Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 10
LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Hverfisgötu 115 - Sími 10200 Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykja- vík í október 1987 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1987 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1986 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1984 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08.00 til 15.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá: 01.10 til 30.10. Ökutæki nr. R-62501 og yfir. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild öku- skírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. A leigu- bifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafn- um L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. september 1987. Böðvar Bragason Tilkynning til þeirra sem reka mötuneyti Athygli þeirra sem reka mötuneyti er vakin á því að frá og með 1. október n.k. ber þeim að skila 25% söluskatti af fæðissölu sinni. Á sama hátt og veitingahúsum er mötuneytum heimilt að draga frá heildarveltu sinni áður en söluskattur er reiknaður fjárhæð sem svarar til 75% af innkaupsverði hráefnis til matargerðar og skila söluskatti af þannig fengnum mismun. Þau mötu- neyti sem ekki hafa þegar tilkynnt skattstjórum um starfsemi sína ber að gera það fyrir 5. október n.k. Fjármálaráðuneytið, 25. september 1987 Námskeið um stýritækni - loftstýringar Ætlað sveinum í greinum málmiðna og öðrum sem annast loftbúnað. Verður haldið í Vélskóla íslands og hefst mánudaginn 5. okt. kl. 13.00. Þátttökugjald er 10.000.- kr. Innifalin eru náms- gögn og kaffi. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Auglýsið í Þjóðviljanum ERLENDAR FRÉTTIR Sovéskur kafbátur og bandarískfreigáta á norðurslóðum. Virðingarmenn í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi hafa miklar áhyggjur af aukinni víðvæðingu í norðri í kjölfar afvopnunarsamnings risaveldanna. Hafa íslenskir kollegar þeirra ekkert til málanna að leggja? Vopnaskak UGGUR á Norðuriöndum ÍNoregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi óttast málsmet- andi menn aukna vígvœðingu á norðurslóðum í kjölfar af- vopnunarsamnings risaveldanna Bráðabirgðasamningur Sovét- manna og Bandaríkjamanna um eyðingu allra meðaldrægra kjarnflauga hefur vakið ugg á Norðurlöndum og óttast ráða- menn sumra þeirra að í kjölfarið sigli mikil vígvæðing á norður- slóðum. Stjórnmálamenn og embættis- menn í Skandinavíu segja fullvíst að stórveldin muni reyna að vega upp á móti minni hernaðarmætti sínum í Mið-Evrópu með því að auka hann á útjöðrum álfunnar. Þeir eru svo vissir í sinni sök að þeir hafa komið sér upp kenningu er þeir nefna „sperðlakenning- una.“ Hún er ákaflega einföld og skýr og á hvers manns færi að sannreyna ágæti hennar. Menn taki sér bjúga í hönd og kreisti það í miðju af öllum lífs og sálar kröftum. Viti menn, innvolsið þokast til beggja enda og linni menn ekki látunum þá verður hvellur. Varnarmálaráðherra Noregs, Jóhann Holst, vék að þessu máli í viðtali við norskt dagblað fyrir helgi. „Þessi „bjúgnahætta“ vofir yfir okkur ef samningar verða undirritaðir um eyðingu allra meðaldrægra kjarnflauga risa- veldanna. Við verðum að gæta þess að spenna færist ekki í vöxt hér nyrðra þótt samningar takist um að útrýma einni tegund vopna. Utanríkisráðherra Finnlands, Kalevi Sorsa, ávarpaði Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna í fyrri viku og í máli hans kom fram að hann hefur einnig áhyggjur af líklegri hernaðaruppbyggingu á norðurslóðum. „Við leggjum áherslu á að öll herveldi fari sér hægt og sýni ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóðum Norður- Evrópu. Við vonum í lengstu lög að jákvæð þróun afvopnunar- mála í Mið-Evrópu valdi því ekki að jafnvægi raskist á útjöðrum álfunnar." Engin kjarnvopn eru staðsett Skandínavíu svo kunnugt sé. En þorri sovéskra kjarnorkukafbáta er gerður út frá Kólaskaga sem á landamæri að Finnlandi og Nor- egi. Sovétmenn og Bandaríkja- menn hafa aukið hernaðarumsvif sín á norðurhöfum. Hvorir tveggja gera sér grein fyrir mikil- vægi þessa svæðis ef til ófriðar dregur. Ráðamenn á sumum Norður- landa hafa vakið máls á nauðsyn þess að þau yrðu lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. Stjórn Ron- alds Reagans f Washington hefur harmað þá afstöðu og sagt slíkt stórhættulegt hernaðarjafnvægi. Ugglaust á sá harmur stóran þátt í því að valdsherrar í einu um- ræddra landa hafa ekki ljáð máls á því að einarðleg afstaða yrði tekin í málinu. Umræður um til- löguna hafa legið í láginni að und- anförnu en Sorsa dustaði af henni rykið og gerði hana að umtalsefni í ræðu sinni á Allsherjarþinginu. í ljósi þess sem gerst hefur í af- vopnunarviðræðum stórveld- anna frá því hugmyndirnar um kjarnorkuvopnataus Norðurlönd komu síðast til tals hjá ráða- mönnum þeirra ætti þeim að vera orðið Ijóst hve brýna nauðsyn ber til þess að tillagan verði sam- þykkt einróma. í Svíþjóð kvaddi talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Jan nokkur Tuninger, sér hljóðs ný- verið um gildi afvopnunarsamn- ingsins milli stórveldanna og aukinn vígbúnað í norðri. „Hernaðaráætlanir risaveld- anna hafa tekið breytingum að því leyti að í æ ríkari mæli er einb- h'nt á hjarana. Það er nokkur tími liðinn frá því þessi þróun hófst qg það er ekkert sem bendir til þess að aftur verði snúið á næstunni, síst ef samningar takast um eyðingu meðalflauganna úr Mið- Evrópu. Okkur finnst ekki mikið til samnings Shultz og Shevardna- dzes koma. Aðeins um þrjú pró- sent allra kjarnvopna verða tekin úr umferð og sum þeirra eru hvort eð er úr sér gengin og vita gagnslaus í ófriði.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að ýmsir stjórnmálaflokkar sem andvígir eru vígbúnaðar- brölti yfir höfuð ellegar hafa mjög gagnrýna afstöðu til NATO unnu umtalsvert fylgi í dönsku þingkosningunum fyrr í þessum mánuði. Stjórn Pauls Schlúters á mjög erfitt með að afla stuðnings við fjáraustur til hermála. Hún lýsti yfir ánægju með bráðabirgðasamning utanríkis- ráðherra Bandaríkjamanna og Sovétmanna um útrýmingu með- alflauga en engu að síður er ekki örgrannt um að ýmsir hafi áhyggjur af afleiðingum hans, líktog kollegar í nágrannaríkjum. Einn þeirra er herfræðingurinn og kapteinninn Hans Garde. Hann fullyrðir að undirritun samningsins gæti orðið til þess að auka mjög viðsjár á Eystrasalti. Hann spyr: „Til hverra hluta verður það fjármagn notað sem nú verður ekki lengur þörf fyrir til að kosta framleiðslu og við- hald skammdrægra kjarnflauga? Til framleiðslu annarskonar kjarnvopna? Verði féð notað til að standa straum af kostnaði við framleiðslu smárra kjarnflauga eða kjarnvopna sem komið yrði fyrir í flugvélum og skipum má vera ljóst að stórveldin munu leggja mikla áherslu á að ríki norðanverðrar Evrópu skorist ekki undan því að veita áformun- um brautargengi.“ -ks. 10 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 29. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.