Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 15
FRÉTTIR Úr einni af skoðunarferðunum um Sjálfsbjargarhúsið um síðustu helgi. Ólöf Ríkharðsdóttir leiðir gesti í allan sannleika um starfsemina. Auk hennar á myndinni: Málmfríður Sigurðardóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Mynd: Sig. Sjálfsbjörg Aðgengi fyrir alla Landssambandfatlaðra, Sjálfsbjörg, stóðfyrir opnuhúsi „Tilefnið var tvíþætt; við vild- um vekja athygli á blaða- og merkjasölunni sem er ein af okk- ar helstu tekjulindum, og í annan stað opnuðum við húsið til að gefa almenningi kost á að sjá hvað hann hefur lagt fé í,“ sagði Einar Hjörleifsson sálfræðingur, starfs- maður Sjálfsbjargar, í spjalli við blaðið í gær, en um síðustu helgi stóðu samtökin fyrir opnu húsi að Hátúni 12. Kjörorð dagsins var Aðgengi fynr alla, og stóð það á merki Sjálfsbjargar. Að sögn Einars tókst vel til með að opna húsið, og stefna félagsmenn að því að atburðurinn verði árviss héðan í frá. Við spurðum Einar hvort fjöl- mennt hefði verið í Hátúninu, og sagði hann að um tvö hundruð manns hafi mætt. Borgarfulltrú- um var boðið og alþingis- mönnum, og voru farnar skoðun- arferðir um húsið með vissu milli- bili og vildu sumir kalla þessar skoðunarferðir sætaferðir með vísan til hjólastóla. Að sögn Ein- ars tók hver skoðunarferð um klukkustund, og gefur það vís- bendingu um þá viðamiklu starf- semi sem þarna fer fram. Framkvæmdir standa nú yfir við viðbygginguna. Þar mun Hjálpartækjabankinn hafa aðset- ur, en hann er fyrirtæki sem er rekinn af Rauða krossinum og Sjálfsbjörgu í sameiningu. Þá verður þar samkomusalur og skrifstofur, og ennfremur er á- formað að Tölvumiðstöð fatlaðra fái þarna inni. Að sögn Einars standa vonir til að verkinu verði lokið í árslok á næsta ári, og komist viðbyggingin þá í gagnið. HS Jóhanna Þórhallsdóttir söng léttklassískt prógramm við undirleik Svönu Víkingsdóttur. Mynd: Sig. Athugasemd Óvönduð blaðamennska DV leiðrétt S.dór vinur minn og blaðamað- ur á DV fer heldur betur á skjön við sannleikann í frásögn sinni af fundi miðstjórnar AB um síðustu helgi. Samkvæmt fréttaklausu hans undir yfirskriftinni: „Guð- rún gekk út af fundinum“ á 44. síðu í DV í gær (mánud. 28.) „... veittist Gunnar Guttormsson að Guðrúnu Helgadóttur, alþingis- manni, vegna viðtals sem birtist við hana í DV fyrir skömmu.“ Hið rétta er að ég nefndi hvorki nafn Guðrúnar né umrætt viðtal í máli mínu. Mér var meira að segja allsendis ókunnugt um þetta viðtal og hef ekki séð það enn. í máli mínu á fundinum vék ég einkum að nauðsyn þess að landsfundurinn siðar í haust þyrfti fyrst og fremst að snúast um hagsmunamál almennings í landinu og umræður um lög og skipulag flokksins yrðu að bíða betri tíma. Þetta væri eina leiðin til að flokkurinn gæti endurheimt það traust sem hann hefði verið að glata undanfarið meðal sinna fyrri stuðningsmanna. Ég leyfði mér einnig að hugsa svolítið upp- hátt um hvað það gæti verið sem einkum hefði skaðað ásjónu flokksins útávið. í þessu sam- bandi lýsti ég vanþóknun minni á því háttalagi að ýmsir forystu- menn flokksins hefðu í seinni tíð látið fjölmiðla hafa sig í það að gera félaga sína tortryggilega frammi fyrir alþjóð. Og ég átti enga aðra skýringu á þessu en þá að þeir félagar sem þessa iðju stunduðu teldu slíkar starfsað- ferðir vænlegar til að lyfta sér upp í trúnaðarstöður fyrir flokkinn. - Ég varð ekki við beiðni (framí- kalli) Guðrúnar og annars fundarmanns um að nefna nöfn í þessu sambandi. Það er eitt af einkennum vand- aðrar blaðamennsku að kanna mál frá fleiri en einni hlið. Þetta á sérstaklega við þegar viðkom- andi blaðamaður er ekki sjálfur vitni að því sem fram fer og telur ástæðu til að segja tvisvar í sömu