Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Borgaraflokkurinn er staoreynd, en stefna hans er óskvr Um helgina hélt Borgaraflokkurinn sinn fyrsta landsfund. í upphafi var flokknum ekki spáö langra lífdaga. Þegar Albert Guömundsson reif sig út úr Sjálfstæðisflokknum með brauki og bramli voru þeir margir sem töldu aö um stund- arfyrirbrigði væri að ræða, Albert kæmi til baka í náðarfaðm Valhallaríhaldsins um leið og rynni af mönnum móðurinn eftir þingkosningarnar. Nú kemur í Ijós að ieggja ber til hliðar alla þanka um að Albert snúi aftur. Þjóðtrúin segir að ánamaðkur, sem skorinn er í tvennt, skríði saman aftur. Að á einhvern óútskýranlegan máta takist fram- og afturpart- inum að finna hvor annan og skipti þá engu hversu langt sé á milli þeirra. Eftir að þeir nái saman séu samskeytin ógreinanleg. Á ein- hvern dularfullan máta geti maðkurinn snúið hjóli tímans til baka þannig að loks sé eins og ekkert hafi gerst. En lögmál ævintýranna gildir ekki í hörðum heimi stjórnmálanna. Sú stórfjölskylda íhalds- manna, sem Sjálfstæðisflokkurinn var fyrir daga Borgaraflokksins, hefur endanlega splundrast. Að svo komnu máli skal ekki lagður á það dómur hvort ástæðurnar megi aðallega rekja til persónulegra samskiptaörðugleika eða hvort skýringanna sé að leita í dekri ákveðinna íhaldsmanna við kenningar frjálshyggjunnar. Staðreyndirnar tala sínu máli: Sjálfstæðisflokk- urinn er endanlega klofinn. Borgaraflokkurinn þarf nú að gera lýðum Ijóst að hann er ekki bara sveit fylgismanna Alberts Guðmundssonar. Flokkurinn verður að sýna hvaða lit hann ber svo að sjá megi hvar hann heima í litrófi íslenskra stjórnmála. Varaformaðurinn, Júlíus Sólnes, álítur flokk- inn vera miðjuflokk, þó rétt hægra megin við miðju. Þessari skilgreiningu svipar reyndar mjög til skilgreiningar Jóns Baldvins Hanníbals- sonar á Alþýðuflokknum. Júlíus telur sjálfsagt að smáþjóð nýti sér kosti samtakamáttarins og treysti í ákveðnum málum á forsjá ríkis og sveitarfélaga. Með þessu móti vegur hann að þeim hugmyndum frjálshyggjupostulanna í Sjálfstæðisflokknum að ríkinu beri aðeins að sjá um að halda uppi lögregluliði sem gæti eigna borgaranna; einkaframtakið sjái um afganginn. Hvað býr hér að baki? Er verið að marka pólitíska stefnu eða er aðeins verið að segja kjósendum að rugla nú ekki saman S- og D- lista? Albert Guðmundsson réðst aftur á móti í setn- ingarræðu sinni á landsfundi Borgaraflokksins á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að leiða ríkisstjórn þar sem 7 af 11 ráðherrum eru kallaðir vinstrimenn. Ekki er víst að allir taki undir þá skoðun að samstarfsmenn íhaldsins í ríkisstjórn séu for- takslaust vinstrimenn, sumir þeirra hafa lítt unn- ið til slíkra nafnbóta. En skilaboð formanns Borgaraflokksins eru skýr: Vinstripólitík er af hinu illa. Borgaraflokkurinn miðar byssum sínum á Sjálfstæðisflokkinn og lætur skothríðina dynja. Enginn er hissa þótt talið sé nauðsynlegt að ráðast á sterkasta vígi íhaldsins. En hitt vekur undrun hvernig borgaraflokksmenn velja sér skotfæri. Þeir hirða aldrei hvort þau koma frá vinstri eða hægri en grípa með hraði hvað sem hönd á festir og senda að bragði að óvininum. f óðagotinu hefur svo kannski gleymst að stilla miðin á byssunum. Sú spurning hlýtur því að vakna hvaða erindi flokksmenn Borgara telja sig eiga í íslenskri pólitík. Hver er hin raunverulega stefna flokks- ins? Er hún ef til vill enn þá fyrst og fremst ósjálfráð viðbrögð við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins? ÓP KLIPPT OG SKORHÐ Konungur konunganna Það gerðust undarleg tíðindi í fjölmiðlasögunni á Stöð 2 á fimmtudaginn var. Bryndís Schram ræddi við Benjamín Eiríksson hagfræðing og fyrrum bankastjóra. Benjamín er á móti kommúnisma og efnishyggju, lífsgæðakapphlaupi og land- eyðingu og gerir grein fyrir þeim viðhorfum með aðgengilegum hætti. En svo fer að vandast mál- ið. Því Benjamín segist einnig vera Messías endurborinn, hann var krossfestur með illvirkjum, sjálfur steig hann niður til Heljar ( m.