi mæli til SF, Sósíalíska alþýðufl- okksins. í öðru lagi hefur SF tekist að búa til trúverðuga lýðræðislega stjórnlist í þágu sósíalismans. Flokkurinn hefur tengt saman langtímamarkmið sósíalista og kröfur dagsins og m.a. ekki færst undan því að taka upp baráttu fyrir „verkamannameirihluta" með sósíaldemókrötum. Dægurkröfur og framtíðin Gert Petersen, formaður SF, tekur undir þetta. Ég held, segir hann, að okkur hafi tekist að út- skýra það fyrir fólki hvað eru endanleg markmið okkar og hvað eru dægurmál. Að við get- um ekki komið í gegn vissum kröfum núna, en við getum rutt þeim braut og útskýrt hvernig við ætlum að nálgast framkvæmd þeirra. Margir Danir telja og að vel- gengni SF sé að verulegu leyti að þakka persónulegum vinsældum Gerts Petersens. Hann ólst upp í Kommúnistaflokki Danmerkur, en tók þátt í stofnun SF 1959 og við formennsku tók hann á erfið- um tíma - árið 1974. Eftir það hefur flokknum miðað áfram nokkuð jafnt og þétt. Óháður, lýðræðislegur Eftir langar innanflokksdeilur tókst okkur í lok næstliðins ára- tugar að opna flokkinn fyrir nýj- um hreyfingum og ungu fólki, segir Gert Petersen. Okkur tókst m.a. að hafa veruleg áhrif í þá veru að kjarnorkuvæðing Dan- merkur var stöðvuð. Út úr innanflokksdeilum í SF kom forystusveit sem lagði áherslu á andstöðu við kjarn- orku, á að taka upp kvennakvóta í flokknum, á breitt samstarf vinstriafla og lýðræðislega þróun innan flokks og utan sem tæki mið af valdreifingu í samfélaginu. Gert Petersen segir, að það hafi hjálpað flokknum að „and- lýðræðislegir hópar“ innan vinstrihreyfingarinnar hafi staðið utan hans. Þar á hann við Komm- únistaflokkinn, sem hefur um skeið fengið aðeins um eitt pró- sent atkvæða í kosningum, og hefur þótt afar sovéthollur. Og svo VS, flokk Vinstrisósíalista, sem klofnaði út úr SF vegna bylt- ingaróþreyju ýmissa hópa - og hefur nú dottið út af þingi eftir harðar innanfloksksdeilur. Gert Petersen segir að það hafi verið kostur að SF þurfti ekki að dragast með óþægilegar minning- ar frá Sovétaðdáun fyrri tíma. Flokkurinn hefur getað sagt kost og löst á Sovétríkjunum án þess að mönnum detti í alvöru í hug að gruna hann um græsku. Og sem- sagt: það dregur enginn í Dan- mörku í efa lýðræðislegt heilbrigðisavottorð SF - nema náttúrlega þeir hörðu hægrimenn sem telja að jafnvel saklaus norðurlandakratismi sé ávísun á alræði þegar fram líða stundir. Ríkisstjórnarábyrgð Þrjú ár eru síðan SF byrjaði að ræða ítarlega þann möguleika að verklýðsflokkarnir næðu meiri- hluta á danska þinginu. Það var út af fyrir sig nýjung í danskri pólitík að SF setti fram með þess- um hætti kröfuna um vinstri- stjórn. En eins og menn vita hafa sósíaldemókratar lengst af staðið Margreta Auken þingmaður (t.h.) og fleiri SF-konur fagna kosningaúrslitum : ellefu prósent fylgisaukning á tíu árum. Gert Petersen, formaður SF: við náðum og unga fólkið.... þar við stjórnvöl, annaðhvort sem minnihlutastjórn eða þá að formlegt samstarf hefur verið tekið upp við borgaralega flokka nálægt miðju. Við vildum brjótast út úr víta- hring og ræddum það opinskátt í kosningabaráttunni hvernig slík- ur nýr meirihluti gæti starfað, segir Gert Petersen. SF setti fram sínar hugmyndir um stjórnarsamstarf við sósíal- demókrata og tókst um leið að koma sinni sérstöðu til skila við danska kjósendur. Þetta skilaði sér í auknu fylgi flokksins. Að sjálfsögðu var mjög um það deiit hvaða kröfur flokkurinn ætti að gera til samstarfsaðila í stjórn. En á landsfundi í Árósum var ákveðið að flokkurinn skyldi ekki góðum fengslum við nýjar hreyfingar setja fram neinar útslitakröfur. Þetta var greinilegt spor fram á við, segir Gert Petersen. Við stjórnarmyndun er það fylgi okk- ar sem ræður því hvaða áhrif við höfum. En vissulega verðum við að fá þeim kröfum framgengt, að menn sjái mun frá því sem áður var. Einu helsta baráttumáli SF lýsti Gert Petersen á þessa leið í kosningaslagnum: „Nú verður kosið um það hvort menn vilja aukin áhrif launafólks á vinnustað og í efnahagslífi eða áframhaldandi vald atvinnurek- enda og auðmagns.“ Gert Petersen játar því, að það hafi staðið vinstrisinnum nokkuð fyrir þrifum að ekki reyndist unnt að leggja fram sameiginlega stjórnarstefnu verklýðsflokk- anna fyrir kosningar. Hann telur að líklega verði auðveldara að semja um slíkt plagg við hinn nýja formann sósíaldemókrata, Sven Auken, en við Anker Jörg- ensen. Áhrif og æskufólk Gert Petersen er ekki hræddur við að SF einangrist á þingi í áframhaldandi stjórnarands- töðu. Hann bendir á það, að SF tók þátt í að samþykkja á síðasta þingi 55 frumvörp sem með ein- um eða öðrum hætti gengu gegn vilja hægristjórnar Schlúters, og allmörg þeirra voru frumvörp SF- manna. Hér var fyrst og fremst um að ræða málaflokka eins og varnarmál, menntunarstefnu og umhverfisvernd - en á þeim svið- um var á þingi meirihluti gegn stjórninni. Ég á ekki von á vonbrigðum kjósenda með okkur, segir hann, okkar 27 þingmenn geta haft mikil áhrif. Oft er talað um SF sem flokk opinberra starfsmanna og rétt er það, að flokkurinn hefur meira fylgi meðal þeirra og meðal launafólks í nýjum starfsgreinum en nokkur annar stjórnmála- flokkur danskur. Meðal verka- fólks í hefðbundnum starfsgrein- um er SF svo í þriðja sæti á eftir sósíaldemókrötum og Framfara- flokki Glistrups. En það skiptir miklu, segir for- maðurinn, að SF hefur tekist að ná til unga fólksins, en það hefur sósíaldemókrötum mistekist. Gert Petersen er bjartsýnn og ekki feiminn að tala um bylting- una. En til að byltingin sé lýðræð- isleg hlýtur hún að vera löng þró- un, segir hann. Dagar Október- byltinga eru liðnir. Aðalinntakið í byltingu nú um stundir er að gagnsýra allt þjóðfélagið lýðræði. áb þýddi og endursagði Laugardagur 26. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.