fréttinni (án þess að bera nokk- urn heimildarmann fyrir) að til- tekin persóna hafi „veist“ að ann- arri. Af því sem ég hef hér sagt gátu mín fátæklegu orð á miðstjórn- arfundinum varla gefið Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni (öðr- um forystumönnum fremur) til- efni til að ganga af fundi. í spor- um blaðamanns hefði ég leitt get- um að því að Guðrún hafi gengið af fundi vegna eigin orða. Mér fannst þau „stærri" en mín. Gunnar Guttormsson ---------ALÞÝDUBANDALAGIÐ---------------------------- Alþýðubandalagsfélagið í Keflavík og Njarðvík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í húsi Verslunarmannafélagsins Hafnargötu 28, næstkomandi miðvikudag 30. september kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafur Ragnar Grímsson prófessor. Allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Stjórnin Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haidinn 30. september n.k. að Kirkjuvegi 7, Selfossi kl. 20.30. Dagskrá 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Fulltrúi frá Varmalandsnefndinni gerir grein fyrir starfi nefndarinnar. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Félagsfundir Fundir verða í Alþýðubandalagsfélögum á Norðurlandi eystra á eftirtöldum stöðum: Raufarhöfn - þriðjudaginn 29. september kl. 20.30. Kópaskeri - miðvikudaginn 30. september kl. 20.30. Ólafsfirði - fimmtudaginn 1. október kl. 21.30. Ath. Fundartími kl. 21.30. Á dagskrá fundanna verður m.a. kosning fulltrúa á kjördæmisþing og á Landsfund - Stjórnmálaumræður. Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundina. Nánar auglýst á hverjum stað. Alþýðubandalagið uppsveitum Árnessýslu AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins verður haldinn í Árnesi mánudaginn 5. október kl. 21.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3) Kosning fulltrúa á Landsfund. 4) önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. september kl. 20.30 að Selási 9 (kjallara). Fundarefni: 1) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing á Iðavöllum. Hjörleifur Guttormsson alþm. kemur á fundinn og segir frá gangi stjórnmálanna. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Alþýðubandalag Héraðsmanna Alþýðubandalagið Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn á Iðavöllum laugardaginn 3. október kl. 4.00 og lýkur honum kl. 16.00 næsta dag. Dagskrá fundarins verður samkv. lögum kjördæmisráðs. Umræða: Lífskjör á landsbyggðinnl Framsögu hafa: Kristinn V. Jóhannsson, Álfhildur Ólafsdóttir, Björn Grétar Sveinsson og Hjörleifur Guttormsson. Kvöldvaka verður á laugardagskvöldið á vegum Alþýðubandalags Héraðs- manna. Helgi Seljan fyrrv. alþm. verður gestur kvöldvökunnar sem er öllum opin. Gistingu er hægt að fá í orlofshúsum ASA að Einarsstöðum. Upplýsingar veita: Sveinn í síma 11681 og Sigurjón í síma 11375. Stjórn kjördæmisráðs Álfaberg: Fóstrur óskast til starfa á leikskólann Álfaberg. Upplýsingargefur Júlíana Harðardóttir, forstöðukona í síma 53021. Skóladagheimilið Kattholt: Fóstrur óskast til starfa á skóladagheimilið Kattholt. Upplýsingar gefa Inga Þóra Stefánsdóttir og Guðrún Árna- dóttir forstöðukonur í síma 54720. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Vinningstölurnar 26. september 1987 Heildarvinningsupphæð: 4.457.256 1. vinningur var kr. 2.234.364,- og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 558.591 á mann. 2. vinningur var kr. 668.817,- og skiptist hann á 207 vinn- ingshafa, kr. 3.231,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.554.075,- og skiptist á 6.907 vinn- ingshafa, sem fá 225 krónur hver. Uppiýsingasimi: 685111. Þriðjudagur 29. september 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.