Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Þriðjudagur 29. september 1987 215. tðlublað 52. ðrgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Kvikmyndahátíð Bygging verkamannabústaða Fækkun hjá Alexander Lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna drógustmjög saman ífélagsmálaráðherratíð Alexanders Stefánssonar. Leiguíbúðum fjölgar. Helmingi meiri lán til Suðurlands en til Reykjanesumdœmis Aðsókn stígandi „Aðsókn að Kvflonyndahátiðinni hefur verið góð og stígandi dag frá degi,“ sagði Rut Magnússon, fram- kvæindasfjóri IJstahátíðar við Þjóð- vfljann i gaer, en Kvikniyndahátíðinni Kkur í dag. Alls hofðu um 12 þúsund manns sótt kvikmyndasýningar á hátíðinni á sunnudagskvöldið, en um 15 þúsund manns þurfá að koma til að endar nái saman. Verði halli á hátíðinni lendir hann á Listahátíð að sögn Rutar. Þær kvikmyndir sem hafa fengið mesta aðsókn eru Komið og sjáið og Down by law, sem var einungjs sýnd á sunnudaginn, en rúmlega þúsund manns hafe séð báðar þessar kvik- myndir. Hlébarði Lárusar Ýmis hef- ur fengjð sæmilega aðsókn en er þó ekki í hópi þeirra mynda sem landinn virðist hafe mestan áhuga á að sjá. -Sáf Lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna drógust mikið saman í tíð Alexanders Stefáns- sonar sem félagsmálaráðherra samanborið við fjöldann næstu tvö árin á undan. Árið 1981 voru veitt lán til 205 íbúða og árið 1982 til 304 íbúða. Árið 1983 fækkaði íbúðunum í 158 en árið 1984 fjölgaði þeim í verkamannabústöðum aftur og voru þá 174. Næstu tvö árin voru byggðar um 150 nýjar íbúðir í Verkamannabústaðakerfinu. 1985 og ‘86 var einnig nokkuð um að keyptar væru íbúðir á al- mennum markaði, 14 fyrra árið og 95 seinna árið. í ár er búist við að gerðir verði nýir framkvæmdalánssamningar vegna 222 íbúða í verka- mannabústöðum og 187 leigu- íbúða. Undanfarin ár hefur orðið mikil aukning á lánveitingum vegna leiguíbúða. Þannig voru samþykkt 41 lán til leiguíbúða árið 1986 og samanlagt einungis 17 lán árin 1983, 1984 og 1985. 1. ágúst sl. lágu fyrir 422 um- sóknir til bygginga leiguíbúða og 445 til bygginga verkamanna- bústaða. Árið 1986 skiptust lánveitingar úr Byggingarsjóði verkamanna þannig eftir landshlutum að rúm 60% fóru til Reykjavíkur en að- eins 7,7% fóru til Reykjaness. Til Suðurlands fóru hinsvegar rúm 13% og Norðurland vestra fær nærri jafn mikið í sinn hlut og Reykjanes eða 6,1%. Að sögn Sigurðar E. Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar er það fyrst og fremst undir sveitarfélögunum sjálfum komið hversu mikið kemur í hlut hvers og eins. Á Reykjanesi hafa tvö sveitarfélög staðið mjög framarlega hvað verkamannabústöðum viðvíkur, en það eru Kópavogur og Hafn- arfjörður. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hinsvegar ekki staðið sig sem skyldi og lítið sem ekkert verið byggt af félagslegum íbúðum þar. -Sáf Hátt í 2 þúsund manns mættu á útifund við Hlógarð á sunnudag þegar Ibúar Mosfellsbæjar kröfðust úrbóta í umferðaröryggismálum á Vesturlandsvegi. Mynd: Sig. Afvopnun Ráðum litlu um höfin Steingrímur Hermannsson: Fagna þessu litla skrefi í viðræðum risaveldanna. Erfylgjandi kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum Ymsir ráðamenn á Norður- laup ó jaðarsvæðunum svoköllu- löndum óttast að nú sé í upps- ðu, þar á meðal í Norðurhöfum, iglingu aukið vígbúnaðarkapph- ef samið verður