ö.o. Sovétríkjanna) á vorum dögum, fékk síðar köllun, og veit að á næsta ári mun hann, eftir tuttugu ára bið á eintali við guð, setjast í hásæti Davíðs konungs í Jerúsalem og verða konungur konunganna. Maður verður þess var að landinn hrekkur við þegar hann heyrir annað eins. Margir eru sem forvirraðir. Athugasemdir flestra eru í þá veru að Stöð 2 hafi farið út fyrir einhver óskrifuð lög, sem menn treysta sér þó ekki til að segja um hver eru. Að enn eitt skref sé stigið til þeirrar allsherj- arsmekkleysu í beinni útsend- ingu, sem sá góði ítalski kvik- myndameistari Fellini var að skjóta á í kvikmyndinni Ginger og Fred, sem menn gátu séð á Kvikmyndahátíð á dögunum. En náttúrlega eru aðrir til sem segja að þetta sé bara skemmtilegt. Og af því að íslendingar hafa ekkert á móti því að Messías komi héðan ( samanber dálætið með Rutherf- ord Pýramíðaspámann hér um árið), þá getur maður alveg eins heyrt hljóð úr horni sem segir: Já en ef karlinn er nú Messías? Ringulreið Eitt af því sem upp kemur í viðtali af þessu tagi er það að öll viðmiðun fer út og suður. Um hvað er hægt að spyrja konung konunganna þegar tæknin getur gómað hann og fest á myndband? Þegar Benjamín hafði lesið sam- an Opinberunarbókina, endur- holdgunarkenningar og kannski eitthvað fleira kemur sú sagn- fræði upp hjá honum, að Karl Marx var Antikristur og Lenín er Satan sjálfur. Þá finnst Bryndísi Schram mál til komið að leggja orð í belg og spyr: en hvað um Alþýðubandalagið? Hún fékk því miður ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu. Og hún hélt ekki heldur áfram að spyrja um hina íslensku stjórnmálaflokka á hinum efstu tímum - hefði þó legið beinast við að spyrja næst um Alþýðuflokkinn, sem á, þótt skömm sé frá að segja, líka að nokkru leyti ættir sínar andlegar að rekja til Antikrists, það er að segja Karls Marx. Þaðernefni- lega það. Og Klippari spyr eins og fleiri: á hvaða leið er það litla sem kalla mætti umræðu á því góða landi íslandi? Allir ruglaðir Sú spurning byrstir sig svo aft- ur þegar Ellert Schram skrifar hugvekju um þátt Bryndísar og Benjamíns í DV um helgina og kallar “Ruglað fólk og óruglað". Ellert er mjög hrifinn af þætti- num og Benjamín. Látum svo vera. Hittersvo verra,aðhann er ekki aðeins að réttlæta og upp- hefja þennan sjónvarpsþátt. Hann steypir öllu saman í þann pytt sem við skulum kalla núll- umræðuna. En núllumræðan er í því fólgin, að ekki sé unnt að gera nokkurn greinarmun á verkum, atferli, stefnum, samtökum o.s.frv. - vegna þess að allt er eins. í þessu dæmi er kenning Ellerts sú, að allir séu jafnruglaðir. (Er hann vitlausari en við hin?“ spyr hann um Benj- amín.) Hann segir ekki barasta að sá sem kallar sig konung kon- unganna sé ekki ruglaðri en sá sem tekur Búddatrú eða gengur í heittrúarsöfnuð. Hann gerir sér lítið fyrir og hristir saman í einn graut trú Benjamíns og pólitísk- um umsvifum í landinu og reynd- ar mörgu fleira. „Ég hefi, segir Ellert, lengi tekið þátt í opinberu stjórnmála- lífi og verð að viðurkenna að mér er ekki nærri alltaf ljóst hvort menn eru að tala þar af alvöru eða léttúð, viti eða óviti. Greindustu menn geta tekið af- stöðu sem ekki verður flokkuð undir annað en brenglaða dóm- greind“. Hann heldur áfram harmagrát yfir stjórnmálamönn- um sem sýna óbilgirni, eru skot- heldir fyrir rökum annarra, hlusta ekki á andstæðinga og svo framvegis og segir: „Geta svona menn talist með réttu ráði? Eru þeir menn heilir á geðsmunum sem hamast eins og naut í flagi með vonlausan og vitlausan mál- stað?“ Ellert Schram sýnist kannski maður umburðarlyndur og víð- sýnn sem svona tali, en það er misskilningur. Svona tal er ekki annað en allsherjar uppgjöf, út- jöfnunaraðferð af því tagi sem gerir alla umræðu marklausa. Vitanlega er fullt af fólki í póli- tík og á öðrum sviðum sem bull- ar, sem skortir dómgreind, sem byrgir úti rök og þar fram eftir götunum. En það fólk allt er í heiminum, það rekst á vitleysur annarra (og jafnvel skynsemi, því ekki það), það fer með ábyrgð sem sleppir því ekki undan um- fjöllun og gagnrýni. En þegar einhver tekur sig til og segir: innan tíðar verð ég konungur konunganna, þá slær þögn á hvern sæmilegan mann. Menn ræskja sig ögn vandræðalegir og fara svo að tala um annað. Það hefði Ellert Schram betur gert. Og fleiri. En semsagt: snjó-' boltinn er oltinn af stað - svo er fyrir að þakka „dómgreind" þeirra á Stöð 2, sem menn geta svo kallað brenglaða eða úts- mogna eftir vild. ÁB þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöinsson. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, ^ Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- tx)rg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. AuglýalngastjórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu-og afgrelðslustjórl: HöröurOddfríðarson. Afgrelð8la: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Heigarblóð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.