um eyðingu allra Hvalveiðar Vertíð lokið Hvalvertíðinni lauk um helg- ina. Á sunnudag komu Hval- ur 8 og Hvalur 9 til hafnar með sex síðustu sandreyðarnar og þar með lauk þessari umdeildu vert- íð. í dag er búist við að verkun á plani ljúki. Alls voru veidd hundrað dýr í sumar, þar af 80 langreyðar og 20 sandreyðar. Áformað hafði verið að veiða 40 sandreyðar en þegar ljóst var að slíkt stofnaði við- skiptum íslendinga í Bandaríkj- unum í hættu skar ríkisstjómin kvótann niður um helming. -Sáf meðaldrægra eldflauga í Evrópu. „Það má vera að menn hafi áhyggjur af þessu,“ sagði Steigrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra við Þjóðviljann í , gær- Menn hljóta samt sem áður að fagna þeim áfanga sem nú virðist vera að nást. Hann er kannski ekki stór en þýðir þó að það er í snúið af braut framleiðslukapph- laupsins og farið að draga saman kjarnavopn. Aðalatriðið er samt að eftir þetta fyrsta skref, sem er satt að segja sáralítið, kannski 3-4% af kjarnorkustyrkleikanum, þá þurfa að fylgja önnur og það sem fyrst.“ Steingrímur sagðist telja að öll rfki ættu að þrýsta á að framhald yrði á samkomulagi risaveld- anna. Hvað varðaði hugmyndina um kjamorkuvopnalaus Norður- lönd, þá sagðist hann fylgjandi henni, en sá hængur væri á því að Norðurlöndin fengju tæpast neinu ráðið um vígbúnaðinn i Norðurhöfum. „Það er mjög ól- íklegt að við getum nokkm ráðið um það hvað gerist í hafinu á milli okkar.“ -Sáf Sjá bls. 10 Vesturlandsvegur Munum fylgjast grannt með „Þátttaka íbúa Mosfellsbæjar I þessum grasrótaraðgerðum okk- ar var miklu meiri en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona í upp- hafi og ég er ekki frá því að á útifundinum hafi verið um 2 þús- und manns eða meira en helming- ur bæjarbúa. Seinna í vikunni verða málefni Vesturlandsvegar rædd meðal bæjar- og skipulags- yfirvalda og við munum fylgjast grannt með því hvað yfirvöld hyggjast gera f framhaldi af okk- ar aðgerðum,“ segir Birgir D. Sveinsson, skólastjóri í Mosfells- bæ. áíðastliðinn sunnudag lokuðu ibúar Mosfellsbæjar hluta Vest- urlandsvegar til að vekja athygli á nauðsynlegum úrbótum sem brýnt er að gera á veginum, þar sem hann liggur í gegnum bæinn. En á síðustu misserum hafa orðið á veginum þrjú banaslys með stuttu millibili. í lok útifundarins var starfandi samgönguráðherra, Birgi tsleifi Gunnarssyni, afhent ályktun fundarins þar sem skorað er á yfirvöld að hlutast til um breytingar á veginum til aukins umferðaröryggis. - grh Margeir hefur forystu í gærkveldi var tefld tiunda umfcrð f landsliðsflokki á Skákþingi íslands á Akureyri. Mikill baráttuhugur var f mönnum svo sem ráða má af úrslitum þvf ekki var samið um skiptan hlut f neinni viðureignanna! Úrslit urðu sem hér segir: Margeir Pétursson vann Dan Hansson, Helgi Ólafsson sigraði Jón G. Viðarsson, Hannes H. Stefánsson vann Ólaf Krístjánsson, Karl Þorsteins sigraði Áskel Ö. Kárason, Davíð Ölafsson lagði Gunnar Frey og Þröstur Þór- halisson vann Sævar Bjamason. Skák Þrastar Ámasonar og Gylfa Þórhalls- sonar var ólokið er tíðindi bámst en sá fyrmefndi var talinn standa til vinnings. Margeir er enn efstur jvegar þrem umferðum er ólokið, hefur 9 vinn- inga. í öðm sæti er Helgi með 8 v. Hannes hefur 6 og hálfan en í 4.-5. sæti em Karl og Davíð með 6 vinn- inga.___________________-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.